Morgunblaðið - 03.05.1992, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.05.1992, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. MAÍ 1992 GENSCHER KVEÐUR Ný kynslóð tekur völdin í flokki hans eftir Guðm. Halldórsson HANS-Dietrich Genscher hefur ákveðið að láta af embætti utanríkisráðherra Þýzkalands, sem hann hefur gegnt í 18 ár, lengur en nokkur annar. Ástæðuna segir hann þá að nú sé rétti tíminn að hætta, þar sem utanríkistefna Þjóðverja sé fullmótuð eftir sameiningu Þýzkalands og lok kalda stríðs- ins. Þótt hann sé hjartveikur hefur verið um það rætt að hann verði forseti þegar kjör- tímabili Richards von Weizsackers lýkur 1994. Genschers verður minnzt fyrir langa baráttu fyrir sameiningu Þýzka- lands, sem margir aðrir en hann áttu þátt í að gera að veru- leika, og þrotlausar tilraunir til að bæta sambúð austurs og vesturs á dögum kalda stríðsins. Stefna hans er talin helzta skýringin á því að hann hefur notið meiri vinsælda en aðrir stjórnmálamenn í vesturhluta Þýzkalands samkvæmt skoðana- könnunum og vinsældir hans virð- ast engu minni í austurhlutanum, hinu fyrrverandi alþýðulýðveldi. Genscher hefur verið valdamesti maður Fijálsa demókrataflokksins (FDP), þótt hann léti af formennsku 1985. FDP er smáflokkur, en hefur verið í oddaaðstöðu og getað ráðið því hvor stóru flokkanna, Kristileg- ir demókratar (CDU) eða Jafnaðar- menn (SPD), myndi ríkisstjórn í Bonn. Áhrif Genschers hafa því verið mikil og urðu til þess að FDP sleit stjórnarsamvinnu við jafnaðar- menn 1982 og að Helmut Kohl myndaði núverandi samsteypstjórn frjálsra og kristilegra demókrata. í fyrstu kosningunum í Þýzka- landi öllu eftir sameininguna fyrir einu og hálfu ári lagði FDP áherzlu á baráttu Genschers fyrir samein- ingu Þýzkalands. Ein helztu vígorð flokksins voru „Maðurinn sem heimurinn treystir" — en með því var átt við þann þátt sem Genscher átti í því fá önnur ríki til að sætta sig við sameininguna — og „Genscher, arkitekt sameiningar". Fylgi flokksins jókst þó aðeins um tvo af hundraði, í 11%, en CDU stóð í stað og SPD bætti ekki stöðu sína. Áberandi var að fylgi FDP var hvað mest í austurhluta Þýzka- lands, þar sem Genscher er fæddur og uppalinn. Útlaginn frá Halle Genscher fæddist í þorpi skammt frá Halle 1927 og faðir hans var fátækur, saxneskur bóndi, sem særðist illa í fyrri heimsstyijöldinni og gat ekki orðið lögfræðingur eins og hugur hans stóð til. Hans missti föður sinn níu ára gamall, ólst upp í fátækt, gekk í Hitlersæskuna og tók þátt í loftvörnum þegar Banda- ríkjamenn tóku hann til fanga í lok stríðsins. Hann var framseldur Bretum, en kaus að fara til sovézka hernámssvæðisins til þess að vera hjá móður sinni í Halle. Þar sem Genscher þjáðist af berklum varð hann að hætta námi í lögfræði í háskólanum í Leipzig. Eftir uppreisnina í Austur-Berlín 1953 flúði hann til Vestur-Þýzka- lands, settist að í Bremen og lauk námi sínu í lögfræði þrátt fyrir veikind) sín, en hóf aldrei lögfræði- störf. í þess stað gerðist hann starfsmaður FDP 1956 og níu árum síðar varð „útlaginn frá Halle“ leið- togi flokksins á þingi. Síðan varð hann formaður FDP 1968 og ári síðar innanríkisráðherra í stjóm Willys Brandts. Þegar Brandt skip- aði Genscher utanríkisráðherra 1974 hlaut hann það starf, sem hann hafði alltaf dreymt um. Allt frá því Genscher flúði til Vestur-Þýzkalands fór hann í stöð- ugar heimsóknir til ættingja sinna í Halle og hann hefur haldið mikilli tryggð við átthagana. Það kom greinilega í ljós í kosningunum 1990 þegar hann lýsti því yfir á fjölmennum útifundi í Halle að hann væri sannfærður um að „bærinn sem ég