Morgunblaðið - 02.04.1992, Síða 6
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. APRIL 1992 1992
6 C
Hvaða tryggingar eru
okkur nauðsynlegar?
ÞESSARI spurningu hljóta flestir einhverntíma að velta fyrir
sér, því vissulega eru einstakar tryggingar fólki misnauðsynleg-
ar, þótt á heildina litið megi segja að tryggingar vegna heimil-
is og fasteignar, bifreiða og svo sjúkra-, slysa- og örorkutrygg-
ingar séu flestum æskilegar. Til að átta okkur betur á trygg-
ingaþörf fólks almennt var ráðgjöfum tryggingafélaga send
fyrirspurn frá „hjónum“, hafa einungis greitt skyldutrygging-
ar, þ.e. ábyrgðartryggingar af
bifreiðum og brunatryggingu fasteignar, en eru að endurskoða
sín tryggingamál og spyija hvaða tryggingar séu sér nauðsyn-
legar, hverjar æskilegar og hvað þær kosti. Þar sem skilmálar
einstakra trygginga eru mismunandi á milli tryggingafélaga,
s.s. varðandi bótaskyldu, sjálfsábyrgð ofl., sem og þau atriði
sem lögð er áhersla í svörum ráðgjafanna, skal tekið fram að
liér er ekki um beinan samanburð á milli tryggingafélaganna
að ræða. VE
TRYGGING
Núverandi tryggingar hjóna eru:
Ábyrgðartrygging Lada Samara,
árlegt iðgjald kr. 25.355, ábyrgðar-
trygging Toyota Touring, árlegt ið-
gjald kr. 28.741, auk brunatrygg-
ingar fasteignar (innif. í opinb.
gjöldum í Rvík).
Af tryggingum sem hjónunum
yrðu ráðlagðar nauðsynlegar er
heimilisvernd fyrst, því umtals-
* verðar fjárhæðir liggja í innbúi
þeirra, sem m.v. núverandi tekjur
og skuldir, tæki langan tíma að
safna á ný, skemmdist innbúið veru-
lega eða eyðilegðist t.d. í bruna.
Heimilisverndin er fyrst og fremst
•innbústrygging v. bruna, vatns, inn-
brots og óveðurs. Aðrir innifaldir
bótaþættir eru: Þjófnaður á reið-
hjóli, ofhitun í þvottavél, þiðnun á
matvælum í frystikistu/skáp, tjón
v. hraps loftfars/hiutar frá því, frí-
tímaslysatrygging f. alla fjölskyld-
una, ábyrgðartrygging, ferða-
sjúkra- og ferðarofstjón, farangurs-
tjón, greiðslukortamisnotkun, ský-
falls- og asahlákutjón, snjóþunga-
tjón, skemmdarverkatjón, tjón á
heimilistækjum v. skammhlaups,
þjófnaður á barnakerrum og -vögn-
um og vatnstjón af völdum vatns-
rúma og fiskabúra. Árlegt iðgjald
hjónanna væri kr. 10.789.
Þvínæst kemur húsvernd.
Stærstur hluti eigna fjölskyldunnar
er bundinn í fasteigninni, sem á
hvíla miklar skuldir. Tjón á fasteign
getur því valdið hjónunum veruleg-
um fjárhagsvanda. Þá eru fleiri
íbúðir í húsinu, þannig að í sam-
eiginlegu tjóni reynir á að hver eig-
andi geti staðið við sinn hlut gagn-
-vart hinum.
Húsverndin bætir eftirfarandi
tjón á fasteigninni: Vatnstjón, gler-
tjón, óveðurstjón, innbrotstjón, sót-
fallstjón, húsaleigutjón, skýfalls- og
asahlákutjón, frostsprungutjón,
snjóþungatjón, brot á hreinlætis-
tækjum, tjón vegna brots/hruns á
innréttingum, tjón af völdum hraps
loftfars eða hlutar frá því, vatnstjón
af völdum vatnsrúma og fiskabúra.
Að auki er ábyrgðartrygging hús-
eigenda innifalin í tryggingunni.
Árlegt iðgjald er kr. 13.230.
Hjónunum er ráðlagt að kaupa
kaskótryggingu á Toyotuna, því
skuld hvílir á bílnum, sem að auki
er nýlegur og verðmætur. Sjálfs-
ábyrgð er kr. 77.621. Ársiðgjald er
kr. 22.400.
