Morgunblaðið - 05.05.1992, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.05.1992, Blaðsíða 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ IÞRÖTTIR ÞRIÐJUDAGUR 5. MAl 1992 HANDKNATTLEIKUR / URSLITAKEPPNIN Legg allt í sölumar fyrir titilinn — sagði Kristján Arason, þjálfari FH „Öxlin verður verri með hverjum leik“ Steinþór Guðbjartsson skrífar KRISTÁN Arason varð að hvíla sig í sókninni hjá FH íbyrjun seinni hálfleiks í gærkvöldi vegna meiðsla f öxl, en var all- an leikinn með Tvörninni og sat ekki lengi á bekknum. En þjón- ar þessi fórn einhverjum til- gangi? „Öxlin verður verri með hverjum leik, en það er alltof mikið í húfi til að ég gefi eitt- hvað eftir. Á meðan við teljum að ég geri gagn leik ég, því ég legg allt í sölurnar fyrir titil- inn,“ sagði þjálfari FH-inga eft- ir 28:25 sigurinn gegn Selfyss- ingum. Heimamenn léku vægast sagt illa í fyrr hálfleik og misstu boltann hvað eftir annað í hendur gestanna. Þar á meðal átti þjálfarinn þrjár sendingar til mótheija. „Já, það er Iangt síðan ég hef gefið þijár sendingar, en það er mikil spenna í þessu og viðbúið að menn geri mistök. Eg lét þetta ekki á mig fá, því strákarnir finna styrk af mér inni á vellinum og ég ætia íttílmiR FOLK ■ GUÐMUNDUR Karlsson að- stoðarmaður Kristján Arasonar þjálfara FH fékk rauða spjaldið undir lok leiksins á Selfossi. ■ SKYTTURNAR Guðjón Árna- son úr FH og Einar Gunnar Sig- urðsson hjá Selfyffingum hafa verið atkvæðamiklir í leikjum liða sinna að undanfömu, en á Selfossi gerðu þeir „aðeins" þijú mörk hvor. ■ ÞORVARÐUR Björgólfsson myndatökumaður á Stöð 2 þurfti að mynda við annað markið á Sel- fossi. Aðstaðan er slæm þar og því var hann bundinn á syllu talsvert fyrir ofan gólfið og sat þar allan leikinn. „Þetta er erfiðasta taka sem ég 'nef lent í,“ sagði hann og bætti við að þessu yrði breytt fyrir næsta leik._ ■ ÁRNI Johnsen einn þingmanna Sunnlendinga fór í Kaplakrikann til að sjá fyrsta leikinn. Hann þurfti að fara á fund á Hellu áður en leiknum lauk, en fylgdist með lýs- ingunni í útvarpi. Hann var svo niðursokkinn og spenntur að hann var kominn að Olfusárbrúnni þeg- ar hann uppgötvaði að hún var lok- ið og varð því að snúa við. ■ ÞAÐ eru alnafnar í liðunum tveimur, Sigurður Sveinsson og Sigurður Sveinsson. Kona ein fyr- ir austan fjall, sem ekki fylgist að jafnaði með íþróttum, hlustaði á lýsinguna af öðrum leiknum og fagnaði ógurlega þegar Sigurður Sveinsson skoraði. Hún fangaði fjórum sinnum of oft, því FH-ing- urinn gerði fjögur mörk. ■ SELFYSSINGAR ræddu mikið um að kæra fyrsta leikinn vegna marksins sem FH gerði og tryggði þeim framlengingu, en hættu við. ■ BÆJARSTJ ÖRN Selfoss mætti fullskipuð á leikinn í Hafnar- firði í gær og lét vel í sér heyra. að ganga í gegnum þetta til loka.“ Sóknarleikurinn var óþjáll í fyrri hálfleik hjá ykkur og varnarleikur- inn gekk ekki upp, en þið náðuð að snúa leiknum ykkur í hag á fyrri 15 mínútunum í seinni hálfleik. Hvemig stendur á því að þið hafið yfirleitt byijað svona illa í fyrr hálf- leik í úrslitakeppninni? „Að þessu sinni vorum við eins og byijendur í fyrri hálfleik saman- ber sex sendingar til mótherja. Sel- fyssingar léku hins vegar að eðli- legri getu, en okkur var refsað fyr- ir eigin klaufaskap. Við vorum of stífír og í hálfleik ákváðum við að breyta til og herbragðið heppnað- ist.“ Þið náðuð að stöðva Einar Gunn- ar Sigurðsson, en áttuð í miklum erfiðleikum með Sigurð Sveinsson sem fyrr. Er hann of sterkur fyrir ykkur? „Siggi er í geysilega góðri æfingu og það getur enginn stöðvað hann í svona ham. En sigurinn skiptir öllu og við förum í næsta leik stað- ráðnir í að sigra.