Alþýðublaðið - 09.11.1920, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 09.11.1920, Blaðsíða 3
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 ari ii. jú'.í 1918. og fullreist var hún 3. okt. 1919 Hún er bygð úr brendum múrsteini eins og flest- ar byggingar í Dinmörku. Kost- aði 10 miljónir króna. Tandard.hætta rið Danmorka. Þegar stríðið hætti, lét danska stjórnin þegar byrja að slæða upp tundurdufl í höfunum kringum Danmörku, og hefir verið unnið að því látiaust, þar til nú í októ- ber að þvf v.sr hætt. Er nú talið að engin hætta sé lengur af tund- urduflum við Danmerkurstrendur, nema ef vera kynni af duflum á reki við vesturströnd Jótlands, en til þess að hafa gát á slfkum gest- um, verður tveimur af skipunum sem hafa verið að slæða haldið út áfram, og hafa þau stöð f Es bjerg. Danskir rerkamenn hafa samtals haft um 10 þús. þýzk börn hjá sér 1 lengri og skemri tfma, til þess að þau hrestust eftir sultarveruna heima. Af þessum börnum voru 500 frá Vínarborg. Uffl dagiDQ 09 veginn. Kveikja ber á hjólreiða- og bifreiðaljóskerum eigi siðar en kl. 4V4 í kvöld. Bíón. Gamla bíó sýnir: .Laun- sonurinn". Nýja bíó sýnir: .Gift að nafni til". Samskotin. Til viðbótar áður auglýstu skal hér birt það sem bæzt hefir við til hins fátæka landa okkar í Færeyjum: G. B. 10 kr., K. G. io kr., Sjúkl. á Lauganesspít. 90 kr., Frið- rik Sigmundsson Lauganesspft. 10 kr., N. N. 15* kr., N. N. 3* kr. Skipaferðir. Gs. Matthilde kom f gærkvöldi frá útlöndum; tekur hér kjöt og fer svo til ísafjarðar og tekur þar fisk. Togararair. Vfnland kom f gær af veiðum og fór samdægurs tii Englands. í dag fara Rán ogjón Forseti til veiða aftur eftir langa hvfld. Betra á móti. Svo illa er nú komið aliti Mogga litla, að sjálfir eigendurnir segja, að betra sé að hafa það á móti sér í kosninga- baráttu en með Þetta hefir við þau rök að styðjast, að einn hátt standandi Knytlingur komst svo að orði f gærmorgun, er hér að ofan greinir. Aumingja Moggil Bazar. Eins og sjá má á aug- lýsingu á öðrum stað f blaðinu, ætla verkakonur að halda bazar á fimtudaginn, og mun hann sfzt lakari en undanfarið. Konurnar eru duglegar að fást við slikt, og má búast við mörgum góðum munum. 3000 kr. gjot fékk formaður Salarrannsóknarfélags íslands E. H. Kvaran nýlega, frá óneíndum norðlenzkum manni. Hámarksverð er nú á eftir- töldum vötum, og eru menn á- mintir um að kæra viðstöðulaust til lögreglustjóra ef út af er brugð- ið, eða ef hlutaðeigeudur neita að selja þessar vörur, þó þeir hafi þær: Rúgmél f heilum sekkjum 60 au. kg , í smávigt 66 au. kg. ísa, óslægð 50 au. kg„ slægð, ekki afhöfðuð, 56 au. og slægð og afhöfðuð 62 au kg Þorskur og smáfiskur, óslægður, 46 au. kg., slægður, ekki afhöfðaður, 52 au. og slægður og afhöfðaður 56 au. kg Heilagfiski, smálúða 80 au. kg. lúða yfir 15 kg. f heilu lagi 110 au kð. og lúða yfir 15 kg. í smá- sölu 130 au. kg. Steinolía í heild- sölu, Sólarljós kr. 92,00 pr. 100 kg, Oðinn kr. 90,00 pr. 100 kg., auk umbúða, heitnekið eða frítt um borð í Rvik. Smásöluverð steinolfu: Sólarljós 86 aurar Iftr- inn og Óðinn 85 aurar lftrinn. Heildsöluverð á sykri: steyttur kr. 3,30 kg., köggvinn kr. 3,50 kg. Smásöluverð, þegar seldur er minni þungi en sekkur eða kassi, steyttur kr. 3,70 kg., höggvinn kr. 3,90 kg. Eyðilagðir skólar í Norður- Frakklanði. Talið er að 700 skólar í Norð- ur-Frakklandi í héruðum þeim er barist var, hafi eyðilagst svo að reisa þurfi þá að nýju. JíorSIeazk saaSatólg fæst í verzlun Gunnars f’óröarsonar, Laugaveg 64. Sími 4 9 3. Verzlunin Hlíí á Hverfisgötu 56 A selur meðal annars: Úr aluminium'. Matskeiðar á 0.70, theskeiðar á 0,40 og gaffla á 0,70. Borðhnífa, vasahnffa og starfs- hnffa frá 0,75—3,00. Vasaspegla, strákústa (ekta), hárkústa, glasa- hreinsara 0,50, fatabursta og naglabursta. Kerti, stór og smá, saumavélaolfu, diska, djúpa og grunna og hinar þektu ódýru emailleruðu fötur; og svo eru örfá stykki eftir af góðu og vönd■ uðu baktöskunum, fyrir skóla- börnin. Afsláttarhestur er til sölu. A. v. á. Útlenðar Jréltir. Bændur á Sikiley taka jarðirnar. Eins og áður hefir verið getið í fregnum frá ítalfu, hafa verka- menn í ýmsum borgum Italíu tek- ið rekstur verksmiðjanna í sínar hendur, og hann gefist vel. Nú berast fregnir um það að bændur á Sikiley hafi myndað samtök til að taka jarðirnar af landeigendum og hafa þegar framkvæmt það f ýmsum héruðum. Er búist við að bændum og verkamönnum þar takist fyrirhafnarlftið að fram- kvæma þetta alstaðar á eynni, og að þeir eigi framvegis landið er vinni að ræktun þess. Jafnaðarmenn sigra við kosn- ingar í Qneensland í Astralín. Nú um nokkurt skeið hafa jafn- aðarmenn stjórnað f Queensland f Ástralfu. Heitir stjórnarformaður- inn Theodore. Nú fyrir skömmu fóru fram allsherjar kosningar þar í landi, og urðu úrslitin þau, að jafnaðarmenn fengu styrkan meiri hluta, svo stjórnin situr áfram við völd.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.