Morgunblaðið - 02.04.1992, Page 8
8 C
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1992 1992
---n-------------------------------------------------------- r •.—n—PI—> r: ’—I—pr?
Benedikt Jóhannesson um framtíð lífeyrissjóða:
Hærrí iðgjöld eða imnni
réttindi sjóðfélaga eigi
lífeyrissjóðirnir að lifa
HVAÐ er framundan í lífeyris- og tryggingamálum landsmanna?
Eru lífeyrissjóðirnir að tæmast? Eru erlend fyrirtæki að seilast inn
á íslenskan tryggingamarkað? Þýðir hugsanleg aðild að Evrópsku
efnahagssvæði það að íslendingum bjóðist betri lífeyris- eða slysa-
trýggingar í öðrum löndum? Verður Tryggingastofnun ríkisins
óþörf? Þessi atriði eru meðal þess sem Benedikt Jóhannesson trygg-
ingastærðfræðingur veltir fyrir sér þegar hann er beðinn að skyggn-
ast fram á við og fjalla um hugsanlegar breytingar á lífeyris- og
tryggingamálum landsmanna í náinni framtíð. Benedikt, sem er
menntaður stærðfræðingur, rekur í dag sjálfstætt fyrirtæki, Talna-
könium, hefur sérhæft sig í tryggingamálum og hefur unnið um
árabil fyrir tryggingafélög.
„Mér sýnist nokkuð ljóst að ýmsar
breytingar gætu orðið á næstu
árum,“ segir Benedikt. „Það sem
gæti gerst er að hér yrði aukin þátt-
taka erlendra fyrirtækja á þessu
sviði; ég sé fyrir mér breytingar á
Tryggingastofnun ríkisins, að hluti
af starfsemi hennar yrði færður til
tryggingafélaganna; það liggur fyrir
Alþingi frumvarp um breytingu á
skaðabótarétti og ljóst er að ein-
hveija breytingu verður að gera á
starfsemi lífeyrissjóða þannig að þeir
geti greitt hærri lífeyri en sumir sjóð-
ir geta að mati tryggingastærðfræð-
inga ekki staðið við nema hluta
skuldbindinga sinna.“
VERKEFNIFÆRÐ FRÁ
TRY GGIN G ASTOFNUN
Benedikt er beðinn að fjalla nánar
um einstaka liði sem hann nefnir og
er fyrst spurður um Tryggingastofn-
un ríkisins. Hvað gæti gerst þar?
„Það fyrsta sem kemur í hugann
er að færa slysatryggingar til trygg-
ingafélaganna. Það er 1 raun bara
spuming um ákveðna vinnuhagræð-
ingu því í dag fá tjónþolar í sumum
tilvikum bætur bæði frá viðkomandi
tryggingafélagi og Tryggingastofn-
un. Þetta gildir til dæmis um öku-
mannstryggingu og ýmis vinnuslys.
Mestur vandi í þessu er vegna sjó-
manna en um þá gildir ákvæði um
óskert laun og hlut verði þeir frá
vinnu vegna slyss. Þar eru heildarið-
gjöldin lægri en bótagreiðslumar og
þyrfti að ganga sérstaklega frá þess-
um ákvæðum. En hér er allt leysan-
legt og mjög líklegt að einhveijar
breytingar í þessa átt verði á næst-
unni.“
Um skaðabótarétt segir Benedikt
að í frumvarpinh sem nú liggur fyrir
Alþingi sé gert ráð fyrir lægri bó-
taupphæðum en hafa verið greiddar
vegna minni háttar örorku en hærri
fyrir mikla örorku. Þarna sé því um
tilflutning að ræða og sé hugmyndin
að meta af meiri nákvæmni hvort
örorkan skerðir tekjuöflunarmögu-
leika viðkomandi. Sá sem vinni t.d.
kyrrsetustörf geti vart búist við mikl-
um bótum vegna örorku sem stafar
af meiðslum á fæti ef þau há honum
ekki við störf hans. Trésmiður gæti
hins vegar hlotið hærri bætur fyrir
svipuð meiðsli svo dæmi sé tekið.
ERLEND FÉLÖG LENGIÁ
ÍSLENSKUM MARKAÐI
En hvað með mögvleika þess að
eiiend tryggingafélög hasli sér völl
á íslandi?
