Morgunblaðið - 14.04.1992, Side 9

Morgunblaðið - 14.04.1992, Side 9
B 9 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIRÞRIÐJUDAGUR 14. APRÍL 1992 ÍÞfémR FÓLK ■ AC Mílanó gerði jafntefli, 1:1, gegn Cremonese í ítölsku knatt- spyrnunni á sunnudag. Mílanó, sem hefur ekki tapað leik í deildinni í vetur, hefur nú fimm stiga forskot á Juventus þegar sex umferðum er ólokið. ■ JUVENTUS heldur í vonina um ítalska meistaratitilinn eftir 1:0 sig- ur á Ascoli á sunnudaginn. Ro- berto Baggio gerði sigurmarkið úr vítaspyrnu eftir að varnarmaður- inn Giovanni Di Rocca hafði hand- leikið knöttinn innan vítateigs. Ju- ventus mætir AC Mílanó í undan- úrslitum bikarkeppninnar í vikunni, en fyrri leikurinn endaði með markalausu jafntefli. ■ DAVID Platt, enski landsliðs- maðurinn hjá Bari, kom liði sínu yfir gegn Napólí en það dugði skammt því Napólí sigraði 3:1. Platt hefur verið orðaður við Na- pólí næsta keppnistímabil. ■ VERONA tapaði fyrir Tórínó 2:1 og er nú í fallhættu. Cremo- nese, Bari og Ascoli eru þegar fallin í 2. deild, en fjögur lið falla og er Verona líklegast til að fylgja þeim. Cagliari er í fimmta neðsta sæti, þremur stigum á undan Ver- ona. ■ LOTHAR Matthaiis meiddist í hné og varð að fara af leikvelli í fyrri hálfleik í leik Inter og Parma. Félagi hans, Jiirgen Klinsmann, fór einnig af leikvelli. Hann fékk pening, sem kastað var úr áhorf- endastúkunni, í höfuðið, en lék í nokkrar mínútur eftir það en var síðan skipt útaf. ■ MANOLO Sanchez gerði fjög- ur mörk fyrir Atletico Mardríd í 5:1 sigri á Cadiz í spænsku knatt- spyrnunni á sunnudag. Hann er nú lang markahæsti leikmaður spænsku deildarinnar með 21 mark. Bernd Schuster og Paulo Futre lögðu upp öll mörkin. ■ REAL Madríd gerði marka- laust jafntefli við neðsta lið deildar- innar, Real Mallorca, en heldur tveggja stiga forskoti á Barcelona sem tapaði fyrir Valencia, 1:0. ■ AJAX sigraði Den Haag 3:2 og er enn með í baráttunni um hollenska meistaratitilinn í knatt- spyrnu þegar þrjár umferðir eru eftir. Ajax er þremur stigum á eft- ir PSV Eindhoven sem sigraði Wille II 3:0. Rúmeninn, Giga Popescu, gerði fyrsta mark PSV og Kalusha og Elleman bættu hin- um tveimur við. Svíinn Stefan Pettersson gerði tvö marka Ajax gegn Den Haag. ■ DAVID O’Leary lék ekki með Arsenal um helgina. Ástæðan var sú að írskir hryðjuverkamenn hót- uðu honum lífláti vegna þess að hann kaus íhaldsflokkinn í kosning- unum í síðustu viku. Arsenal tók enga áhættu og hvíldi leikmanninn. ■ NHL-deildin, sem er atvinnu- mannadeildin í ísknattleik getur nú hafist á nýjan leik eftir 10 daga verkfall leikmanna. Samningar tók- ust með stéttarfé- lagi leikmanna og eigendum félaganna á laugardaginn og um næstu heigi á að ljúka deildarleikjum þannig að úrslitakeppnin getei hafist en um tíma leit út fyrir að af henni yrði ekki. Deildin hefur tafist um tvær vikur vegna verkfallsins og er það bagalegt því margar íþróttahallirn- ar sem leika átti í eru pantaðar fyrir annað. Frá Gunnari Valgeirssyni i Bandarikjunum ■ GEORGE Foreman fyrrum heimsmeistari í hnefaleikum, sem nú er A3 ára gamall, sigraði Alex Stewart um helgina í tíu lotum. „Nú vil ég fá að berjast við Evand- er Holyfield heimsmeistara og hefna ófaranna frá því í fyrra. Ef ég fæ ekki að mæta honum er ég hættur," sagði Foreman. SKIÐI / ALÞJOÐA SKIÐAVIKAN ■ Morgunblaðiö/Rúnar Þór Pernilla Wiberg sænski ólympíumeistarinn frá því í Frakklandi í vetur, hefur sigrað á þremur fyrstu mótunum í kvennaflokki á alþjóða skíðavikunni. FulK hús hjá Pemillu Wiberg íslensku keppendurnir hafa staðið sig vel og eru ánaegðir með árangurinn SÆNSKI ólympíumeistarinn frá þvi í Frakklandi í vetur, Pernilla Wiberg, hefur sigrað á þremur fyrstu mótunum i kvennaflokki á alþjóða skíða- vikunni, sem nú stendur yfir, eins og við var búist. Norð- menn hafa unnið í öll skiptin í keppni karla. Bestu íslending- arnir, Kristinn Björnsson og Ásta Halldórsdóttir, hafa stað- ið sig vel - náð að Ijúka keppni í góðum sætum og eru ánægð með árangurinn. Keppt var í Hlíðarfjalli við Akureyri þrjár fyrstu dagana; laugardag, sunnudag og í gær. Hlé verður á keppni í dag, en keppnin um Visa-bikarinn - sem veittur er fyrir sigur í öllum mótunum samanlagt - heldur áfram á ísafirði á morgun og fimmtu- dag og síðan verður keppt í