Morgunblaðið - 28.04.1992, Side 2
2 B
MORGUNBLAÐIÐ IÞROi I IRpRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 1992
HANDKNATTLEIKUR
Eyjarmönnum tókst það sem þeir
ætluðu sér í annari viðureign-
inni gegn FH. Þeir sigruðu 28:24
og á tíma í fyrri
Sigfús Gunnar hálfleik kafsigldu
Guömundsson þeir gestina.
skrífarfrá Fremstir í flokki
Eyjum Eyjamanna voru
Sigmar Þröstur Oskarsson og Zolt-
an Belany, sem lögðu grunninn að
öruggum sigri.
Eg held að góði kaflinn í upp-
hafi hafi gert útslagið. Vörnin og
markvarslan var góð og við keyrð-
um á hraðaupphlaupin. FH-ingar
fóru út í allskyns varnarleik sem
ruglaði sóknarleik okkar en sem
betur fer tapaðist gott forskot ekki
niður við það,“ sagði Sigurður
Gunnársson þjálfari Eyjamanna eft-
ir að ÍBV tryggði sér oddaleik.
Eyjamenn hófu leikinn af miklum
krafti og komust í 10:3 eftir 20
mínútna leik og eftir það varð ekki
aftur snúið. FH-náði reyndar að
minnka muninn en ekki að jafna
þannig að aldrei var spurning hvort
liði færi með sigur af hólmi.
Sigmar Þröstur varði vel og Bel-
any lék á alls oddi, gerði m.a. 6
af fyrstu 10 mörkum IBV. í síðari
hálfleik blómstraði Gylfi Birgisson
einnig en annars var liðið jafnt.
Hjá FH- náði enginn sér verulega
á strik.
ÍÞfémR
FOLX
■ FH-INGAR voru hissa þegár
þeir komu til Eyja í annan leikinn
á laugardaginn. „Þetta er í fyrsta
sinn í tíu ár sem við lendum hérna
í logni,“ sagði Guðjón Árnason og
Kristján Arason bætti við að lik-
lega hefði það verið lognið á undan
storminum.
■ FH-INGAR sögðust vera orðnir
leiðir á lagavali lúðrasveitarinnar
úr Eyjum og vonuðust til að þeir
yrðu með nýtt prógramm í þriðja
leiknum.
■ HARALDUR Hannesson
hornamaður ÍBV var eitthvað utan
við sig þegar verið var að kynna
liðin í Eyjum. Þegar nafni hans
Ragnarsson markvörður FH var
kynntur sté Eyjamaðurinn fram
og hneigði sig og beygði.
■ SIGURÐUR Sveinsson mætti
tímanlega í Kaplakrikann, en kom
engu að síður hálftíma of seint inní
klefa. Ástæðan var sú að þegar
FH-ingurinn opnaði farangurs-
geymsluna á bíl sínum kom í ljós
að hann hafði gleymt æfingatösk-
unni heima — í vesturbænum í
Reykjavík — og varð að snúa við!
■ BIRGIR Björnsson, umsjónar-
maður íþróttamannvirkjanna í
JCaplakrika sagði að íþróttahús FH
hefði í fyrsta skipti verið fullt í
gærkvöldi. Áhorfendur voru um
2.500, en fram að því höfðu mest
1.800 áhorfendur mætt á leik í
húsinu. Stemmningin í húsinu var
gríðarleg.
■ ÁHANGENDUR ÍBV fylltu
tvær Fokker-flugvélar frá Vest-
mannaeyjum til að fylgjast með
sínum mönnum í gærkvöldi. Hljóm-
sveitin var með og lék hún undir
söng Eyjamanna.
■ SIGURÐUR Gunnarsson,
þjálfari Eyjamanna, átti fyrsta
skotið í leiknum í gær eftir aðeins
48 sekúndur en Bergsveinn varði
skot hans.
