Morgunblaðið - 14.04.1992, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 14.04.1992, Blaðsíða 8
8 B MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIRMÍIÐJUDAGUR 14. APRÍL 1992 KNATTSPYRNA / ÞYSKALAND KNATTSPYRNA / ENGLAND Eyjólfur Sverrisson hefur staðið sig vel að undanförnu með Stuttgart, en liðið er nú efst í Þýskalandi. Eyjólfur gætti Dorfn- ers og Stuttgart efst EYJÓLFUR Sverrisson átti á laugardaginn enn einn stórieik- inn með Stuttgart, sem hefur leikið níu leiki í röð án taps, vann Nurnberg 2:0 og vermir nú efsta sæti þýsku úrvals- deildarinnar, en sex umferðir eru eftir. Hans Dorfner, leik- stjórnandi Núrnberg og fyrrum leikmaður Bayern Munchen og þýska landsliðsins, var í strangri gæslu Eyjólfs og sást varla íleiknum, en Matthias Sammer var hetja heima- manna og gerði bæði mörkin. Sammer skoraði með skalla um miðjan fyrri hálfleik eftir aukaspyrnu frá Maurizio Gaudino, sem lék eins og hann FráJóni getur best og vann Halldór sér sæti í þýska Garðarssyni landsliðinu, og bætti öðru marki við 10 mínútum fyrir hlé með glæsilegu skoti af 25 metra færi. JOHAN Cruyff hefur að undan- förnu átt í útistöðum við for- seta Barcelona og hefur sagt að hann hætti með liðið eftir úrslitaleikinn í Evrópukeppni meistaraliða á Wembley 20. maí — komist liðið þá þangað. Talið er að spænska félagið bjóði Howard Kendall enn einu sinni þjálfarastöðuna. Cruyff og Josip Nunez, forseti félagsins, eiga ekki samleið og talast ekki við, en einu samskipt- in eru skrifleg. Andrúmsloftið er Christoph Daum var að vonum ánægður með fyrri hálfleik og tók enga áhættu, kippti Guido Buch- wald útaf vegna viðureignarinnar í Múnchen um næstu helgi, en þá tekur Bayern á móti Stuttgart. Bayern hefur að vísu ekki leikið vel, en óheppni hefur líka fylgt lið- inu, sem tapaði 3:0 fyrir Dortmund. í stöðunni 1:0 átti Bayern með réttu að fá vítaspyrnu, en fékk ekki og lánið lék við Dortmund, sem er með jafnmörg stig og Stuttgart en lak- ari markatölu. „Bayern var betra,“ sagði Ottmar Hitzfeld, þjálfari Dortmund. Frankfurt tapaði stigi Frankfurt gerði 1:1 jafntefli við Gladbach og tapaði dýrmaetu stigi í mestu baráttu um meistaratitilinn um árabil. „Við stóðum okkur ekki eins vel og við ætluðum okkur,“ sagði Dragoslav • Stepanovic. „Ur- slitin ráðast í næstu leikjum og við því allt annað en gott og hefur for- setinn sagt að Cruyff verði sagt upp tapi liðið í úrslitum Evrópu- keppninnar. Cruyff sagði að úrslit leiksins skiptu engu, hann yrði ekki lengur hjá Barcelona. Þegar er farið að huga að eftir- manni og hefur nafn Howards Kendalls oftast verið nefnt, en Barcelona hefur fjórum sinnum á síðustu sex árum reynt að fá hann. Hann þekkir vel til spænsku knatt- spyrnunnar og launin eru ekki beint fráhrindandi — um 100 milljónir ÍSK á ári. gerum hvað við getum til að vera áfram í hópi þeirra efstu.