Morgunblaðið - 22.02.1992, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 22.02.1992, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. FEBRUAR 1992 B 7 vandaðan kynningarbækling á ensku um íslenska höfunda. Reyndar var prentaður kynningarbæklingur fyrir nokkrum árum, en hann féll ekki í nógu góðan jarðveg og er auk þess uppurinn nú. „Þegar maður situr og talar við stóra erlenda forleggjara sem gefa kannski út þúsund titla á ári þá er hið talaða orð afskaplega fljótt að flæða í gegn og það skiptir miklu máli að geta skilið eitthvað eftir, það gefur því meira vægi sem maður er að tala um,“ sagði Heimir Pálsson. Bæði Heimir og Dagný töluðu um að Finnar væru til mikillar fyrir- myndar hvað varðar kynningarefni og gætum við margt af þeim lært. Ólafur Ragnarsson taldi hins vegar Norðmenn til fyrirmyndar, þeir hefðu sett á laggirnar sérstaka stofnun sem sæi um að selja norskar bækur erlendis og hefðu náð ótrúleg- um árangri. Vandaðar þýðingar frumskilyrði Það er ágætt að komast á þrykk á Norðurlöndum, í Þýskalandi og Frakklandi, en einhvem veginn er verkið ekki fullkomnað fyrr en hinn enskumælandi heimur hefur verið sigraður. Erfiðleikarnir við að kom- ast út fyrir Norðurlönd endurspegl- ast í þeirri áskorun dómnefndar bók- menntaverðlauna Norðurlandaráðs að þýðing á eitt heimsmálanna verði hluti af verðlaununum. Það hefur nánast ekkert komið út af íslenskum nútímabókmenntum í Bretlandi eða Bandaríkjunum í áratugi eða síðan Laxness komst í gættina forðum. Vestur í Minnea- polis í Bandaríkjunum situr þó um- boðsmaðurinn Jeannie Hanson og er að gera tilraunir til að koma ís- lenskum bókmenntum á framfæri vestanhafs. Hún var stödd hér á landi á dögunum og sagði í samtali við blaðið að fremur erfitt væri að selja íslenskar bókmenntir, en þó hefði henni tekist að selja smásögur eftir Ólaf Jóhann Sigurðsson til há- skólaforlags sem heitir Louisiana State University Press. Hún segist aðeins taka að sér eitt íslenskt verk- efni í einu, vilji ekki fara of geyst, enda áhugi almennings og útgefenda lítill. Næst hefur hún áhuga á að reyna fyrir sér með sögur eftir Svövu Jakobsdóttur, en Leigjandinn og fleiri sögur hafa verið þýddar af- Julian D’Arcy, dósent við Háskóla íslands, með tilstyrk Bókmennta- kynningarsjóðs. Jeannie segir frum- skilyrði að hafa alla bókina í vand- aðri þýðingu þegar um fagurbók- menntir sé að ræða. Hún sagði enn- fremur að ekkert stoðaði að reyna fyrir sér á bandaríska bókamarkaðn- um öðruvísi en í gegnum umboðs- menn, mörg forlaganna reiddu sig á síun þeirra og endursendu handrit sem kæmu eftir öðrum leiðum. Samkvæmt Jeannie Hanson verð- ur að byrja á því að þýða bækumar á ensku ef komast á inn á banda- ríska markaðinn. Það stangast á við þá reglu Bókmenntakynningarsjóðs að veita helst ekki styrki fyrr en útgáfusamningur liggur fyrir. „Við viljum sjá að þessir peningar skili sér,“ sagði Heimir Pálsson í því sam- bándi. Hins vegar stendur til að gera nokkrar tilraunir með enska markaðinn, að sögn Heimis, fá fram vandaðar þýðingar og sjá hvað setur. Svo er það vandamálið með góða þýðendur, þeir eru ekki á hvetju strái, helst að þá sé að finna á Norð- urlöndum. Rækta þarf þýðendur Á síðasta ári efndu Stofnun Sig- urðar Nordals og Bókmenntakynn- ingarsjóður til þings fyrir þýðendur. „Við buðum hingað til lands einum átján erlendum þýðendum," sagði Heimir Pálsson, „og þeir voru