Morgunblaðið - 05.05.1992, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.05.1992, Blaðsíða 4
4 B MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 5. MAÍ 1992 KNATTYSPYRNA Ætla mér til Grikklands - sagði Eyjólfur Sverrisson, sem ætlar sér að leika HM-leikinn gegn Grikkjum í Aþenu Eyjólfur Sverrisson stendur í ströngu þessa dagana. Hann lék á laugardaginn með Stuttgart og á að leika aftur í kvöld og síðan á laugardaginn kemur. Síðan með landsliðinu gegn Grikkjum í næstu viku og síðasta leikinn í þýsku deildinni annan iaugardag. Hann mun því leika samtals 5 leiki á 15 dögum. _ „Þetta er búin að vera rosaleg törn. Ég hef mikinn áliuga á að leika með landsliðinu í Grikklandi þó svo að forráðamenn Stuttgart verði ekkert of ánægðir með það. En ég hef rétt á að leika með landsliðin og þeir geta ekkert sagt við því,“ sagði Eyjólfur. „Við eigum Leverkusen á útivelli í síðasta leik í deildinni og hann gæti orðið erfiður. Sérstaklega ef Leverkusen þarf sigur til að tryggja sér sæti í Evrópukeppninni. En það hefur gengi mjög vel hjá okkur og leikmenn og aðstandendur liðsins eru bjartsýnir og ætla sér titilinn." ínémR FOLX ■ LEEDS fékk Englandsbikar- inn afhentan fyrir leikinn gegn Norwich á Elland Road á laugar- daginn. Leeds vann síðasta leikinn 1:0 og gerði Rod Wallace sigur- markið í fyrri hálfleik. ■ ERIC Cantona, franski lands- liðsmaðurinn hjá Leeds, skrifaði undir þriggja ára samning við félag- ið fyrir leikinn gegn Norwich á laugardaginn. H KENNY Dalglish, framkvæmd- astjóri Bristol Rovers, heldur enn í vonina um sæti í úrvalsdeildinni. Bristol vann Charlton 1:0 á laugar- daginn og fer í úrslitakeppni um sæti í úrvalsdeildinni. H JOHN Barnes varð að fara af velli meiddur eftir aðeins 20 mínútur í leik Liverpool og Sheffield Wed- nesday á laugardaginn. Barnes hefur verið meira og minna meiddur allt tímabilið og gæti misst af bik- arúrslitaleiknum gegn Sunderland á Wembley um næstu helgi. H GLASGOW Rangers fagnaði sigri í skosku úrvaisdeildinni, sigraði Aberdeen 2:0 ál augardaginn og gerði alls 101 mark í deiidinni og er það í fyrsta sinn sem lið fer yfir 100 marka múrinn í deildinni. Ally McCoist gerði 100. mark liðsins er hann gerði fyrra mark liðsins. Hann var markahæsti leikmaður deildar- innar með 37 mörk. H DAVE Stringer, framkvæmda- stjóri Norwich City, skýrði frá því á föstudag að hann myndi hætta störfum hjá félaginu eftir þetta keppnistímabil. Hann hefur verð hjá félaginu í 30 ára, sem leikmaður, þjálfari og framkvæmdastjóri. H GARY Lineker lék sinn síðasta leik með Tottenham gegn Man- chester United á laugardaginn. Hann gerði eina mark Tottenham í 3:1 sigri United. Hann var marka- hæsti leikmaður deildarinnar með 35 mörk. Hann mun leika með jap- anska félaginu Naguya næsta keppnistímabil. H JAPANSKA félagið, sem hefur gert samning við Gary Lineker, ætlar að vera með sérstakt læknalið til að annast son hans, George, sem er með hvítblæði. Félagið Naguya hefur ráðið fimm manna lið til að sjá um George og er það nú í sér- stakri þjálfun í London. H ANDERS Limpar, landsliðs- maður Svía, meiddis illa í leik Arsenal gegn Soutiiampton á laug- ardaginn. Hann lenti í samstuði við leikmann Southampton með þeim afleiðinugum að hann kinnbeins- og nefbrotnaði. Óvíst er hvort hann geti leikið með Svíum í úrslita- keppni Evrópumótsins í knattspyrnu sem hefst Svíþjóð í júní. H JOEL Bats, markvörður PSG og og franska