Morgunblaðið - 28.04.1992, Page 6

Morgunblaðið - 28.04.1992, Page 6
6 B MORGUNBLAÐIÐ IÞROI I IRpRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 1992 HANDKNATTLEIKUR / URSLITALEIKUR KVENNA Slær altt út - sagði Sigrún markvörðurVíkings Eg hef orðið íslandsmeistari í öllum flokkum en þetta slær allt út,“ sagði Sigrún Ólafsdóttir markvörður Víkings i sjöunda himni eftir að þær stöllur höfðu tekið við íslandsbikarnum. „Þetta fyrirkomulag með úrslita- keppni er mjög gott, það er meiri umfjöllun og það koma áhorfendur. Til dæmis byrjuðu krakkar og starfsfólk úr félagsmiðstöðinni Bú- stöðum að mæta í bikarúrslitunum og það hefur mjög góð áhrif að sjá svona margt fólk fylgjast með. Gústaf er frábær þjálfari, hann heldur uppi góðum aga og við þurf- um á því að halda. Ég og Heiða Erlingsdóttir erum í Iþrótta- kennaraskólunum að Laugarvatni og höfum mætt vel í vetur en þeir kílómetrar skipta engu máli núna.“ Líkamlega og andlega þreytt „Þetta er búið að vera mjög erf- itt og ég er orðin mjög þreytt, bæði andlega og líkamlega. Við settum okkurtakmark, við ætluðum að blanda okkur í baráttuna en eft- ir bikarinn kom doði og það var spuming hvort við værum á toppi á réttum tíma. Líklega verða engar breytingar en það er náttúrulega spurning um þjálfara. Nú verður farið í frí og spáð í framhaldið eft- ir það,“ sagði fyrirliði Víkings, Inga Lára Þórisdóttir. Þær voru betri í þessum leik „Þær voru betri í þessum leik að minnsta kosti. Við vorum sex mörk- um undir og mjög á brattann að sækja hjá okkur. Það er spuming hvort við skiptum of seint um vörn. Við hefðum getað jafnað undir lok- in og það er það jákvæða við leik- inn hjá okkur að við börðumst allan tímann og gerðum okkar besta,“ sagði Guðný Gunnsteinsdóttir fyrir- liði Stömunnar eftir leikinn og sagðist ánægð með annað sætið miðað við hversu ungt liðið væri. Er að reyna að hætta „Ég er orðin þreytt á að segja að ég sé hætt þannig að ég segi ekkert um það. Ég er að reyna að hætta, en það er ekkert hlustað á mann,“ sagði Erla Rafnsdóttir, sem hefur verið í eldlínunni lengi. „Það er frábært að fá svona marga áhorf- endur á leiki. Þetta er búið að vera svona í 2-3 ár hér í Garðabæ en þetta breytta fyrirkomulag vekur meiri athygli og fleiri koma að sjá leiki. Þegar fólk hefur einu sinni komið kemur það aftur, því kvenna- handboltinn er orðinn það góður," sagði Erla. Frábærvetur „Þetta er búinn að vera frábær vetur. Fimm leikir í úrslitum, fullt hús af áhorfendum og góður hand- bolti. Þetta er góð kynning á kvennahandboltanum sem er í stöð- ugri sókn. Stelpumar æfa eins og strákarnir og þetta er að komast á jafnréttisgrundvöll. Stelpurnar hætta bara of snemma í handbolt- anum miðað við strákana,“ sagði Magnús Teitsson þjálfari Stjöm- unnar. „Ég er sáttur við veturinn, við urðum deildarmeistarar og í öðru sæti, sem er gott. Liðið er ungt og óreynt, margar eru að leika í fyrsta sinn þar sem þær bera einhveija ábyrgð. Staðan í vetur gegn Víking- um er 3:3 og eitt jafntefli. Þær voru í betra formi í dag og ég óska þeim til hamingju," sagði Magnús, sem sagði allt óráðið með framhald- ið hjá sér sem þjálfara. l»joimsl;i I; IU111; n 111.1 Savar Kitií ()Utson ti n K :* I i t i ‘t Morgunblaðið/RAX Inga Lára Þórísdóttlr, fyrirliði Víkings hampar hér eignarbikarnum sem fylgir íslandsmeistaratitlinum. Fyrirtækið Nýheiji gaf þennan bikar, en það styrkti úrslitakeppnina í hand- knattleik. Víkingar fagna! Jóna H. Bjarnadóttir, Andrea Atladóttir, Svava Ýr Baldvinsdóttir, Val Víkingss að sigrinu Gústaf Björnsson IMúhættiég í stelpunum ogsnýmérað strákunum Nú hætti ég í stelpunum og sný mér að strákunum," sagði Gústaf Björnsson, þjáifari íslands- og bikarmeistaranna, en hann verð- ur aðstoðarmaður Asgeirs Elíasson- ar landsliðsþjálfara í knattspyrnu og hættir sem þjálfari í handboltan- um. „Ég var mjög hissa þegar fyrir- spurnin kom frá KSÍ en hugsaði sem svo að þetta tækifæri fengi ég bara einu sinni á ævinni og yrði frábær reynsla. Það er annars aldr- ei að vita hvort ég kem aftur, ég kveð nú eftir mjög ánægjulegttíma- bil en við sjáum til. Við settum okkur það markmið að kveðja þriðja sætið sem hefur verið viðloðandi stelpurnar lengi á meðan Fram og Stjarnan hafa einokað toppsætin, minna á okkur og blanda okkur alvarlega í þetta. Við bytjuðum í júní að lyfta lóðum, síðan tók Evr- ópukeppnin við þar sem við stóðum okkur vel því norska liðið sem sló okkur út komst í 8 liða úrslit". BIKARMEISTARAR Víkings bættu við sig íslandsmeistaratitli f 1. deild kvenna með 21:24 sigri á Stjörnunni f Garðabæ á laugar- daginn f spennandi leik þar sem leikinn var góður handbolti, ekta úrslitaleikur. Leikurinn einkennd- ist af þvf hversu vel liðin þekkjast enda var þetta fimmti leikur þeirra átíu dögum. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en eftir hlé náðu Víkings- stúlkurnar fljótlega sex marka forskoti WSKWtKtW °£ héldu því þar til Stefán Stjarnan gerði fimm Stefánson mörk í röð þegar 10 skrifar mínútur voru til leiks- loka og minnkaði mun- inn í tvö mörk. „Við fórum á taugum þegar þær tóku tvær úr umferð og þreytan var farin að segja til sín. Við keyrðum á sama liðinu en þær gátu skipt inná. Það er ekki vegna þess að við höfðum ekki mannskap heldur er erfitt að koma inná í svona leik. En þetta hafðist," íslands- og bikar Aftari röð.frá vinstri: Eiríka Ásgrímsdóttir, liðsstjóri, Gústaf Björnsson, þjálfari, H dóttir, Svava Ýr Baldvinsdóttir, Jóna H. Bjarnadóttir, Siguijón Frirðiksson, framl formaður handknattleiksdeildar. Fremri röð frá vinstri: Heiða Erlingsdóttir, Valdís E og Hanna M. Einarsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.