Morgunblaðið - 04.04.1992, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 04.04.1992, Blaðsíða 8
8 B MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. APRÍL 1992 MYNDVERK í METRATALI - a syningu Rúríar á Kjarvalsstððum ÞEGAR gengið er í salinn blasa við tommustokkar, margir metr- alangir tommustokkar sem mynda fjöibreytileg form á blý- plötum. Þeir tilheyra sýningu sem Rúrí opnar í dag, í austursal Kjarvalsstaða, sýningu sem hún kallar Afstæði, og þar gefur að líta metraverk og núllverk, og einnig fermetra og fet. að er mikið að gera hjá Rúrí um þessar mundir. Ekki er langt síðan hún sýndi í Nýlist- asafninu, þá var að ljúka í Sveaborg í Finnlandi samsýn- ingu hennar, Finnans Hannus Sir- ens og Danans Williams Louis Kanada, fer til Svíþjóðar að þessari sýningu lokinni og sýnir þar úti- verk, sýnir einnig útiverk í Kanada í haust, og einhverntíman i millitíð- inni kveðst hún ætla að sýna í Slunkaríki á ísafirði. Rúrí er að koma fjöldanum öllum af blýplötum fyrir í salnum á Kjar- valsstöðum þegar ég hitti á hana, það er ekki auðvelt verk og ekki bætir úr skák að blýið er viðkvæmt og þolir enga snertingu. Rúrí segir að þetta sé sýning í metravís, stærsta verkið er fimmtíu metrar. „Svo er ég með eitt tíu metra verk, nokkur fjögurra metra og einhver tveggja metra.“ — Hver er .hugmyndin bak Við þetta fimmtíu metra verk? „Það er gaman að bera þessa fimmtíu ólíku metra saman í einu verki. Ekki að fimmtíu sé eitthvað skemmtilegri tala en önnur, hún Rúrí með nokkra metra ó bak við sig. stendur bara vel á metrum", segir Rúrí og brosir. „Ég kalla sýninguna Afstæði. Þessir metrar eru kannski afstæðir, ég held að allir hlutir og fyrirbæri séu afstæð, allt eftir því hvaðan og hvernig horft er á þau. Einfaldur sannleikur eins og einn metri getur tekið á sig ótrúlegustu myndir. Og í þessu samhengi rifjar Rúrí upp danskan málshátt: „Sandheden er som en málestok af elastik! Þetta hefur mér alltaf þótt fallegur máls- háttur.“ Rúrí sýnir einnig fermetraverk. Efnið í þau kaupir hún í stöðluðum einingum sem ráða svo formi verks- ins en segist þó vitaskuld bæta ákveðnum þáttum við frá sjálfri sér. „Svo er ég líka með „núllverk“. Þau eru unnin í blý eins og metrarn- ir.“ — Af hverju blý, er það ekki ákaflega viðkvæmt efni? „Jú, en blýið hefur ákveðna eigin- leika, það er svo neðarlega á frum- \ / efnatöflunni að það breytir sér mjög lítið í aldanna rás. Það er að því leyti eitt allra stabílasta efni sem til er. Þegar menn vilja til dæmis varðveita skjöl um ókomnar aldir þá eru þau innsigluð í blýhólk. Þess- vegna er vel við hæfi að nota blý til að undirstrika gildi metrans sem mælieiningar. Þessi verk, þessar afstæðishug- myndir, eiga sér langan hugmynda- fræðilegan bakgrunn. Fyrsta hug- myndin, kveikjan að þessum verk- um sem hafa með mælingar að gera, er orðin tuttugu ára. Að efnis- gerðinni hef ég síðan unnið í þrjú ár. Það liggur mjög mikil vinna í þessu. Þá hef ég einnig lesið mér til um allt sem ég hef getað fundið um mælieiningar, því þótt það komi ekki beint fram í verkunum þá ligg- ur allskyns slík grunnvinna að baki, og skilar sér kannski í einhverjum smáatriðum. Þá rekst maður oft á ýmislegt sem vantar inn í heildar- myndina, eitt lítið sannleikskorn getur verið einmitt það sem á vant- aði.