landsliðsins, lék síð- Sigurður Grétarsson. Treystumá gott gengi í bikarnum Sigurður Grétarsson og félagar hans í Grasshopper hafa ekki náð að sigra í síðustu sex leikjum sínum í svissnesku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Um helgina tapaði liðið fyrir Young Boys, 1:2. Liðið er nú í fjórða sæti þegar 4 umferðir eru eft- ir, þremur stigum á eftir Sion. „Það hefur gengið mjög illa hjá okkur að undanförnu og við eigum erfitt með að skora. í leiknum gegn Young Boys um helgina áttum við allan leikinn og fengum minnst átta marktækifæri, en nýttum aðeins eitt. Young Boys fékk þijú tækifæri og nýtti tvö,“ sagði Sigurður. Grasshop- per á eftir að leika gegn Xamax (ú), Ziirich (h), St Gallen (ú) og Servette (h). Sigurður sagði að nú væri treyst á gott gengi í bikarkeppninni. Liðið á að leika við Wettingen á útivelli í bikarnum í kvöld og vonast Sigurður til að liðið tryggi sér sæti í undan- úrslitum keppninnar. Hann sagðist vera klár í landsleik- inn gegn Grikkjum í næstu viku. „Ég mun hitta landsliðið í Aþenu á sunnu- daginn,“ sagði landsliðsfyririiðinn. SVIÞJOÐ Sögulegt hjá Orebro Markvörður Örebro var rekinn af leikvelli eftir aðeins fimm mín- útna ieik gegn Gautaborg í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á sunnu- dag. Hann handiék knöttinn viljandi fyrir utan vítateig og fékk fyrir það reisupassann. Þar sem liðin mega að- eins vera með 13 leikmenn á skýrslu var enginn varamarkvörður til að taka stöðu hans. Ungur sóknarmaður, sem iék fyrsta leik sinn með liðinu, var settur í markið og stóð sig vel. Gauta- borg vann þó leikinn 2:0. Hlynur Stef- ánsson átti ágætan leik á miðjunni. M. Einarsson, Svíþjóð ISLANDSGLIMAN Jóhannes nýr glímu- kóngur JÓHANNES Sveinbjörnsson, 22 ára glímukappi frá Heiðabæ f Þingvallasveit, var krýndur Glímukóngur íslands, og er hann 28. glímukappinn sem fær nafn sitt á silfurskjöld á Grettisbeltið, sem var fyrst keppt um 1906. „Ég er mjög ánægðurað vera kominn í hóp þeirra glfmukappa sem hafa unnið beltið," sagði Jóhannes, sem lagði andstæðinga sfna með glæsilegum brögðum. Það var erfiðast að glíma við Arngeir Friðriksson. „Við höf- um háð harða keppni á undanförn- um árum,“ sagði Jóhannes, en ■■■■HH glíma hans gegn Sigmundur ó. Arngeiri stóð yfir í Steinarsson 50 sek. Það var skritar skemmtilegt að sjá þessa miklu keppnismenn glíma. Jóhannes er 1,94 m og 110 kg, en Arngeir 1,71 m og 75 kg. „Þetta er eins og Davíð og Golíat séu að glíma,“ sagði Rögnvaldur Ólafs- son, formaður Glímusambands Is- lands. Jóhannes fékk ekki mikla hvíld fyrir viðureign sína við Arngeir, því að aðeins um fimmtán sek. fyrir viðureigina lagði hann Ingi- berg Sigurðsson, UV, að velli. Arn- geir varðist vel, en hann varð að játa sig sigraðan þegar Jóhannes náði glæsilegu bragði - lyfti Arn- geir hátt á loft og lagði hann með sniðglímu. Jóhannes glímdi fyrst við Stefán Bárðarson, UV, og lagði hann með sniðglímu, eftir að hafa lyft honum hátt upp á mjöðm. Jóhannes lagði Orra Björnsson, KR, næst, eftir sex sek., með klofbragði, sem Orri átti enga vörn við. Tryggvi Héðins- son, HSÞ, var næsta fórnarlamd Jóhannesar, en það tók hann að- eins þijár sek. að leggja Tryggva með sniðglímu á lofti. Jóhannes lagði Yngva Ragnar Kristjánsson, HSÞ, einnig með sniðglímu, eftir tíu sek. Þegar hér var komið við sögu átti Jóhannes eftir að glíma við þá Ingiberg Sigurðsson, UV, og Arngeir Friðriksson, HSÞ, en ljóst var að