Morgunblaðið - 28.04.1992, Qupperneq 12
BORTENNIS
Kjartan Briem
Kjartan sigraði
á sterku móti
KJARTAN Briem, borðtennis-
maður úr KR, sem stundar nám
í Danmörku, sigraði á sterku
stigamóti þar ílandi um helg-
ina. Þetta er í fyrsta sinn, sem
hann sigrar á móti í Danmörku.
Mótið var í 1. styrkleikaflokki
og var fyrst leikið í riðlum,
en síðan með útsláttarfyrirkomu-
lagi. Kjartan var í riðli með fjórum
Dönum og sigraði þá alla, en eftir
að hafa komist áfallalaust í gegnum
átta manna úrslit og undanúrslit
mætti hann Dananum Flemming
Larsen í úrslitum.
„Þetta stóð mjög tæpt,“ sagði
Kjartan við Morgunblaðið. „Eg
vann fyrstu lotuna 21:12, hann þá
næstu 21:18, en ég hafði það af í
oddalotu og vann 22:20.“
Kjartan sagðist ekki hafa æft
nógu vel í vetur, en Evrópumótið
hefði hjálpað sér mikið. „Þá hrökk
ég í gang, komst í góða æfingu og
hef sjaldan spilað betur en um helg-
ina.“
KNATTSPYRNA / NOREGUR
Lyn tapaði heima
fyrír Rosenborg
Lyn beið lægri hlut, 0:2, gegn
Rosenborg í fyrsta leik liðanna
í norsku úrvalsdeildinni. Leikmenn
Rosenborg gerðu
Erlingur mörkin í fyrri hálf-
Jóhannsson leik, bæði eftir horn-
skrifarfrá spyrnu.
noægi Tejtur Þórðarsoni
þjálfari Lyn, sagði eftir leikinn að
jafntefli hefði verið sanngjarnt.
„Við fengum tvö mörk á okkur eft-
ir vamarmistök, en ég var með tvo
unga og óreynda varnarmenn sem
þoldu greinilega ekki álagið sem
fylgir því að leika í úrvalsdeild,"
sagði Teitur.
Hann sagði að í næsta leik yrðu
allir bestu leikmenn Lyn tilbúnir í
slaginn, nema Ólafur bróðir hans.
„Meiðsli hans hafa tekið lengri tíma
en við bjuggumst við. Ólafur verður
trúlega ekki með okkur fyrr en í
lok maí,“ sagði Teitur.
Frank Strandlí, sem Leeds keypti
nýlega frá Start, og fer til ensku
meistaranna í haust, gerði öll fjögur
mörk Start þegar liðið vann Sognd-
al 4:1.
KNATTSPYRNA / SVIÞJOÐ
Hlynurlékvel
með Örebro
HLYNUR Stefánsson, landsl-
iðsmaður úr Vestmannaeyjum,
og samherjar hans í Örebro
unnu efsta lið sænsku úrvals-
deildarinnar T relleborg 1:3 á
útvelli um helgina. Hlynurátti
mjög góðan leik og lagði upp
annað mark liðsins, sem er nú
í 3. sæti deildarinnar á eftir
Trelleborg og Öster.
Hlynur lék hægra megin á miðj-
unni og vann vel fyrir liðið.
Hann fær góða dóma í sænsku
BIRGIR Mikaelsson, þjálfari og
leikmaður Skallagríms, og Val-
ur Ingimundarson, þjálfari og
leikmaður Tindastóls, fara í
haust ásamt Teiti Örlygssyni
til Bahamaeyja í boði körfu-
knattleikssambands eyjanna.
Birgir og Valur tryggðu sér far-
seðlana í Njarðvík um helgina,
en þá sigraði Birgir í þriggja stiga
keppni og vítaskotum og Valur tróð
knetti manna best í körfuna.
Njarðvíkingar héldu uppá 50 ára
afmæli kaupstaðarins með því að
leggja landsliði í körfuknattleiksleik
um helgina. Eftir venjulegan leik-
tíma var staðan 105:105 og því
þurfti að framlengja. Njarðvík sigr-
aði 120:119. Ástþór Ingason og
Friðrik Ragnarsson voni bestir
heimamanna og gerðu m.a. 11
HBBIIHI blögðunum sem
Frá Magnúsi segja þetta besta
Einarssyni leik hans til þessa.
1 viþjo Trelleborg er efst í
deildinni og hafði
ekki tapað leik í deildinni fyrr en
gegn Örebro á sunnudaginn.
Pólveijinn Miroslav Kubisztal
gerði öll mörk Örebro. Annað mark-
ið kom eftir frábæra sendingu frá
Hlyn, sem hafði splundrað vörn
Trelleborg, áður en hann gaf á
Kubisztal sem var fyrir opnu marki
og átti því auðvelt með að skora.
þriggja stiga körfur í fyrri hálfleik,
en þá gerði UMFN 60 stig. Þeir
styrktu lið sitt með Vali Ingimund-
arssyni og Hermanni Haukssyni.
Bakverðirnir Jón Kr. Gíslason og
Páll Kolbeinsson voru veikir og sátu
á varamannabekk landsliðsins.
Þriggja stiga/vítakeppnin var
æsispennandi. Fimm komust í úr-
slit, þeirra bestur Hrafn Kristjáns-
son úr KR, sem hitti úr 11 af 15
þriggja stiga skotum. Þegar allir
höfðu lokið sér af nema Birgir
Mikaelsson var ljóst að hann yrði
að hitta úr öllum tíu vítaskotunum
til að jafna við Guðjón, Skúlason.
