Morgunblaðið - 04.04.1992, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.04.1992, Blaðsíða 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. APRÍL 1992 Sögubráður 1. þáttur Vetur og kuldi í París um 1830. Við kynnumst fjórum ungum lista- mönnum og bóhemlífi þeirra. Rud- olfo er skáld og Marcello m’álari og báðir eru í upphafi leiks að bjástra við að skapa eitthvað. En andinn er ekki yfir þeim, auk þess er þeim nöturkalt og þeir eru soltnir. Það verður úr að þeir fórna einu leik- handriti Rudolfos í arininn, sem þeir telja að hafi lifað allt of lengi í iðjuleysi. Colline, sem er heimspek- ingur, kemur þá að. Hann hefur verið að reyna að veðsetja bækur fyr- ir mat, en ekki orðið ágengt, því þetta er aðfangadagskvöld, allt lökað, nema veitingastaðirnir í Latínuhverfinu, þangað sem fólkið þyrpist. Þeir dást að leikritinu sem logar og yljar þeim um stund, en það er reyndar stutt gaman og fljótt Oaskan ein — og i lokin hrópa þeir Marcello og Colline höfundinn niður. En þá vænkast heldur en ekki hag- I ur strympu. Inn kemur stráklingur með körfu af vistum <og þeir ætla ekki að trúa sínum eigin augum; matur og vín og viður í eld- inn. Og inn úr dyr- unum skokkar fjórði félaginn, Schaunard, sem er hljómlistarmað- ur og stráir um sig peningum. Hann segir þeim frá því hvernig hann datt í lukkupottinn; ríkur, sérvitur Englendingur réði hann til sín til að leika fyrir páfagaukinn sinn og var svo um mælt að hann skyldi leika sleitulaust þar til páfagaukur- inn hrykki upp af. A þriðja degi var Schaunard orðinn svo lúinn að hann gekk í bandalag við þjónustu þess enska og bjuggu þau páfagauknum fjörráð; hann varð að drekka sinn eiturbikar eins og Sókrates forðum. Þeir félagar hlusta á þessa frásögn ur hann hönd hennar og syngur aríuna frægu „Che gelida man- iana,“ En hvað þér er kalt á höndun- um. Þar segir hann deili á sér og lýsir högum sínum, efnin séu kannski af skornum skammti, en í andanum sé hann auðkýfingur! Hann biður nú stúlkuna að segja deili á sér, sem hún gerir í annarri frægri aríu, „Mi chiamano Mimi,“ Það kalla mig allir Mimi, en ég veit ekki hvers vegna, því ég heiti nefnilega Lucia. Hún segist vera saumakona, sem elski blóm og vor, en þær rósir og liljur sem hún saumi, séu reyndar ekki eins lifandi og þau blóm sem sólin vekur til lífs á vorin. Félagarnir eru orðni óþolin- móðir og kala upp til Rudolfs að koma nú yfir á Momus, en hann segist reyndar ekki vera einn og kemur nú til tals að Mimi fari með, enda er skemmst frá því að segja að þau hafa óðara fellt hugi saman og lýsa því í frægum dúett, „0 af mátulega miklum áhuga, önnum kafnir við að búa til veislu, en Schaunard tekur af skarið. Ekkert ofát hér; þessar vistir á að geyma til komandi sultardaga, jú þeir geta fengið sér eitt staup heima, en svo skuli haldið út á veitingastað, það verður að halda upp á jólin. En þá er barið að dyrum og inn kemur Benoit, húseigandi, og heimtar leigu fyrir þakherbergið. Marcello er hinn elskulegasti við karl og bendir honum á peninga Schaunards, hinum til mikillár skelfingar, og segir nú hæg heima- tökin með greiðslu. Þeir gefa Ben- oit í staupinu og glettast við hann, Marcello .segir að til hans hafi sést á kvennafari í Mabillon hér um kvöldið og karl gengst upp við þessu. En þegar í ljós kemur að Benoit er að auki giftur, gera þeir félagar sér upp mikla hneykslan og nánast fleygja þeim gamla á dyr, sem svo ekki hefur orð á leigunni í bili a.m.k. Síðan halda þeir félagar yfir á Café Momus í Latínuhverfinu. Rud- olfo verður þó eftir og ætlar sér fimm mínútur til að ljúka við blaða- grein. Þá er barið, inn kemur ung stúlka að leita liðsinnis, það hefur slokknað á kertinu hennar. Hann kveikir á því, hún þakkar fyrir sig og ætlar að fara, en verður þess svo vör að hún hefur týnt herbergis- lyklum sínum þarna inni og enn slokknar á kertinu og tekst nú ekki betur til en svo að gjósturinn af ganginum slekkur einnig ljósið hjá Rudolfo. Eða hvað? í hálfrökkri leita þau saman að lyklunum og þá gríp- suave fanculla“ og þannig lýkur fyrsta þætti. 