“ Rúrí segist reyna að hafa einka- sýningar sínar hreinar, hræra ekki saman mörgum ólíkum eðlisþáttum. Þannig var hún einnig mörg ár að undibúa sýningu sem hún hélt fyrir nokkrum árum á Kjarvalsstöðum, en sú sýning samanstóð af safni muna í svörtum kistum. „Ég kýs yfirleitt að geyma hugmyndirnar þangað til ég er orðin ánægð með útfærsluna, frekar en að kasta ein- hverju frá mér sem ég er ekki alveg ánægð með.“ — Þegar hugmyndin er komin nokkurnveginn á hreint, kallar hún þá á rétta efnið? „Já, í grófum dráttum þá stjórn- ar hugmyndin efninu. Stundum lendir maður þó í vandræðum vegna þess að efnið sem manni finnst að myndi falla best að hugmyndinni vill ekki lúta vilja manns,“ segir Rúrí og brosir. „Ég lendi oft í því að þurfa að finna nýjar aðferðir til að vinna efnið eða verkið. Stundum er sagt við mig: Þetta er ómögu- legt! en það er sú setning sem fer mest í taugarnar á mér. Eg á voða- lega erfitt með að gefast upp, að sætta mig víð að eitthvað sé ómögu- legt. En það má aiveg vera erfitt.“ -efi FÉLAG ÁHIIGAMANNA UM NÓKMENNTIR FORNALDAR- SÖGUR NORÐURLANDA FÉLAG áhugamanna um bókmenntir stendur fyrir fundi um fornaldarsögur Norðurlanda í Háskólabíói, sal 4, kl. 14.00 í dag. Fornaldarsögurnar hafa hingað til ekki notið mikillar virðingar fræðimanna en ýmislegt bendir til þess að það sé að breytast og áhugi á þessu fræðasviði að aukast. Félag áhugamanna um bók- menntir hefur fengið þá Torfa H. Túli- níus lektorog professor Véstein Olason til þess að flytja erindi um afrakstur rannsókna þeirra á fornaldarsögunum. Fyrirlestur Torfa nefnist „Fornaldarsög- ur Norðurlanda og samfélagsþróun á 13. öld — Hervararsaga og Heiðreks" en Vésteinn nefnir sitt erindi „Furðuheimar norðursins í fornaldarsögum". Fornaldarsögur Norðurlanda eru skrifaðar á 13. og 14. öld en gerast í grárri forneskju á Norðurlöndunum, það er löngu fyrir landnám. Það sem vakir fyrir mér er að greina þessar sögur ítarlega og notast ég þá aðallega við Hervararsögu og Heiðreks," sagði Torfi H. Túlínius er hann var spurður út í efni fyrirlestrarins. „Ég ætla að skoða bygg- ingu sögunnar, hvernig hún er sett saman, hvaða þætti er helst að finna í henni og hvernig þeir eru endurteknir. Út frá þess- ari greiningu reyni ég að tengja sögurnar við það sem er efst á baugi í samfélaginu á þeim tíma sem þær eru samdar. Hvað varðar Hervararsögu og Heiðreks þá tengi ég hana við þjóðfélagshræringar um mið- bik 13. aldar, sem er heldur fyrr en yfir- leitt er gert ráð fyrir að hún hafi verið rituð. Meðal þeiiTa breytinga sem eiga sér stað í þjóðfélaginu á þessum tíma eru breytingar á erfðavenjum, það er hvernig auður og völd ganga í erfðir. Á þessum tíma í Evrópu voru að eiga sér stað breyt- ingar vegna áhrifa frá kirkjurétti meðal annars en líka vegna þess að fjölmenn aðalsstétt var að myndast. Til þess að halda saman ríki hvers aðalsmanns varð að takmarka erfðaréttinn og þá meðal annars með því að óskilgetinn sonur fékk ekki arf og yfirleitt fékk elsti sonurinn bróðurpartinn af arfinum. Um þetta sýnist mér Hen/ararsaga og Heiðreks að mestu snúast. í sögunni speglast því viðhorf 13. aldar mannsins og 13. aldar íslendingsins þegar gamla goðaveldið er að breytast yfir í höfðingjaveldi og íslendingar eru að taka inn gildi og viðhorf sem hafa verið að þró- ast sunnar í Evrópu frá því á 12. öld.