Hjónunum er ráðlögðhjónalíf-
trygging (skv. skilmálum Alþjóða
líftryggingafélagsins). Þannig geta
þau fyrirbyggt veruleg fjárhags-
vandræði eftirlifandi maka, falli
annað þeirra frá. Þeim er ráðlögð
vátryggingafjárhæð kr. 3 millj. fyrir
hvoit um sig. Það er nógu hátt til
að ná yfir meira en helming skulda,
en nægilega lágt til að árl. iðgjald
verði kr. 16.977, þ.e. innan marka
sem þau ráða við.
Þessar tryggingar teljum við hjón-
unum nauðsynlegar. Þá er þeim
bent á að ígrunda vel þörf sína fyr-
ir sjúkra- og slysatryggingu. Sem
launþegar eiga hjónin rétt á 3ja
mán. launum v. slysa eða veikinda.
En með hliðsjón af aðstæðum þeirra
er hyggilegt að fyrir þau að taka
sjúkra- og slysatryggingu að auki,
sem tekur við að þremur mánuðum
liðnum og greiðir vikulegar bætur í
allt að þrjú ár, auk bóta vegna
varanlegrar örorku. Þeim er ráðlögð
eftirfarandi trygging: Örorkubætur
v. slysa og sjúkdóma kr. 5 millj.
Dagpeningar v. slysa kr. 25 þús. á
viku, biðtími 12 vikur og bótatími 2
ár. Dagpeningar vegna sjúkdóma
kr. 25 þús. á viku, biðtími 12 vikur
og bótatími 3 ár. (Biðtími dregst frá
bótatíma).
Árlegt iðgjald þessarar trygging-
ar væri 61.424 krónur.
SJÓVÁ-ALMENNAR
Til að mæta vátryggingaþörf
hjónanna er þeim fyrst bent á nauð-
syn þess að tryggja innbú og heim-
ili. Þar sem hjónin eru að kaupa
tryggingar í fyrsta sinn, fyrir utan
skyldutryggingar, þarf að greiða
stimpilgjöld, sem leggjast af við
endumýjun. Hjónunum eru eindreg-
ið ráðlagðar fjölskyldutrygging og
fasteignatrygging.
Fjölskyldutryggingin er fyrst og
fremst vátrygging fyrir bruna,
vatns- og innbrotsþjófnaðartjónum.
Að auki er innif. farangurstrygging
á ferðalögum erlendis og er vátrygg-
ingarfjárhæð 10% af verðmæti inn-
bús. (Þ.e. sé innbú tryggt fyrir kr.
3 'h millj. er farangurstrygging upp
á kr. 350 þús. Einstakir hlutir í far-
angri eru bættir sem nemur að há-
marki 10% af verðmæti farangurs-
tryggingar, þ.e. í þessi dæmi er há-
markstrygging fyrir hvern hlut kr.
35 þús. I fjölskyldutryggingunni er
einnig innifalin slysatrygging í frí-
tíma, vátryggingaQárhæðir, dánar-
bætur kr. 290 þús. og örorkubætur
kr. 1 millj. og 391 þús.; greiðslukort-
atrygging með kr. 87.600 vátrygg-
ingu, þ.e. glati eigandi korti og
finnandi misnoti það.
Þá er innifalin ábyrgðartrygging
v. skaðabótaskyldu fjölskyldumeð-
lima gagnvart 3ja aðila. Vátrygg-
ingafjárhæð í hveiju tjóni kr. 23
milljónir og 348 þúsund og sjálfs-
áhætta 10%, lágm. kr. 10.200, há-
mark kr. 102 þús. Þetta eru helstu
ástæður þess að hjónunum er ráð-
lögð fjölskyldutrygging, sem m.v.
vátryggingarupphæð innbúsins (3‘/2
millj.) kostar kr. 11.638 (innif.
br./viðl.gjald + st.gj. + afsl.)
Fasteignatrygging er hjónunum
einnig nauðsynleg. Hún nær til hús-
eignarinnar sjálfrar og naglfastra
innréttinga s.s. í eldhúsi og bað-
herb., parkets, dúka, flísa ó.fl. Fast-
eignatryggingin bætir eftirfarandi:
Vatnstjón, tjón v. skýfalls/asahláku,
tjón v. frostsprungna, snjóþunga-
tjón, tjón v. foks/óveðurs, tjón v.
brottflutnings og húsaleigutrygg-
ingu, innbrotstjón, glertjón, tjón v.
brota/hruns, sótfallstjón og tjón á
heimilistækjum, auk ábyrgðartrygg-
ingar húseigenda.