af- skaplega glaðir yfír því og þótti kannski sumum mál til komið að íslendingar gerðu eitthvað, því í sumum tilfellum höfðu þessir menn þýtt tugi íslenskra skáldverka og svo sem aldrei fengið meira en svei frá íslandi." Heimir fullyrðir að í kjölfar þessa þings verði meiri gangur í útgáfu á þessu ári en því síðasta. „Þýðendurn- ir töluðu um að leggja sig enn meira fram en áður við að finna útgefend- ur og kynna verkin. Það var þarna einn þýskur útgefandi með líka og hann skrifaði mér nokkru seinna og sagðist geta tilkynnt að þetta væri þegar búið að bera þann árangur að hann væri ráðinn í að gefa út fleiri íslenska höfunda. Þetta var útgefandi Laxness í 'Þýskalandi." Einn viðmælenda blaðsins taldi aðalástæðuna fyrir lélegu gengi ís- lendinga í enskumælandi löndum skort á hæfum þýðendum. í því sam- bandi bendir Heimir Pálsson á hve mikils virði það yrði að koma upp aðstöðu fyrir þýðendur á íslandi. „Það getur ekki verið neitt grín að sitja suður á Spáni og þýða Guðberg og hafa ekki aðgang að neinum gögnum," sagði Heimir. Annað vandamál sem fjallað var um á þýðendaþinginu var smæð for- laganna sem gefa út íslensk verk erlendis. Oft er um að ræða eldhús- borðsforlög sem eiga granna sjóði, þannig að lítið fer fyrir markaðssetn- ingunni. Að sögn Heimis var það samdóma álit bæði íslensku útgef- endanna sem þama vora og margra erlendu þýðendanna að skynsam- legra væri að gefa sér lengri tíma og linna ekki fyrr en menn fyndu sæmilega öflug forlög í útlöndum. Ólafur Ragnarsson hefur verið tals- maður þessa sjónarmiðs og bendir á að stóra forlögin vilji síður gefa út höfunda sem hafi verið á vegum smáforlaga eða einstakra ísland- svina og geti slík útgáfa því orðið höfundum fjötur um fót. „Margir íslenskir höfundar hafa verið of ák- afir,“ segir Ólafur og telur 500 ein- taka útgáfu hjá smáu forlagi varla þjóna öðrum tilgangi en þeim að gleðja höfundinn. Rætt hefur verið um að styrkja smáu forlögin betur, eins og grannar okkar gera, en Heimir Pálsson sér ekki fram á að Bókmenntakynning- arsjóður verði í stakk búinn til þess á næstunni. Fáist hins vegar 5 millj- ónir í sjóðinn lofar Heimir krafta- verki og yrði það að hans sögn ódý- rasta kraftaverk sem íslendingum stæði til boða! Útflutningsskrifstofa bókmenntanna? Ólafur Ragnarsson hjá Vöku- Helgafelli hefur sennilega einna mesta reynslu íslendinga af að semja við erlend forlög. Hann sagðist í samtali við blaðið sjá feikimikla möguleika í útflutningi á íslenskum bókmenntum, en bendir á að koma þurfi til markviss vinnubrögð. „Það þarf sérhæfingu og sérþekkingu ef árangur á að nást,“ sagði Ólafur og telur jafnvel að koma þurfi upp út- flutningsskrifstofu bókmenntanna. „Bækur seljast ekki sjálfkrafa og ef menn ætla að fara út í þetta af einhverri alvöra er nauðsynlegt að hafa fagmenn að störfum. Það skilar litlum árangri að forlög eða höfund- ar hafi samband við erlenda útgef- endur beint. Það þarf að hafa um þetta samvinnu við umboðsmenn á hverjum stað, því þeir vita hvert á að snúa sér, hvaða forlög era líkleg- ust til að hafa áhuga á tiitekinni gerð bókmennta og hvemig best er að tala máli bókar við tiltekinn út- gefanda. Auk þess vita þeir upp á hár hvert gangverðið á höfundar- réttinum er í tilteknu landi og ná því oftast mun bitastæðari samning- um þannig að umboðslaun þeirra verða aðeins brot af viðbótartekjun- um.