„Erlend tryggingafélög hafa alltaf
getað starfað á íslandi. Þannig hefur
sænska félagið Ansvar lengi átt
meirihluta í tryggingafélaginu
Abyrgð og nú hefur Skandia haslað
sér völl á tryggingamarkaðinum. Þá
hafa íslensk tryggingafélög keypt
endurtryggingar erlendis enda má
segja að sumar tryggingar séu seldar
á heimsmarkaði. Þetta á þó eftir að
verða enn virkara með tilkomu Evr-
ópska efnahagssvæðisins. Önnur
ástæða fyrir meiri þátttöku erlendra
tryggingafélaga er hreinlega leit
þeirra að nýjum mörkuðum, félögin
leita úr einu landinu í annað ef þau
telja eftir einhveiju að slægjast.
Ég sé hins vegar ekki að íslenskur
tryggingamarkaður breyti miklu í
afkomu þessara stóru félaga. Það
kostar mikið að vinna nýjan markað
og þetta er áreiðanlega fullt eins
mikið spuming um að setja einn fána
til viðbótar á landakort þeirra fremur
en að auka hagnaðinn stórkostlega.
í þessu sambandi get ég minnt á
ummæli norsks tryggingaforstjóra
sem staðhæfði að Noregur væri of
lítill markaður fyrir mörg trygingafé-
lög, eitt til tvö félög gætu annað
honum.“
Benedikt nefnir að það sem geri
markaðssókn erlendra tryggingafé-
laga erfiða hérlendis séu skilmálarn-
ir, þeir þurfi að vera til á íslensku
og allur málflutningur tengdur bóta-
greiðslum þarf að fara fram á ís-
lensku.’Á sama hátt hljóti það að
vefjast fyrir íslendingum sem
tiyggja vilja erlendis að þurfa að
standa í málavafstri á erlendri tungu.
Sér Benedikt fram á frekari upp-
stokkun í starfsemi íslenskra trygg-
ingafélaga?
„Það er hugsanlegt en eftir þá
miklu uppstokkun sem varð á árun-
um 1988 til 1989 eru VÍS og Sjóvá-
Almennar þau stærstu með um 80%
markaðshlutdeild og því þrengra um
frekari sameiningu. Hins vegar má
ímynda sér ákveðna verkefnasam-
vinnu milli félaga, t.d. varðandi
rekstur tjónaskoðunar. Síðan eru til
félög eins og Samábyrgð Íslands á
fiskiskipum og íslensk endurtrygg-
ing og nokkur minni bátaábyrgðar-
félög sem starfa samkvæmt sérlög-
um. Það mætti hugsa sér að þessi
félög breyttu um form og yrðu hluta-
félög.“
DREGIÐ ÚR RÉTTINDUM
HJÁ LÍFEYRISSJÓÐUM
Fyrirsjáanlegt er að lífeyrismál
munu taka einna mestum breyting-
um á næstu árum og raunar hefur
verið rætt lengi um slíkar breyting-
ar. Benedikt segir að annaðhvort
verði sjóðimir að minnka skuldbind-
ingar sínar eða að fá stórhækkun á
innborgunum — annars hljóti þeir
að líða undir lok:
„Margir lífeyrissjóðir, kannski
meirihluti þeirra, virðast ekki geta
staðið undir verkefnum sínum. Það
er ekki greitt nógu mikið í sjóðina í
dag til að standa undir lífeyrisgreiðsl-
um morgundagsins. Þetta stafar að
nokkru leyti af því að ávöxtun sjóð-
anna var lengi vel léleg og hinu að
margir hafa óhagstæða aldursdreif-
ingu. Eldri sjóðfélögum fjölgar, þ.e.
þeim sem komnir eru á lífeyrisaldur,
og iðgjöld þeirra ýngri standa ekki
undir þessum greiðslum. Hjá sumum
sjóðunum eru líka margir á örorku-
bótum og þannig má segja að staða
þeirra sé misjöfn. Nokkrir standa
þokkalega. Flestir lífeyrissjóðir sem
tengjast hinu opinbera standa mjög
illa en það má hins vegar segja að
þeir sem eiga að fá lífeyri úr sjóðun-
um standi best því að þeir hafa bak-
tryggingu. Hinir sjóðirnir hafa engan
slíkan bakhjarl.
Á þessum vanda sjóðanna er að-
eins ein lausn: Að draga úr réttindum
sjóðsfélaga. Ef sjóðir geta ekki staj3-
ið undir nema um 75% af áunnum
réttindum félaga þýðir það að maður
sem gæti átt von á um 60 þúsund
króna mánaðargreiðslu fær líklega
ekki nema um 45 þúsund krónur ef
sjóður hans á ekki að þurrkast upp.
