Morgunblaðið - 05.05.1992, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 05.05.1992, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 5. MAÍ 1992 B 5 Morgunblaöið/Jón Svavarsson Islands, óskar Arngeiri Friðriksson til ham- fyrir miðju, varð í þriðja sæti annað árið í röð. dingar ands „Jóhannes hefur lagt hart að sér“ Kjaitan Lárusson, sem hefur giímt við og þjálfað Jóhannes undanfarin ár, sagði að Jóhannes hefði lagt hart að sér til að ná settu marki — að vinna Grettisbeltið. „Það voru marg- ir ungir glímumenn sem ætluðu sér sigur. Jóhannes varð að hafa fyrir því að leggja þá að velli,“ sagði Kjart- an. Það er ljóst að Jóhannes mun ekki fá eins góða æfingu á Hvanneyri og á Laugarvatni, þar sem þrjátíu glímumenn hafa æft saman hjá Hér- aðssambandi Skarphéðins. „Jóhann- es varður að ráða fram úr þeim vanda. Ef hann slær slöku við þá koma aðrir glímumenn fram til að halda merki Skarphéðinsmanna á lofti," sagði Kjartan. Jóhannes Sveinbjörnsson, Glímukóngur íslands, ásamt þjálfara sínum, Kjartani Lárussyni. Jóhannes er 28 glímukappinn sem hefur unnið Grettisbeltið eftirsótta. Mm FOLK I MEÐALALDVR glímumanna í Íslandsglímunni var aðeins 20 ár, sem er lægsti meðalaldur glímu- manna frá þvi að keppt var um Grettisbeltið 1906. ■ ÞAÐ var Glímufélagið Grettir sem gaf beltið. ■ JÓHANNES Sveinbjörnsson er 28 glímukappinn sem hefur varð- veitt^ Grettisbeltið. B ÁRMANN Jakob Lárusson, frægasti glímumaður þandsins, sem var heiðursgestur á Islandsglím- unni, afhenti Jóhannesi beltið. Armann J. var Glímukóngur ís- lands fimmtán sinnum og þar af fjórtán ár í röð - hann tók við belt- inu fyrst 1952 og svo varðveitti hann beltið frá 1952 til 1967. Fað- ir hans, Lárus Salóinonsson var Glímukóngur fjórum sinnum - 1932, 1933, 1934 og 1938. fl JÓHANNES Sveinbjörnsson var ekki fæddur þegar Ármann J. vann sína fræknustu sigra. Jóhann- es fæddist 12. mars 1970 og er því nýorðinn 22 ára. ■ TRYGGVI Héðinsson frá HSÞ, var yngsti keppandinn - 17 ára, en félagi hans Lárus Björns- son elstur - 23 ára. ■ HJÁLMUR Sigurðsson, fyrr- um Glíinukóngur Islands, var yfir- dómari. ■ STEFÁN Bárðarson úr Vík- verjum og Tryggvi Héðinsson, HSÞ, voru nýliðar í keppninni um Grettisbeltið. H EYÞÓR Pétursson, HSÞ, sem varð GHmukappi íslands 1987, keppti ekki vegna veikinda. í fyrra komst hann ekki til Reykjavíkur, þar sem sauðburður stóð yfir. ÞÝSKALAND Spennanmagnast Við ætlum okkur titilinn, segir EyjólfurSverrisson SPENNAN heldur áfram um þýska meistaratitilinn í knatt- spyrnu. Frankfurt og Stuttgart unnu sína leiki um helgina og Dortmund gerði jafntefli. Frankfurt heldur efsta sætinu á hagstæðara markhlutfalli en Stuttgart. Dortmund er einu stigi á eftir þegar aðeins þrjár umferðir eru eftir. yrði mjög erfiður leikur. Við reynd- um allt sem við gátum og sigurinn var verðskuldaður. Það sem skiptir máli er að við erum efstir," sagði Dragoslav Stepanovic, þjálfari Frankfurt. Dortmund mátti þakka fyrir 2:2 jafntefli gegn Gladbach, sem komst í 2:0. Fyrirliðinn Michael Zorc bjargaði því sem bjargað varð með því að gera tvö mörk og það síðara á síðustu mínútu leiksins. Leikirnir sem liðin þrjú eiga eftir eru þessir: Frankfurt - Karlsruher (ú), Werder Bremen (h) og Hans Rostock (ú). Stuttgart - Gladbach (ú), Wattenscheid (h) og Leverkus- en (ú). Dortmund - Wattenscheid (ú), Leverkusen (h) og Duisburg (ú). Næsta umferð fer fram í kvöld. Efstu liðin þijú voru öll sein í gang og skoruðu ekki fyrr en undir lok leikja sinna. Eyjólfur Sverrisson og félag- FráJóni ar ' Stuttgart voru Halldóri 1:0 undir á móti Garðarssyni Stuttgart Kickers íÞýskalandi þegar 15 mínútur voru til leiksloka. En þá sprungu leikmenn Kickers og Stuttgart gerði þijú mörk á lokamínútunum. „Þetta var mjög erfiður leikur og Kickers lék einn sinn besta leik á tímabil- inu,“ sagði Eyjólfur Sverrisson sem var skipt útaf um miðjan síðari hálfleik. „Ég lagðist í flensu í vikunni og gat því ekki æft í þijá daga. Ég var því hálf slappur og hafði hrein- lega ekki úthald í níutíu mínútur," sagði Eyjólfur, sem lék sem varnar- tengiliður. „Það er mikil spenna í deildinni og ég er sannfærður um að úrslit ráðast ekki fyrr en í síð- ustu umferð. Við ætlum okkur að vinna titilinn." Fritz Walter, sem er 31 árs, gerði tvö marka Stuttgart og er marka- hæstur í þýsku deildinni með 20 mörk. Þriðja mark