Morgunblaðið - 28.04.1992, Side 1

Morgunblaðið - 28.04.1992, Side 1
 1992 ÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL BLAD B adidas ...annað ekki HANDKNATTLEIKUR FH-ingar fögnudu sigri gegn ÍBV Morgunblaðiö/Árni Sæberg FH-ingar sigruðu Vestamanneyinga 22:19 í þriðja leik liðanna í undanúrslitum íslandsmótsins í handknattleik í Kaplakrika í gær- kvöldl. Það verða því FH og Selfoss sem leika til úrslita um íslandsmeistaratitilinn og verður fyrsti leikur liðanna í Kaplakrika á fimmtudagskvöld. Það lið sem fyrr vinnur þrjá leikl hlýtur meistaratitilinn. Á myndinni hér fyrir ofan fagna FH-ingarnir Hans Guð- mundsson, Gunnar Beinteinsson, Guðjón Arnason og Haraldur Ragnarsson sigrinum gegn ÍBV. ■ Nánar / B2 og B3 KNATTSPYRNA Vandas meðKA Pavel Vandas, tékkneski leikmaðurinn sem lék með KA í fyrra sumar, mun einn- ig leika með liðinu í sumar. Gengið var frá samning- um í gær og kem- ur Vandas til landsins 1. júní og getur því leikið með KA gegn Þór á Akureyri í þriðju umferð íslands- mótsins. Vandas Ormarr gefur ekki kostásér í landsliðið Ormarr Örlygsson, leikmaður KA á Akureyri, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í knatt- spyrnulandsliðið í sumar vegna anna í vinnu. Ormarr var valinn í landsliðshóp- inn á dögunum eftir tveggja ára fjarveru, og tók þá þátt í vináttu- landsleik í ísrael, en hefur nú til- kynnt Ásgeiri Elíassyni, landsliðs- þjálfara, að hann geti ekki tekið frekari þátt í verkefnum liðsins. KORFUKNATTLEIKUR Péturekki með landsliðinu Pétur Guðmundsson körfubolta- maður úr Tindastóli verður ekki með íslenska landsliðinu á Norðurlandamótinu í körfuknattleik sem fram fer í Noregi 7.-10. maí. Pétur hafði ætlað sér að vera með en þegar hann mætti á æfingu í síðustu viku kom í ljós að hann er það slæmur í mjöðminni að hann treystir sér ekki til að leika með liðinu. Það er óneitanlega missir af Pétri því hann er okkar stærsti maður og þegar komið er í alþjólega keppni veitir ekki af hávöxnum leikmönn- um. Pétur Guðmundsson. Jóhann Ingi með Hauka Jóhann Ingi Gunnarsson hefur ver- ið ráðinn þjálfari meistaraflokks Hauka í handknattleik fyrir næsta keppnistímabil og tekur hann við af Viggó Sigurðssyni. Hann verður einnig yfirþjálfari félagsins og hefur umsjón með þjálfun allra flokka. „Við sömdum við Jóhanna Inga um eitt ár í einu. Hann byrjar hjá okkur strax í maí og það verða æf- ingar í maí og júní, frí í júlí og síð- an byrja æfingar aftur í ágúst," sagði Þorgeir Haraldsson formaður handknattleiksdeildar Hauka í sam- tali við Morgunblaðið. „Við vitutn ekki annað en við verð- urn með sama mannskap og í vetur, það fer alla vega enginn og ætlunin er að byggja liðið upp á þeim mann- skap. Jóhann lngi á að halda áfram því starfi sem Viggó hefur skilað með miklum ágætum. Það fer að koma að því að strákar sem eru uppaldir í Haukum fari að taka við Jóhann Ingi og Þorgeir Haraldsson, formaður handknattleiksdeildar Hauka, handsala hór þjálfarasamninginn. og þangað til munuin við byggja lið- ið upp á þeim mannskap setn við höfurn núna. Við væntum mikils af starfi Jóhanns Inga,“ sagði Þorgeir. Jóhann Ingi er þaulreyndur þjálf- ari. Hann hefur verið landsliðsþjálf- ari Islands og var um árabil þjálfari í Vestur-Þýskalandi hjá Kiel og síðan Tusem Essen og einnig hefur hann séð um þjálfun hjá KR-ingum. SKÍÐI: ANDRÉSAR AIMDARLEIKARIMIR / B80GB9

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.