Morgunblaðið - 04.04.1992, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 04.04.1992, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. APRIL 1992 B 5 Sál mín Sál mín getur hvorki sagt né vitað neinn sannleik, sál mín getur aðeins grátið, hlegið og núið saman höndum; sál mín getur hvorki munað né varist, sál mín getur hvorki íhugað né staðfest, Er ég var bam sá ég hafið; það var blátt, á unglingsárum mætti ég blómi; það var rautt, nú situr ókunnur maður mér við hlið; hann er litlaus, en ég óttast hann ekki meira en mærin drekann, Þegar riddarinn kom, var mærin ijóð og hvít, en ég hef dökka bauga undir augum. Heimili Edith Södergrans í Raivola vísunum sem oft fela í sér endur- tekningai'. Þegar fyrsta Ijóðabók Södergran birtist, árið 1916 var kannski engin von til þess að sænskumælandi fólk kynni að meta þessi ljóð, því þau voru svo gerólík allri sænskri ljóð- hefð. Ljóðfyrirmyndir sínar sækir hún í þýska ljóðagerð. Sem ungling- ur var hún búin að yrkja um 200 ljóð á þýsku, áður en hún orti sitt fyrsta ljoð á sænsku. Margir hafa skýrt það svo að aðstæður hennar hafi orðið til þess að hún var helsti frumkvöðull módernismans í nor- rænni ljóðagerð; það er að segja, hún hafi aldrei uppgötvað fjötra sænskrar ljóðahefðar. En hún galt þess líka í umfjöllun, því að viðtök- urnar voru vægast sagt dræmar. Þó voru nokkur skáldsystkin hennar — að vísu ekki mörg — sem tóku upp hanskann fyrir hana, sérstak- lega skáldkonan Hagar Olsson. Það sýnir mjög vel einangrun Edith Södergran, að 1917, fór hún sér- staklega til Helsinki, ég held bara í eina skiptið á ævinni, til að kynna sig og til þess að kynnast þeim skáldum sem þá voru þekkt. Hún sneri aftur úr þessari ferð í algera einangrun. Hún hafði orðið fyrir sárum vonbrigðum. Hún sneri aftur í einangrunina og hafði ekki sam- band við neinn nema Hagar Olsson, sem hún bar mjög djúpar tilfinning- ar til. Til hennar orti Edith „Systur- ljóðin," sem birtust í „Framtidens skugga,“ næstsíðustu ljóðabók hennar. Þijú af þessum ljóðum er ég með í úrvalinu. Maður hlýtur að undrast að Ed- ith skyldi aldrei gefast upp. Ef við hugsum okkar berklasjúka, unga konu, sárafátæka og í einangrun, þá er það eiginlega bara óskiljan- legt hvað. maður finnur mikinn styrk og mikinn kraft og mikla sannfæringu í mörgum ljóða henn- ar. Tökum sem dæmi, ljóð hennar um hamingjuna og kvölina — sem eru mörg — þar sem hún telur ham- ipgjuna fremur lítilmótlega gyðju. Eg skil hana svo að hamingja hvers- dagsmannsins; hamingja þess sem líður vel, án þess að vera að hugsa um það: Veit hann nokkuð hvað hamingja er? Þegar við hinsvegar finnum gleði Lendur ljóssins Ég á mátt. Ég óttast ekkert. Ljós er mér himinn. Þótt heimar farist - þá ferst ég ekki. Björt stendur sjónarrönd mín ofar óveðursnóttum jarðar. Komið fram úr óræðum lendum ljóssins! Ósveigjanlegur bíður máttur minn. í ljóðum Edith Södergran, þá er það svo einlæg og djúp gleði að hún gengur manni beint