Morgunblaðið - 04.04.1992, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 04.04.1992, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. APRIL 1992 B 7 eigi í eðli sínu að geta haft vissa sérstöðu í listheiminum. „Þetta er náttúrlega í andstöðu við allt sem gengur út á sameiningartíma heild- ar-heimsmyndar, en tímarnir breyt- ast. Við getum á auðveldan hátt fylgst með því sem er að gerast annarsstaðar, vegna ferðalaga, list- tímarita og annars, en erum afsíðis á sama tíma. Við höfum nánara samband við náttúruna, hvort sem við viljum eða ekki, það getur hrein- lega verið um líf eða dauða að tefla. Það er stutt í sögu okkar, þar sem nútíminn hefur átt hér stutta viðdvöl. Það ættu að vera forrétt- indi á þessu augnabliki. Samt sem áður veit ég að það er ekki hægt að búa til eitthvað sérstakt norrænt ástand, það verður að beijast. Það er ekki nóg að vona að eitthvað dökkt og drungalegt sé norrænt, eins og tilþneiging hefur verið til að segja. Eg held einmitt að hug- myndabyggingin fyrrnefnda, sem er skyld tungumálslíkingunni, ætti að geta blómstrað hér og get ég nefnt sem dæmi að rétt eins og þessi miklu minnismerki; pýramíd- arnir, Versalir og fleira, þá ber hundaþúfan sér líka sögu eða mynd. Ég er alls ekki að tala um að við eigum að hverfa aftur í tímann eða setja okkur í einhveijar sérstakar stellingar, heldur nota okkur upp- eldið." Rúrí: Inntakið skiptir máli Rúrí sýndi myndir af útilistaverk- um, og byijaði með myndum frá sýningu á Skólavörðuholti seint á sjöunda áratugnum. Hún talaði um að listamenn hefðu þá hafnað form- rænum forsendum sem unnið hafði verið með í áratugi. Efnið var ekki lengur bundin neinum ákveðnum reglum um hvaða efni mætti nota og inntakið fór kannski að hafa höfuðgildi. Verkin voru tekin úr söfnum og galleríum og sett meðal almennings. Hún sýndi myndir af verkum listamanna eins og Magn- úsar Pálssonar, Sigurðar Guðmundssonar, Kristjáns Guð- mundssonar, Dieter Roths og Jó- hanns Eyfells. „Fyrir hinn almenna listneytanda geri ég ráð fyrir að það hafi verið nokkuð mikið stökk að sjá þessa efnisnotkun og nýtt efni sett upp á þennan hátt. Við þurfum því ekkert að vera hissa þótt myndlistin hafi fengið hörð viðbrögð hjá almenningi, það tekur tíma fyrir fólk að skynja þær breyt- ingar sem verða þegar vaxtarbrodd- ar verða í listum. Það má segja að á þessum tíma hafi orðið vor í nýsköpun í mynd- list, höftum og fordómum var kast- að fyrir róða, og þetta lýsir sér í ákveðnum ferskleika og ungæðis- hætti.“ Þá ræddi Rúrí um óbeint fram- hald þessa; þegar skúlptúrinn fór að spila með umhverfinu. Sýndi hún þá m.a. mynd af verkinu „Húsið“. „Það sem einkenndi hluta verka á þessu tímabili var að ekki var leng- ur gerð sú krafa til verkanna að þau stæðust tímans tönn, yrðu eilíf í efni. Það var eki verið að höggva þau í marmara eða steypa í brons til að þau ættu eilíft líf. Þetta hús var að mestu byggt úr fjörugijóti og rekaviði. Hafið er búið að taka það, og inntakið var einmitt m.a. að hafið myndi eyða því.“ Þá fjallaði Rúrí um nokkra punkta eða hugmyndir^ um listina. „Listin er heimspeki. Án huglægs inntaks er ekki um listaverk að ræða, heldur hönnun,“ sagði hún. „Listamaðurinn ætti að vinna út frá þessum grundvallarforsendum: jörðinni í alheiminum, og manninum í þessu umhverfi. Saga mannsins og menningarsagan er sá grunnur sem við sækjum öll til. Við höfum í raun engar forsendur aðrar en þessar. Ilversu frumleg sem við viljum vera, þá getur enginn hugsað út fyrir þennan ramma. Við byggj- um á okkar fortíð, en hitt er annað að allir reyna að bæta einhveiju við. Myndlist er þeim annmörkum háð er hún er gerð í efni. Það eru oft uppi hugmyndir um að eitt efni sé öðru æðra, að brons sé til dæm- is æðra gifsi. Stál merkara en járn. í rauninni