Morgunblaðið - 22.05.1992, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MAÍ 1992
29
Gamli Geysir og Gamlir Fóstbræður;
Þrennir tónleik-
ar um helgina
KÓRARNIR Gamli Geysir og
Gamlir Fóstbræður halda
Listaskálinn:
Sýning á
verkum
Tryggva
Olafssonar
TRYGGVI Ólafsson mynd-
Iistarmaður opnar sýningu á
verkum sínum í Listaskálan-
um, vinnustofu Guðmundar
Armanns Siguiýónssonar, i
Grófargili í dag, föstudag,
kl. 17.
Sýningin verður opin frá kl.
17 til 19 opnunardaginn, en um
helgina, laugardag og sunnu-
dag, verður opið frá kl. 14 til
19, en sýningin stendur aðeins
í þrjá daga.
A sýningunni verða um 20
verk, akrílmyndir, og er um
sölusýningu að ræða, sem hald-
in er hér á vegum Gallerís
Borgar.
Tryggvi hefur verið búsettur
í Danmörku síðustu ár, en hann
hefur sýnt verk sín regluiega
hér á landi, en þetta er þó í
fyrsta sinn sem hann sýnir á
Akureyri.
þrenna tónleika um helgina.
Hinir fyrstu verða í Víkurröst,
Dalvík, á laugardag kl. 17 og
síðan í Tjarnarborg, Ólafsfirði,
kl. 20.30 sama dag, en þeir
þriðju verða í Akureyrarkirkju
á sunnudag kl. 16. Alls taka 65
söngmenn þátt í tónleikunum.
Söngstjórar eru Jón Þórarins-
son, sem stjórnar Fóstbræðrum
og sameiginlegum söng, og Árni
Ingimundarson, sem stjórnar
Gamla Geysi og sameiginlegum
söng kóranna. Undirleikari er Jón-
as Ingimundarson, en einsöngvar-
ar þeir Kristinn Hallsson, Aðal-
steinn Jónsson og Orn Birgisson.
Á efnisskránni eru íslensk og
erlend lög og munu kórarnir bæði
syngja hvor í sínu lagi og saman.
Samstarf kóranna hefur af og
til verið alit frá árinu 1930, eftir
að íslenskir karlakórar sungu við
Alþingishátíðina það ár. Á síðasta
ári endurnýjuðu eldri félagar kór-
anna samstarfið, en þá héldu
Geysismenn suður til tónleika og
sungu á Selfossi og Laugarnes-
kirkju og nú fá þeir heimsóknina
endurgoldna er Fóstbræður koma
norður. Gamlir Geysisfélagar eiga
20 ára afmæli á þessu ári, en þeir
hófu starfsemi á 50 ára afmæli
Karlakórsins Geysis árið 1972.
Þeir hafa komið fram á tónleikum
auk þess sem þeir hafa sungið
fyrir vistmenn elliheimila og við
helgiathöfn í Glerárkirkju.
Skautafélag Akureyrar:
Hjólaskautaleiga í sumar
Hjólaskautaleiga verður opn-
uð á svæði Skautafélags Akur-
eyrar á morgun, laugardag, og
verður hún opin daglega i sumar
frá kl. 13 til 21.
„Við erum með þessu að skapa
líf á svæðinu allan ársins hring og
ætlum okkur að vera með ýmsar
uppákomur, eins og hjólaskautaball
og fleira,“ sagði Magnús Finnsson
hjá Skautafélagi Akureyrar.
Reiknað er með að í sumar gef-
ist skautafélagsmönnum kostur á
æfingum í svokölluðu götuhokkí og
þá er verið að semja við KA um
að taka hjólaskautakennslu sem lið
í íþróttanámskeiði sem hefst hjá
félaginu innan skamms.
Magnús sagði að félagið ætti þó
nokkurt magn skauta í öllum núm-
erum, sem leigðir verða ásamt
hjálmum, en allir sem renna sér á
skautum á svæðinu í sumar verða
að bera hjálma.