Hjónin eiga þijá valkosti í fast-
eignatryggingunni varðandi vatns-
tjónsáhættu, þ.e. trygging með eða
án sjálfsáhættu, eða trygging þar
sem undanskilin eru vatnstjón v.
leka úr rörum sem eru í veggjum,
gólfum eða loftum. Þeim er ráðlögð
fasteignatrygging m. kr. 30 þús.
sjálfsáhættu í vatnstjónum. Ársið-
gjald ra.v. brunabótamat íbúðar
hjónanna er samt. kr. 14.612 (innif.
stimpilgj + afsl.)
Hjónin þurfa líftryggingu. Með
því að líftryggja hvort um sig fyrir
kr. 6 millj. er ársiðgjald samtals kr.
36.180 (innif. st.gj.+ 10% hjóna-
afsl.). 10% aukaafsl. er veittur eftir
1 árs tryggingu.
Þá er mælt með að þau kaupi
almenna slysatryggingu, sem gild-
ir allan sólarhringinn, alls staðar í
heiminum. Tryggingin er með kr. 6
rnillj. örorkubótum og kr. 35 þús.
vikulegum bótum og 12 vikna bið-
tíma. Þessi trygging með 40 vikna
bótatíma myndi kosta eiginmanninn
kr. 17.441 (innif. 10% afsl. + stimp-
ilgj.) Konunni er ráðlögð svipuð
trygging, þ.e. kr. 6 millj. örorkubæt-
ur og kr. 15 þús. vikulegar bætur,
með 12 vikna biðtíma og 40 vikna
bótatíma. Hennar trygging kostar
kr. 15.636 (innif. 10% afsl + stimp-
ilgj-)
Þá er komið að bifreiðum heimilis-
ins. Ábyrgðartryggingar öku-
tækjanna kosta hjónin v. Lada Sam-
ara samtals kr. 31.609 (m. 65% afsl.
slysatr. ökum./eiganda og framr-
úðutr.) Ábyrgðartrygging fyrir Toy-
ota Touring árg. 1990 er kr. 30.162
(innif. 6.000 kr. afsl. v. Ijölda trygg-
inga). Hjónin þurfa að kaskó-
tryggja Toyotuna sem kostar þau
kr. 21.123 (m. 50% afsl. + stimpilgj.)
Loks ráðleggjum við hjónunum
að kaupa ferðasjúkratryggingu
sem greiðir lækniskostnað erlendis
v. slysa/veikinda fjölskyldumeðlima
í 2 vikur. Vátryggingaupphæð fyrir
hvern einstakling er kr. 1 millj. og
500 þús. og iðgjaldið þá samtals kr.
2.524 (innif. 10% afsl + stimpilgj).
Ofangreindar tryggingar eru ráð-
lagðar nauðsynlegar m.v. forsendur
í fyrirspurn.
TRY GGIN G AMIÐSTÖÐIN
Greiði hjónin skyldutryggingar
hjá Tryggingamiðstöðinni, er ársið-
gjald af ábyrgðartryggingu á Lada
Samara, árg. 1987, kr. 25.441 og
af Toyota Corolla 1600 Touring árg.
1990, kr. 28.853. Vegna skuldar og
fjárhags heimilisins er nauðsynlegt
að kaskótryggja Toyota-bifreiðina,
sem kostar kr. 17.110 ári, m.v. eig-
in ábyrgð fyrir kr. 77.700, 40% bón-
us og akstur á Stór-Reykjavíkur-
svæði. (Gjalddagar ábyrgðartrygg-
inga eru 1.3. og 1.9. ár hvert og
ekki er innheimt sjálfsábyrgð v.
ábyrgðartryggingatjóna.)
Hjónunum er eindregið ráðlagt
að fá sér fjölskyldutryggingu. Fjöl-
skyldutryggingin innifelur innbús-
tryggingu gegn tjónum v. bruna,
skammhlaups, tjóna á persónulegum
munum sem eru í ökutæki sem lend-
ir í umferðaróhappi, innbrotsþjófn-
aðar, þjófnaðar úr ólæstri íbúð,
barna- eða unglingaskóla, ráns,
skemmdarverkatjóns, s.s. v. inn-
brota, tjóns v. útstreymis vatns, olíu
eða annars vökva úr leiðslum húss-
ins eða leka frá vatnsrúmum eða
fiskabúrum, óveðurs, skemmda á
frystikistu/kæliskáp/matvælum v.
skyndilegs rafstraumsrofs, ofhitun-
ar á þvotti og tjóns v. brots/hruns
s.s. málverka eða heimilistækja.
