Morgunblaðið - 24.01.1992, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.01.1992, Blaðsíða 12
12 D MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR 1992 Innbrotum í bíln f ækknði í fyrra INNBROTUM og þjófnuðum úr bílum hefur fækkað stórlega á höfuð- borgarsvæðinu og þakkar lögreglan það fyrst og fremst herferð sem gerð var á vordögum í fyrra og góðum undirtektum almennings. Lögreglan lét gera bækling um hvað almenningur gæti gert til að draga úr líkum á að stolið væri úr bílnum, eða honum stolið. Bæklingi þessum var dreift fyrri hluta árs í fyrra og settur á bfla við sundstaði og kvikmyndahús, en við slíka staði er algengt að brotist sé inn í bíla. Arangurinn lét ekki á sér standa. Verulega dró úr innbrotum og þjófnuðum úr bílum fyrri hluta árs- ins, en síðan gleymdi fólk sér og þá jukust brot af þessu tagi á nýjan leik, en ekkert í líkingu við það sem áður var. Innbrot og þjófnaðir hafa verið tölvuskráð frá árinu 1988 og hefur þeim fjölgað jafnt og þétt síðan þá — þar til í fyrra. Arið 1988 voru skráðir 553 þjófnaðir, 646 árið 1989 og 738 árið 1990. Miðað við sömu þróun mátti búast við 820 innbrot- um og þjófnuðum í fyrra en raunin varð sú að 454 innbrot og þjófnað- ir voru skráð. í áðurnefndum bæklingi lögregl- unnar eru nefnd nokkur dæmi um hvemig eigendur ökutækja geta dregið úr líkum á að stolið verði úr bílnum. Menn skulu alltaf taka lykilinn úr bílnum, jafnvel þegar aðeins á að skjótast frá í stutta stund. Ekki skilja laus verðmæti eftir í bflnum og alls ekki þannig að þau sjáist. Ökumenn eiga aldrei að skilja bflinn eftir í gangi því þá tekur aðeins nokkrar sekúndur fyrir fingralanga að stela úr bílnum, eða honum sjálfum. Algengt er að bílar séu skildir eftir í gangi við barna- heimili þegar foreldri ætlar aðeins að skjótast inn með barnið. Þetta á auðvitað ekki að gera, bæði vegna hættu á þjófnaði og ekki síður vegna þeirrar mengunar sem bíllinn veldur. Þegar bíllinn er yfirgefinn á að sjálfsögðu að hafa allar rúður uppi og rétt ér að muna eftir að læsa afturhlera. Þar sem það er hægt er æskilegt að læsa stýrishjólinu og ef dýrar felgur eru á bíinum er sjálfsagt að hafa læsanlega ró á þeim. Að sögn lögreglunnar í Reykjavík er það að mestu komið undir al- menningi hvort tekst að fækka þessum afbrotum enn frekar. Við eigum að geta gert betur. Verum vel á verði og freistum ekki þjóf- anna. ■ Safnar Morris-bflum af mikilli ástríðu A SAMA hátt og margir eiginmenn eru trúir konum sínum alla ævi eru til þeir menn sem taka ástfóstri við ákveðna bílategund og sjá ekki annað. Þannig hefur Olof Sögaard í Danmörku tekið ástfóstri við Morris 1000 sem hann safnar af ástríðu og á núna 52 eintök. Olof Sögaard á eintak frá hverju ári síðan 1949 og þar til fram- leiðslu var hætt árið 1971. Af sum- um árgerðunum á hann síðan fleiri en einn bíl. Hann á líka flestar gerðirnar sem framleiddar voru, þ.e. hinn venjulega fjölskyldubíl, blæjubfl og þennan með bindings- verkinu eins og þeir segja á dönsk- unni. Söfnunaráráttan hófst þegar Sögaard fékk ökuskírteini árið 1957 og hefur hann upp frá því keypt og selt Morrjs 1000, gert við þá og safnað þeim. Hafa um 2.500 bflar farið um hendur hans á þess- um árum, sumir oftar en einu sinni. Heima hjá Sögaard við Silkiborg má sjá Morris fyrir utan verkstæði hans, að sjálfsögðu má líka finna slíkan bíl innan veggja verkstæðis- ins og einn er heima í stofu. Það er sparibíllinn, lúxusútgáfan og hann á eiginkonan. Ladan hækkar ekki VERÐ á Lada bflum mun ekki hækka frá framleiðanda á þessu ári þar sem við höfum þegar samið um verð út árið, segir Gísli Guðmundsson for- stjóri Bifreiða og landbúnaðarvéla en því hefur verið haldið fram að bflar sem fram- leiddir hafa verið í Austur-Evrópu muni ekki lengur fást á sama verði og verið hefur. Sömu sögu er að segja um Skoda þar sem fram- leiðendur hans telja sig ekki geta hækk- að hann í samkeppni sinni við aðra bíla. Hugsanlegar verðbreytingar á þessum bíium hérlendis á næstu mánuðum muni því ráðast af gengisskráningu en ekki einhliða hækkun framlejð- enda. ■ Hvernig á að útbúa flugbraut í neyð? NOKKUÐ hefur verið rætt um hvernig merkja eigi lendingar- staði fyrir flugvélar og þyrlur á svæðum þar sem slík farar- tæki lenda ekki á hverjum degi. Margs er að gæta þegar gera þarf lendingarstaði, hvort held- ur er fyrir flugvél eða þyrlu. Ef við ræðum fyrst hvernig útbúa á lendingarstað fyrir þyrlu þá þarf helst að finna einhvem stað þar sem engar