Önnur lausn væri að stórhækka
iðgjöld en þau þyrftu að mínu viti
að vera á milli 15 og 20% til þess
að standa undir lífeyri í takt við kröf-
ur nútímafólks. Sumir minni sjóðirn-
ir hafa sameinast öðrum sjóðum,
sumir hafa fengið önnur fyrirtæki
til að sjá um reksturinn, t.d. verðbréf-
afyrirtæki og reynt á þann hátt eða
512
Arsávöxtim iimlj ;m
SKULDABREF
GLITNIS
4 ára verðtryggð skuldabréf
með fastri ávöxtun til
gjalddaga.
VÍB
VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF.
Ármúla 13a, 108 Reykjavík. Slmi 68 15 30.
Benedikt Jóhannesson stærðfræð-
ingur.
á aðra vegu að draga úr rekstrar-
kostnaði."
MENN VERÐA AÐ SPARA
AUKREITIS
Hvernig geta menn brugðist við
hugsanlega minni lífeyrisgre'iðslum
en þeir eiga í raun rétt á og búið
sig betur undir efri árin?
„Þar sem þessi skerðing er fyrir-
sjáanleg verða menn að leggja sjálf-
ir meira til hliðar til elliáranna. Þá
er ég að tala um kannski 5-10% til
viðbótar af launum ef menn vilja fá
hugguleg eftirlaun. Menn þurfa að
leggja samtals 15 til 20% í lífeyris-
sjóð ef þeir ætla að fá sæmileg eftir-
laun.
Þetta er hægt að gera á ýmsa
vegu, kaupa reglulega spariskírteini,
leggja inn á bundna reikninga eða
til dæmis húsnasðissparnaðarreikn-
inga sem í dag gefa líka skattaf-
slátt. Aðalatriðið er að leggja reglu-
lega einhveija upphæð til hliðar.
Menn verða að eiga eitthvað í sjóði
fyrir utan lífeyrissjóð ætli þeir að
hafa það sæmilega gott í ellinni.“
Benedikt Jóhannesson bendir að
lokum á að sú kvöð að skylda menn
til þátttöku í lífeyrissjóði geri lausn
þessara mála erfiðari:
„Það þyrfti að afnema þessa fjötra
sem skylda menn til að vera í ákveðn-
um lífeyrissjóði. Ef frelsi ríkti í lífeyr-
issjóðamálum er ég viss um að þeim
myndi fækka mikið, jafnvel niður í
5 til 10. Ástæðan er sú að þá hljóta
menn að greiða lífeyrisiðgjöld sín í
þann sjóð sem hagkvæmastur væri,
þrýstingur yrði á sjóðina að bæta
rekstur sinn og sameinast. Þetta
myndi strax laga’ástandið í lífeyris-
málum eitthvað. Ef stjórnvöld ákveða
að veita skattafrádrátt á þeim fjárm-
unum sem færu í lífeyrisgreiðslur
væri það til bóta. Menn gætu um
leið hugað að því tækifæri sem gæf-
ist til að fresta skattgreiðslum með
því að greiða í slíkan öflugri lffeyris-
sjóð því þær myndu ekki hefjast fyrr
en greitt yrði úr sjóðnum á ellilíf-
eyrisaldri.
íslenski lífeyrissjóðurinn
- Séreignasjóður í umsjá Landsbréfa hf.
Öllum íslendingum ber skylda til að greiða í lífeyrissjóð. Þeir sem ekki verða lögum samkvæmt að vera í ákveðnum
lífeyrissjóði, geta greitt allt framlag sitt í íslenska lífeyrissjóðinn. Allir einstaklingar, sem samkvæmt lögum greiða
í aðra lífeyrissjóði, geta greitt viðbótariðgjald í sjóðinn.
Framlag hvers sjóðfélaga og mótframlag atvinnurekenda, auk vaxta og verðbóta,
er séreign hans og nýtist honum einum eða erfingjum hans.
Árið 1991 skilaði sjóðurinn 8,11% ávöxtun umfram lánskjaravísitölu.
■
■Sótt er um aðild að íslenska lífeyrissjóðnum á sérstökum eyðublöðum
sem liggja frammi hjá Landsbréfum og umboðsmönnum Landsbréfa
í útibúum Landsbanka Islands um allt land.
LANDSBRÉF H.F.
Landsbankinn stendur með okkur
Sudurlandsbraut 24, 108 Reykjavík, sími 91-679200, fax 91-678598 i
Löggilt verðbréfafyrirtæki. Aðili að Verðbréfaþingi íslands. <