Hjónunum er bent á að kynna sér
vel skilmála innbústryggingarinnar
s.s. undanþágur, takmarkanir,
sjálfsábyrgð, sem er mismunandi.
T.d. er engin sjálfsábyrgð í vatns-
tjónum.
Önnur tryggingasvið fjölskyldu-
tryggingar eru ábyrgðartrygging v.
mögulegrar skaðabótaskyldu gagnv.
3. aðila, sem einnig gildir í allt að
3 mánuði á ferðalögum um Evrópu.
Slysatrygging í frítíma, sem gildir í
frístundum, við heimilisstörf og við
skólanám. Bætur eru greiddar v.
varanlega örorku, kr. 1 millj. og 200
þús. á einstakling, 100% örorku,
dánarbætur eru kr. 250 þús. á hvern
einstakling. Þriðja svið tryggingar-
innar eru bætur vegna tannbrots
skv. ákveðnum skilmálum.
Einnig er innif. greiðslukorta-
trygging og farangurstrygging.
Miðað við vátryggingafjárhæð inn-
bús (3‘/2 millj.) kostar fjölskyldu-
tryggingin kr. 8.907 (ekki innif.
0.6% st.gj.)
Einnig er fasteignatrygging
nauðsyn, ekki síst þar sem hjónin
búa í eldra húsi og fleiri eigendur
eru að. Fasteignatryggingin nær
yfir tjón á húseign, v. óvænts og
skyndilegs leka úr vatnsleiðslu, hita-
kerfi og frárennslislögnum, tjóns á
fasteign v. vatnsflæðis frá hreinlæt-
istækjum, auk vatnstjóns v. leka frá
vatnsrúmum/fiskbúrum. Vatnstjón
v. leka úr leiðslum í sameign bætist
í hlutf. við eignarhluta hjónanna.
Einnig eru innifaldar skýfalls/asa-
hlákutrygging, frostsprungutrygg-
ing, fok/óveðurstrygging, brott-
flutnings/húsaleigutrygging, þ.e.
húsaleigukostnaður ef nauðsynlegt
reynist að flytja úr íbúðinni vegna
bótaskylds tjóns, innbrotstrygging,
glerti-ygging, brots- og hrunstrygg-
ing, ábyrgðartrygging húseigenda,
sótfalTstrygging og hreinlætistækja-
trygging. Fasteignati-yggingin
grundvallast á brunabótamati íbúðar
(lO'/amillj. króna) og er ársiðgjald
kr. 15.120, (ekki innif. st.gj., engin
sjálfsábyrgð í vatnstjónum). Vilji
hjónin taka kr. 30.000 sjálfsábyrgð
í vatnstjónum, lækkar iðgjaldið um
22%.
í ofangreindum iðgjöldum af fast-
eigna- og fjölskyldutryggingu er
innif. 10% afsl., v. gildandi öku-
tækjatrygginga.
Fjórða nauðsynlega tryggingin er
Iíftrygging. Við ráðleggjum þeint
að hafa kr. 5 millj. vátryggingafjár-
hæð, m.v. núverandi íjárhagsað-.
stæður. Slík trygging kostar með
hjónaafsl. og bónusafsl. kr. 26.800
á ári.
Þetta eru hjónunum nauðsynlegar
fryggingar, en tvær aðrar koma
mjög nærri því að vera nauðsynleg-
ar. Það er annars vegar sjúkra- og
slysatrygging, örorkubætur kr. 5
millj., dagpen. kr. 25 þús. á viku
með 12 vikna biðtíma og 40 vikna
bótatíma. Ársiðgjald án stimpilgj.
er kr. 21.974.
Hins vegar er það ferðaslysa-
trygging sem innif. sjúkra- og ferð-
arofstryggingu að fjárhæð kr. IV2
millj. Ársiðgjald er kr. 660 á ein-
stakling.
Þegar sjúkra- og slysatrygging
er tekin er yfirleitt lagður til grund-
vallar samningur viðkomandi ein-
staklings við vinnuveitanda. Gert er
ráð fyrir að hjónin eigi rétt á 3ja
mánaða greiðslum frá vinnuveitend-
um. Vikulegar bætur er reynt að
hafa sem næst 75% launa trygginga-
taka.