■ JÓHANN Pétursson gerði
fyrsta mark leiksins fyrir ÍBV þeg-
ar tæpar fimm mínútur voru liðnar
af leiknum og höfðu liðin þá klúðar
samtals 10 sóknum.
■ FH-INGAR gerðu sitt fyrsta
mark eftir 10,32 mínútur, en þá
hafði ÍBV gert þrjú mörk. Það var
Hans Guðmundsson sem braut ís-
inn fyrir FH.
I ERLINGUR Richardsson,
leikmaður ÍBV, varð að fara af leik-
velli þegar aðeins 4 mínútur voru
liðnar af leiknum. Hann lenti í sam-
stuði við leikmann FH og fékk við
það blóðnasir. Hann kom ekki inná
aftur fyrr en rúmar sjö mínútur
voru eftir af fyrri hálfleik.
■ HANS Guðmundsson jafnaði
leikinn fyrir FH í fyrsta sinn úr
vítakasti þegar 32 sekúndur voru
eftir af fyrri hálfleik. Guðjón Árna-
son kom FH í fyrsta sinn yfír í
fyrstu sókn síðari hálfleiks, 10:9.
■ HARALDUR Ragnarsson,
varamarkvörður FH, kom tvisvar
inná til að spreyta sig á vítakasti
og varði í annað skiptið - frá Bel-
any. Ingólfur Arnarson, vara-
markvörður ÍBV, lék sama leikinn
í marki IBV - varð frá Hans.
Morgunblaftið/Árni Sæberg
Stuðningsmenn FH-inga höfðu ástæðu til að fagna. Tveir til þrír spennandi leikir eiga eftir að þenja raddbönd þeirra í íþróttahúsinu í Kaplakrika á næstu
dögum. FH-liðið fær Selfoss í heimsókn á fímmtudagskvöldið.
Alerfiðasti leikur
sem ég hef spilað
jr
- sagði Guðjón Arnason, fyrirliði FH-liðsins, eftir spennuleik í Hafnarfirði
„ÞETTA er einn alerfiðasti leik-
ur sem ég hef spilað. Við höfð-
um þetta fyrst og fremst á því
að við breyttum aldrei leikað-
ferð okkar þó svo að illa hafi
gengið íbyrjun,11 sagði Guðjón
Arnason, fyrirliði FH, eftir leik-
inn.
Guðjón sagði að Eyjamenn væru
með gríðarlega sterkt lið pg
hafí þeir sýnt það í úrslitakeppn-
inni. „Þeir flýttu sér
of mikið á meðan við
héldum áfram að
spila okkar leik. Það
fór aðeins um mig í
byrjun en eftir hlé var ég sannfærð-
ur um þetta tækist hjá okkur. Það
er þungu fargi af okkur létt.
Stemmningin var frábær og áhang-
ValurB.
Jónatansson
skrifar
endur beggja liða létu vel í sér
heyra.
Undirbúningur okkar fyrir leik-
inn var eins og fyrir alla aðra leiki.
Við voru ákveðnir í að halda okkur
við flata 6-0 vörn. í leiknum í Eyj-
um fórum við að breyta vörninni
þegar ekkert gekk í bytjun og það
reyndist ekki vel og við ætluðum
ekki að brenna okkur á því aftur,"
saðgi Guðjón.
„Duga eða drepast"
„Það var rosalegt álag fyrir þenn-
an leik og mikil taugaspenna. Ég
hef ekki leikið vel síðustu leiki og
því var ekkert annað að gera en
duga eða drepast," sagði Berg-
sveinn Bergsveinsson, markvörður
FH.
„Mér hefur alltaf gengið best
fyrir aftan flata vörn og því fann
ég mig vel í þessum leik. Við höfum
verið að taka menn úr umferð bæði
í leikjunum geng Stjörnunni og fyrri
ieikjunum gegn ÍBV og það hefur
ekki komið nógu vel út fyrir mig.