þekki muni blómstra eins og í gamla daga“. Halle er á miðju því svæði í Austur-Þýzkalandi, þar sem mengun er mest, og Genscher hefur farið með marga vestræna áhrifamenn í skoðunarferðir þang- að til að sýna þeim ýmsan þann vanda, sem við er að glíma í fyrrver- andi lýðveldi alþýðunnar. Genscherismi Eftir valdatöku Míkhaíls Gorb- atsjovs í Sovétríkjunum lýsti Genscher fyrstur vestrænna stjóm- málaleiðtoga opinberlega yfir stuðningi við umbótastefnu hans. Samskipti þeirra urðu náin og þar sem Genscher var jafnframt ein- dreginn hvatamaður slökunar- stefnu og vildi flýta fyrir viðræðum um afvopnun vakti afstaða hans nokkra tortryggni í Washington og London. „Genscherismi“ var gagn- rýndur og frá sjónarmiði stuðnings- manna Thatehers bætti ekki úr skák að hann var einn helzti hvata- maður sameiningar Evrópu. Margir Bandaríkjamenn báru Genscher á brýn að hann bæri ábyrgð á óviðeigandi deilu um eit- urgasverksmiðju Gaddafi ofursta í Rabta. Vorið 1989 hótaði Genscher að segja af sér, ef Kohl gengi að kröfu Thatchers um að Vestur- Þjóðveijar veittu fyrirfram sam- þykki fyrir staðsetningu skamm- drægra kjarnorkueldflauga á vestur-þýzkri grund. Kohl varð að láta undan og merkilegt þótti að í þessu máli stóðu NATO-ríkin á meginlandi Evrópu með Þjóðveijum gegn Bandaríkjamönnum og Bret- um, sigurvegurunum úr stríðinu. Um svipað leyti lét Genscher þung orð falla um þá sem gagn- rýndu hann fyrir einfeldni í sam- skiptunum við Gorbatsjov og aðra kommúnistaleiðtoga. Hann minnti á upprunna sinn og persónuleg kynni af ástandinu austan múrsins og sagði: „Við erum að tala um skammdræg kjarnorkuvopn, sem geta hæft hinn hluta föðurlandsins. Ráðherrar sambandsstjórnarinnar hafa unnið eið að því að efla hag þjóðarinnar ... og þar með íbúa átt- haga minna, borgarinnar þar sem ég er fæddur og þýzka alþýðulýð- veldisins." Fáum þjóðum stafaði eins mikil hætta af kjarnorkustríði og Þjóð- veijum og Genscher skilcli áhyggjur þeirra. Hann taldi það sem sérstaka skyldu Þjóðveija að tryggja varan- legan frið í heiminum vegna árásar- stefnu Hitlers og lagði ríka áherzlu á vináttu við Frakka eins og fyrir- rennarar hans. Hann leit alltaf á Evrópu sem eina menningarheild, allt frá Atlantshafi til Úralfjalla, og ýmsir töldu að hann ætti að sumu leyti hægara með að semja við austræn ríki en vestræn þar sem hann hefði slavneskt blóð í æðum. Kólnandi sambúð við Kohl Stefna og hugmyndir Genschers höfðu mótandi áhrif á heila kynslóð vestur-þýzkra stjórnarerindreka og stundum var utanríkisráðuneytið í Bonn kallað „einkaskrifstofa" hans. Margir sögðu hann alltof þaulsæt- inn í embætti utanríkisráðherra og jafnvel var talið hættulegt að sami maður gegndi svo valdamiklu emb- ætti eins lengi og hann. Upphaflega fór vel á með Gens- cher og Kohl kanzlara, en sam- skipti þeirra kólnuðu með árunum. Þegar stjómarsamstarfið hófst vildi Genscher fá meira svigrúm en hann hafði haft undir stjórn Helmuts Schmidts, fyrirrennara Kohls. Kohl vildi hins vegar sjálfur móta utan- ríkisstefnuna í aðalatriðum ásamt dyggum aðstoðarmanni, Horst Teltschik, sem lýsir í nýlegri bók mikilli togstreitu milli Kohls og Genschers síðustu mánuðina fyrir sameiningu Þýzkalands í október 1990. Þegar Kohl kunngerði áætlun um sameininguna í tíu liðum skömmu eftir að Berlínarmúrinn var opnaður 1989 gramdist Bretum, Frökkum og fleíri bandamönnum Þjóðverja að þeir höfðu ekki verið hafðir með í ráðum. Það hafði Kohl forðazt, því að hann bjóst við að þeir mundu hreyfa mótbárum, sem reyndist rétt. Þó vakti fyrst og fremst fyrir Kohl að koma í veg fyrir að Gens- cher frétti um áætlunina og’ yrði