Morgunblaðið - 14.04.1992, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 14.04.1992, Blaðsíða 6
6 B MORGUNBLAÐIÐ IÞROI I IHþRIÐJUDAGUR 14. APRÍL 1992 KORFUKNATTLEIKUR / URSLITAKEPPNIN Keflvíkingar meistarar KEFLVÍKIIMGAR tryggðu sér íslandsmeistaratitilinn íkörfuknatt- leik þegar þeir sigruðu Valsmenn 77:68 í Keflavík á laugardag- inn. Þetta var fimmta viðureign liðanna ítveggja liða úrslitum og hreinn úrslitaleikur. Góð stemmning var í íþróttahúsinu í Keflavfk og mikill áhugi fyrir leiknum meðal heimamanna og var fjöldi manns mættur tveimur tímum fyrir leik til að tryggja sér sæti á góðum stað í húsinu. Olíkt fyrri leikjum liðanna í úr- slitakeppninni var fyrri hálf- leikur jafn. Hann einkenndist af mikilli taugaspennu Björn og litlu skori þar Blöndal sem Valsmenn voru skrifarfrá oftast skrefinu á Ke”avlk undan. í síðari hálfleik dró síðan fljótlega til tíðinda. Hið léttleikandi lið Keflvíkinga sótti djai'flega inn í Valsvörnina og kostaði það Hlíðar- endaliðið margar villur. Magnús Matthíasson, miðheijinn sterki, fékk sína 4 viliu þegar á 6. mínútu og var þegar tekinn útaf. Þá skoruðu Keflvíkingar 11 stig í röð og breyttu stöðunni úr 39:43 í 50:43 sem sló Valsmenn greinilega út af laginu. Þeim tókst að vísu að jafna leikinn stuttu síðar en þá voru heimamenn þegar farnir að finna lyktina af titlinum og þeir sigldu aftur framúr á lokamínútunum. „Heimavöilurinn hafði mikið að segja að þessu sinni og stuðnings- menn Keflvíkinga hjálpuðu mikið til þegar þeir náðu að snúa leiknum sér í hag,“ sagði Tómas Holton þálfari og leikmaður Valsmánna eftir leikinn. „Þetta var jafnasti leikurinn í keppninni og áreiðanlega sá mest spennandi og þeir náðu að snúa á okkur að þessu sinni.“ „Við undirbjuggum okkur eins og fyrir síðasta leik þar sem viljinn til að sigra með samstilltu átaki var sett á oddinn. Þetta gekk eftir og það var fyrst og fremst góðri liðs- heild að þakka að sigur vannst - og ég tala nú ekki um hvatning stuðningsmanna okkar. Það hefur ekki Svo lítið að segja að hafa eitt þúsund áhorfendur til að hvetja sig til dáða,“ sagði Jón Kr. Gísiason sem nú var í annað sinn að vinna íslandsmeistaratitilinn sem þjálfari og leikmaður liðsins. Jonathan Bow átti mjög góðan leik með ÍBK ásamt þeim Nökkva Má Jónssyni og Jóni Kr. Gíslasyni sem auk þess að stjórna liði sínu frábærlega vel skoraði þijár 3ja stiga körfur á mikilvægum augna- blikum í síðari hálfleik. Franc Boo- ker náði aldrei að sýna sínar bestu hliðar að þessu sinnþ en átti þó ágætan leik. Símon Ólafsson lék vel framan af og eins var Magnús Matthíasson sterkur. Ekkert gefið eftir. Fyrirliðarnir, Magn Ragnars Jónssonar og Jonathan Bow. Sigurður Ingimundarson: Vildum ekki vera silfurlið Það er alltaf jafn gaman að sigra, en sérstaklega núna,“ sagði Sigurður Ingimundarson fyr- irliði Keflvíkinga við Morgunblaðið eftir að íslandsmeistaratitilinn var í höfn. „Við erum búnir að vera í úrslit- um íjögur ár í röð, unnum fyrsta árið en urðum í öðru sæti síðustu tvö árin. Ef við hefðum fengið sil- frið núna hefðum við verið stimplað- ir silfurlið, og það vildum við ekki. Við höfðum meiri trú en Valsmenn á að við myndum vinna. “ Morgunblaðið/Einar Falur íslandssmeistararnir Aftari röð frá vinstri: Jón Guðmundsson, liðsstjóri, Nökkvi Már Jónsson, Sigurður Injþmundarson, fyrirliði, Jonat- han Bow, Júlíus Friðriksson, Brynjar Harðarson, Böðvar Kristinsson, Sigurður Valgeirsson. Fremri röð frá vinslri: Albert óskarsson, Kristinn Friðriksson, Guðjón Skúlason, Hjörtur Harðarson og Jón Kr. Gíslason, þjálfari. Sigri