Morgunblaðið - 22.05.1992, Blaðsíða 48
MORGUNBLADIfí, ADALSTRÆTI 6, 101 REYKJAVÍK
StMl 601100, SÍMBRÉF 091181, PÓSTHÓLF 1655 / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTI 85
FOSTUDAGUR 22. MAI 1992
VERÐ I LAUSASOLU 110 KR.
2).
2)
LETTOL
Ráðherrafundur EFTA:
Á RÁÐHERRAFUNDI Fríverslunarbandalags Evrópu, sem haldinn
var í Reykjavík og lauk í gær, náðist samkomulag milli EFTA-ríkj-
anna um hvernig skipta beri sameiginlegum kostnaði vegna samn-
ingsins um Evrópskt efnahagssvæði (EES). Má gera ráð fyrir að
útgjöld Islendinga muni nema um 200 milljónum króna á ári.
Töluverður hluti þeirrar upphæðar mun þó renna aftur til landsins
í formi ýmissa styrkja, s.s. til rannsókna eða menningarstarf-
semi. Einnig urðu ráðherrarnir sammála um það í gær að öll tungu-
mál ríkjanna væru jafnrétthá, að EFTA-dómstólIinn verði staðsett-
ur í Genf og að hefja beri leit að skrifstofuhúsnæði fyrir stofnan-
ir EFTA í Brussel.
Frans Andriessen, varaforseti
framkvæmdastjómar Evrópu-
bandalagsins, átti í gær fund með
EFTA-ráðherrunum. Ræddu þeir
meðal annars horfurnar í GATT-
samningunum. Að loknum fundin->
um voru ráðherrarnir mjög já-
Alftaeggj-
Aim stolið
úr hreiðri
ÁLFTAEGGJUM var stolið úr
hreiðri sem álftapar hafði gert á
jörðinni Sandi utarlega í Hjalta-
staðarþinghá. Upp komst um
stuldinn í fyrradag en parið hafði
fullgert hreiður sitt skammt frá
vegmum í síðustu viku og voru
egg komin í það fyrir nokkrum
dögum. Álftin er friðaður fugl.
Úlfar Jónsson, varðstjóri lögregl-
unnar á Egilsstöðum, segist telja
að eggin hafi verið farin að stropa
"••þar sem álftin hafi verið búin að
liggja á þeim í nokkra daga.
Hann segir að lögreglan hyggist
reyna að upplýsa stuldinn. „Þetta
er' lúalegt að gera en hér hafa
greinilega óprúttnir náungar verið
að verki,“ segir Úlfar.
Hópur kvikmyndatökumanna
sem starfað hefur fyrir austan i
vetur hugðist festa álftaparið á
filmu og var búinn að koma sér upp
aðstöðu til þess þegar upp komst
um verknaðinn.
kvæðir um að lausn myndi nást í
þeim. í samtali við Morgunblaðið
sagði Andriessen að það myndi
ekki koma sér á óvart ef samkomu-
lag næðist nást í GATT mjög bráð-
lega.
Þá ræddu ráðherrarnir og
Andriessen m.a. um fjölgun EB-
ríkja og sagðist varaforseti fram-
kvæmdastjórnarinnar ekki vera
bjartsýnn á að fyrstu EFTA-ríkin
gætu orðið aðilar 1. janúar 1995.
Andriessen átti einnig fund með
Jóni Baldvin Hannibalssyni utan-
ríkisráðherra og ræddu þeir aðal-
lega horfurnar í samskiptum
EFTA og EB ef öll EFTA-ríki
nema ísland yrðu aðilar að EB.
Sjá nánar bls. 18-19.
Ánægðir með aflann
Morgunblaðiö/bigurgeir
Þeir voru bærilega ánægðir með humaraflann skip-
veijarnir á Ófeigi frá Vestmannaeyjum, en þeir voru
við veiðar í fyrsta túrnum á humarvertíðinni í Háa-
dýpi 6-8 sjómílur suðaustur af Eyjum í gær. Á ann-
an tug báta frá Eyjum er nú við humarveiðar og
halda flestir þeirra sig undan Hornafirði, en auk
Ófeigs voru þrír bátar við veiðar á heimaslóð í gær.
Fengist höfðu um 130 kíló af slitnum humri í hveiju
hali á Ófeigi, og á myndinni sjást Ómar Hreinsson
og Þorsteinn Viktorsson kampakátir með aflann.
Ríkisskattanefnd úrskurðar í fyrsta kvótamálinu:
-------------------------------7-
Stenst ekki skattalög að
eignfæra keyptan kvóta
Keyptan langtímakvóta ber að skrá sem rekstrarkostnað í bókhaldi
RIKISSKATTANEFND hefur nú
kveðið upp úrskurð sinn í fyrsta
kvótamálinu sem kært var til
nefndarinnar af umbjóðanda út-
gerðarfyrirtækis á Vestfjörðum
í febrúar á síðasta ári. Ríkis-
skattanefnd kemst að þeirri nið-
urstöðu að það standist ekki
skattalög að eignfæra keyptan
langtímakvóta í bókhaldi, heldur
beri að skrá slíkan kvóta sem
rekstrarkostnað og gjaldfæra
Bæjarstjóm í Eyjum vill að
kvótasala verði afnumin
Vestmannaeyjum.
BÆJARSTJÓRN Vestmannaeyja samþykkti á fundi sínum sl. mið-
vikudag að skora á sjávarútvegsráðherra að flýta sem frekast er
kostur endurskoðun sjávarútvegsstefnunnar með það að leiðarljósi
að kvótasala verði afnumin. Átta bæjarfulltrúar greiddu tillögunni
atkvæði en einn sat hjá.
