Morgunblaðið - 19.06.1992, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 19.06.1992, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 1992 C 5 Fyrsti íslenski nemandinn sem fær styrk til söngnáms við konunglegan breskan tónlistarháskóla HANN var staddur í Danmörku á söngferðalagi með kór Fjölbrautaskólans á Selfossi þegar hann sá auglýsingn í Morgunblaðinu frá Söngskóla Reykjavíkur og datt í hug að slá á þráðinn til ís- lands og athuga hvort hann mætti ekki koma í prufu þegar hann kæmi heim. I fyrstu var haldið að hann væri tenór. Á daginn kom þó að hann er baritón. Loftur Erlingsson komst inn í Söngskólann og er útskrifaður þaðan. Hinsvegar er hann nú á leiðinni til Bretlands í framhaldsnám þar sem hann fyrstur íslendinga hefur hlotið alþjóðlegan styrk til að stunda nám við konunglegan breskan tónlistarhá- skóla. Ég hef farið flatt á að syngja við stýrið. Einn daginn var ég í miðri óperu og tók ekki eftir því að ég var að aka yfir á rauðu ljósi fyrr en laganna verðir stöðvuðu mig. Þessa dagana er í mörgu að snúast hjá Lofti, hann ekur sendiferðabíl á daginn og 2! hefur verið að æfa með ís- lensku óperunni fyrir sýning- ar á Rigoletto sem þessa dagana er verið að flytja á vegum Listahátíðar. „Það er mjög skemmtilegt að taka þátt í óperuuppfærslum og ég hef verið í óperukórnum með skólanum. í Rigoletto fer Loftur með hlutverk Marullo. Þetta er ekki fyrsta einsöngshlut- verkið hans, áður hefur hann farið með hlutverk hjá íslensku óper- unni í Ævintýrum Hoffmanns, Carmina Burana, Töfraflautunni og á vegum Söngskólans verið í hlutverki Umbertos í Ráðskonuríki og Fígaró í þáttum úr Brúðkaupi Fígarós. „Ég hef alltaf haft gaman af því að syngja og er svolítið veikur fyrir kirkjutónlist þó aðaláherslan sé á óperusöng. í kirkjunni ríkir kyrrð og við hana kann ég. Ég fann sérstaklega fyr- ir þessu á friðarvöku í Dómkirkj- unni þegar Persaflóastríðið braust út. Það var falleg stund, mjög fámenn bænastund. Þegar prest- urinn hafði farið með friðarbæn söng ég Friðarins feuð á éftir. Því andartaki á ég seint eftir að gleyma. Sálmurinn var kröftugur og hljómurinn í kirkjunni góður. Mér fannst ég í rauninni leggja mitt af mörkum til heimsmál- anna.“ - Ertu kirkjumaður? „Já ég held ég megi segja það. Ég vandist því í æsku að sækja messugjörð. Þegar ég söng í fyrsta skipti í kirkjukór var ég ekki hár í loftinu. Ein jólin heima á Sand- læk þegar átti að messa skall á þreifandi bylur og foreldrar mínir áttu að syngja við messuna. Allt virtist vera ófært en við feðgarnir ákváðum að láta slag standa og dúða okkur í gamla Landroverinn og fara til kirkju. Presthjónin og organistinn voru mætt og við ákváðum að hafa stutta messu. Ég hef verið viðloðandi kórsöng alveg frá því ég var unglingur en þá byijaði ég að syngja með Ár- neskómum.“ Það kemur á daginn að fjölskyldan er öll söngelsk, for- eldrar Lofts, Erlingur Loftsson og Guðrún Helgadóttir á Sandlæk í Gnúpverjahreppi, hafa löngum sungið í kirkjukór og verið i Ámes- kórnum. Föðurbróðir Lofts, Loftur Loftur syngur hlutverk Marullo í Rigoletto en þessa dagana er verið að flytja Rigoletto á ný á vegum Listahátíðar. S. Loftsson stjórnar Árneskórn- um. Loftur segist 'hafa stigið sín fyrstu spor sem einsöngvari á söngferðalagi með kór Fjölbrauta- skólans á Selfossi í Danmörku. Það var einmitt þá sem hann fékk þá hugdettu að fara að læra söng. Hann tók ekki undirbúnings- deild hjá Söngskólanum heldur fór beint í fyrsta stig og segist hafa fengið ágætis kennara, Ásrúnu Davíðsdóttur, núverandi skóla- stjóra Söngskólans og Guðmund Jónsson. „Ef eitthvað hefur skipt sköpum um að ég verði kannski söngvari einhverntíma þá er það Guðmundur Jónsson. Hann er sér- stakur persónuleiki að þekkja og umgangast og ekki síst mikils virði að hafa fengið að kynn- ast því hvaða augum hann lítur á söng- inn.“ Loftur Erlingsson útskrifaðist vorið 1991 úr Söngskólan- úm í Reykjavík. Við útskrift kemur alltaf prófdómari frá Bret- landi og að þessu sinni mælti hann með því að Loftur fengi styrk til frekara náms { Bretlandi. Þess má til gam- ans geta að nú í vor mælti breski próf- dómarinn með þrem- ur stúlkum sem hugsanlegum styrk- þegum. Styrkurinn er til eins eða tveggja ára eftir því sem úr vinnst. Árlega eru um sex hundruð þús- und tónlistarnemend- ur prófdæmdir af breskum skólum og í fyrra hlutu átta nemendur alþjóð- legan styrk hjá konunglegu skól- unum. í haust heldur Loftur ásamt konu sinni Sólveigu Þórðardóttur og syni, Erlingi Snæ, utan til frek- ara söngnáms við Royal Northern College of Music í Manchester. „Mér finnst þetta feikilega spennandi og reyndar hefur blund- að með mér í nokkurn tíma að fara í frekara söngnám. Styrkur- inn var sparkið sem ég þurfti til að drífa mig af stað.