fagnað! Keflvíkingar 'voru að vonum kampakátir þegar íslandsmeistaratitillir Rosaleg töm9 en vel sagði Jón Kr. Gíslason þjálfari og leiki Þetta er búin að vera rosaleg törn, en öll þess virði þegar svona gengur," sagði Jón Kr. Gísla- son þjálfari og leikmaður ÍBK. „Leikurinn í dag var sannkallað- ur úrslitaleikur, bæði liðin léku ágætlega, og það var gríðarlega mikilvægt að fá fimmta leikinn hér heima. Við höfðum trú á að við gætum klárað dæmið, líka þegar við vorum 2:1 undir og áttum leik í Valsheimilinu. Ég ákvað að taka af skarið. Boo- ker féll langt inn í vörnina og kom ekki út á móti mér þannig að ég ákvað að prófa þriggja stiga skot. Það tókst þannig að ég reyndi aftur og sem betur fer tókst það líka,“ sagði Jón Kr. um þriggja stiga körf- urnar sem hann gerði með stuttu millibili. „Um leið og við náðum forskoti greip um sig smávægileg öiwænting hjá þeim og þeir fóru að misnota skot. Við notuðum níu leikmenn í dag og allir stóðu sig vel. Albert og Brynjar skiptust á um að gæta Bookers og það gekk vel því þeir voru aldrei þreyttir. Þetta er stórkostlegur endir á mjög góðum vetri. Við urðum bæði deildar- meistarar og íslandsmeistarar ég vil taka fram að Jonathan Bow er búinn að vera frábær í vetur, bæði sem leikmaður og ekki síður sem félagi. Hann hefur komið mjög vel út sem slíkur og fallið vel inní hópinn," sagði Jón Kr. „Þetta er frábært, alveg frábært, sér- staklega af því við unnum,“ sagði Al- bert Óskarsson, en hann hafði það hlut- verk að gæta Franc Bookers í leikjunum. Valsmenn eru stoltir að komast svona langt - sagði Matthías Matthíasson tyrirliði Vals Þetta er búið að vera erfitt, margir leikir á fáum dögum og ailir leikirnir hafa verið „sálar- leikir" og einkennst mikið af því. Þetta hefur ekki alltaf verið besti körfuknattleikurinn sem völ er á. Við Valsmenn eni stolltir af því að hafa komist svona langt, þó svo við hefðum viljað titilinn heim að Hlíðarenda. Það bjóst enginn við því að við kæmumst svona langt, en takmarkið hjá okkur var að komast í úrslitakeppnina og öllum á óvart tókst okkur að kom- ast í úrslitaleikina. Við erum ánægðir með það,“ sagði Matthías Matthíasson, fyrirliði Vals við Morgunblaðið að leik loknum. „Eg held að liðin hafi leikið ágætan körfubolta í dag, miðað við spennuna og hvað var í húfi. Við höfum leikið rólega í leikjun- utn og Keflvíkingar skiptu um gír í næst síðasta leiknum og fóru að leika svipað. Leikurínn í dag var í járnum allt þar til um 8 mínútur voru eftir þá náðu þeir góðum kafla og komust yfir. Þetta hefur oft verið svona hjá okkur í vetur og ætli þetta hafi ekki bara verið endurtekning á því,“ sagði Tómas Holtan þjálfari og leikmað- ur Vals eftir leikinn. „Við Valsmenn erum ágætlega ánægðir með veturinn en okkur verður sjálfsagt oft hugsað til leiksins í Valsheimilinu þegar við gátum tryggt okkur titilínn. En við gi'átum þetta ekki, heldur lærum við af þessu og verðum betri íþróttamenn á eftir," sagði Tómas. „Þetta eru búnir að vera erfiðir leikir, bæði við Keflvíkinga og Njarðvíkinga. Við lékum eins vel og við gátum og ég hélt allan tím- ann að við myndum sigra, en það tókst ekki. Við áttum ekki að vera hér miðað við allar spár og vangaveltur körfuboltasérfræð- inga, en við höfðum trú á að við gætum þetta og við náðum að komast þetta langt og erum ánægðir með það, en hefðum auð- vitað viljað ná titlinum. Við verð- um hérna líka næsta ár,“ sagði Franc Booker. GIOBGIO \li\IWI SKYRTUR SœmrKarl Ókison B 2 n k a s 1 r æ t : 9 .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.