Tillagan var flutt af Ragnari
Óskarssyni, fulltrúa Alþýðubanda-
lagsins, en fulltrúar Alþýðuflokks
og tveir fulltrúar meirihluta Sjálf-
stæðisflokks gerðust meðflutnings-
menn að tillögunni. Við afgreiðslu
tillögunnar greiddu allir bæjarfull-
trúar henni atkvæði nema Sigurður
Einarsson, Sjálfstæðisflokki, sem
sat hjá.
í tillögunni er skorað á sjávar-
útvegsráðherra að við endurskoðun
á fiskveiðistefnunni verði þess
freistað að ná sem víðtækastri
samstöðu allra hagsmunaaðila og
að sameign þjóðarinnar, fiskurinn
í sjónum, geti hvorki orðið eign
tiltölulegra fárra né að þeir geti
verslað með hana milli sín. „Bæj-
arstjóm Vestmannaeyja telur fulla
þörf á að meta að nýju sókn-
armarksleiðir, byggðakvóta,
krókaleyfi meðal smábáta og aðrar
leiðir sem koma í veg fyrir að sam-
eign þjóðarinnar verði eign tiltölu-
legra fárra," segir í niðurlagi tillög-
unnar.
Ragnar Óskarsson flutnings-
maður tillögunnar sagði í samtali
við Morgunblaðið að tillagan væri
flutt í framhaldi af umræðum sem
urðu á borgarafundi um sjávarút-
vegsmál sem haldinn var í Eyjum
í apríl. „Megininntak tillögunnar
er að horfið verði frá því með ein-
hvetjum hætti, að menn geti látið
þessa sameign þjóðarinnaf ganga
kaupum og sölum,“ sagði Ragnar.
Georg Þór Kristjánsson var ann-
ar bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks-
ins sem gerðist meðflutningsmaður
að tillögu Ragnars. Hann sagði
enga launung á því að hann væri
mótfallinn núverandi kvótakerfi og
sagðist telja að þorri Eyjamanna
væri á móti því, enda væri það
mjög gallað. Mjög óeðlilegt væri
að framsal aflaheimilda ætti sér
stað og væri hann mótfallinn því.
Grímur
allan á því ári sem hann er keypt-
ur. Á sama hátt ber söluaðilum
slíks kvóta að tekjufæra hann
allan á því ári sem hann er seld-
ur. Úrskurði þessum má áfrýja
til Hæstaréttar.
Með úrskurði sínum hefur ríkis-
skattanefnd hafnað því að keyptur
langtímakvóti sé eign í skilningi
skattalaganna. Hinsvegar hefur
það ávallt verið skilningur ríkis-
skattstjóra að þennan kvóta beri
að meðhöndla sem eign í bókhaldi
og afskrifa hann á sama hátt og
skip eru afskrifuð, eða um 8% á ári.
Upphaf málsins má rekja til þess
að skattstjóri gerði athugasemd við
liðinn „kvótakaup" á rekstrarreikn-
ingi útgerðarfyrirtækisins fyrir árið
1989. Þar höfðu kaup á langtíma-
kvóta verið skráð sem rekstrar-
kostnaður. Skattstjóri vísaði til
verklagsreglna ríkisskattstjóra þar
sem segir: „Varðandi skattalega
meðferð kaupa á aflakvóta ber að
eignfæra og fyrna hann með 8%
eða sömu fyrningarprósentu og
vegna skips og skipsbúnaðar.“ I
framhaldi af þessu kvað skattstjóri
upp kæruúrskurð í málinu og fylgdi
honum skattbreytingarseðill þar
sem gerð var lækkun á gjaldfærslu
kvótakaupanna og hann fyrndur
um 8%. Þessa málsmeðferð kærði
útgerðarfyrirtækið síðan til ríkis-
skattanefndar.
í greinargerð sinni fyrir ríkis-
skattanefnd segir umboðsmaður
kærenda m.a. að hann geti ekki
fallist á þá skoðun skattstjóra að
eignfæra og afskrifa veiðikvóta. „í
fyrsta lagi samrýmist slík eign-
færsla ekki 1. gr. laga nr. 3/1988
um stjórn fiskveiða þar sem segir
í upphafi: „Fiskistofnar á íslands-
miðum eru sameign íslensku þjóðar-
innar.“ í öðru lagi er aflakvóti ekki
eign sem keypt er í eitt skipti fyrir
öll, heldur er hér um að ræða viss
réttindi sem í reynd eru veitt til
eins árs í senn og fer það síðan
eftir ástandi fiskistofna og ákvörð-
un stjórnvalda hveiju sinni hvort
kvóti ársins verði óbreyttur miðaður
við fyrra ár eða hvort hann er skert-
ur meira eða minna,“ segir m.a. í
greinargerðinni.
í kröfugerð ríkisskattstjóra segir
m.a.: „Ljóst er að þegar fiskveiði-
kvóti er keyptur til frambúðarltem-
ur fram verðmætamat á honum.
Þetta mat á verðmætum eða þessi
réttindi telur ríkisskattstjóri að beri
að eignfæra. Réttindi þessi eru
óumdeilanlega tengd þeim skipum
sem þau varða, þykir beinast liggja
við að afskrifa þau með sama hlut-
falli og skip.“
Sjá nánar á bls. 20.
Kostnaður Islands
verður 200 millj-
ónir króna á ári