Morgunblaðið - 02.04.1992, Síða 2
2 C
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. APRIL 1992 1992
Maniina,
kauptu bara
pening
Þaö er mikilvœgt aö glœöa skilning
barna og unglinga ájjármálum ísamrœmi við
þroska þeirra ogaldur
BÖRN eru ekki orðin há í loftinu þegar þau skynja að ppningar eru
eitthvert töfratæki. Sem þýðir ekki að þau skilji hvað peningar eru
eða hvernig nákvæmlega þeir eru notaðir. En þau sjá okkur t.d.
nota þá í verslunum, þótt skilningurinn á ferlinu þar sé kannski
fremur í þá áttina að „við gefum konunni peninga og konan gefur
okkur matvörurnar". En liður í uppeldi barna er að hjálpa þeim að
skilja peningamálin, að svo miklu leyti sem þroski þeirra leyfir .
Og þótt lítil börn komi seint til með að skilja hluti eins og að fimm-
tíu króna peningur geti verið verðmætari en tíu króna peningurinn
sem er svo miklu stærri, þá er öll fræðsla dýrmæt upp á seinni tíma
að gera. Flestir vilja ala börnin sín upp sem ábyrga einstaklinga í
fjármáluni og til þess þarf fræðslan að hefjast inni á heimilinu.
Börn eiga gott með að tileinka sér hluti sem þau upplifa sjálf. Það
er heilmikil reynsla fyrir lítinn krakka að fá ákveðna upphæð og
þurfa að velja á milli þess að kaupa einn hlut eða annan. Einnig
að fara með í bankann þar sem „við geymum peningana svo við
týnum þeim ekki og fáum meira að segja verðlaun fyrir ef við geym-
um þá lengi“. Þá má nota innkaupaferð og útskýra að við eignumst
ekki vörurnar með því einu að setja þær í körfuna, heldur með því
að láta búðamanninn fá peninga í staðinn fyrir þær.
HVAR FÁUM VIÐ PENINGA?
Slíkar útskýringar kalla fljótlega
á svar við spurningunni „hvar fáum
við peninga“. Atriði sem hveiju
barni er nauðsynlegt að hafa ein-
hvern skilning á, a.m.k. ef foreldrar
ætlast til þess að barnið eigi að
skilja af hveiju peningar eia stund-
um til í heimilisbuddunni og stund-
um ekki.
Tveggja ára barn sem heyrði
móður sína útskýra að ekki yrði
keyptur nýr bolti núna af því að
hún ætti ekki nógu mikla peninga
fyrir honum, svaraði að brágði
„mamma kauptu bara peninga".
Kannski dálítið táknrænt svar lítils
barns í íslensku þjóðfélagi sem held-
ur að allt sé hægt að kaupa. Nokkr-
um árum eldra hefði barnið sjálf-
sagt bent móður sinni á að nota
bara „kortið". Og vissulega flækir
mikil greiðslukortanotkun málin
dáiítið, því hvernig í ósköpunum
eiga þau að skilja að það sem er
keypt með plastkortum þarf að
borga með peningum engu að síður
— nokkuð sem jafnvel fullorðnir
virðast ekki alltaf taka með í dæm-
ið.
SKILNINGUR Á
FJÁRHAGSERFIÐLEIKUM
Fjárhagsstaðan á venjulegu
heimili er sjaldnast sveiflulaus allan
ársins hring. Það koma upp ófyrir-
séð áföll sem skekkja myndina, eða
óvæntir peningar sem leyfa hluti
sem annars væru óviðráðanleg
umsvif. Fjárhagsáhyggjur foreldra
geta líka skapað mikla spennu á
heimilinu og börn eru næmari en
marga grunar. Börn foreldra sem
hafa miklar fjárhagsáhyggjur þurfa
að fá vitneskju um hvað er að ger-
ast, a.m.k. ef börnunum er ætlað
að sýna skilning á aðstæðunum sem
fyigja.
PENINGAR KAUPA EKKI
FRIÐ
Eitt af atriðunum sem skipta
máli í slíkum aðstæðum og yfir-
leitt, er að krakkar fái að vita að
fullorðnir fara í vinnuna til að vinna
fyrir peningunum sem notaðir eru
til að framfleyta heimilinu og koma
til móts við þarfir og óskir heimilis-
meðlimanna. Á hinn bóginn skyldu
foreldrar ekki ofnota útskýringuna
„ég þarf að vinna núna svo þú get-
ir eignast þetta eða hitt eða til þess
að við getum gert eitthvað saman“.