Þegar ferðaslysatrygging er tekin
verður að hafa margt til hliðsjónar.
Sé ferð t.d. greidd að 50% eða meiru
með greiðslukorti er innif. ferða-
trygging, en þá þarf að meta þörf
á viðaukatryggingu. Athuga þarf
mismunandi reglur um ferðatrygg-
ingar v. greiðslukorta. í fjölskyldu-
tryggingu hjónanna er innif. farang-
urstrygging kr. 350 þús., örorku-
bætur vegna 100% örorku kr. 1
millj. og 400 þús. og dánarbætur
kr. 290 þús. (í frítíma).
SKANDIA ÍSLAND
Við gerum ráð fyrir að konan
hafi 40 þús. króna mánaðarlaun, en
maðurinn 210 þús. krónur. Misjafnt
er hvaða tryggingar menn telja sér
nauðsynlegar, en við byrjum for-
sendu fjölskyldulífsins, heimilinu.
Hjónunum er ráðlögð heimilis-
trygging. Helstu tjónin sem hún
bætir eru tjón á innbúi af völdum
eldsvoða, innbrots, vatnsleka úr
leiðslukerfí hússins, tjón vegna
straumrofs á frystikistu og reiðhjól-
astuldi, svo nokkuð sé nefnt. En-
fremur nær tryggingin til heimilis-
meðlima sem eru tryggðir í frítíma
með örorkubætur, 1 millj. og 200
Aiikinn áhugi á líftryggingum
IIEDFBUNDNAR líftryggingar eru í hoði hjá tryggingafyrirtækj-
um, þar sem tryggingartaki kaupir tryggingu fyrir ákveðna upp-
hæð sem greidd er út ef hann fellur frá fyrir sjötugt. Þá er fáan-
leg svonefnd lífeyristrygging, heilsutryggingar sem greiða bætur
sem svara til launa lendi menn í langvarandi veikindum.
Fulltrúar tryggingafélaganna
eru sammála um að almennt hugi
fólk betur að líftryggingum nú
en áður. „Viðhorfsbreyting hefur
orðið á sí. 5 til 7 árum, fólk er
farið að láta tryggingamálin fá
meiri forgang þar sem menn eru
farnir að sjá að lífeyrissjóðir og
almannatryggingakerfið ná ekki
að mæta öllum þörfum,“ segir
Ólafur H. Jónsson deildarstjóri hjá
Líftryggingafélagi íslands. „Aðal-
tilgangur líftryggingar er að taka
af þyngsta fjárhagslega áfallið
sem mcnn verða fyrir við fráfall
maka, þannig að ekki þurfi þess
vegna að selja húsnæði, taka börn
úr skóla eða slíkt. Því er tiygg-
ingafjárhæð oftast miðuð við
skuldir viðkomandi og fram-
færslu. Meðaltryggingarfjárhæð
er um 3 milljónir og ég hygg að
hjá okkur séu flestir með 2 til 5
milljónir."
Reykvísk endurtrygging býður
hefðbundna líftiyggingu en
Skandia-Islar.d hefur um tíma
boðið sérstaka lieilsutryggingu
sem tryggir mönnum laun í veik-
inda- og slysatilvikum. „Menn
velja upphæðina sjálfir, en viðmið-
unarreglan er 75% af launum.
Iðgjöldin ráðast af upphæðinni og
biðtíma, sem er minnst 13 vikur,
segir Hildur Kjartansdóttir hjá
Skandia-ísland. „Bætur eru
greiddar mánaðarlega til 60 eða
65 ára aldurs."
Önnur h'ftryggingafélög eru
Alþjóða líftryggingafélagið og
Sameinaðra líftiyggingafélagið.
Ólafur Jón Ingólfsson hjá því síð-
arnefnda segist sjá fyrir sér þá
breytingu að iðgjöld fari lækkandi
og að annar hugsunarháttur sé
áberandi varðandi lfftryggingal•
með nýrri kynslóð.
Ólafur N. Sigurðsson hjá Al-
þjóða líftryggingafélaginu áætlar
um 30% íslendinga á aldrinum
25 - 50 ára líftryggða nú og seg-
ist eiga von á að að iðgjöld lækki
að mun næstu árum í samræmi
við fjölgun tryggingataka.