Morgunblaðið - 03.05.1992, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 03.05.1992, Blaðsíða 21
21 MORGUNBIAÐIÐ. SUNÍWÐAQUR 3( MAI 1992 Nýlega fóru fram forstjóraskipti við Hrafnistu í Hafnarfirði. Pétur Sigurðsson lét af forstjórastarfinu eftir 18 ár en við tók Guðmundur Hallvarðsson. Myndina tók Björn Pálsson við þetta tækifæri. lagðist hinum megin við hafnargarðr inn. Veðrið var gott og dagurinn og kvöldið og nóttin leið í glaumi og gleði. í frétt í Morgunblaðinu þriðju- daginn 10. júní 1952 stóð eftirfar- andi frá fréttaritara blaðsins á Húsa- vík: „Húsavík, 9. júní. Sjómannadags- hátíðahöldin voru mjög fjölmenn á Húsavík. Auk heimabáta lágu hér í höfn Eimskipafélagsskipin Goðafoss og Lagarfoss, bæði fánum skrýdd stafna á milli. Setti það hátíðasvip á bæinn og daginn, sem einnig var fyrsti góðviðrisdagurinn eftir 12 daga vonskuveður. Keppni fór fram í ýmsum íþróttagreinum og voru skipveijar á Goðafossi þátttakendur í þeim flestum. Vakti það ánægju Húsvíkinga, sem hylltu þá sérstak- lega að lokinni keppni." Það var því yfirmáta eðlilegt að seint gengi að ræsa mannskapinn þegar átti að færa skipið tii í höfn- inni morguninn eftir sjómannadag- inn. Nokkrir voru þó ræs, þar á meðal léttmatrósinn Pétur. Við færslu skipsins slitnaði trossa og við það komst á of mikill skrið og næsta víst að skaði hlytist af ef ekki yrði strax brugðist við. Yfirstýrimaður var frammi á bakkanum og var mannfár. Hann kallaði strax að láta akkeri falla til að taka skrið af skip- inu. Pétur var uppi á tunnustaflan- um, stökk niður og að akkerisvind- unni en í leiðinni steig hann á nagla- spýtu og naglinn gekk upp úr rist- inni. Pétur sinnti þessu engu heldur hljóp með naglaspýtuna að vindunni og náði að láta akkerið falla á síð- asta augnabliki. Þar með var skað- anum forðað en þá tók við að draga naglann úr fætinum. Eitthvað stakk Pétur við næstu daga en enginn sá honum bregða og hann gekk að öll- um störfum eins og aðrir. Það var stuttu eftir þetta að hann var gerður bátsmaður á skipinu. - Ég var svo bátsmaður á Goða- fossi í nokkur ár. Þarna var mikill úrvalsmannskapur. Besti maður sem ég hefi unnið með á þilfari er nafni minn, Pétur H. Ólafsson. Hann var stórkostlegur sjómaður. Hann er líka góður dansmaður eins og við sáum í sjónvarpinu nýlega. Annar ógleym- anlegur var Sigurður Einarsson timburmaður. Ég fór af Goðafossi þegar Sigurð- ur Jónsson sem var þar 1. stýrimað- ur varð skipstjóri á es. Selfossi. Þetta var elsta skipið í flotanum, hét áður Willemoes. Þarna varð ég afleysing- astýrimaður. Mér er minnisstætt að þarna um borð fékk ég skeyti þess efnis að okkur hjónunum væri fædd- ur sonur. Það var fyrsta barnið og hlaut nafnið Sigurður. Eftir nokkur ár á gamla Selfossi var ég á Lagar- fossi um tíma og síðar á Gullfossi. Varð þar 3. stýrimaður og það var þar um borð sem þáttaskil urðu. SKEYTIÐ SEM OLLI ÞÁTTASKILUM Það var einu sinni sem oftar sum- arið 1959 að Gullfoss fór frá Kaup- mannahöfn áleiðis til Leith og Reykjavíkur. Ég var 2. stýrimaður í þessari ferð, 1. stýrimaður var Hannes Hafstein. Gullfoss var á leið út sundin og þegar ég kom upp í brú til að leysa Hannes af í mat var mikil umferð og margs að gæta við siglinguna. Við Hannes spjölluðum saman nokkur