Þar með með skapast hætta á að
barnið taki á sig of mikla ábyrgð
á vinnu foreldranna. Og fáir mæla
með þeirri leið að ætla að bæta
barni mikla fjarveru foreldra með
peningum. Peningar kaupa ekkert
sem getur komið í stað samveru
með foreldrum.
Fyrstu raunverulegu kynni
margra barna af ráðstöfun á eigin
fé eru „nammidagspeningarnir" og
það er svo sem ekki verri leið en
hver önnur, að því tilskyldu að upp-
hæðin sé fyrirfram ákveðin og barn-
ið fái sjálft að spreyta sig á því
hvernig henni verður ráðstafað.
Sjálfsagt langar flest börn í mikið
meira sælgæti en upphæðin leyfir
og miðað við vöruúrvalið í sælgætis-
borðum getur valið orðið flókið.
Sælgætispeningar geta valdið fleiru
en tannskemmdum, því ef rætt er
við barnið áður um hvernig það
ætli að veija krónunum sínum, hvað
það langi til að fá og hveiju það
þurfi þá að sleppa, er líklegt að
örlítill skilningur á peningum fáist
í kaupbæti.
Hins vegar er það almennt álit
sérfróðra að ef börn á annað borð
fá ákveðna peninga til eigin ráðstöf-
unar, eins og nammidagspeninga,
þá eigi að leyfa þeim að ráða hvað
sé keypt — innan skynsamlegra
marka þó. Sama gildi um ráðstöfun
vasapeninga, sem oft koma til sög-
unnar um sex ára aldurinn. Upp-
hæðiri- ætti ekki að vera meiri en
svo að henni þurfi ekki að fylgja
neinar kvaðir. Stundum kemur það
svo fyrir að krakki sem er vanur
að suða sífellt um að fá t.d. sæl-
gæti minnkar neysluna snögglega,
þegar hann fer að fá pening frá
foreldrum sínum til að kaupa sæl-
gætið sjálfur. Hann langar kannski
líka í límmiða eða liti og fer að
velta því fyrir sér að kaupi hann
ekki sælgætið gæti hann keypt eitt-
hvað annað í staðinn.
Það eru skiptar skoðanir á for-
sendum vasapeninga. Á einu heim-
ili fá börn vasapeninga án nokkurra
skilyrða, en á öðru eru vasapening-
ar greiddir út að því tilskyldu að
barnið hafi t.d. búið um rúmið sitt
alla vikuna þar á undan. Kenneth
Forest Davis, höfundur bókarinnar
„Kids and Cash“ eða Krakkar og
krónur, sem kom út árið 1979 og
er löngu uppseld í Bandaríkjunum,
heldur því fram að þegar foreldrar
tengi vasapeninga við ákveðnar
skyldur á heimilinu séu þeir í raun
að kenna krökkum að líta á fjár-
hagslegan ávinning af gjörðum sín-
um sem reglu öðru fremur. „Auðvit-
að eiga öll börn að taka þátt í heim-
„En ég hélt að við
værum tryggð ...“
tvær.þ.e. ábyrgðartryggingu bifreiða
og brunatryggingu fasteigna, sem
greiðir brunabót á fasteign og föstum
innréttingum og tjón á_ fasteigninni
vegna slökkvistarfs. í ábyrgðar-
tryggingu bifreiða er innifalin slysa-
trygging sem greiðir slysabætur fyr-
ir ökumann og eiganda. Það er því
þannig séð „heppilegra" fyrir ein-
stakling sem greiðir aðeins skyldu-
tryggingar, að slasast í bifreið sinni,
heldur en á reiðhjólinu. Því þótt lik-
amstjón hans sé eins í báðum tilvik-
um, verða bætur sem slysatrygging
ökumanns/eiganda greiðir hærri en
bætur frá Tryggingastofnun ríkisins.
Að þessu leytinu er fótbrot og fót-
brot ekki það sama.
En aftur að heimilistryggingum.
Skv. upplýsingum tryggingafélag-
anna er nokkuð meira selt af heimil-
istryggingum en húseigendatrygg-
ingum. Að vísu innifelur eitt félag,
Vátryggingafélag Isiands (VIS),
báðar tryggingarnar auk annarra í
einni alisheijar fjölskyidutryggingu,
Fplús. Einnig kann að skekkja mynd-
ina að í fjölbýlishúsi getur fasteigna-
trygging allra íbúða verið á einu
tryggingaskírteini, þótt hver eigandi
sjái um sínar heimilistryggingar.