“ Leverkusen hefur ekki enn misst af lestinni og er aðeins þremur stig- um á eftir Stuttgart, en liðið vann meistara Kaiserslautern 3:0. Andreas Thom og Ulf Kirsten voru í sérflokki og skoruðu báðir, en þessir fyrrum austur-þýsku lands- liðsmenn hafa sjaldan eða aldrei verið betri. Köln, Núrnberg og Kaiserslaut- ern betjast um Evrópusæti og gerði Köln vel að vinna Duisburg 3:1, en vegna meiðsla lykilmanna léku tveir áhugamenn með Köln. Dússeldorf tapaði 3:1 heima fyrir Stuttgarter Kickers og er svo gott sem fallið. Kickers er áfram í fall- hættu sem og Bochum, en engu að síður hafa liðin aldrei leikið betur. ■ Úrslit/ B10 ■ Staðan / B10 Johan Cruyff KNATTSPYRNA / SPANN Fer Johan Cruyff frá Barcelona? Rós í hnappa- gat Fergusons MANCHESTER United tryggði sér þátttökurétt í Evrópu- keppni félagsliða næsta haust með því að vinna Nottingham Forest 1:0 f úrslitum ensku deildarbikarkeppninnar á Wembley á sunnudaginn. Sig- urinn var ekki síst sætúr fyrir Alex Ferguson, sem hefur þar með stjórnáð liðum til sigurs í báðum skosku sem og báðum ensku bikarmótunum og er það einsdæmi. Brian McClair gerði eina mark leiksins snemma í fyrri hálf- leik og var það 23. mark hans á tímabilinu. McClair skoraði reyndar skömmu áður,’ en markið var rétti- Iega dæmt af, og hann fékk gullið tækifæri til að bæta við um miðjan seinni hálfleik. Mark Hugh’es lék þá á markvörðinn en í stað þess að skjóta sjálfur sendi hann á McClair, sem var í opnara færi. Brian Laws tókst að bjarga skoti Skotans á línu. „Ég átti að skora þarna,‘.‘ sagði McClair, en bætti við að sigurinn hefði verið sárabót fyr- ir 1:0 tapið gegn Sheffield Wed- nesday í úrslitunum í fyrra. Forest gerði harða hríð að marki United undir lokin, en danski mark- vörðurinn Peter Schmeichel var sem óyfirstíganlegur þröskuldur. Ferguson var að vonum ánægð- ur, en sagði að hjá Manchester United væri ætlast til þess að sigra. „Mestu máli skiptir að sigra í deild- inni og það er takmark okkar, en það er líka mikilvægt að fá bikar í öðrum mótum. Kröfurnar hjá fé- laginu eru miklar og það þýðir að það verður að koma heim með bik- arana.“ Draumamark LEEDS fór aftur á fornar slóðir eftir 3:0 sigur gegn Chelsea á laugardaginn, er efst í ensku deildinni, en Manchester United er aðeins stigi á eftir og á tvo ieiki til góða. Leeds sýndi samt enga meistaratakta, en þriðja markið, sem franski landsliðsmað- urinn Eric Cantona gerði undir lokin, skyggði á allt annað. „Mað- ur sér varla annað eins mark á ævinni," sagði Howard Wilkin- son, stjóri Leeds. „Þegar ég verð orðinn gamall og gráhærður á ég eftir að minnast þess hvaða sérréttindi það voru að sjá þetta rnark." Cantona kom inná sem varamað- ur sex mínútum fyrir leikslok, mínútum síðar kom „draumamark- ið“. Eftir innkast Frá lyfti Frakkinn bolt- Bob anum yfir varnar- Hennessy mann, tók hann á 1 ngan 1 hné, eitt skref áfram og síðan þrumuskot yfir Dave Beas- ant, markvörð, í hornið fjær. Can- tona leyndi ekki gleði sinni, hljóp í áttina að stuðningsmönnum Leeds og kyssti treyjuna. Steve Clarke slapp með skrekk- inn um miðjan seinni hálfleik, þegar hann braut á Gordon Strachan, en varnarmaður gestanna var aðeins bókaður. Paul Merson Iék mjög vel fyrir Arsenal og gerði þrjú mörk í 4:1 sigri gegn Crystal Palace. Arsenal lék eins og stuðningsmenn liðsins vilja, en liðið blómstrar of seint, er úr leik á öllum vígstöðvum, en þetta var 13. leikur þess í röð án taps. George Graham var ekki yfir sig ánægður, sagði að Merson hefði leikið ágætlega en oft verið betri. „Ég er óánægður, því við hefðum getað gert átta mörk. En liðið er ekki leiðinlegt á að horfa enda höf- um við gert flest mörk í deildinni." Steve Coppell, stjóri Palace, tók undir orð Grahams varðandi yfir- burðina. „Arsenal var alltaf þremur mörkum betri og hefði þess vegna getað unnið 6:3 eða 7:4.