“ Að sögn Torfa hefur ekki verið mikið gert af því að tengja þessa þróun í þjóðfé- Torfi H. Vésteinn Túliníus Olason lagsgerðinni við fornaldarsögurnar og samfélagið í þeim. „íslenskar miðaldir eru óvenju fijóar og þetta er mjög skemmtileg- ur tími fyrir bókmenntafræðinga og sagn- fræðinga. Það er til svo mikið af efni um tiltölulega lítinn og afmarkaðan heim enda freistar hann margra, meðal annars er- lendra fræðimanna. Fyrir bókmenntafræð- inga er sérstaklega áhugavert að skoða þess víxlverkun milli bókmennta og samfé- lags. Það er hverning samfélagið hefur áhrif á bókmenntir og einnig hugsanlega bókmenntirnar á samfélagið." Við greiningu sagnanna segist Toi'fi styðjast við hefðbunda bókmenntagrein- ingu en hann sæki einnig innblástur til franskra formgerðarsinna, einkum mann- fræðingsins Claude Lévi-Strauss. En hafa fornaldarsögurnar ekki notið frekat' lítillar virðingar á seinni tímum? „Jú, hið hefðbundna viðhorf er að þær hafi orðið til seinna en íslendingasögurnar og séu hnignunarbókmenntir. En ég held að ýmislegt bendi til þess að þær hafi orð- ið til að minnsta kosti fyrst á 13. öld og ef svo er þá eru fornaldarsögurnar orðnar hluti af íslenskum bókmenntum á sama tíma og verið var að skrifa íslendingasög- urnar. Mín tilfinning er sú að allt sé þetta sprottið fram um svipað leyti;- fornaldar- sögurnar og íslendingasögupar séu angi af sömu þróun sem sprettur úr konunga- sagnarituninni. Það má því tala um tvö stig skáldskapar; fornaldarsögurnar gerast fyrir löngu og hugmyndaflugið fær meira frelsi í þeim en höfundar íslendingasagn- anna eru bundnari vegna þess að atburða- rásin gerist nær þeim í tíma og þeir geta kannski ekki rætt jafn opinskátt um at- burðina sem eiga sér stað og höfundar fornaldarsagnanna. Vegna þessarar fjar- lægðar frá söguefninu er auðveldara að greina spennuna í þjóðfélaginu í fomald- arsögunum en íslendingasögunum.“ Ferðaminni „Ég ætla að tala um fornaldarsögur sem eiga það sameiginlegt að í þeim er sagt frá ferð langt norður, til dæmis til Finn- merkur eða austur í Hvítahaf,“ sagði Vé- steinn Ólason um sitt erindi. Að sögn Vé- steins notar hann Sögur af Hrafnistumönn- um annars vegar og hins vegar Bósa sögu og Herrauðs til þess að kanna hvað þýð- ingu ferðaminnið hefur í sögunum. „Ég sýni fram á að þessi ferð hefur ekki haft sömu þýðingu í þessum sögum. Það verða ákveðnar breytingar á þessu efni eftir merkingu þess fyrir lesendur eða áheyrend- ur. Um er að ræða annars vegar gamlar arfsagnir sprottnar upp í víkingaalda- samfélaginu og hins vegar ungar skáldað- ar frásagnir sprottnar upp í samfélagi miðalda á ritunartíma fornaldasagnanna." Að sögn Vésteins má því tala um ákveðna bókmenntalega þróun hvað varðar þetta ferðaminni. Sama ferðin hefur til að mynda mun dýpri merkingu í eldri sögum svo sem Hrafnistumannasögum en í yngri sögunum, líkt og Bósa sögu og Herrauðs, sjáum við aftur meiri merki um rithöfund- inn. Það er ferðin er orðin að bókmennta- legu minni, meira til skrauts en að hún hafi eitthvert gildi í sjálfu sér. gþg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.