Það tókst og í aukakeppni við Guð-
jón endurtók Birgir leikinn og sigr-
aði.
Guðmundur Bragason og Valur
Ingimundarson háðu harða keppni
í troðslunni og Valur kom á óvart,
tróð með miklum ágætum og vann.
■ VALERY Lobanovsky hefur
samþykkt _ að taka við þjálfun
landsliðs Úkraínu í knattspymu í
sumar, þegar samningur hans í
Sameinuðu arabísku furstadæ-
munum rennur út. Lobanovsky
var áður landsliðsþjálfari Sovét-
ríkjanna.
■ PARK Yung-Kyun frá Suður-
Kóreu endurheimti um helgina
heimsmeistaratitil sinn í fjaðurvikt
í hnefaleikum. Hann vann Koji
Matsumoto frá Japan.
H SUÐUR-afríksir frjálíþrótta-
menn geta keppt á öllum mótum á
vegum alþjóðasambandins (IAAF)
frá og með 1. júní. Primo Nebiolo
forseti IAAF tilkynnti þetta um
helgina.
■ SAMBANDIÐ í Suður-Afríku
voru fljótir að taka við sér og krefj-
ast þess nú að fá að senda 125
keppendur á Ólympíuleikana í
Barcelona í sumar. Þeim hafði
verið tjáð að þeir mættu senda 50
keppendur.
■ FRANKIE Fredericks frá
Namibíu sigraði bæði í 100 og 200
m hlaupi á Afríkuleikunum sem
fram fóru um helgina til að halda
uppá endurkomu Suður-Afríku í
alþjóðlegri keppni í frjálsíþróttum.
Namibíumaðurinn hljóp 200 metr-
ana á 20,09 sekúndum sem er besti
tími ársins.
■ HEIMSMET var sett í 4x200
metra boðhlaupi um helgina. Það
var sveit Badaríkjanna sem það
gerði, hljóp á 1:19.11 sekúndum,
en þeir sveitin átti eldra metið
1:19.38, sett 1989. í sveitinni voru
Carl Lewis, Leroy Burrell, Floyd
Heard og Mike Marsh.
■ MASASHI Ozaki frá Japan
sigraði á sínu fyrsta móti í ár á
opna Duniop mótinu í Tokyo um
helgina. Hann lék á 286 höggum
eins og Brent Franklin frá
Kanada. Ozaki sigraði í bráðabana
á fyrstu holu.
■ BORIS Becker og Michael
Stich sigruðu í tvíliðaleik í Monte
Karló um helgina og verða greini-
lega skæðir á Ólympíuleikunum í
sumar, en þar ætla þeir félaga að
leika saman.
■ JOHN Aldridge, sem nú leikur
með Tranmere Rovers í 2. deild
mun leika tvo leiki á einum sólar-
hring, annan með liði sínu en hinn
með írska landsliðinu. Aldridge
vantar aðeins tvö mörk til að jafna
markamet Tranmera.
KORFUKNATTLEIKUR
Birgir og Valur
til Bahamaeyja
BADMINTON
IMú er bara að bíða og vona
- sagði Broddi Kristjánsson um hugsanlegt ólympíusæti
BRODDI Kristjánsson og Árni
Þór Hallgrímsson komust i
undanúrslit ítvíliðaleik karla
á opna austurríska meistara-
mótinu í badminton sem fram
fór í Pressbaum í Austurríki
um helgina. Þeir urðu að gefa
undanúrslitaleikinn þar sem
Broddi átti við meiðsli að
stríða og treysti sér ekki í
leikinn.
Broddi tók þátt í einliðaleiknum
og mætti Bandaríkjamann-
inum, Chris Jogis, í 1. umferð og
tapaði 5:15 og 13:15. „Ég datt
illa og tognaði við það í hnésbót-
inni, en náði þó að klára leikinn,“
sagði Broddi í samtali við Morgun-
blaðið. „Ég hélt að ég hefði slitið
allt í hnénu, en þetta var svona
slæm tognun.“
Árni Þór ákvað að sleppa einl-
iðaleiknum og einbeita sér að tvíl-
iðaleiknum með Brodda. Þó svo
að Broddi væri meiddur náðu þeir
að komast í undanúrslit. Þeir sátu
yfir í 1. umferð, unnu síðan aust-
urrískt par í spennandi leik, 17:15
og 17:15. í 3. umferð mættu þeir
Frakka og Þjóðveija og unnu ör-
ugglega 15:4 og 15:8. 1 undanúr-
slitum áttu þeir að mæta Þjóðverj-
um en gáfu leikinn.
„Ég var orðinn mjög kvalinn
og treysti mér ekki í leikinn gegn
Þjóðveijunum. Ég vissi að leikur-
inn yrði mjög erfiður og við þurft-
um að ná toppleik til að vinna.
Þar sem ég var ekki 100 prósent
var eins gott að gefa leikinn,“
sagði Broddi.
-Ert Jiú vongóður um að kom-
ast á Olympíuleiknana í Barcel-
ona?
„Nú er bara að bíða og vona.
Broddl Kristjánsson.
Endanlegur styrkleikalisti kemur
út á fimmtudaginn og þá kemur
það í ljós hvort ég er inni eða
úti. Annars eru þetta svo fáran-
legar reglur að erfitt er að skilja
þær.“
Þess má geta að ef Broddi og
Árni Þór öðlast keppnisrétt í tví-
liðaleik fá þeir sjálíkrafa keppnis-
rétt í einliðaleik.