til hjartans." Það er mjög athyglisvert að árið 1920, þegar 4. bók Södergran kom út, þá hættir hún að yrkja,“ segir Njörður. „Hún var lengi vel mjög hrifin af kenningum Nietzsches um hið andlega ofurmenni — og það er auðvitað mjög skiljanlegt að kona sem býr við slíkar aðstæður, skyldi lifa í þeirri trú að vera andlegt ofur- menni og það má eiginlega segja að í lok þeirrar bókar, rísi þessi trú hennar hæst. Kannski rís hún svo hátt að hún glatar henni. Þetta er kona sem allt frá unglingsárum, býr í námunda við dauðann. Hún á alltaf von á að deyja og hennar veruleiki er fyrst og fremst hinn innri veruleiki og þar leitar hún sér einhverrar úrlausnar. Þegar þarna var komið, missti Edith hinsvegar trúna á' Nietzsche og hún leitar til kenninga Rúdolfs Steiner, sem má segja að hafi upphaflega fæðst sem ein grein guðspekinnar. En þessar kenningar fullnægðu henni ekki heldur og á þessari stundu hættir hún að yrkja og telur að ljóðlistin sé með einhveijum hætti blekking. Hún er að leita að Guði, í gegnum sinn innri mann og hún taldi þarna að ljóðlistin leiddi sig á villigötur. Ég veit ekki hvernig við eigum að skilja þetta. Hún segir einhvers staðar: „Til þess að lifa af, verð ég að eignast vilja máttarins,“ og hún er þarna að uppheíja persónuleika sinn. Hún hefur kannski álitið að með því að uppheíja persónuleika sinn, þá væri það í rauninni hindrun í leit að Guði. , Hún endaði leit sína í lifandalífi- í„Mynd Krists“ og segir á einum stað: „í samanburði við mynd Krists er allt nótt.“ En síðasta árið sem hún lifði, sumarið 1922, fór hún aftur að yrkja og hún orti allmörg ljóð framundir vor 1923 og mér finnst persónulega, að þar rísi ljóð- list hennar hæst.“ Hvernig? „Mér finnst þá eins og hún hafi náð meira jafnvægi. Mér finnst hún hafa náð einhvers konar sátt, sem ýtir burtu fyrri beiskju hennar. Hún segir til dæmis í einu af síðustu ljóð- um sínum: „Þegar vilji minn brýst fram, mun ég deyja.“ Hún er sátt við dauðann sem hluta tilverunnar. Þessi síðustu ljóð, ásamt nokkr- um eldri, óbirtum ljóðum, voru svo gefin út að henni látinni, 1925, undir nafninu „Landet som ikke ár,“ og dregur heitið af frægasta ljóði hennar. Ég skil það ljóð sem einhvers konar trúarlega ástaijátn- ingu, sem á sér fáa líka. VIÐTAL: SÚSANNA SVAVARSDÓTTIR um má sjá hendur eða fætur, eða hugsandi andlit.“ Skúlptúrana á sýningunni vann Jón flesta á síðasta ári, en árið 1990 sýndi hann síðast, einnig í FÍM-saln- um og þá ásamt Margréti dóttur sinni, en hún er listmálari. Jón segir að strax sem ungur maður hafi hann haft hug á að fara út í myndlistina. „Ég lærði húsgagn- asmíði, en ég var líka hjá Ásmundi Sveinssyni og á myndlistarná- mskeiðum hjá Finni Jónssyni og Marteini Guðmundssyni. Marteinn réði tvær stúlkur til að vera módel og þangað komu allir þessir karlar til að teikna, Jón í Blátúni, Ásmund- ur og fleiri. Þegar ég var rétt um fermingu, var ég í kvöldtímum hjá Finni. Þá voru þau þar Nína