“ Halldór Guðmundsson hjá Máli og menningu var ekki alveg sam- mála, hann kvaðst ekki hafa neitt sérstaklega góða reynslu af umboðs- mönnum á Norðurlöndum, þó að þeir kynnu að vera óhjákvæmilegir annars staðar. Hann benti einnig á að enginn væri betur til þess fallinn að tala fyrir bók en útgefandinn og Jóhann Páll hjá Forlaginu tók í sama streng. Hvað varðar kynningu á íslensk- um bókmenntum erlendis vill Ólafur Ragnarsson breyta áherslum: „Það þarf að leggja mun meiri áherslu á efni bókanna og gæði en það að þær séu íslenskar. Menn kaupa bækur af því að þær era góðar eða áhuga- verðar. í einhveijum tilvikum er kannski hægt að opna dyr með því að segjast vera með íslenska bók en ekkert erlent forlag hefur á sinni stefnuskrá að gefa út íslenskar bæk- ur. Við náum aldrei út fyrir Norður- lönd með því að leggja áherslu é þjóðemið, það er atriði númer tvö að bókin sé íslensk. Þótt menn séu viðkvæmir fyrir því að jafna bókum við vöru þá gildir nákvæmlega sama um bækur og hveija aðra vöra — við kaupum vöra af því að hún er góð eða af því áð maður hefur trú á merkinuYig athugar stundum ekki hvar hún er framleidd." Egill Eðvarðsson, mynJlislainiaður: MÉRLÍÐURVEL ÍPUTTUNUM í GALLERÍ Nýhöfn stendur nú yfir sýning á málverkum eftir Egil Eðvarðsson. Myndefnið er diskar og hnífapör og ber og ostakökur. Nammi namm í olíu á striga. Ertu alltaf i eldhúsinu Egill? spurði ég þegar ég hitti Iistamanninn í galleríinu. „Nei, ég er aldrei í eld- húsinu," svarar Egill, „það er kannski þessvegna." Egill hélt síðast sýningu í Gall- erí Gangskör fyrir fimm árum. Á þeirri sýningu var hann með grafíkverk, en nú er það olían. „Ég hef verið að vinna að þessari sýningu í tvö ár,“ segir hann, „þótt mýndirnar hér séu flestar unnar í fyrra. Ég byijaði að vinna í olíu á þessum tíma — sem var mikið upplifelsi. Það hafði ég aldrei gert frá því ég útskrifað- ist úr Myndlistarskólanum árið 1971. Þegar ég var í skólanum, var grafíkin það sem máli skipti og ég var búinn að ákveða að olíá væri ekki fyrir mig; hún væri iengi að þorna, gamaldags og leiðinleg. Ég var harður á þessu í tæp tuttugu ár. Ég teiknaði, málaði og var í vatnslitum — öllu öðra en olíu. Að lokum gafst ég upp á þessu og ákvað að prófa. Það er svo skrýtið að maður heldur fram skoðun sem sem mað- ur hefur tekið ákvörðun um, reynir að sannfæra sjálfan sig og aðra um gildi hennar af svo miklum ákafa að hún verður að meinloku. Mér tókst að halda þessari mein- loku að sjálfum mér ansi lengi. Seinustu tvö árin hef ég bara unnið í olíu. Ég ætla ekki að reyna að halda því fram að olían hafi verið fundin upp fyrir mig, en mér líður vel í puttunum." En þetta eldhúslega myndefni? „Já. Þegar ég byijaði að vinna með olíuna tók ég eina ákvörðun. Ég ákvað að vera ekki að apa upp eftir sjálfum mér þessa„collage“ aðferð sem hefur fylgt mér frá því í skóla. Ég setti mér reglu strax í byijun og þeirri reglu hef ég hald- ið mjög samviskusamlega. Ég ákvað að reyna ekki, ég mætti ekki, vildi ekki og skyldi ekki reyna við neitt annað en þessilvö grund- vallar form, ferninginn og hring- inn. Síðan gerðist það að hvoru- tveggja tók á sig þrívidd; ferning- urinn varð að boxi og hringurinn að diski og síðan að berjum.“ Hvers vegna settir þú þér þessa reglu? „Til að takmarka mig. Ég held að þetta sé agaspursmál. Það er nauðsynlegt að setja sér reglur. Ég held að frelsi felist ekki í ótak- mörkun. Mesta frelsi sem hægt er að öðlast er að geta sett sér skorð- ur.