hefur efnið ekkert list- rænt gildi fyrr en listamaðurinn hefur gætt það inntaki. Það skiptir í rauninni engu máli hvert efnið er, það er inntakið sem skiptir máli. Oft kemur sú spurning upp hvað við höfum með list að gera. Er nokkur þörf á list? Það er talað um að við höfum okkar menningu, við eigum íslendingasögurnar, þurfum enga aðra menningu. Ég er ekki alveg sammála þessu. Við þurfum að virða söguna og fortíðina, en það verður að halda áfram, við verðum að gera list fyrir okkar samtíma." Þorvaldur Þorsteinsson: Ekki hundsa ábyrgðina Þorvaldur Þorsteinsson las pistil sinn sköruglega, hann deildi hart á íslenska listamenn og birtast hér nokkur atriði úr máli hans, en erindið verður birt í heild í Lesbók Morgunblaðsins 25. apríl. Þorvaldur sagði að á meðal myndlistarmanna færi lítið fyrir umræðu um það sem þeir eruað: „hugsa, glíma við, stefna að, sigr- ast á, bijóta heilann um. Það er líkt og þegjandi samkomulag sé ríkjandi um að menn láti hvern annan í friði þegar kemur að brot- hættari hliðum starfsins. Og það sem verra er: maður hefur einhvern veginn á tilfinningunni að mörg okkar hafi gert svipað samkomulag við eigin samvisku." ■ Þorvaldur talaði um að það væri erfitt að skilja stöðu myndlistar í nútímasamfélagi; frelsi listamann- anna sé orðið algjört, í hráefnis- sem verkefnavali, hvert væri hlut- verk myndlistar í heimi sem setti henni litlar sem engar skorður? „Það er við þessar óljósu aðstæður, þar sem við höfum ekkert afger- andi eða varanlegt til að styðjast við eða beijast við, sem maður gæti búist við að íslenskir myndlist- armenn sýndu fyrst hvað í þeim býr. Myndu bregðast við yfirvofandi tómhyggju og tilgangsleysi eins og sá einn gerir sem finnur til ábyrgð- ar og er þar að auki í aðstöðu til að skynja hættumerkin og þörfina. Þörfina fyrir tilgang listarinnar í sundruðum heimi. Þörfina fyrir nýtt gildismat, endurskoðaða hugmynd- afræði í ljósi nýrra aðstæðna. Mér sýnist hins vegar sannleikurinn vera sá, því miður, að í stað þess að sækja fram þá hrökkvum við und- an, drögum okkur inn í skelina. Og inni í skelinni stundum við, svona frekar en ekki neitt, einhveija óljósa nafnaskoðun.“ Og Þorvaldi finnst hræðsla við að taka afstöðu, að grafast fyrir um forsendur eigin verka, þora að taka afstöðu og hugsa skýrt, ein- kenna íslenska myndlist undanfar- inna ára. „Við erum að stinga höfð- inu i sandinn og vinna í blindni, í trausti þess að þrátt fyrir allt líti afurðir okkar út eins og myndlist og bijóstvitið íslenska muni bera okkur a.m.k. hálfa leið. Svo klöpp- um við hvort öðu á öxlina og segjum „fínt“ og þá líður okkur eins og náttúrutalentið hafi þrátt fyrir allt sigrað meðvitundina. Afstöðuna. En þetta er tóm blekking. Þessi yfirlætisfulla þögn, sem ég kýs að kalla hina ofmetnu þögn íslenska myndlistarmannsins, fer okkur flestum afskaplega illa. Aðallega vegna þess að hún fær svo lítinn stuðning að verkum okkar. Þegar maður ber þögnina saman við verk- in verður hún grunn en ekki djúp. Tilgerðarleg en ekki eðlileg. Það fer svo fáum að þegja.“ Þorvaldur sagði að lokum að myndlistarmenn mættu ekki hundsa ábyrgð sína með því að horfast ekki í augu við samtímann, þeir yrðu að spyija erfiðra spurn- inga og knýja fram svör. „Við verð- um að átta okkur á því að myndlist- in stendur á tímamótum. Myndlist- armenn standa á tímamótum. Líka á íslandi. Og ég leyfi mér að spyija: Hvað ætlum við að gera í því?