Tryggvadóttir og Kristján Davíðsson. Við vorum að teikna, og Nína var strax komin út í málverkið. Finnur hafði einhveija trú á mér, hann hvatti mig til að geyma teikningarnar mínar, og svo hafði ég bara efni á að borga fyrri tímann af tveimur á kvöldi, en hann gaf mér alltaf þann seinni. Þegar ég var smáhnokki, sex eða sjö ára, átti ég heima á Skólavörðu- stígnum, uppi í risi, og það var húsa- gagnaverslun á hæðinni, þar sem Mokkakaffi er. Þórarinn B. Þorláks- son var með lita- og ritfangaverslun í Bankastrætinu, og þar var allt fullt af litum og allskonar fínheitum. Ég var alltaf að sniglast fyrir utan gluggann, að horfa á dýrðina, og eitt sinn kom Þórarinn út, klappaði mér á kollinn og sagði: Langar þig til að eiga svona liti? Já, sagði ég, og þá sagði hann mér að koma með sér inn. Þar náði hann í fínan kassa úr tré, fullan af litum, pakkaði þessu inn og skrifaði utan á: Drengurinn fær þetta gefins! Síðan hefur þetta fylgt mér,“ segir Jón og hlær. Og í smíðanáminu kynntist Jón einnig listamönnum: „Ég smíðaði þá mikið fyrir Kjarval, hann þurfti ýmislegt; litaspjöld sem þurfti að opna, ramma... það var alltaf eitt- hvað.“ Á sjötta áratugnum var Jón farinn að sýna með FIM, 1957 tók hann þátt í sinni fyrstu norrænu samsýn- ingu og Lók reglulega þátt í slíku samstarfi upp frá því.„Ég hef alltaf unnið að skúlptúrnum samhliða öðr- um störfum, því ég hef alltaf haft svo mikla ánægju af því. Ánægjan er aðal takmarkið. En svo hellti ég mér út í þetta af fulium krafti fyrir tveimur árum.“ Jón segir að það að kynnast ýms- um listamönnum vel hafí líklega haft hvað mest mótandi áhrif á list sína. „Eins og Svavari Guðnasyni. Hann kom oft í heimsókn til mín og þá ræddum við um heima og geima. Þá ólst ég upp við Freyjugöt- una, í nábýli við Ásmund og Einar Jónsson. Áuðvitað hafði það mikil áhrif." Jón hefur unnið abstrakt allan sinn feril, en segist hafa farið aðrar leiðir en þær sem oft hafa verið hvað vinsælastar meðal listamanna. „Eins og þegar geómetrían kom fram í abstraktinu, þá var ég mýkri í formunum. Það var svolítið um- deilt á sínum tíma, en þannig hef ég verið. Ég hef viljað fara mínar leiðir." -efi MENNING LISTIR NÆSTU VIKU Þjóðleikhúsið Rita gengur menntaveginn Laugardaginn 4. apríl, klukkan 20.30 í Glaðheimum, Vogum. Siðasta sýning á þessu leikári. Rómeó og Júlía Laugardaginn 4. apríl, klukkan 20.00 (næstsíðasta sýning) og fimmtudaginn 9. apríl, klukkan 20.00. Elín, Helga, Guðríður Föstudaginn 10. apríl, klukkan 20.00. Emil í Kattholti Laugardaginn, 4. apríl, klukkan 14.00, sunnudaginn 5. apríl, klukkan 14.00 og 17.00, þriðju- daginn 7. apríl, klukkan 17.00, miðvikudaginn, 8. apríl, klukk- an 17.00. Kæra Jelena Laugardaginn, 4. apríl, klukkan 16.00, sunnudaginn, 5. apríl, klukkan 16.00 og 20.30 (90. sýning), þriðjudaginn, 7. apríl, klukkan 20.30, miðvikudaginn, 8. apríl, klukkan 20.30. Eg heiti ísbjörg, ég er ljón Laugardaginn, 4. apríl, klukkan 20.30, sunnudaginn, 