“ En hvers vegna matur? „Ég vísa því til sálfræðinga. Kannski hef ég bælda þörf fyrir að vera í eldhúsinu, en kemst ekki að vegna þess að konan mín er svo góður kokkur. Nei, svona í alvöra, þá tóku formin á sig þessar myndir, án þess að ég velti eyddi í það djúpum og miklum vangaveltum, eða væri með einhveijar uppstillingar. Frá því er ein undantekning: A bónda- daginn bakaði konan handa mér ostaköku, sem mér finnst alveg sérstakt góðgæti. Ég fór með hana út á vinnustofu, borðaði hana alla og málaði hana svo — í þessari röð. Þannig að þar er ég kannski fremur að mála tilfinningu en útlit. Þetta var fyrst og fremst spurn- ing um efni. Ég er að prófa mig áfram og á þessum tveimur árum sé ég þróun. Myndirnar verða ma- lerískari með tímanum," segir Eg- ill og bendir mér á all sérstæða mynd sem heitir „Látin laus“, og segir: „í þessu samhengi — og þá meina ég innan um hinar myndim- ar á sýningunni — eru þetta ber, en þegar hún er komin úr samheng- inu og stendur einhvers staðar ein, eru þetta kannski alls ekki ber. Þetta geta verið bobbingar, eða slitin perlufesti. Stærðin er annað sem ég var að glíma við. Hingað til hafa myndirn- ar mínar verið, í hæsta lagi, einn metri á kant. Núna er ég með stærri fleka. Mér finnst það mjög skemmtilegt og mér finnst ég vera á réttu róli.“ Þannig að þú ætlar ekki aftur í grafíkina? „Mig grunar nú að það verði beint framhald af þessu. Ég er enn að mála og það segir mér að ekk- ert hlé verði að þessu sinni. Það er ekki þar með sagt að ég sé að vinna að annarri sýningu, en það er fróðlegt að sjá hvað maður þró- ast í svona vinnu. Eftir hálft ár mætti segja mér að ég yrði staddur annars staðar.“ En nú ertu í ótal öðram störfum og kannski fyrst og fremst þekktur sem kvikmyndagerðarmaður og leikstjóri? „Já, en ég held að ég hafi alltaf vitað að fyrr eða síðar myndi ég sækja í þessa myndvinnslu. Ég hef alltaf haft metnað sem myndlistar- maður. Eftir skólann ætlaði ég að fara út til að læara meira; verða sveltandi myndlistarmaður — og helst misskilinn. Það var toppurinn. Egill Eðvarðsson Morgunblaðið/Einar Falur Ég er ekkert til í að yfirgefa þá hugsjón alveg. En í aðalstarfi mínu, sem kvikmyndagerðarmaður er öll vinna hópvinna. Þar nýt ég mín alveg ljómandi vel. En það er allt hópvinna og það er allt saman hugverk, stundum þriggja manna hóps, stundum 40 manna tækniliðs Sjónvarpsins. Þá er það mitt starf að láta aðra vinna handverkið, ég er í hugverkinu og stjórna. Þótt ég njóti starfsins, þá er ekki laust við að ég fái einhvers konar „marg- menniskennd", svona sem and- stæðu við einmanakennd. Mótvæg- ið fæ ég í vinnustofunni, þar sem ég er algerlega einn, engum háður og ég vinn sjálfur við handverkið — enginn annar. Þetta gerist yfir- leitt þegar ég hef mest að gera í aðalstarfinu mínu. Ég held að ég hvílist við myndlistina — meira en ef ég fer beint heim að sofa. Ég fer út í vinnustofu, set Ellu Fitzger- ald, eða annan gamlan góðan djass á fóninn og vinn gjaman til fjögur á morgnana. í því er svo mikil hvíld að það er ekkert vandamál að vakna um sjöleytið til að köma strákunum í skólann. Ég er með þijá polla." Voðalegt streð er þetta. „Kannski,“ segir Egill góðl- átlega, „en ævin er svo stutt og ég get ekki sætt mig við að vera bara á einu sviði.“ VIÐTAL: SÚSANNA SVAVARSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.