augnablik en í því kom Friðþjófur Jóhannesson loft- skeytamaður skipsins á stjórnpallinn með skeyti og rétti mér. Ég leit laus- lega á skeytið, sem var frá Baldvin Tryggvasyni sem þá var formaður fulltrúaráðs sjálfstæðismanna í Reykjavík. Efni þess: Myndi Pétur Sigurðsson sjómaður vilja taka 7. sæti á framboðslista Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík ef samþykkt yrði? Ég var með allan hugann við sigl- inguna og rétti Hannesi blaðið. Hann las en kom svo og sló mig þéttings- fast á öxlina og sagði: „Auðvitað gerir þú þetta, drengur." Þegar þetta gerðist var ég búinn að vera töluvert í pólitík, hefi m.a. verið fulltrúi sjómanna á þingum Alþýðusambands íslands frá 1956 til þessa dags. Þó ég færi þama í baráttusæti sat ég á Alþingi næstu 28 árin. Á þessum tíma vakti fyrir mér að verða áfram hjá Eimskip, verða skipstjóri þegar röðin kæmi að mér. Skeytið frá Baldvin og það sem á eftir fór breytti þeim áformum. Fyrstu þijú árin sem ég var á Alþingi sigldi ég á sumrin en var á þingi á vetrum. Síðar urðu störfín þar viðameiri og þá fór ég í land. - Hvernig var sjómanninum tekið á Alþingi? - Ég held að þeir sem voru þarna fyrir hafí ekki verið neitt yfír sig hrifnir - hafi ekki búist við miklu af manni sem var háseti og stýrimað- ur. En þeir hlustuðu töluvert á mig. Voru ekki vanir sjómönnum þarna innan dyra. Sjómenn höfðu áður sest inn á Alþingi, þó aðallega í for- föllum. Eftir að maður kynntist mönnum og vinnubröðum kunni ég bara vel við þingstörfin. Aðvitað lenti maður stundum í snerru við aðra þing- menn, bæði úr röðum samheija og andstæðinga. En samvinna var oft- ast góð og mér þykir gott að hugsa til þess tíma sem við unnum að málum um öryggismál sjómanna og um reykingabannsfrumvarpið, svo fátt eitt sé talið. Þama unnu menn úr öllum stjómmálaflokkum saman af heilindum. FORMAÐUR SJÓMANNADAGSRÁÐS - En hvenær fékk Pétur Sigurðs- son áhuga fyrir velferðarmálum aldraðra sjómanna? - Ég fór inní Sjómannadagsráð árið 1960 og var kosinn formaður þess 1962. Þetta var að ýmsu leyti erfitt vegna óeiningar innan ráðsins. Þarna vom margir ágætir menn en áttu sumir erfítt með að vinna sam- an. Við Guðmundur H. Oddsson ræddum þessi mál. Urðum sammála um að Sjómannadagsráð héldi áfram að byggja yfir aldraða. Sameiginleg markmið myndu sætta menn. Hrafn- ista í Reykjavík var í byggingu og við héldum því starfi áfram. Happdrætti DAS var bakhjarlinn og með framlegð frá því og Lauga- rásbíói gátum við haldið áfram. Ef Happdrættis DAS hefði ekki notið við væru Dvalarheimili aldraðra sjó- manna ekki svipur hjá sjón. Það hjálpaði líka mikið að við eignuðumst marga góða vini sem ánöfnuðu Hrafnistu hluta eigna sinna. Mörg félagasamtök studdu okkur rausnarlega og svo mætti lengi telja. Við í Sjómannadagsráði og sem stjómum dvalarheimilunum höfum ekki bundið vistun hér við Reykjavík- ursvæðið heldur er hér fólk víðsveg- ar að af landinu. Meirihluti em þó sjómenn og sjómannskonur og -ekkj- ur. Það er eðlilegt eins og til mál- anna var stofnað. - Þig dreymir eflaust um áfram- haldandi uppbyggingu Hrafnistu- heimilanna, til dæmis hér í Hafnar-- firði? AÐ HAPPDRÆTTIDAS GANGIVEL - Já, það er rétt, í mínum huga er næsta mál að byggja hér deildir fyrir sjúka. Ég veit að t.d. í Garðabæ vantar hjúkrunardeild og hana mætti byggja hér og nýta sameigin- lega þjónustu sem nú þegar er hér fyrir hendi. Svipað og gert er í Reykjavík, þar sem Skjól nýtir eld- hús og þvottahús Hrafnistu. Hér er ennþá fleira sem mætti samnýta, til dæmis sundlaug, líkamsrækt og end- urhæfing. Hér er öll þessi þjónusta fyrir hendi. Ég tel að besta leiðin fyrir Garðabæ væri að fara þessa leið. Þá er það draumur minn að koma upp deild fyrir alzheimer-sjúklinga. Hér mætti byggja tveggja hæða álmu sem á engan hátt hindrar út- sýni - sem öllum er jú mikils virði - og nýta hluta hennar fyrir þá starfsemi. Hér þarf líka að koma upp hjúkr- unardeild fyrir fólk sem farið er að förlast - og æskilegast er að ekki þurfí að blanda saman vistmönnum sem eru mjög misjafnlega á sig komnir líkamlega og andlega. Verk- efnin eru mörg en fátt verður gert ef fjármagnið vantar. Þess vegna er öll frekari uppbygging háð því að Happdrætti DAS gangi vel. Ég sé ekki annað en að með nýjum áherslum og vinningsmöguleikum ætti það að takast. Ef okkur tekst að koma upp deildunum sem ég minntist á þá er ég viss um að við leysum stórkostleg vandamál margra. - Nú hefir Hrafnista í Hafnarfirði stundum verið kölluð „kraftaverkið hans Péturs". Hvemig fórstu að þessu? - Kraftaverk og kraftaverk, segir Pétur og brosir. Þetta er fyrst og fremst vinna. Þegar við fengum ekki það landrými til frekari uppbygging- ar í Reykjavík sem okkur hentaði þá fórum við hingað suður eftir. Það var 1971-1972 sem þetta byijaði. Margir kostir voru skoðaðir, m.a. Hvaleyrin hér fyrir sunnan. Þá var skoðað svæði austan Keflavíkurveg- ar en það hentaði ekki. Við fengum svo þessa lóð hér, 4,4 hektara frá Garðabæ og 2,2 hektara frá Hafnar- firði, en hluti af því landrými er ennþá undir vegi. Það er gamli veg- urinn út á Álftanes sem liggur hér rétt við húsið. Þar er eitthvert feg- ursta byggingasvæði fyrir verndaðar íbúðir í líkingu við þær sem við höf- um byggt hjá Hrafnistu í Reykjavík og hér við Hrafnistu í Hafnarfirði. Meðan ég var á Alþingi var ég í Norðurlandaráði og oft á þingum þess. Einnig sótti ég þing Évrópu- ráðsins og var tvisvar fulltrúi á þing- um Sameinuðu þjóðanna. Ég notaði í þessu sambandi öll tækifæri til þess að kynna mér málefni aldraðra í þessum löndum. Enda þótt fundir væru þarna margir og langir voru þó alltaf stundir inni á milli sem hægt var að nýta til þessara athug- ana. Þarna sá maður margt, sumt sem hægt var að nota en annað ekki. Drýgst held ég að hafi orðið að skoða málefni aldraðra hjá frænd- um okkar á hinum Norðurlöndunum. í Bandaríkjunum eru aðstæður ólík- ari en þar var margt forvitnilegt. Mér er til dæmis minnisstætt að sjá á dvalarheimili í Bandaríkjunum einskonar kapellu sem var þannig útbúin að með smábreytingum hent- aði hún mörgum trúarbrögðum. Þessu þurfum við ekki á að haida hér en forvitnilegt var að sjá þetta. Eftir að hafa skoðað margt í þess- um málum gat ég sagt samstarfs- mönnum mínum í Sjómannadagsráði frá ýmsu og hugmyndir voru ræddar fram og aftur. Þá var reynslan af Hrafnistu í Reykjavík dýrmæt. Þegar kom að byggingu hér voru ýmsar hugmyndir og upplýsingar sameinaðar og síðan var teiknað. En kraftaverk og kraftaverk. Mér hefði aldrei tekist þetta ef ég hefði ekki haft mér við