2. þáttur Við erum stödd á litlu torgi þar sem mætast þröngar götur Latínu- hverfisins. Mannmergð, stássmeyj- ar og spjátrungar spranga um stræti, götusalar bjóða varning sinn; döðlur, appelsínur, hnetur, blóm, leikföng, koppa og leikmuni, hljóðfæri, gamlar flíkur. Á Café Momus er fjölmenni, meira að segja sitja nokkrir úti fyrir og snæða í VÍNARBRAUÐ OG HARÐ- METI FYRIR SÁLARLÍFIÐ Guðmundur Óli Gunnarsson kom frá Finnlandi í febrúar til þess að taka að sér hljómsveitarstjórn á La Bohéme og hann hef- ur ekki þurft að kvarta undan verkefnaskorti. Guðmundur Óli hefur verið við framhaldsnám í hljómsveitarstjórn í Finnlandi en fyrir þremur árum lauk hann prófi I hljómsveitarstjórn frá tónlist- arháskólanum í Utrecht í Hollandi. Þá kom hann heim og tók að sér stjórn Háskólakórsins í einn vetur. Síðan hefur hann tekið að sér ýmis verkefni þegar hann hefur verið staddur hér í fríi og því ekki verið í neinni útlegð frá íslensku tónlistarlífi, eins og hann orðaði það. Ungir hljómsveitarstjórar þurfa þá ekkert að ganga um götur með hendur í vösum? „Ja, ég hef að minnsta kosti haft nóg að gera eftir að ég kom heim. Eg er í hópi sem kallar sig Caput og um daginn stjórnaði ég á tónleikum sem hópurinn hélt. Einnig var ég að gera upptökur með sinfóníuhljómsveitinni fyrir útvarpið, í apríl stjórna ég svo á hátíðartónleikum hjá tónmennta- skólanum og í sumar verð ég með Caput á Skálholtstónleikum. Á ég að halda áfram?“ — Það er því bjart framundan að þjnu mati? „Ég gerði nú aldrei ráð fyrir því beinlínis að hafa nóg að gera einungis í hljómsveitarstjórnun en ég held að það sé nóg að gera fyrir stjórnendur á íslandi svo fremi sem menn vilja taka að sér óiík verkefni. Það er náttúrulega ekki um neitt annað að ræða, hvort sem er í hljómsveitarstjórn eða einhverju öðru. Svona er þetta bara í litlu þjóðfélagi, það þurfa allir að geta brugðið sér í mörg hlutverk. Þetta feiur í sér bæði kosti og galla. Maður verður til dæmis ekki óperusérfræðingur hér á Isiandi en jafnframt festist mað- ur ekki í einni tegund tónlistar. í sama mánuðinum er ég að fást við glænýja tónlist með Caput og svo svona vinsældartónlist eins og í La Bohéme. Það er greinileg þörf fyrir stjórnendur og þá mest í kóraheiminum því kórastarfsem- in er svo mikil hér.“ — Ertu þá alkominn heim? „Það er nú alveg óráðið. Ég er að minnsta kosti ekki á leið aftur til Finnlands en ég vil náttúrulega safna sem mestu í pokann áður en ég kem endanlega heim. Þess vegna fór ég til Finniands eftir að hafa verið í Hollandi því þar eru ólíkir skólar í stjórnun. í Hol- landi hafði ég til dæmis kennara sem hefur stjórnað mikið óperum og kórsinfónískri tónlist og ég er mjög heppinn að hafa þennan grunn núna.“ — Hvernig hefur vinnan við La Bohéme verið? „Það, er óhjákvæmilegt að ein- hveijir vaxtarverkir verði þegar svona stórt verkefni er sett af stað af hópi sem aldrei hefur unnið við slíkt áður. Þetta hefur verið mikil vinna en lærdómsrík og það hefur verið gaman að taka þátt í þessu verkefni og sjá hlutina ganga upp. Helsta vandamálið sem hefur snú- ið að mér er hljómsveitargryfjan, en hún er dálítið óheppileg í laginu sem helgast af undirstöðum hring- sviðsins en þær koma f veg fyrir að hægt sé að koma gryfjunni fyrir á klassískan hátt. Þetta veld- ur því að hún er óheppilega mjó og löng og því fylgja ákveðin vand- amá! fyrir hljómsveitina. Á hinn bóginn hefur hún einn stóran kost þar sem hún er að stærstum hluta opin upp og þar af Ieiðandi berst hljómurinn mjög vel og blandast líka vel. Þetta er í fyrsta skipti sem gryfjan er notuð, en sinfóníu- hljómsveitin hefur spilað á sviðinu og þar hefur tónlistin virkað svolít- ið þurr en hún hljómar mun betur úr gryfjunni." — Þannig að Borgarleikhúsið er þokkalegt óperuhús? „Já, það er það og ástæðan fyrir því að leikfélag Reykjavíkur hefur áhuga á að taka þátt í þessu verkefni er auðvitað að komast að því hvernig húsið hentar til óperufiutnings. Aðstaðan hér er á allan hátt mjög góð og eiginlega miður að ekki var hægt að finna betri lausn á gryfjunni. En þetta hefur verið mjög spennandi tími, við gátum ekki farið með hljóm- sveitina í gryfjuna fyrr en mjög seint á æfingatímabilinu og það vissi enginn hvernig það myndi koma út. Það reynir auðvitað mik- ið á alla aðila að þurfa að vinna þetta á svona skömmum tíma. Hljómsveitin þarf að aðlagast söngvurunum og þeir hljómsveit- inni og stjórnandinn þarf svo að reyna að halda utan um þetta allt. “ — En hvort ertu nú hallari und- ir þessa tegund tónlistar eða þá sem þú hefur fengist við með Caput-hópnum? „Ég hef mikla unun af því að fást við þetta verkefni en ég gæti ekki unnið einvörðungu við svona tónlist allt árið, ekki svona enda- laus vínarbrauð, ég verð að fá eitt- hvert harðmeti inn á milli, það er bara fyrir jafnvægið í sálarlífinu. En vinnan við þessa tónlist hjálpar mér þegar ég er að vinna við nútí- matónlist og öfugt. Með þessu móti öðlast maður kannski meiri víðsýni og einangrast ekki í ákveðnum vinnubrögðum." gþg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.