þeir gátu stöðvað sigur- göngu hans. Jóhannes lagði Ingi- berg eftir 12 sek. með viðstöðu- lausu hægrifótar klofbragði. Eins og fyrr segir þá veitti Arngeir Jó- hannesi harða keppni, en Jóhannes tryggði sér Gettisbeltið með því að leggja Lárus Björnsson, HSÞ, að velli með sniðglímu á lofti eftir ellefu sek. viðureign. Heppnisharka Arngeirs Arngeir Friðriksson, hinn knái glímukappi frá Þingeyjarsýslu, sýndi mikla keppnishörku. Hann meiddist á hné þegar Jóhannes lagði hann, en lét það ekki á sig fá og mætti til leiks í síðustu glímu sinni og lagði félaga sinn Tryggva Héðinsson með krækju eftir sautj- án sek. Arngeir var mjög fljótur að leggja Ingiberg Sigurðsson að velli - það tók hann aðeins rúmar tvær sek. að leggja hann með hægrifót- ar klofbragði. Ingibergur var einn- ig fljótur til í glímu sinni við Tryggva Héðinsson - lagði hann eftir rúmar tvær sek. með utanfót- arhælkrók á vinstri. Ingibergur lagði svo Orra Björnsson eftir fimm sek. á siðglímu. Þá má geta þess að Arngeir lagði Stefán Bárðarson eftir fimm sek. - tók hann hátt upp á mjöðm og lagði hann með sniðglímu á lofti. H Úrslit og loka' staða / B6 Ármann J. Lársson, fyrrum Glímukóngur ingju með annað sætið. Ingibergur Sigurðsson, 45 ár síðan Sunnlen áttu Glímukóng ísl Jóhannes Sveinbjörnsson varð fyrsti Sunnlendingurinn í 45 ár til að vinna Grettisbeltið og hljóta sæmdarheitið Glímukóngur Islands. ■HBBBHI Það var Guðmundur SigmundurÓ. Ágústsson frá Steinarsson yillingaholtshreppi í skrifar Ámessýslu sem varð glímukóngur 1947, en þá hafði hann unnið Grettisbeltið fimm ár í röð, eða frá 1943. „Það var kominn tími til að nafn- bótin kæmi aftur á Suðuriand," sagði Jóhannes Sveinbjömsson, sem tók við nafnbótinni af Olafi H. Ólafssyni úr KR, sem hafði varðveitt Grettisbeltið þijú síðustu ár, en alls fimm sinnum frá 1985. „Það er sárt að sjá á eftir beltinu," sagði Ólafur Haukur, sem sagði að það hefði verið erfitt að vera áhorfandi en ekki keppandi. „Ég var ákveðinn að hætta að keppa í Íslandsglímunni, en þegar keppnis- dagur nálgaðist var ég kominn með glímuskjálfta." Ólafur Haukur sagði að Jóhannes væri verðugur handhafi Grettis- beitisins. „Hann giímdi vel, er sterk- ur, sókndjarfur og öflugur í hábrögð- um. Amgeir Friðriksson glímdi einn- ig vel, en það er ljóst að kynslóða- skipti eru runnin upp í glímunni. Það voru ungir og efnilegir glímumenn sem áttust við hér í dag — glímu- menn sem eiga eftir að beijast um Grettisbeltið næstu ár,“ sagði Ólafur Haukur. Byrjaði að glíma sjö ára Jóhannes Sveinbjörnsson byrjaði að glíma sjö ára gamall, en fiórtán ára fór hann að æfa glímu af miklum krafti á Laugarvatni, þar sem hann stundaði nám í héraðsskólanum. „Kjartan Helgason þjálfaði okkur fyrst, en síðan hefur Kjartan Lárus- son séð um þjálfun. Það er mikill áhugi fyrir glímu á Laugarvatni og við förum oft til Reykjavíkur til að æfa og glíma við strákana í KR og Víkveija. Það höfum við gert til að fá meiri fjölbreytni í æfrngar," sagði Jóhannes, sem er sonur Sveinbjörns Jóhannesonar og Steinunnar Guð- mundsdóttur á Heiðabæ í Þingvalla- sveit. Jóhannes, sem er útskrifaður frá Bændaskólanum á Hvanneyri, hefur verið kennári við Héraðsskólann á Laugarvatni í vetur, en hann ætlar sér í framhaldsnám að Hvanneyri næsta vetur. „Ég hef mikinn áhuga á landbúnaði og draumurinn er að verða bóndi í Þingvallasveit," sagði Jóhannes.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.