“ Ávarp Þorvaldar hreyfði greini- lega við áheyrendum og margir vildu fá nánari útskýringar á ýmsu sem hann sagði. Rætt var um skóla- kerfið, hvort að Þorvaldur hefði ein- faldað hlutina um of og hvort lista- menn væru bara ekki ákaflega mismunandi, hefðu ekki mismun- andi hugmyndir og hvort það væri ekki í lagi. Þá talaði Hannes um að Þorvaldur og Rúrí hefðu bæði lýst eftir ábyrgð listamana í samfé- laginu,„en mér finnst það vera einn af kostum listarinnar, allavega síð- ustu tíu árin, hvað listmenn eru lausir við ábyrgð og þau þyngsli sem í þeim felast“. „Ég get ekki séð að við getum kastað frá okkur ábyrgð á einu eða neinu,“ svaraði Rúrí, „við erum ábyrg allra okkar gerða. Mér finnst að listamenn verði að vera sjálfs- gagnrýnir, vera meðvitaðir um hvað þeir eru að gera, og af hveiju.“ Þorvaldi fannst hugmyndin um ábyrgðarleysið vera úrelt: „Þetta hefur verið eins og huggulegur og áhyggjulaus leikur í unpasamfélagi. Mér fínnst að vörur og framleiðsla listamanna hafi veri misnotaðar á undanförum árum. Þegar ég tala um ábyrgð þá finnst mér kominn tími til að við látum ekki stjórna okkur jafn mikið og gert hefur ver- ið. Stjómast af væntingum, hlut- verki sem er meira og minna orðið samkomulag um að sé tiltölulega skaðlaust og hættulítið í þessu sam- félagi. Ég held að við eigum að taka okkur annað hlutverk, við höf- um aðstöðu til þess. Menn kannski misskilja eitthvað notkun mína á orðfnu ábyrgð, ég á ekki við að menn eigi að bera ábyrgð á öllu samfélaginu, en ég get lýst notkun minni á orðinu sem afstöðu hugsandi manns, í besta falli með einhveija sköpunargáfu; afstöðu viti borinnar manneskju sem er ekki leiksoppur einhverra örlaga eins og flestir því miður eru í nútíma samfélagi." Umræður snerust áfram um ábyrgðina, úr salnum kom rödd sem sagði að menn ynnu alltaf mismun- andi, væru ólíkt þenkjandi og skoðanir og vinnubrögð því marg- vísleg. Hannesi þótti ábyrgðarhug- takið hættulegt: „Ég vil ekki líta á mig sem ábyrgan, ábyrgan fyrir íslenskri menningu eða fyrir myndl- istinni sem tæki.“ Kona í salnum tók til máls um menntunina; kvartaði yfir að í myndlistarnámi hér vantaði greinar eins og heimspeki, bókmenntir og hliðargreinar varðandi bókmenntir. Karlmaður í sal velti því fyrir sér hvort frummælendur ættu við að visst uppgjör væri í gangi gagnvart módernismanum. Hvort listamaður- inn gæti ekki lengur, eins og í módernismanum, unnið sjálfráður og sjálfstætt, og hvort það væri kannski ekki lengur eftirsóknar- vert. Síðan spurði hann frummæl- endur hvort það gæti ekki verið að þessi hugmynd um tungumálið í listinni í dag váeri bara ekki fram- hald af módemismanum, eða bara módernismi kominn að fótum fram. Hannes svaraði að sinn skilning- ur væri sá að vissir þættir módern- ismans væru ennþá fyrir hendi, en líka væri viss glíma við merkinguna og lestrarmöguleika merkingarinn- ar. Helgi Þorgils tók undir þetta og bætti við að sér þætti tungumál- ið eða hugmyndabyggingin, auka vídd listarinnar og aftur væri mögu- leiki til sambands við áhorfendur án mikils undirbúnings. „Umræður síðustu fimm árin benda til þess að ýmislegt sé að breytast, það er orðið meira og meira áberandi að menn eru að sættast á að efnisþekk- ing og meðferð á efnum geti í sjálfu sér verið vitræn. Síðustu þijátíu ár einkenndust mikið af því að hug- myndin sjálf væri um það bil allt, efnin væru meira eða minna til að þjóna hugmyndinni. Nú er aldamótaórói, og hvort sem menn fallast á að ástand breytist með nýrri öld eða ekki, þá eykst þrýstingur á menn og kröfurnar aukast. Þar er um ýmsa nýja þætti að ræða - sem mér finnast vera upphaf að einhverju nýju.“ Hannes Lárusson tók að lokum til máls, hann fagnaði þessari um- ræðu og góðri mætingu listamanna og annarra áhugamanna um mynd- list, sagði að það færi ekki á milli mála að myndlistin væri að ganga gegnum breytingar, og sleit mál- þinginu að svo loknu. Stéphane Mallarmé Bókmerki SKALDVERKIÐ OG LESANDINN ÞEGAR skáld og aðrir höfundar bókmenntatexta iiafa lokið verki sínu er Hf textans í höndum lesenda, lesandinn tekur við af skáldinu. Ekki láta allir lesendur sér nægja að njóta verks heldur kappkosta sumir að skýra það. Þetta gildir ekki einung- is um gagnrýnendur í hópi lesenda. Um merkingu verka sinna eru ekki allir höfundar reiðubúnir að ræða. Franska skáldið Stéphane Mall- armé lét hafa eftir sér: „Ljóðið er leyndardómur sem er lesand- ans að komast til botns í.