hlið mann sem hét Guðmundur H. Oddsson. Hann var gjaldkeri samtakanna okkar - og hafði vit fyrir manni þegar maður vildi fara offari. Guðmundur H. Oddsson var ákaflega glöggur og séður í fjármálum. FÉLÖG OG SAMTÖK STUDDU OKKUR DYGGDLEGA Það var komið að því að fyrsta skóflustunga hér yrði tekin. Við Guðmundur H. Oddsson horfðumst í augu. Hvor okkar ætlaði að gera þetta? Allt í einu laust niður í hug okkar - ég held beggja - hugmynd. Við biðjum Gísla Sigurbjömsson for- stjóra Elli- og hjúkrunarheimilisins Grundar að taka fyrstu skóflustung- una. Og það varð. Gísli Sigurbjöms- son hefir í áratugi unnið ómetanlegt starf í þágu aldraðra. Ég hefi áður sagt frá því hvemig bygging Hrafnistu í Hafnarfirði var fjármögnuð. Bakhjarlinn var auðvit- að Happdrætti DAS. Ég fór á fundi forráðamanna ýmissa sveitarfélaga án þess að það gæfi mikið í aðra hönd. Síðan á fundi í félögum og klúbbum. Alls held ég um 80 fundi. Þessi félög og forráðamenn þeirra sýndu mikla rausn. Sum þeirra em enn i dag stuðningsaðilar okkar. Húsið komst upp og hér eru hátt á þriðja hundrað aldraðir. Ég held þeim líði flestum vel. Við höfum fengið góð ummæli innlendra og erlendra aðila sem hafa skoðað sig hér um fyrir hve vel hafi til tekist og hve vel sé búið að heimilisfólkinu. Hrafnista í Reykjavík var opnuð 1954 og þá var þörfin fyrir heimili fyrir aldraða sjómenn mjög brýn. Þess vegna urðu vistmenn þar fleiri en fyrirhugað var í fyrstu. Þar var um tima þröngt en fólk hafði þak yfir höfuðið. Nú er unnið að því á Hrafnistu í Reykjavík að rýmra sé um heimilisfólkið og að það hafi betri aðstöðu til vinnu og tómstunda- iðkana en fyrr. Það nýjasta er vinnu- stofan Súðin sem var tekin í notkun sl. janúar. Við Hrafnistu í Reykjavík þurfum við líka að byggja þjónustumiðstöð. Hún myndi þjóna heimilisfólki þar og einnig fólki úr Norðurbrún, Skjóli og úr næsta nágrenni. Þetta kostar mikið en verður vonandi gert áður langt um líður. - Nú þegar Pétur Sigurðsson hætti sem forstjóri Hrafnistu í Hafn- arfirði og afhenti eftirmanni sinum, Guðmundi Hallvarðssyni, lyklavöldin - og hverfur alveg til starfa í Sjó- mannadagsráði, hvað var honum þá efst í_ huga? - Ánægja yfir því að góður maður tók við forstjórastarfinu og þakkir til allra samstarfsmanna í þau 18 ár sem ég hefi veitt staðnum for- stöðu. Enda þótt margt sé ógert og við skuldum ennþá í þessu þá er gott að minnast áfangasigranna varðandi málefni aldraðra. Við mun- um halda starfmu áfram og ég trúi því og vona að þjóðin standi með okkur í því. Pétur Sigurðsson t.v. og Sigurður Kolbeinsson Pétur Sigurðsson og Guðmundur Árnason á togaranum Þórólfí. Pétur er þarna nýbúinn bræðslumaður á togaranum Þórólfi. Ljósmyndari að leysa frá pokanum. Ljósmyndari óþekktur. óþekktur. TTO^'-T WM&æœXBJÍ&í •<-*~rlMiuhi —JPIi .ltM- _ “**mp■ “ 'j jj i k W / Hásetar á ms. Goðafossi sumarið 1952. Fremri röð frá vinstri: Birg- ir Indriðason, Garðar Bjarnason, Sigurður Einarsson timburmaður, Pétur H. Ólafsson, Jóhann Guðbjörnsson, Ástþór Markússon. Aftari röð frá vinstri: Pétur Sigurðsson, Roy Ólafsson, Finnbogi Gislason og Bragi Sigurðsson. Myndin var tekin í fyrstu ferð Péturs Ólafsson- ar á Goðafossi. Ljósmyndari Sveinn Sæmundsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.