Við höfum sýnt að við erum með
besta liðið. Leikirnir gegn Selfyss-
ingum leggjast vel mig. Þeir eru
með góðar skyttur og eins mark-
verði sem geta varið vel. Selfyssing-
ar verða erfiðir en ég er bjart-
sýnn,“ sagði Bergsveinn.
„Viljinn enn til staðar“
„Margir voru búnir að afskirfa
okkur. Sögðu að við værum sáttir
við að vera bikar- og deildarmeist-
arar. En við sýndum það í þessum
leik að viljinn er enn til staðar og
við höfum ekki sagt okkar síðasta,“
sagði Kristján Arason, þjálfari FH.
„Ég er rosalega ánægður með
stemmninguna í liðinu, ólíkt því sem
var i Eyjum. Þá gáfumst við upp
strax í fyrri hálfleik. Nú voru allir
með og gáfu allt í leikinn. Vörnin
var góð og við þurftum að hafa
mikið fyrir því að skora. Þessi leik-
ur kostaði mikið þrek. Þetta var
fyrst og fremst spurning um hvort
liðið hefði betri taugar en það var
skjálfti í leikmönnum í byijun.
Eftir að við náðum yfírhöndinni
í síðari hálfleik var ég sannfærður
um að við myndum sigra,“ sagði
Kristján. Um leikina á móti Selfyss-
ingum sagði Kristján: „Selfoss hef-
ur átt mjög góða leiki og sýndi það
gegn Víkingum hversu öflugt liðið
er. Þessi leikur var erfiður og það
má því segja að Selfyssingar hafí
ákveðið forskot á fimmtudagskvöld.
Ég hef trú á því að það þurfi fimm
leiki til að útkljá úrslit. Heimavöll-
urinn skiptir gífurlega miklu máli
og það sýndi sig í leiknum í kvöld,“
sagði Kristján Arason.
Gunnar tilbúinn
að taka við
Víkingsliðinu
Guðmundur hættur hjá Víking
Guðmundur Guðmundsson,
þjálfari og leikmaður Vík-
ings í handknattleik, verður ekki
áfram hjá félaginu. Rætt hefur
verið við Gunnar Gunnarsson um
að hann taki við liðinu og leiki
jafnframt áfram með því.
Pálmi Kristinsson, formaður
h an d k n attlei ksdeild ar Vík i ngs,
sagði við Morgunblaðið að stefnt
væri að því að ganga frá þjálfara-
málunum á ailra næstu dögum.
„Ég hef spurt Gunnar hvort hann
sé reiðubúinn að taka við liðinu
og hann hefur lýst því yfir að
hann sé það.“
„Ég ákvað um helgina að
breyta til og tilkynnti Víkingum
það á sunnudaginn," sagði Guð-
mundur Guðmundsson, þjálfari og
leikmaður Víkinga í handknattleik
við Morgunblaðið, en hann hefur
ákveðið að hætta hjá félaginu.
„Ég er búinn að vera í Víkingi
frá því ég var sex ára gamall, eða
í 25 ár og ef ég breyti ekki til
núna, hvenær þá?“ sagði Guð-
mundur.
Hann tók við Víkingum á miðju
síðasta keppnistímabili af Júgó-
slavanum Slavko Bambir og var
staða liðsins þá slæm. Víkingum
tókst að bjarga sér frá falli og í
ár voru þeir slegnir út í uridanúr-
slitum íslandsmótsins og einnig í
bikarkeppninni.
m
Ovíst hvort
Sigurður
verði áf ram
í Eyjum
MT
Eg veit ekki hvað ég geri -
hvort að ég verði áfram í
Eyjum,“ sagði Sigurður Gunn-
arsson, þjálfari Eyjamanna, sem
hefur verið fjögur keppnistíma-
bil í Eyjum. Hann hefur verið
þjálfari og leikmaður með Eyja-
liðinu sl. tvö ár. „Ég mun taka
ákvörðun um það fljótlega hvort
að það sé kominn tími fyrir mig
að breyta til,“ sagði Sigurður.
Glæsileg byrjun Eyjamanna
E