“ Hlaut að koma að þessu Gunnar Beinteinsson hefur ekki verið mjög áberandi í sóknarleik FH að undanförnu, en hann blómstraði í gærkvöldi, var marka- hæstur og gerði 10 mörk. „Það hlaut að koma að þessu. Kristján Arason lætur sársaukann ekki á sig fá og ætlar að ljúka keppninni. Við Siggi [Sigurður Sveinsson] höf- um náð ágætlega saman í vetur en ekki fundið sama taktinn í síðustu leikjum. Við höfum beðið eftir að ná laginu og það tókst. Annars er ótrúlegt hvað við þurfum oft sem lið að fá spark til að komast í gang. Enn einu sinni vorum við undir í hálfleik, en eftir hlé fór úthaldið að segja til sín. Þar höfðum við vinninginn og nær allt gekk upp. Halli [Haraldur Ragnarsson] varði vel og við skutum Gísla [Felix Bjarnason] út úr marki Selfyssinga. Spilið gekk betur hjá okkur og það var sem við þyldum spennuna betur en þeir. Þetta er skemmtilegt fyrir- komulag og ánægjulegt að sjá svona marga stuðningsmenn, en maður greinir ekki hver styður hvern — þetta er bara mikill hávaði.“ Ánægður FH-ingurinn Sigurður Sveinsson hefur ekki leikið betur í úrslita- Morgunblaðið/RAX keppninni. Hann gerði tvö mörk á mikilvægum tíma í byijun seinni hálfleiks og átti þijár línusendingar á Gunnar, sem skoraði, en inn- siglaði sigurinn með síðasta marki FH. „Það er erfitt að vera stöðugt á toppnum og eiga að sigra. Við höfum fundið fyrir þessu, en sem betur fer höfum við náð að rífa okkur upp í seinni hálfleik eins og að þessu sinni. En hjá FH kemur ekkert annað til greina en sigur og þetta var einn sá mikilvægasti.“ Morgunblaöiö/RAX Sigurður Sveinsson hefur verið óstöðvandi í úrslitakeppninni. Sigurður var með 14 mörk GÍFURLEG spenna og barátta einkenndi leik Selfoss og FH á laugardag. Selfyssingar náðu strax undirtökunum, skiluðu fyrri hálfleik með þriggja marka forskoti, 11:9. í síðari hálfleík náðu FH-ingar sér á strik jaf nt og þétt. Þeir náðu að endur- taka sama leikinn og í fyrsta leiknum, að jafna á síðustu sekúndunni nema hvað nú gerðu þeir það þegar tvær sek- úndur voru eftir. í framlenging- unni bar siguvilji Selfyssinga ávöxt og þeir sigruðu, 30:27. Grátlegt, grátlegt, hrópuðu stuðningsmenn Selfoss upp yfir sig þegar jöfnunarmark FH var staðreynd enda von- legt þar sem Sel- fyssingar voru betri aðilinn o g með frumkvæðið allan tímann og FH-ingar komust aldrei yfir í leiknum. I framlengingunni var greinilegt að einbeiting Selfyss- inga var mun meiri en í fyrsta leikn- um. FH-ingar tóku Einar Gunnar Sig- urðsson og Sigurð Sveinsson úr umferð í síðari hálfleik. Selfyssing- ar svöruðu með frísklegum leik og náðu aukaköstum hvað eftir annað sem gáfu mörk eftir að stillt hafði verið upp fyrir Sigurð Sveinsson að skjóta. Þarna fundu þeir því svar við herbragði FH-inga. Hans Guðmundsson var um tíma mjög Sigurður Jónsson skrifar frá Selfossi atkvæðamikill hjá FH, gerði hvert markið af öðru úr langskotum en undir lok leiksins tókst Selfyssing- um að loka hann af. „Þetta var einfaldlega spegil- mynd af síðasta leik og það er greinilegt hvað þetta eru gífurlega jöfn lið. Það var mjög erfitt að lenda í framlengingu, þriðja leikinn í röð. Við höfum gert okkur seka um klaufaleg mistök í síðustu leikjum og það hefur verið gífurleg þrek- raun fyrir strákana að spila þessa leiki. Við munum að sjálfsögðu halda baráttunni áfram,“ sagði Ein- ar Þorvarðarson þjálfari Selfyss- inga. „Maður varð að taka af skarið og skjóta úr fríköstunum og það gekk, annars var þetta virkilega skemmtilegur leikur og við vorum ákveðnir í að vinna. Það var líka mikilvægt að fá Einar Guðmunds- son aftur inn í liðið. Nú er það lík- lega spurningin hvort liðið hafi meira úthald og meiri sigurvilja í næstu leikjum. Það ræður úrslít- um,“ sagði Sigurður Sveinsson. „Þeir unnu á einstaklingsfram- taki Sigurðar Sveinssonar og frí- köstunum. Svo vorum við of seinir í gang,“ sagði Kristján Arason þjálfari FH. „Það var góð tilfinning að jafna en það dugði ekki í þetta sinn,“ sagði Hálfdán Þórðarson, sem gerði jöfnunarmark FH á síðustu sekúnd- um leiksins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.