“ - Draumurinn er semsagt að geta með tíð og tíma framfleytt sér sem óperusöngvari? „Það hlýtur að vera þó ekki væri nema nokkur ár.“ ■ Guðbjörg R. Guðmundsdóttir er mikið ábyrgðarstarf Á SUMRIN er algengt að stúlkur og í vaxandi mæli drengir gæti yngri systkina sinna á meðan foreldrarnir eru að vinna eða einfaldlega að krakkar ráði sig í vintni við að passa börn. En það er ábyrgðarstarf að vinna við barnagæslu og Rauði kross íslands gaf nýlega út bækling með ráðleggingum fyrir foreldra og barn- fóstrur. Rauði kross íslands hefur reyndar í nokkur ár staðið fyrir barnfóstrunámskeiðum víða um land til að auka þekkingu, þátttakenda á börnum og umhverfi þeirra. 3. Ef eitthvað kemur fyrir er mikil- vægt að barnfóstran viti nákváem- lega hvar hægt er að ná í ykkur í síma. Hafið númerið skrifað stór- um stöfum við símann. Ef erfitt er að ná í ykkur skiljið þá eftir númer hjá ættingja/kunningja/ná- granna en gangið úr skugga um að viðkomandi verði heima. 4. Hafið vasaljós á vísum stað ef rafmagn fer af húsinu. Ráðleggingar tll foreldra 1. Mikilvægt er að börnin þekki barnfóstruna. Ef þau -vakna upp geta þau orðið hrædd ef þau sjá ókunnugt andlit yfir sér. 2. Barnfóstran á að mæta tíman- lega til að fá allar nauðsynlegar upplýsingar. Ef hún er ný þarf hún líka að kynnast börnunum áður en þið (foreldrar) farið. 5. Gangið úr skugga um að barnfóstran viti hvar 'eftirtaldir hlutir eru: a. ljósrofar b. sími c. sjúkrakassi 6. Munið að hafa símanúmer slökkviliðs,.lögreglu og sjúkrabíla við símann. Gangið úr skugga um að barnfóstran viti hvaða upplýs- ingar þarf að gefa þegar hringt er í þessa aðila. 7. Fjarlægið slysagildrur s.s. lyf, hættuleg tæki og annað þesshátt- ar áður en barnfóstran kemur.- 8. Sjáið til þess að bamfóstran komist heim á öruggan hátt. Ráðleggingar til barnfóstru 1. Mættu alltaf á réttum tíma. 2. Gættu þess að fá upplýsingar um eftirfarandi: a. notkun eldavélar, örbylgjuofns eða annarra tækja sem þú átt að nota. b. hvenær barnið á að fara að sofa. c. hvernig öryggislæsingar á rúmi, barnastól og öðrum útbúnaði virka. d. Hvað þú átt að gera ef barnið kastar upp eða grætur stanslaust. e. hvar bleyjur, föt og rúmföt eru geymd. f. hver uppáhalds leikföng og bækur bamsins eru. 3. Fáðu upplýsingar um hvort barnið þurfi einhveija sérstaka meðhöndlun. 4. Stilltu ekki útvarp, sjónvarp eða hljómflutningstæki það hátt að þú heyrir ekki ef barnið kallar eða grætur. 5. Líttu til barnsins við og við jafn- vel þó að það sé sofandi til þess að kanna hvort allt sé í lagi. 6. Bjóddu vinum þínum eða vin- konum aldrei til þín nema með leyfi foreldra. 7. Fáðu upplýsingar um hvort von sé á einhveijum. Hleyptu aldrei ókunnugum inn. 8. Mikilvægt er að vita nokkurn veginn hvenær von er á foreldrun- um heim. ■ KREM KREMANNA FRÁ JEAN D'AVÉZE Jouvence kremið, best selda kremið hjá Jean d’Aveze, er orðið 30 ára gamalt og sýnir allsengin aldurseinkenni. • Mjög virk formúla inniheldur jurtaefnið Perretol, sem stuðlar að jafnvægi, eykur endurnýjunfrumanna og dregur úrellimörkum ásamt öðrum húðgöllum og lýtum eins og örum. Krem sem konur vilja í dag. e Notist sem næturkrem og/eða dagkrem ef húðin er mjög þurr, hefur græðandi og róandi áhrif. e Jouvence kremið hentar öllum húðtegundum og öllum aldurshóp- um. Óumdeilanlegursigurvegari, sem mun áfram láta til sín taka. Jouvence línan er einföld og inniheldur allt sem þú þarft fyrir virka húómeðferð. Fyrir utan Jouvence kremlð er boð- ið upp ð: Mjög mllda hreinsimjólk, andlltsvatn með og án alkóhóls, þunnfljótandl rakakrem, verndandi dagkrem og sérkrem eins og hálskrem og andlltsmaska. Útsölustaðir: Reykjavík og nágrenni: Andorra, Ársól, Bylgjan, Evita, Snyrtistofan Jóna, Mlkligarður v/Holtaveg, Sigurbog- inn, Snyrtivöruverslunin Glæsibœ, Top Ciass. Landsbyggðin: Apótek Ólafsvfkur, Bjarg, Akranesi, Grindavíkurapótek, Lyfsalan Vopnafirði, Stykkis- hólmsapótek, Smart, Keflavík, Vörusalan, Akureyri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.