fyrri til að segja frá henni. Fá- mennt starfslið kanzlarans samdi því áætlunina og seinna ræddi það oft við Rússa óformlega og án sam- ráðs við „atvinnumennina" í utan- ríkisráðuneytinu. Genscher svaraði í sömu mynt, gaf út stefnuyfirlýsingar sem Kohl var ósammála án þess að láta hann vita og hélt ýmsu leyndu fyrir starfsmönnum kanzlarans. Eitt sinn lá við að Kohl fengi ekki að hitta Edvard Shevardnadze, utanríkis- ráðherra Sovétríkjanna, þegar hann kom til Bonn, þar sem starfsmenn Genschers sögðu Rússum að engar viðræður væru fyrirhugaðar í skrif- stofu kanzlarans. Á síðustu stundu var efnt til fundar og þar komu fram ýmsar nýjar upplýsingar um erfiðleika Gorbatsjovs, sem urðu til þess að Kohl sendi í flýti nefnd bankastjóra til Moskvu. Teltschik greinir einnig frá þeirri óvenjulegu ráðstöfun Bandaríkja- manna að skýra Kohl sérstaklega frá viðræðum við Genscher til að tryggja að hann vissi um allt sem fór fram. Ný kynslóð Gagnrýnin á genscherisma hljóðnaði eftir sameiningu Þýzka- lands, en þá skaut upp kollinum uggur um að öxullinn Bonn-Moskva mundi fá síaukna þýðingu í Þýzka- landi og leiða til „genscherisma i nýrri mynd“. Síðan hefur Genscher reynt að fullvissa aðrar þjóðir um að stefna Þjóðveija sé óbreytt. Hann hefur meðal annars reynt að eyða ugg um að hætta kunni að stafa frá Þjóðveijum eftir samein- inguna, að þeir muni fjarlægjast bandamenn sína og fara eigin leiðir ef nægur stuðningur fáist ekki við meginatriði pólitískrar eða efna- hagslegrar einingar Evrópu og að við muni taka óvissuastand, sem geti orðið vatn á myllu þýzkra öfga- sinna. Þjóðveijar stóðu með Bandaríkja- mönnum i Persaflóadeilunni. Þótt þeir sendu ekki herlið á vettvang eins og Bretar og Frakkar greiddu þeir dijúgan hluta stríðskostnaðar- ins, en stefna þeirra var gagnrýnd. Þjóðveijar hafa einnig beitt sér fyr- ir sameiginlegri aðstoð Vestúr-Evr- ópuríkja við ríkin í austri og áhrif þeirra í utanríkismálum hafa aukizt eftir sameininguna. Það kom greini- lega í ljós þegar þeir fengu hin EB-ríkin til að viðurkenna Króatiu og Slóveníu, þótt Bretar væru treg- ir til þess, svo og Bandaríkjamenn. Júgóslavíumálið hefur þó valdið Þjóðveijum nokkrum erfiðleikum í utanríkismálum. Þingflokkur FDP hefur tilnefnt Klaus Kinkel dómsmálaráðherra eftirmann Genschers í embætti ut- anríkisráðherra, þótt leiðtogar flokksins hefðu áður valið Irmgard Schwátzer byggingaráðherra í embættið. Jafnframt hefur Júrgen Möllermann efnahagsráðherra ver- ið tilnefndur varakanzlari í stað Genschers. Kinkel, Schwátzer og Möllermann hafa öll starfað í utan- ríkisráðuneytinu undir handaijaðri Genschers og ný kynslóð skjólstæð- inga hans virðist vera að taka völd- in í flokki fijálsra demókrata. Kinkel, Möllermann og Schwátz- er hafa öll stefnt að því að taka við formennsku í flokknum af Otto von Lambsdorff greifa, sem hyggst láta af störfum 1994. Schwátzer beið ósigur fyrir Lambsdorf þegar hann var endurkjörinn flokksleið- togi 1. nóvember í fyrra. FDP kann að hafa færzt til vinstri eftir sameininguna. Skráðir flokksmenn eru 162.000 og þar af eru um þrír af hveijum fimm frá austurhéruðunum. Spenna hefur aukizt í sambúð FDP og CDU á síðustu mánuðum eftir 10 ára sam- starf. Tilvonandi leiðtogar FDP muna ekki eftir deilunum, sem fylgdu stjórnarslitunum 1982, og það eina sem virðist koma í veg fyrir að FDP og jafnaðarmenn myndi samsteypustjórn er að flokk- arnir hafa ekki meirihluta á þingi. Hins vegar bendir margt til þess að þeir muni taka aftur upp sam- vinnu eftir næstu þingkosningar, sem eiga að fara fram 1994.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.