Morgunblaðið - 14.04.1992, Side 3

Morgunblaðið - 14.04.1992, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIRÞRIÐJUDAGUR 14. APRÍL 1992 B 3 FH Möik Sóknir % Stjarnan^ Mörk Sóknir % Langskot Gegnumbrot Hraðaupphlaup Horn Lína Viti IMæsti leikur helmingi erfiðari - sagði Bjarki Sigurðsson, hetja Víkinga Jú, það má segja að ég hafi verið „heitur“ í þessum leik. Ég átti frakar von á að Framar- ar kæmu meira út á móti mér undir lokin en þeir gerðu það ekki þannig að ég nýtti mér það. Annars léku Framarar vel og við vissum að þeir yrðu erfið- ir og komu því mjög ákveðnir til þessa leiks. Við vorum dálítið seinir í gang en miðað við síð- ustu 15 mínúturunar erum við á réttri ieið. Leikurinn á mið- vikudaginn verður helmingi erfiðari en leikurinn í kvöld,“ sagði Bjarki Sigurðsson, besti maður Víkinga. Lékum af skynsemi „Við lékum 90% af þessum leik af skynsemi í sókninni og ég er nokkuð ánægður með leik- inn. Framarar stóðu heillengi í okkur, eða þar til við bættum vörnina og breyttum til. Þá kom markvarslan og við náðum að sigra. Næsti leikur verður mun erfiðari en þessi og öll keppnin mun reyna mikið á „karekter" liðanna og ég held við höfum burði til að ná langt,“ sagði Guðmundur Guðmundsson þjálfari Víkinga. Lékum vel í 45 mínútur „Ég er ánægður með leik minna manna í 45 mínútur. Strákarnir léku vel og létu Vík- inga hafa nóg fyrir hlutunum. Síðustu 15 mínúturnar misstum við einbeitinguna og þá náðu Víkingar hraðaupphlaupum. Vörnin hjá okkur stóð fyrir sínu og við ætluðum að vinna á henni. Ég er ánægður með að fá annað tækifæri á miðviku- daginn og við erum ákveðnir í að gera þeim lífið leitt því það hafa allir spáð því að við þurfum bara að leika tvo leiki. Við af- sönnum það,“ sagði Atli Hilm- ai-sson þjálfari Fram. Meiri barátta framundan „Það er meiri barátta fram- undan og við mætum enn ákveðnari til leiks á miðvikudag- inn. Við ætlum ekki að leyfa Víkingum að komast upp með neitt á miðvikudaginn. Eftir að ég var tekinn úr umferð fórum við að skjóta af of löngu færi og Víkingar náðu að nýta sér það. Þetta var allt í lagi hjá okkur þar til í lokin,“ sagði Gunnar Andrésson, fyrirliði Fram. SÓKNAR- NÝTING Úrslitakeppnin í handknattleik KA Mörk Sóknir % ÍBV Mörk Sóknir % 13 20 15 28 28 48 65 F.h. 9 54 S.h. 12 58 ALLS 21 20 45 28 43 48 44 7 Langskot 6 8 Gegnumbrot 1 2 Hraðaupphlaup 5 2 Horn 2 6 Lína 4 3 Víti 3 Víkingur Fram Mörk Sóknir % Mörk Sóknir % 13 24 13 19 26 43 54 F.h. 12 23 68 S.h. 9 20 60 ALLS 21 43 52 45 49 7 Langskot 9 3 Gegnumbrot 1 4 Hraðaupphlaup 1 2 Horn 2 '6 Lina 3 4 Viti 5 Selfoss Haukar Mörk Sóknir % Mörk Sóknir % 13 24 54 F.h. 11 24 46 21 30 70 S.h. 16 29 55 34 54 63 ALLS 27 53 51 14 5 5 4 2 4 Langskot Gegnumbrot Hraðaupphlaup Horn Lína Víti Hafsteinní aðalhlutverki HAFSTEINN Bragason hefur sennilega aldrei leikið betur en í gærkvöidi. Kraftur þessa smávaxna manns var með ólík- indum og hann var ekki lengi að smita út frá sér. Leikmenn Stjörnunnar léku við hvern sinn fingur, leikgleðin og ánægjan skein úr hverju andliti og sam- an tóku þeir deildar- og bikar- meistara FH i' sannkallaða kennslustund. Garðbæingar unnu með sjö marka mun, 28:21, eftir