Stuttgart gerði Michael Frontzeck. Áður hafð Dim- itrios Moutas náð forystunni fyrir Kickers eftir slæm mistök Immels í marki Stuttgart. Frankfurt, sem vonast til að vinna titilinn í fyrsta sinn í 30 ár, var heppið gegn Duisburg og gerði öll þijú mörkin á síðustu sex mínút- unum. Það var enn einu sinni vara- maðurinn Lothar Sippel sem gferði tvö mörk, á 84. og 87. mín. Anth- ony Yeboah gerði þriðja markið mínútu síðar. „Ég vissi að þetta Marseille með met Marseille endaði tímabilið með því að vinna Lille, 1:0, í frönsku 1. deildinni á föstudag. Abedi Pele gerði sigurmarkið í síð- ari hálfleik. Þetta var fjórði meist- aratitill Marseille í röð og jafiiaði þar með met St. Etienne. Meistar- arnir töpuðu aðeins þremur leikum og fengu á sig 21 mark, sem er met. Marseille lék án Jean-Pierre Pap- in, sem var meiddur og Chris Waddle og Didier Deschamps, hvíldu fyrir Evrópuleikinn gegn Bastia í vikunni. Papin var marka- hæstur í deildinni fimmta árið í röð, skoraði 27 mörk. Serge Le Dizet jafnaði fyrir Ren- nes gegn Auxerre og þar með held- ur Rennes í vonina um að sleppa við fall þar sem liðið fær að leika um laust sæti gegn annað hvort Strassborg eða Angers. Luis Fern- andez og félar í Cannes náðu að- eins jafntefli gegn Nancy og féllu þar með í 2. deild ásamt Cannes og Nancy. Bordeaux og Valencien- nes taka sæti þeirra í deildinni. ítfúmR FOLK asta leik sinn á föstudag. PSG lék þá við Nantes á Parc des Princes- leikvanginum í París og lauk leikn- um með jafntefli, 1:1. 35 þúsund áhorfendur kvöddu markvörðinn og klöppuðu honum lof í lófa í leikslok. H JEAN-Pierre Papin, leikmaður Marseille, var í Mílanó um helgina og horfði á AC Mílan vinna Lazio 2:0. Papin er sem kunnugt er á förum til AC Mílan og leikur með liðinu næsta keppnistímabil. ,,Ég>' vona að vera mín hér hafi haft góð áhrif á liðið og að það verði meist- ari,“ sagði Papin. ■ HUGO Sanchez, landsliðsmaður Mexíkó, hefur ákveðið að hætta að leika með Real Madrid. Hann hefur átt í útistöðum við Leo Beenhak- ker, þjálfara liðsins, og ekki fengið að leika með liðinu að undanförnu. Sanchez, sem er 33 ára, hefur fimm sinnum orðið markahæsti leikmaður spænsku deildarinnar og hefur leikið með liðinu í sjö ár. íþróttafréttir á Spáni herma að Sanchez geti nú valið úr tilboðum frá félögum á Spáni, í Frakklandi, Sviss og Mex- íkó. ■ ALEKSANDER Ristic, júgó- slavneska þjálfaranum hjá Schalke, hefur verið sagt upp störfum og er hann 11. þjálfarinn sem fær að taka pokann sinn á yfirstandandi tímabili í Þýskalandi. Ristic, sem er 47 ára, tók við liðinu í janúar og stýrði því til sigur í 2. deild. En liðinu hefur ekki gegnið vel í úrvalsdeildinni og er í fallhættu. Klaus Fischer, fyrr- um landsliðsmaður Þýskalands, tek- ur við liðinu og stjórnar því út keppnistímabilið. ■ ERIC Gerets, fyrrum landsliðs- maður Belgíu, skoraði mark fyrir Eindhoven í kveðjuleik sínum með félaginu, þegar það vann Doetin- chen, 5:0. Gerets fer nú til Belgíu, þar sem hann verður þjálfari FC Liege. ■ AC Milan þarf nú aðeins eitt stig úr þremur síðustu leikjum liðs- ins, til að verða meistari á Ítalíu. Allt bendir til að félagið verði það fyrsta til að verða meistari án þess að tapa leik. Eyjólfur Sverrisson hefur nóg að gera. Bordeaux efst í 2. deild Arnór Guðjohnsen og samheijar i Bordeaux sigruðu í 2. deild frönsku knattspyrnunnar. Liðunum i 2. deild var skipt í tvo riðla og léku efstu liðin í hvorum riðli til úrslita heima og heiman um sigurinn í deildinni. Bordeaux vann báða leikina gegn Valenciennes, 4:0 á heima- velli og 3:2 á útivelli. Arnór lék ekki fyrri leikinn á heimavelli þar sem hann var viðstadd- ur fermingu sonar síns á íslandi. Hann lék síðari leikinn og spilaði á miðjunni eins og hann gerði í síðustu fjórum leikjum sínum með lið- inu. „Ég kann mun betur við mig á miðjunni en frammi. Þetta er sama staða og ég lék hjá Anderlecht," sagði Arnór. Arnór, sem gerði 7 mörk fyrir Bordeaux á tímabilinu, sagðist ánægð- ur með veru sína hjá liðinu. Hann reiknar með að einhveijar breyting- ar verið á liðinu fyrir næsta keppnistímabil, en þá leikur liðið í 1. deild. „Það er ljóst að það verður að strykja liðið ef það á að standa sig í 1. deild. Ég verð áfram hjá félaginu enda á ég tvö ár eftir af samn- ingstímanum,“ sagði Arnór. FRAKKLAND

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.