Bláfjöllum um helgina. Konurnar kepptu í stórsvigi á laugardag og sunnudag en svigi í gær. Karlarnir hins vegar í stórsvigi fyrsta dag- inn, svigi á sunnu- dag og síðan aftur í stórsvigi í gær. Ásta Halldórsdóttir gerði sér lítið fyrir og varð í þriðja sæti í svigi kvenna í gær, á eftir sænsku stúlkunum Wiberg og Andersson, og hefur bætt fis-punkta stöðu sína mikið. Var með 84 punkta, en kom- inn niður í 55 fyrir mótið í gær. „Það er mjög gott á einni helgi á tveimur mótum. Þess vegna er gott að halda svona sterk mót hér,“ sagði Ásta við Morgunblaðið í Hlíð- arfjalli í gær. Hún varð sjöunda á laugardag og áttunda á sunnudag. „Mér gekk vel á laugárdaginn, en hræðilega í fyrri ferðinni á sunnu- daginn. Ég var með svipaðan tíma og nokkrar þessar útlendu eftir fyrri ferð á laugardag en var svo einni til einni og hálfri sekúndu á eftir þeim í gær [sunnudag]." -Þannig að ef allt hefði verið nieð felldu, hefðirðu átt að bæta punktastöðuna enn meira? „Já, það er alltaf hægt að segja ef! En ég er mjög ánægð með þetta.“ Um keppnina í gær sagði Ásta að brautin hefði verið góð en krefjandi. „Beygjurnar í neðri hlut- anum voru þverar. Þetta tók á, var erfitt en gaman.“ Ekki lá alveg Ijóst fyrir í gær hve mikið Ásta bætti punkta- stöðuna í sviginu í gær,- en hún liefur örugglega lækkað eitt- hvað. Wiberg hjálpar hinum Sigur hinnar sænsku Wiberg hefur verið mjög öruggur í öll skipt- in, eins og búast mátti við, og leyfði hún sér m.a. í gær að hægja veru- lega á sér áður en hún fór í gegnum markið. „Ég kom fyrst og fremst til Íslands til að sjá landið, og hjálpa ungu stelpunum að ná sér í fis-stig. Ég tek þetta því ekkert allt of alvar- lega - reyni að hafa sem mest gam- an af þessu,“ sagði Wiberg við Morgunblaðið, eftir að hún tryggði sér sigur í sviginu í gær. Wibérg var ánægð með aðstæður í Hlíðarfjalli. Sagði brekkurnar góð- ar, og það kæmi sér á óvart hve snjórinn væri góður. „Hann er ekki jafn mjúkur og víða annars staðar á þessum árstíma. Það var svolítið erfitt að keppa í gær [sunnudag], skyggnið var það slæmt en það var frábært hér á laugardaginn. Sólskin og heiður himinn." Norðmaðurinn Per Fredrik Spieler Kristinn ætiar að gera betur Kristinn Björnsson varð í fjórða sæti í stórsviginu á laugardag, þriðji í svigi á sunnudag og fímmti í gær í stórsviginu. „Mér gekk illa í dag. Mjög illa í fyrri ferðinni og þetta var hálfgert basl hjá mér allan tím- ann,“ sagði hann í gær. „Ég hefði getað bætt punkta-stöðuna hjá mér í dag, en það gekk ekki.“ Sérstalf- lega var hann óánægður með frammistöðu sína neðst í brautinni í seinni ferð. Kristinn sagðist hins vegar ánægður með keppnina á sunnudag og sáttur við laugardags- stórsvigið og var bjartsýnn á fram- haldið: „Já, ég er bjartsýnn á að bæta mig. Þessir bestu verða allir að standa niður til að ég eigi mögu- leika á að bæta punktastöðuna og ég vona það besta. Ég safna kröft- um á morgun [í dag] og gef svo í...“ sagði Kristinn, sem er þekktur fyrir að taka áhættu og keyra vel. „Má ekki fara of hratt“ Norðmaðurinn Per Fredrik Spiel- er sigraði bæði á laugardag og sunnudag, en varð svo þriðji í gær. Hann sagði þoku hafa gert kepp- sigraði bæði á laugardag og sunnudag, endum erfitt fyrir á sunnudag, en hina daga hefði allt verið í himna- lagi. Hann er bestur allra þátttak- enda í stórsvigi, ef miðað er við punktastöðu þeirra, en Svíinn Chri- stophe. Granberg á hins vegar að vera bestur í sviginu. Svíinn varð hins vegar að gera sér það að góðu að keyra út úr í sviginu á sunnu- dag, en varð annar bæði á laugar- dag og í gær. „Ég tók þessu frekar rólega - skíðaði af öryggi niður. Ég er hér til að hinir fái punkta og má því ekki fara of hratt,“ sagði Spieler hinn norski við Morgunblað- ið í gær. Spieler var í liði Norð- manna sem keppti í Evrópubikar- keppninni í vetur, og var í 8. sæti samanlagt á stórsvigsmótum vetr- arins. Norðmaðurinn lofaði aðstæður í Hlíðarfjalli. „Ég átti ekki vona á að brekkurnar væru svona brattar pg góðar. Ég hef aldrei komið til íslands áður og það var aðal ástæð- an fyrir því að ég kom — mig lang- aði að sjá landið, og lýst satt að segja mjög vel á.“ ■ ÚRSLIT/B10 Morgunblaöið/Rúnar Þór en varð svo þriðji í gær. Skapti Hallgrímsson skrífarfrá Akureyri

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.