5. apríl, klukkan 16.00 og 20.30, þriðju- daginn 7. apríl, klukkan 20.30, miðvikudaginn 8. apríl, klukkan 20.30. Borgarleikhúsið Þrúgur reiðinnar Laugardag, 4. apríl, klukkan 20.00, sunnudag, 5. apríl, klukkan 20.00, fimmtudag, 9. apríl, klukkan 20.00, föstudag, 10. apríl, klukkan 20.00. La Boheme Frumsýning, miðvikudaginn 8. apríl, klukkan 20.00. Leikfélag Akureyrar íslandsklukkan Laugardaginn, 4. apríl, klukkan 15.00 og 20.30, föstudaginn 10. apríl, klukkan 20.30. íslenska óperan Otello Laugardaginn, 4. apríl, klukkan 20.00. Leikbrúðuland Bannað að hlæja Laugardaginn, 4. apríl, klukkan 15.00, sunnudaginn 5. apríl, klukkan 15.00. Hugleikur Fermingarbarnamótið Laugardag, 4. apríl, klukkan 20.30. Leikfélag Kópavogs Sonur skóarans og dóttir bak- arans. Þriðjudaginn, 7. apríl, klukkan 20.00, fimmtudginn, 9. apríl, klukkan 20.00, föstudaginn, 10. apríi, klukkan 20.00. Sunnudaginn 5. apríl Selfosskirkja, klukkan 17.00: Hlíf Siguijónsdóttir, fiðla, Sím- on Ivarsson, gítar, leika verk eftir Handel, Paganini, Saraste, Albeniz, Granados og Giuliani. Mánudaginn, 6. apríl íslenska óperan, klukkan 20.30: Jónas Ingimundarson leikur á EPTA tónleikum, verk eftir Beethoven, Atia Heimi Sveins- son, Leif Þórarinsson og Brahms. Fimmtudaginn 9. apríl Háskólabíó, klukkan 20.00: Sin- fóníuhljómsveit íslands (auka- tónleikar): Brúðkaup Fígarós, forleikur og Sinfónía nr. 40, eftir Mozart, Trompetkonsert og Orkney Wedding with Sunr- ise, eftir Maxwell-Davies. Stjórnandi er Sir Peter Maxw- ell-Davies, einleikari Hakon Hardenberger. MYNDLIST Kjarvalsstaðir Laugardaginn 4. apríl opna þrjár sýningar á Kjarvalsstöð- um. í vestursal opnar Helgi Gísl- ason sýningu á höggmyndum, í austursal opnar Rúrí sýningu á höggmyndum og í austurfor- sal opnar sýning á ljóðum eftir Kristínu Ómarsdóttur. FIM-salurinn Sýning stendur yfir á eirsk- úlptúrum, eftir Jón Benedikts- son. Sýningin er opin alla daga klukkan 14—18.00. Gallerí 11 G.R. Lúðvíksson er með sýningu á Elekt verkum og sjón- baug/sjóndeildarhring og er hún opin klukkan 14—18.00 alla daga. Nýlistasafnið „Sjónþing“ fjöllistamannsins Bjarna H. Þórarinssonar stend- ur yfir og er opið alla daga klukkan 14—18.00. Nýhöfn Sigurbjörn Jónsson sýnir olíu- málverk og er sýningin opin virka daga frá klukkan 12—18.00 og frá klukkan 14—18.00 um helgar. Lokað á mánudögum. Gallerí Sævars Karls Sigurbjörg Stefánsdóttir sýnir teikningar. Gallerí Borg Jóhannes Jóhannesson opnar , málverkasýningu, fimmtudag- inn 9. apríl. Gallerí 15 Grafíksýningu Ragnheiðar Jónsdóttur lýkur sunnudaginn 5. apríl Listasafn íslands Sýning á úrvali verka úr lista- verkagjöf Finns Jónssonar, list- málara og Guðnýjar Elísdóttur, konu hans til safnsins. Lista- safnið er opið alla daga nema mánudaga, frá 12—16.00. Menningarstofnun Banda- ríkjanna Sýningu Guðbergs Auðunsson- ar lýkur sunnudaginn 5. apríl og er opin um helgina klukkan 14-17.00

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.