hindranir eru fyrir þyrluna í aðflugi. Raf- og símalínur geta t.d. verið hættuleg- ar í slæmu skyggni. Ef lent er að degi til er best að láta einn mann eða tvo standa miðsvæðis á lendingarstað með bakið í vind- inn og halda á lofti flaggi eða veifu til að sýna vindstefnu. Hafa ber í huga að þyrlan lendir og tekur á loft á móti vindi. Þegar flugstjóri þyrlunnar hef- ur gert sér grein fyrir hvar best er að lenda er rétt að mennirnir sem sýna lendingarstaðinn færi sig um 20 metra frá lendingar- staðnum og skulu enn sem fyrr snúa baki í vindinn. Gott er að merkja miðpunkt lendingarstað- arins með laki eða öðru slíku en festa þarf merkið vel þannig að það sogist ekki upp í spaðana. Notið bílljósin Erfiðara getur reynst að merkja lendingarstað að nóttu til og þá er nauðsynlegt að lýsa upp svæðið, Best er að gera það með bílljósum eða leifturljósum og einnig má nota blys ef þau eru tiltæk. Séu bílljós notuð skulu þau lýsa upp í vindinn þannig að þau lýsi ekki á móti þyrlunni þegar hún kemur inn til lendingar. Gott er einnig að nota neyðarljós bíl- anna og láta þau blikka stöðugt. Ef við segjum að þrír bílar séu til staðar þá er best að láta tvo þeirra lýsa með fullum ljósum, auk neyðarljósanna, inn að miðpunkti lendingarstaðarins. Bílamir skulu vera með 30-100 metra bil á milli sín. Þriðja bílinn er best að setja í um 20 metra fjarlægð frá mið- punktinum með afturendann upp í vindinn. Hafið aðeins kveikt á neyðarljósunum, ekki ökuljósun- um. Sé aðeins einn bíll tii staðar er rétt að hann lýsi upp í vindinn þannig að þegar þyrlan er lent lýsi bíllinn aftan á hana. Flugvélin þarf meira rými Grundvallarreglurnar fyrir flugvéi og þyrlu eru þær sömu en flugvélin þarf mun meira rými til að geta lent. Flugvél lendir upp lýsa eins og áður er nefnt en hin- ir tveir skulu aðeins vera með stöðuljós við þann enda sem vélin á að stöðva. Fleiri bílum má bæta við meðfram brautinni sjálfri og eiga þeir þá að lýsa þvert á braut- ina. Salernispappírinn gagnast vel Mikilvægt er að menn felli loft- netsstangir sem eru á bílunum því þær geta valdið skemmdum á vélinni, rekist hún í þær. Mikil- vægt er að reyna að sýna flug- manni hvernig vindáttin er og þá getur salernispappír komið í góðar þarfir. í björtu er gott að nota reykblys eða. salernispappír og í myrkri má reyna að standa með salernispappír í ljósum frá bílun- um. Þetta er mikilvægt því óvíst er hvort hægt er að leggja flug- braut sem liggur nákvæmlega upp í vindinn. Um lengd flugbrautar gildir, að því lengri.sem hún getur verið því betra, en ávallt ber að forðast að láta vél lenda í vatni. Merking lendingarstaðar þyrlu 30-100 metrar <b Aðalljós látin lýsa inn að miðpunkti Vindstefna Bifreiðar með aðalljós og aðvörunarljós |!0" Bifreið aðeins I 1 með aðvörunarljós Flugbraut í neyðl Bílar aðeins með stöðuljós (parkljós) kveikt við enda „flugbrautarinnar" Bilar með aðalljós kveikt lýso að „flugbrautinni" f*l ’t ■*; llf ' III m I.' i • ■>. i í vindinn eins og þyrian. Menn verða að taka tillit til umhverfis- ins og gæta þess að leiða flug- manninn ekki í gildru. Ingvar Valdimarsson, flugumsjónarmað- ur og flugmaður hjá Flugmála- stjórn, segir mikilvægt að engar háspennulínur séu í nágrenninu, gæta þarf einnig að hólum og klettum. „Það er mjög mikilvægt, sér- staklega í myrkri, að engar hindranir séu í nágrenninu, sér- staklega á þetta við um það svæði sem vélin flýgur yfir í aðfluginu. Við þann enda brautarinnar sem vélin stoppar er mikilvægt að ekki séu neinar hindranir og ekki hengiflug. Það er aldrei að vita hvenær vélin getur stöðvast og því má ekkert vera á þeim enda sem getur verið hættulegt," segir Ingvar. Ef einn bíll er til staðar til að leiðbeina vél tii lendingar á að stiila honum þannig upp að aftur- endinn snúi upp í vindinn og bfll- inn lýsi með aðalljósum inn á fyrir- hugaðan lendingarstað. Bíllinn á að vera 50-70 metra frá enda brautarinnar. Ekki vera í bílunum Séu tveir bílar til staðar er best að koma þeim fyrir við hornin á brautinni og láta þá lýsa á ská upp í vindinn, svona um það bil 45 gráðu horn. Bilið milli bílanna þarf að vera a.m.k. 30 metrar. Rétt er að brýna fyrir mönnum að vera ekki í bílunum, heldur hafa ökuljósin á og koma sér svo í burtu því lehding getur mistek- ist og þá er betra að vera ekki í bílnum. Ef fleiri bílar eru til staðar er best að notast við fjóra bfla, einn við hvert horn brautarinnar. Tveir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.