Morgunblaðið - 04.04.1992, Blaðsíða 1
3W0V|piiroM$jMts>
MENNING
USTIR
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS LAUGARDAGUR 4. APRÍL 1992 BLAÐ.
I
Stórhugur og eldmóður
heyra ekki liðinni tíð.
Enn ráðast menn í stór-
ræði með brennandi
hugsjón og óbilandi
kjark í farteskinu. Þó
menn fimist stundum
yfir smæð þjóðarinnar
og telji lóðin létt sem á
menningarskálarnar
leggjast þá er það stað-
reynd engu að síður, að
tónlistarlíf á íslandi er
ótrúlega fjölbreytt og
litskrúðugt miðað við
stærð þjóðfélagsins.
Óperan La Bohéme
er nú sýnd í Borgarleik-
húsinu. Sérstök hátíð-
arsýning var 3. apríl en
fyrsta sýningin fyrir al-
menning verður 8. apríl.
La Bohéme er fyrsta
óperan sem flutt er á
stóra sviðinu í Borgar-
leikhúsinu. Að- sýning-
unni standa Öperu-
smiðjan og Leikfélag
Reykjavíkur. Leikstjóri
þessarar uppfærslu er
Bríet Héðinsdóttir.
Hljómsveitarstjóri er
Guðmundur Öli Guð-
mundsson. Yfir 100
manns koma við sögu í
óperunni. Má þar nefna
47 manna hljómsveit,
35 manna kór, 24 í
barnakór og 8 ein-
söngvarar.
Höfundur ópemnnar
er Giacomo Puccini. La
Bohéme var frumsýnd
í Konungsleikhúsinu í
Torino, 1. febrúar 1896.
Fyrsta uppfærslan utan
Ítalíu var í Buenos Air-
es, 16. júní 1896, sung-
in á ítölsku. Frumflutn-
ingur í Englandi var í
Manchester, 1897, og í
Bandaríkjunum við
Metropolitan óperuna
1898.
Þótt ótrúlegt megi
virðast vakti óperan í
upphafi litla hrifningu.
En við þriðju uppfærsl-
una í Palermo, 1896,
sló hún í gegn. A okkar
dögum þykir hún meist-
araverk og talin hátind-
ur' í verkum Puccinis.
Ár hvert er hún sýnd
um víða veröld og te-
nórar heimsins sækjast
eftir að syngja hlutverk
Rudolfos.
Hlutverk Rudolfs
syngur að þessu sinni
Þorgeir Andrésson og í
maí mun Ólafur Bjarna-
son syngja hlutverkið á
nokkrum sýningum.
Mimi syngja þær Inga
Backman og Ingibjörg
Guðmundsdóttir til
skiptis. Hlutverk Mu-
settu syngja Jóhanna
Linnet og Ásdís Krist-
mundsdóttir. Marcello
syngja þeir Keith Reed
og Sigurður Bjarnason.
Fjöldi annarra söngvara
kemur og við sögu.
LA BOHEME
Aðalpersónur : Benoit, húseigandi bassi
Rudolfo, skáld ; tenór Mimi sópran
Schaunard, tónlistarmaður bariton Musetta sópran
Marcello, lístmálari bariton Alcindro, auðugur Parísarbúi ...bassi
Colline, heimspekingur bassi Parpignol tenór
Óperan er gerð eftir sögu Henrys
Murger; Scénes de la vie de Bohéme.
Lýst er lífi fátækra listamanna og
námsmanna í Latínuhverfinu í Par-
ís. Höfundar söngtexta eru Gius-
eppe Giacosa og Luigi Ulica. Puccini
var af mikilli tónlistarfjölskyldu.
Hann var fæddur í Lucca 22. desem-
ber 1858 og andaðist í Brussel 29.
nóvember 1924. Fyrstu tilsögn í
tónlist hlaut hann hjá föður sínum.
Puccini sýndi fljótt mikla tónlistar-
hæfileika. Tuttugu og tveggja ára
gamall hlaut hann styrk til tónlist-
arnáms frá drottningu Ítalíu og nam
við Tónlistarháskólann í Mílanó.
Meðal kennara hans má nefna tón-
skáldið Bazzani og óperutónskáldið
Ponchielli. 'Nokkur verk liggja eftir
hann frá skólaárunum og eru nán-
ast einu tónsmíðar hans sem ekki
eru samin með leiksvið í huga.
Fyrsta ópera hans „Edgar“ var
frumflutt á Scala 1889 og þótti
misheppnuð. Velgengni hans hófst
með óperunni „Manon Lescaut" sem
frumflutt var í Torino 1893. Textiiin
er byggður á skáldsögu Prévost.
En það var óperan „La Bohéme“
sem lyfti Puccini á frægðartindinn.
Nafn hans var á allra vörum í Evr-
ópu og lýðum ljóst að I ítalska óperu-
heiminum var risin ný stjarna, sem
yrði verðugur arftaki Verdis. Næsta
ópera var „Tosca“, sem frumflutt
var í Róm aldamótaárið 1900.1 kjöl-
farið fylgdi svo „Madam Butteríly"
sem flutt var í Scala 17. febrúar
1904. En frumsýningin var gersam-
lega mislukkuð og áhorfendur í
Mílanó létu óánægju sína óspart í
ljós. Ekki varð af frekári sýningum
í bili. Nokkrum mánuðum síðar var
óperan sviðsett á nýjan leik. Að
þessu sinni var stund og staður og
hófst óslitin sigurför óperunnar.
Síðari óperur Puccinis náðu ekki
sömu vinsældum en þær eru; „The
Girl of the Golden West“, sem frum-
flutt var í New York árið 1910, „La
Rondine“, sem frumflutt var í Monte
Carlo árið 1917, og þríleikurinn „II
Tabarro", „Sour Angelica" og
„Gianni Schicci", sem frumfluttur
var í New York árið 1918.
Puccini vann að óperunni
„Turnadot“ síðustu æviárin, en
hafði ekki lokið henni að fullu er
hann lést í Brussel 1924. Vinur
Puccinis, Franco Alfano, lagði loka-
hönd á verkið. Óperan var frum-
flutt á Scala undir stjórn Arthuros
Toscaninis 1926.
Tvær óperur eru til eftir skáld-
sögu Ilenrys Murgers um bóhema-
lífið í París. Annars vegar sú víð-
fræga „La Bohéme“ Puccinis en
hins vegar „La Bohéme“ eftir
Leoncavallo, sem líklega er frægast-
ur fyrir óperuna „I Pagliacci“.