“ Alan Smith var varamaður hjá Arsenal. Graham sagði að hann væri samningsbundinn og yrði áfram hjá félaginu, en orðrómur hefur verið um að hann færi il Everton í sumar. Bruce Grobbelaar fékk enn einu sinni orð í eyra fyrir slælega frammistöðu, en honum var kennt um markið, sem Aston vVilla gerði og nægði til sigurs gegn Liverpool. Tony Daley óð upp með boltann frá eigin vallarhelmingi og skaut lausu skoti frá vítateigshorni. Grobbelaar virtist hafa boltann, en hann fór á milli handa hans og inn. „Við höfum fengið ótrúleg mörk á okkur að undanförnu," sagði Ronnie Moran. Graeme Sharpe negldi sennilega síðasta naglann í kistu Luton, þeg- ar hann gerði fjögur mörk í 5:1 sigri /Hdham á heimavelli, og 4:0 sigur West Ham gegn Norwich verður liðinu varla til bjargar. Þetta var stærsti sigur West ham á tíma- bilinu, en liðið hafði ekki sigrað síð- ustu níu vikurnar. „Loksins fóru stuðningsmennirnir ánægðir heim,“ sagði Billy Bonds. „Þeir hafa ekki oft haft ástæðu til að fagna í vetur.“ Þetta var fimmti ósigur Norwich í jafnmörgum leikjum og liðið fær- ist æ neðar í töflunni. Graham Taylor, landsliðsþjálfari Englands, sá David Hirst gera fyrra mark Sheffield Wednesday í 2:0 sigri gegn Manchester City. Hirst lék fyrri hálfleikinn gegn Frakk- landi fyrir tveimur mánuðum og spilaði sig sennilega inní landsliðið á ný. Guðni Bergsson var ekki í hópn- um hjá Tottenham, sem vissi vart hvaðan á sig stóð veðrið en vann samt QPR 2:1 eftir að hafa verið marki undir í hálfleik. QPR fór á kostum, sérstaklega í fyrri hálfleik, og var unun að sjá til liðsins. Andy Sinton sýndi hvernig á að leika á kantinum og skoraði fyrir hlé, en á óskiljanlegan hátt tókst Spurs ekki aðeins að jafna heldur sigra. Peter Shreeves, sem tók David Howells útaf í hálfleik og Gary Mabbutt, fyrirliða, um miðjan seinni hálfleik, var raunsær. „Mabbutt var alltof mistækur og við vorum heppnir að sigra. En það eina, sem nú skiptir máli, er að staða okkar í úrvals- deildinni á næsta tímabili er örugg.“ Gary Lineker var á sama máli. „Við lékum hræðilega illa í fyrri hálfleik og fengum að heyra það í hléinu enda áttum við það skilið." Gerry Francis, sem stjórnaði QPR í 19 leikjum í röð án taps og var verðlaunaður sem stjóri mars- mánaðar fyrir leikinn, var nær orð- laus. „Við sýndum frábæran leik og þetta var eitt af því besta sem ég hef séð hérna, en samt fórum vrö allslausir af velli.“ í Skótlandi bar það helst til tíð- inda að Rangers setti markamet í skosku úrvalsdeildinni. Liðið hefur gert 92 mörk í vetur, en átti best 90 áður eins og Celtic og Dundee United. Þá gerði St. Mirren marka- laust jafntefli við Hearts og þar með er liðið fallið ásamt Dunferm- line.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.