Skautafélagsmenn eru með fleiri
hugmyndir, því þeir hyggjast sækja
um leyfi til að setja silunga í tjörn
sem er á lóð félagsins, en á tjörn-
inni er fyrirhugað í framtíðinni að
setja upp braut fyrir skautahlaup.
Veiðileyfi verða seld á svæði skaut-
afélagins.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Menningarmálanefnd veitir viðurkenningar
í hófi sem Menningarmálanefnd Akureyrar hélt á Fiðlaranum í fyrradag voru afhentar viðurkenningar
úr Húsfriðunarsjóði Akureyrar, Menningarsjóði Akureyrar, verðlaun vegna ljóða- og smásagnasamkeppni
16 til 25 ára ungmenna auk þess sem tilkynnt var um hver yrði næsti bæjarlistamaður Akureyrarbæjar.
Á myndinni eru þeir sem hlutu áðurnefndar viðurkenningar, frá vinstri er Haukur Viktorsson arkitekt,
sem teiknaði húsið Aðalstræti 65 sem hlaut viðurkenningu Húsfriðunarsjóðs í ár, og Inga Sólnes, eigandi
hússins. Þá kemur Jakob Tryggvason organisti, sem hlaut viðurkenningu Menningarsjóðs, Margrét Jóns-
dóttir myndlistarmaður, sem fékk starfslaun bæjarlistamanns Akureyrarbæjar, Guðrún Kristjánsdóttir,
eiginkona Einars Kristjánssonar rithöfundar sem hlaut viðurkenningu Menningarsjóðs. Ragnhildur Magnús-
dóttir fékk viðurkenningu fyrir smásöguna Fljótið, Hlynur Hallsson hlaut verðlaun fyrir ljóð í ljóða- og
smásagnasamkeppni í tengslum við vinabæjaviku á Akureyri í næsta mánuði og Nína Björk Stefánsson,
sem fékk viðurkenningu fyrir smásöguna Ef. í frétt blaðsins um þetta mál í gær kom ekki fram að Hauk-
ur Viktorsson arkitekt hafi hlotið viðurkenningu vegna Aðalstrætis 65 og er beðist velvirðingar á því.
Meiðyrðamál Qlafs Sigurgeirssonar gegn Pétri Péturssyni:
Pétur krefst þess að verða
sýknaður af öllum kröfum
PÉTUR Pétursson heilsugæslu-
læknir á Akureyri lagði í gær
fram í bæjarþingi Akureyrar
greinargerð sína í meiðyrða-
máli Ólafs Sigurgeirssonar hdl.
gegn honum. Ólafur gerði þær
kröfur að ýmis ummæli er Pétur
hafði látið falla í fjölmiðlum um
sig yrðu dæmd dauð og ómerk,
en sem kunnugt er höfðaði Ólaf-
ur fyrir hönd 35 vaxtar- og
kraftlyftingamanna mál gegn
Pétri vegna ummæla um meinta
notkun hormónalyfja manna er
stundi þessar íþróttir.
Pétur flutti mál sitt sjálfur fyrir
bæjarþingi og krafðist þess að
hann yrði alfarið sýknaður af öll-
um kröfum stefnanda. Hann hafi
í ræðu og riti reynt að miðla al-
menningþ af þekkingu sinni um
þau atriði er haft geta bætandi
áhrif á heilsufar og komið í veg
fyrir heilsubrest, svo sem hlutverk
lækna sé og hafi því á síðasta
vetri notað tækifærið til að vara
við misnotkun karlhormóna, sem
komið hafi í ljós að er umtalsvert
heilsufarsvandamál. Hann hafi
kosið að gera það á þann hátt að
eftir yrði tekið.