Þessar tvær tryggingar ná yfir fiest
þau sömu bótasvið, auk þess að inni-
halda ábyrgðartryggingu gagnvart
3. aðila. En munurinn á þeim er að
heimilistryggingin tekur til tjóns á
innbúi, en húseigendatryggingin til
tjóns á fasteign og föstum innrétting-
um. •
Þótt margskonar vátrygginar
komi fram í skilmálum þessara
trygginga eru menn fyrst og fremst
að kaupa sér tryggingu í vatnstjón-
um. „Vatnstjón eru allt að 85% tjóna
sem við bætum með fasteignatrygg-
ingu (húseigendatr.) bæði í tjónum
talið og heildarbótagreiðslum,“ segir
Ingimar Sigurðsson, hjá Trygging-
amiðstöðinni. Hann bendir á sem
mismun trygginganna í slíkum tjón-
um, að fjölskyldutrygging (heimilis-
trygging) bæti tjón á teppurn, en
fasteignatryggingin (húseigenda)
bæti vatnstjón á parket-gólfi. Park-
etgólf teist til fastra innréttinga, en
teppið er hiuti af innbúi. Aukning
varð á sölu fasteignatrygginga í kjöl-
far eignatjóns v. óveðursins snemma
á sl. ári.
„Þótt oftar reyni á heimilistrygg-
ingar, má segja að tjónin séu yfir-
leitt meiri þegar reynir á fasteigna-
tryggingar," segir Ingimar. „Fast-
eignatrygging finnst mér geta verið
matsatriði hjá fólki sem býr í ein-
býli, í fjölbýlishúsi getur hún hrein-
lega verið trygging fyrir húsfriði, þvi
menn eru þá ábyrgðartryggðir gagn-
vart tjóni sem íbúð þeirra kann að
valda hjá nágrönnum, t.d. ef vatn
flæðir frá þvottavél." Ingimar ráð-
leggur fólki enfremur og það af
gefnu tilefni, að fá ekki'iðnaðarmenn
til viðgerða eða annarra verka inn á
heimiiinu, nema þeir séu ábyrgðar-
tryggðir fyrir tjóni sem kann að stafa
af verkinu eða framvindu þess.
Þetta leiðir hugann að atriði sem
Sólrún Halldórsdóttir, rekstarhag-
fræðingur Neytendasamtakanna,
sem sér um meðferð tryggingamála
hjá samtökunum, segir: „Mér finnst
áberandi þegar fólk stendur t.d.
frammi fyrir tjóni vegna nágranna-
íbúðar, fyrst er spurt - er hann
tryggður, en ekki - er hann skaða-
bótaskyldur?' Auðvitað breytir það
engu hvort viðkomandi er tryggður
eða ekki, að honum ber að bæta
skaðabótaskylt tjón. Að meðaltali
kemur ein fyrirspurn daglega til
Neytendasamtakanna varðandi
tryggingamál og kveðst Sólrún verða
vör mikillar vanþekkingar fólks varð-
andi skaðabótaskyldu og á tíðum
talsverðrará tortryggni í garð trygg-
ingafélaga.
„Ég held að sökin liggi að miklu
leyti hjá tryggingafélögunum. Upp-
lýsingastreymi frá þeim til viðskipta-
manna er lítið og tengsl almennt.
Það finnst mér oft endurspeglast í
neikvæðu viðhorfi fólks til félag-
anna,“ segir Sólrún. „Þarna spilar
vanþekking fólks á skilmálum trygg-
inga líka inn í og vissulega snúast
málin ekki alltaf unqað fólk fái ekki
bætur sem því ber. Ég verð líka vör
við ákveðna ósanngirni fólks í garð
tryggingafélaga. En mér finnst brýnt
fyrir tryggingafélögin að auka upp-
lýsingar og tengsl við fólk verulega
og þykist viss um að t.d. tilraunum
til tryggingasvika myndi fækka. Það
sem upp á vantar er gagnkvæmt
traust milli tryggingasala og trygg-
ingataka."
• í þessu sambandi má líta til Norð-
urlandanna, þar tiyggingafélög
vinna mikið forvarnastarf s.s. með
með útgáfu upplýsingabæklinga fyr-
ir tryggingataka. Bæklinga á borð
við: Hvernig á að ganga frá heimil-
inu áður en farið er í frí; Fyrirbyggj-
um slys á börnum; Skaðabótaskylda
vegna gæludýra; Endurskoðun inn-
bústiygginga; Er heimilið þjófhelt?