að staðan hafði verið 11:11 íhálfleik. Brynjar Kvaran gaf Stjörnunni tóninn með því að veija fyrsta skot FH-inga og í kjölfarið komu þijú Stjörnumörk. Steinþór Gestirnir voru skrifaranSS°n ákveðnari °g grimmari, en heima- menn náðu að snúa leiknum sér í hag um miðjan fyrri hálfleik. Stjarnan gaf samt ekkert eftir og jafnaði fyrir hlé. Barningurinn hélt áfram fyrstu 10 mínúturnar í seinni hálfleik, en þá tók Stjarnan völdin í sínar hend- ur, sigurviljinn leyndi sér ekki og fljótlega játuðu FH-ingar sig sigr- aða. Davíð sigraði Golíat Stjarnan mætti til leiks í hlut- verki litla mannsins, en eins og dæmin sýna er ekkert sjálfgefið og Davíð hefur oft leikið Golíat grátt. Hugarfarið var rétt og menn ætluðu greinilega að sanna sig. Þar fór Hafsteinn fremstur í flokki, horna- maðurinn, sem var mjög slæmur í baki fyrir helgi, en tvíefldist við mótlætið og vildi sýna það í verki á sem fjölbreyttastan hátt. Patrekui* Jóhannesson, sem var veikur í síð- ustu viku, vildi líka láta vita af sér, skyttan og varnarmaðurinn sterki, sem varð að bíta í það súra epli að sitja eftir á síðustu stundu, þegar landsliðið hélt í B-keppnina. Skúli Gunnsteinsson, sem fingur- brotnaði á dögunum og mætti á eina æfingu fyrir leik, fyrirliðinn sem ætlaði ekki að bregðast á ör- lagastundu og vildi gefa allt, sem hann gæti. Ingvar Ragnarsson, sem hefur misst mikið úr í vetur vegna meiðsla og veikinda, vildi ekki vera eftirbátur, markvörðurinn, sem ætl- aði ekki að bregðast, þegar á þurfti að halda. Og allir hinir, í vörn sem sókn, sameinaðir, samstíga og sam- huga. Eyjólfur Bragason, þjálfari, hafði svo sannarlega ástæðu til að brosa. „Okkur hefur skort stöðugleika, en nú náðum við upp góðum leik. Strákarnir fóru eftir því sem fyrir þá var lagt, léku eins og þeir geta og létu skynsemina ráða. Mér leist ekki á góðu byijunina, því eftir slík- an kafla vill oft koma þakslag. Það kom líka, en stóð ekki lengi yfir. FH-ingar hafa samt sýnt að leikur- inn er ekki búinn fyrr en flautað hefur verið til- leiksloka og hafa ber í huga að við erum með unga leik- menn, sem hafa ekki mikla reynslu Annað markið fyrir utan! Hafsteinn Bragason var illviðráðanlegur í horninu, var háll sem áll á línunni og kórónaði fjölbreytnina með marki fyrir utan, en alls gerði hann níu mörk fyrir Stjöi'nuna í gærkvöldi. „Þetta er annað markið, sem ég geri fyrir utan í vetur, ég skoraði eitt með langskoti gegn HK,“ sagði maður leiksins um síðasta markið í fyrri hálfleik, 11. mark Stjömunnar. „Málið er að þetta eru úrslitaleikir og við gerðum okkur grein fyrir því, komum geysilega einbeittir til leiks. Við höfum verið í góðri æfíngu í vetur, en stemmninguna hefur vantað, leikgleðina, viljann til að spiia. Nú small þetta allt saman — og það á besta tíma. En þessi leikur er búinn og næsti tekur við. Ég á von á að þetta verði eins og í körfunni, sveiflur fram og til baka.