Pétur segir í greinargerð sinni,
að mál á hendur sér séu rekin
með offorsi, rangtúlkunum og
jafnvel vísvitandi missögnum og
sér dyljist ekki að verið sé að gera
tilraunir til að hefta tjáningarfrelsi
sitt og hræða til að þegja yfir því
sem sér beri skylda til að koma á
framfæri. Ekki sé hægt að líta á
það öðruvísi en sem aðför að rétt-
indum sínum sem læknis og
ábyrgs þjóðfélagsþegns og hljóti
hann því að snúast til vamar rétt-
indum sínum.
„Það stríðir gegn réttlætistil-
finningu minni ef dæma á mig til
tugthúsvistar og hárra bóta vegna
krafna manns, sem hefur ítrekað
hellt ■ yfir mig móðgunum, borið
út um mig hálfgildingsróg, vegið
að starfsheiðri mínum og hamast
við að svipta mig atvinnu minni.
í þeim atgangi hefur hann gengið
miklu lengra í orðum og kröfu-
gerð, en þau meinlausu orð, sem
ég hef látið falla, gefa nokkurt
tilefni til,“ segir í greinargerð Pét-
urs.
Fer Pétur fram á að öllum refsi-
og bótakröfum á hendur sér verði
hafnað og öllum ómerkingarkröf-
um einnig. Þá lýsir hann því yfir
að hann muni ekki hafa frekari
afskipti af máli þessu.
Ráðherrafundur í Finnlandi:
Ung'verjalandi veitt aðild að Evreka
EINS árs formennsku Finna í
Evreka, rannsóknasamstarfi
Evrópuþjóða, lýkur í dag. Ólaf-
ur G. Einarsson, menntamála-
ráðherra, situr af því tilefni
fund ráðlierra landanna, sem
eiga aðild að samstarfinu, í
Tampere í Finnlandi. Ráðherr-
arnir munu væntanlega taka
ákvörðun um að veita löndum í
austurhluta Evrópu aðild að
samstarfinu, meðal annars Ung-
verjalandi.
Á fundinum munu ráðherrarnir
enn fremur ræða um aukna hlut-
deild lítilla og miðlungs stórra fyr-
irtækja í Evreka-samstarfinu,.
Venju samkvæmt munu þeir einn-
ig staðfesta þátttöku nýrra rann-
sókna- og þróunarverkefna, sem
að þessu sinni eru liðlega hundr-
að. Síðustu daga hefur Tampere
einkennst af þessum tímamótum.
Á fjölmörgum fundum samstarfs-
aðilanna hafa niðurstöður verk-
efna verið dregnar saman, tækni-
sýningar verið haldnar og ýmsar
kynningar.
Dr. Vilhjálmur Lúðvíksson,
framkvæmdastjóri rannsóknaráðs
ríkisins, er fulltrúi íslands í stjórn
Evreka. Hann hefur tekið þátt í
undirbúningi ráðherrafundarins
undanfarna daga.
ísland hefur verið þátttakandi
í Evreka frá 1986. Stærsta verk-
efnið, sem íslendingar taka þátt í
er Halios-fiskiskip 10. áratugár-
ins.
Vorhátíð í
FORELDRAFÉLAG Seljaskóla
gengst fyrir vorhátíð á lóð skól-
ans laugardaginn 23. maí næst-
komandi.
Ymislegt verður gert til
skemmtunar. Keppt verður í hjóla-
þrautum, langhlaupi, pokahlaupi
Seljaskóla
og vítaskotum í körfu. Veitt verða
verðlaun fyrir 1.-3. sæti í keppnis-
greinum og allir sem þátt taka fá
viðurkenningarskjal. Minigolf o.fl.
verður á staðnum. Markmið vorhá-
tíðarinnar er að gefa foreldrum
og börnum tækifæri til sameigin-
legrar skemmtunar.
SAMSKIPA
dcildisa
Þórsvöllur luugurdag kl. 14.00.
að sjálfsögðu