Annar liður í forvarnastarfinu er að
bjóða upp á lægri iðgjöld af t.d.
brunaiðgjöldum að uppfylltum
ákveðnum skilyrðum um brunavarnir
á heimili.
Fyrst tryggingasvik voru fyrr
nefnd til sögunnar, má minnast frá-
sagna um ævintýralega suðuþvotti
hér í eina tíð. „Stundum komu ráð-
settar húsmæður með kannski 10
kg af ónýtum fatnaði úr alls konar
efnum, sterkum, viðkvæmum, hvít-
um og mislitum og allt var sagt eyði-
lagt í einum og sama suðuþvottinum
í 5 kg þvottavél," segir Ingimar.
Bótakröfum vegna slíkra tjóna hefur
fækkað verulega, þar sem nú þarf
að framvísa bilanalýsingu og við-
gerðareikningu f. þvottavél.
Tjón á matvælum vegna straum-
rofs í frystikistu er dæmi um tjón
sem fólk gerir sér oft ekki grein um
að það getur fengið bætt. Þá segir
Einar Þorláksson, fulltrúi í söludeild
Sjóvá-Almennra, það oft virðast sem
fólk telji ábyrgðartryggingar í heim-
ilistryggingu einingis taka til tjóns
börn kunni að valda en tryggingin
gildir auðvitað jafnt fyrir fullorðna.
Tjón sem ekki fæst bætt
Sem dæmi aftur um tjón sem fólk
telji sig oft tryggt fyrir en sé ekki,
nefnir Einar vatnstjón vegna leka frá
svölum, sem hvorki fasteigna- né
heimilistrygging ná yfir. Annað slíkt
er brunatjón án elds, t.d. ef fatnaður
sviðnar undan straujárni eða bruna-
göt koma vegna vindlinga. Slíkt tjón
er ekki bætt og stundum fá menn
að heyra setningar á borð við: Ég
hefði betur beðið eftir að það kvikn-
aði í.“
Þetta er atriði sem Sólrún nefnir
að fólk kvarti oft yfir hjá Neytenda-
samtökunum, sérstaklega ef miklar
reykskemmdir hafa orðið, jafnvel
þannig að sjónvai'p og önnur við-
kvæm rafmagnstæki eru mikið
skemmd eða ónýt, alsheijar hreinsun
þarf á íbúð, jafnvel þarf að mála upp
á nýtt og gluggatjöld, teppi, fatnaður
og húsgögn eru mikið skemmd.
Af öðrum atriðum sem komið hafa
inn á borð samtakanna nefnir Sólrún
tjón á föstum innréttingum s.s. park-
eti og flísum. „Það er nokkuð um
að fólk leiti hingað með tjón á park-
eti vegna vatnsleka. Yfirleitt er þá
parket-gólfið orðið nokkurra ára
gainalt og litur þess hefur breyst
þannig að þótt sá hluti gólfsins sem
skemmdist sé bættur með parketi
úr sama við, sést greinilegur munur
miðað við gamla parketið. Deilan
snýst þá um að tryggingatakinn vill
fá gólfið aftur í það horf sem var
fyrir tjón, annaðhvort með þvi að
nýtt parket verði lagt á allan flötinn,
eða það sem fyrir er slípað upp tií
samræmis við nýja hlutann, en
tryggingafélag metur tjónið svo að
t.d. 20% parket-gólfsins hafi
skemmst og bætur greiðist í sam-
ræmi við það.
Svipuð dæmi varðandi flísar á
baðherbergjum eru nokkuð algeng,
t.d. þannig að flísar á gólfi og einum
vegg skemmdast vegna vatnstjóns.
Tryggingarfélag metur bæturnar í
samræmi við þetta tjón, enda aðrir
veggir óskemmdir, en óskemmdu
flísarnar eru bara 10 ára gamlar og
ófáanlegar. I svona tilvikum reynir
á skilmála heimilis- og fasteigna-
trygginga um að tjón skuli bætt
ástandi eignarinnar komið í fyrra
horf. Yfirleitt lyktar þessum málum
sem hingað koma með sátt.
Varðandi bílatryggingar fáum við
alltaf af og til fyrirspurnir frá fólki
sem telur sig hafa lent í röngum
áhættuhópi. Sé það reyndin hefur
ekki staðið á tryggingafélögum að
leiðrétta. En stundum koma upp deil-
ur um slíka leiðréttingu aftur í tím-
ann,“ segir Sólrún.
Hún nefnir líka sem dæmi um