“ Enn fremur sagði þetta skáld sem er talið nær óskiljanlegt: „Ég er aðeins torræður í augum þeirra sem gera þær kröfur að verk mín séu jafn auðlesin og dagblöð." Mallarmé var symbólisti og gerðist boðberi hins „hreina ljóðs“ um leið og hann umbylti forminu. í Teningskasti (1897) er hann svo myrkur að ljóðið er ráðgáta. En hvað Mallarmé á við í háttbundnu ljóði eins og Golu af hafi þarf ekki að fara í neinar grafgötur um. Upphafið er þannig í þýðingu Yngva Jó- hannessonar: „í holdi mínu býr leiðinn, og lesin er sérhver bók./ Mig langar að flýja út í buskann eins og skarinn sem flugið tók/ í fagnaðardraum um hið ókunna, hin fjarlægu himin- skaut." Margir eru áreiðanlega sam- mála um að lesandi þurfi að leggja eitthvað á sig til að skilja bókmenntaverk. En verður slíkt verk nokkurn tíma skýrt til fulls? Bókmenntafræðingar eru óþreytandi að ræða textann sem slíkan. Gildir þá einu hvort þeir kallast strúktúralistar, pósts- trúktúralistar eða eitthvað ann- að. Oft virðast þeir svo flæktir í net fræðanna að eina lausnin er merkingarleysi. Viðleitnin er góðra gjalda verð þegar best lætur, en fáir eru þeir rithöfund- ar sem fýsir að láta setja verk sín upp í kerfi. Margir höfundar standa for- viða álengdar meðan bókmennt- afræðingar fjalla um verk þeirra fyrst og fremst í því skyni að prófa vopn sín, þ.e.a.s. aðferðir sínar. Hér heima á þetta einkum við urh svokallaða kvennabók- menntafræði og hugmyndir Jul- iu Kristevu um rætur skáldlist- ar. Miðað við aðrar Evrópuþjóð- ir höfum við náð skammt í fim- leikum orðræðúnnar. Bent hefur verið á að þeir bókmenntafræðingar sem eru hallir undir að bókmenntaverk verði til með eins konar sam- vinnu höfundar og lesanda, eig- endum texta og virkni lesand- ans, hafi tilhneigingu til að af- neita textanum. Eftir verður þá aðeins lesandinn og túlkun hans. Það úir og grúir af kenning- um. Því er haldið fram að öll bókmenntaverk séu viðbrögð við verkum sem áður hafi verið skrifuð. Þetta gefur fræðimönn- um tækifæri til eilífs sam- anburðar bókmenntaverka þar sem mestu skiptir að finna skyldleika þeirra. Niðurstaðan gæti líka orðið sú að hið skrifaða geti aldrei nákvæmlega merkt það sem það á að standa fyrir og þess vegna sé merking bókmenntanna aldr- ei annað en það sem felst í þeim sjálfum. Veruleiki bókmenntaverksins er þá verkið sjálft. Bókmenntii' fæðast af bókmenntum. Gildi hinna mörgu skýringa minnka þó ekki endilega. Ein alráð skýring telst samt óhugs- andi. Hugkvæmni góðs lesanda, skarpskyggni fundvíss gagn- rýnanda deyja ekki út. Skáldverkið verður í senn að skoða sem hluta af heiminum og eitthvað sem gerir tilraun til að standa utan hans. Með öðrum orðum: Það er mjög erfitt að útiloka bókmenntaverkið frá heiminum í kringum mann sem girðir ekki fyrir það að nauðsyn- legt er að einbeita sér að veröld verksins. í þessu sambandi ætti að vera óhætt að minna á að þegar les- andi/ritskýrandi gerir „skoðun“ höfundarins að sinni er oft um töluverða einföldun að ræða, kannski aðeins brot verksins sem skín í. Togstreita milli skýrandans og verksins getur aftur á móti orðið frjó og henni ber ekki að leyna. Ábending í Bókmerki (14.3. sl.) láðist að geta þess ágæta framtaks að bókaútgáfan Urta hefur gef- ið út úrval ljóða Rolfs Jacobsens í þýðingu Hjartar Pálssonar. Bókin sem kom út í fyrra nefn- ist Bréf til birtunnar og í henni eru m.a. nokkrar þýðingar úr síðustu bók Jacobsens, Nattá- pent. Jóhann Hjálmarsson - efi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.