“ í svona úrslitaleikjum. Því er mikið eftir." Skúli, fyrirliði, tók í sama streng. „Þetta gekk mun betur, en ég átti von á. Við hittum á lélegan dag hjá FH, en svo höfðum við áhorf- endur með okkur, sem hafði mikið að segja. En þetta var bara fyrri hálfleikur og ég á von á FH-ingum sterkum í Garðabænum." Ráðlausir FH-ingar Hans Guðmundsson var at- kvæðamestur FH-inga. Hann sagði að FH-ingar hefðu ekki þolað álag- ið, sem fylgir því að leika svona úrslitaleik. „Við spiluðum ekki sem lið. I svona keppni er það dagsform- ið, sem ræður úrslitum, eins og sást best í körfunni á dögunum. Þetta var ekki okkar dagur, en spil- ið er ekki búið.“ Kristján Arason, þjálfari og leik- maður FH, sagði að mistökin hefðu verið of mörg. „Og svo áttum við ekki von á Hafsteini svona sterkum — hann gerði mikilvæg mörk. Einn- ig Patrekur. Ráðleysið var ríkjandi hjá okkur í seinni hálfleik og við hættum alltof snemma. Við höfum hingað til þoiað álagið og látum þetta okkur að kenningu verða. Stefan getur bara verið á einn veg — uppávið." Bjarki Sigurðsson átti snilldarleik og réðu Bjarki skorar hér eitt af ellefu mörkum sínum. Morgunblaðið/Bjarni Framarar ekkert við hann. Bjarki óstöðvandi VÍKINGAR sigruðu Fram í fyrri, eða fyrsta, úrslitaleik liðanna um réttin til að leika í undanúr- slitum ísiandsmótsins í hand- knattleik. Víkingar gerðu út um leikinn á lokasprettinum, gerðu 26 mörk gegn 21 marki Fram- ara. Handknattleikurinn sem liðin buðu áhorfendum uppá var góður. Leikurinn fjörugur og ef framhald verður á Skúli Unnar slíkum leikjum í úr- Sveinsson slitakeppninni er skrifar ekki að efa að hún verður jafn spenn- andi og skemintileg og úrslita- keppnin í körfuknattleik, sem ný- lokið er. Víkingar náðu forskoti strax í byijun en um miðjan hálfleikinn jöfnuðu Framarar og þó Víkingum tækist að ná þriggja marka for- skoti minnkuðu Framarar muninn fyrir hlé og jöfnuðu síðan í upphafi síðari hálfleiks. Jafnt var á með liðunum fram í miðjan síðari hálfleik. Þá hófst kafli þar sem Víkingar gerðu tvö mörk gegn hveiju einu marki Fram og á lokamínútunum gerðu þeir fjögur mörk í röð og gulltryggðu sigurinn. Bæði lið bytjuðu á 6-0 vörn og Framarar löggðu áhersu á að loka á hornamennina. Það tókst með miklum ágætum og vörn Framara hefur ekki leikið eins vel í vetur. Víkingsvörnin var einnig sterk og þégar Bjarki Sigurðsson færði sig framar til að taka Gunnar Andrés- son úr umferð, en hann hafði leikið skínandi vel. Við þetta riðlaðist nokkuð sókn- arleikur Fram og þeir tóku til við að ljúka sóknunum með skotum of langt frá vörninni. Á sama tíma kom Hrafn Margeirsson í mark Víkinga og varði vel. Þetta tvennt nýttu Víkingar sér og sigldu framúr hægt og bítandi. Hjá Víkingum var Bjarki hreint frábær og réðu Framarar ekkert við hann. Hann gerði 11 mörk, flest með langskotum, en einnig með gegnumbroti, úr hraðaupphlaupi og víti. Birgir Sigurðsson var í strangri gæslu sterkrar varnar Fram en hann stóð þó fyllilega fyrir sínu og sama má reyndar segja um aðra leikmenn Víkings, þeir léku allir vel. Gunnar Andrésson var bestur Framara. Hann stjórnaði sóknar- leiknum vel, fískaði vítaköst með gegnumbrotum og átti línusending- ar sem nýttust. Jason Ólafsson átti trúlega einn sinn besta leik í vetur og Karl Karlsson náði sér á stirk í sókninni í síðari hálfleik. Það ánægjulega við leik Fram var vörn- in, hún var öflug í gær.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.