Morgunblaðið - 19.06.1992, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 19.06.1992, Blaðsíða 10
10 c MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 1992 Með Air Lanka frá Singapore til Colombo ÞAÐ tók langan tíma að tjekka inn á Changiflugvelli í þriggja tíma flug tíl Colombo því öryggiseftirlit var með því kröft- ugra og ekki að ástæðulausu með það í huga hvílík skálmöld hefur verið á Sri Lanka síðustu ár. Nauðsynlegt er að reikna með minnst tveimur klst. Síðan labbaði ég um þessa marg- verðlaunuðu og lofuðu flughöfn og fannst allt myndarlegt, hreint og fallegt en verslanir ekki eins spenn- andi og ætla mátti af umsögnum. Það varð hálftíma seinkun á að við kæmumst á loft og vélin keyrði fram og aftur um brautina. Skýring var ekki gefin. Skjálfhentur og sveittur flugþjónn afhenti uppþorn- aðar andlitsþurrkur og í sömu mund var tekið á loft, honum gafst ekki tími til að koma sér í sætið sitt og varð það ekki til að bæta ókyrra líðan hans. Matseðli var dreift hálftíma eftir flugtak og drykkir komu nokkru síðar. Flugþjónninn rétti mér mini- flösku af gini eins og ég bað um en gleymdi að koma með blandið fyrr en eftir langa mæðu. Vélin var allt að því full, þrengsli nokkur og ekki nógu rúmt milli sæta. Á matseðlinum las ég að ég gæti valið á milli kjúklings á ind- verska vísu og fisks. Svo leið klukkutími og ekkert bólaði á matn- um fyrr en æði löngu síðar. Grænmetissalat í forrétt var með 12323 UM HELGINA hafnarganga kl. 14 e.h. og síðan eru hafnargöngur í allt sumar, á öllum þriðjudags- og fimmtudags- kvöldum, þær næstu því 23. og 25. júní. Ferðimar taka einn til tvo klukkutíma. Leiðir eða kynningar- efni er mismunandi. Alltaf er lagt upp frá Hafnarhússportinu kl 21. Sólstöðugangan 1992 Sunnudaginn 21. júní nk. eru sumarsólstöður. Að venju verður efnt til sólstöðugöngu þennan dag en þá er sem kunnugt er sól hæst á lofti. Þetta verður áttunda sól- stöðugangan í Reykjavík og ná- grenni. Tilgangur sólstöðugöngunnar er að minna á hið ánægjulega í tilver- unni. Sólstöðugangan hefur verið köll- uð „Meðmælaganga með lífinu og menningunni". Eins og fyrri ár geta menn kom- ið og farið að vild á meðan á sól- stöðugöngunni stendur. Engum er ætlað að taka þátt í henni sam- fellt. Að þessu sinni hefst sólstöðu- gangan á Öskjuhlíð. Lagt verður af stað um miðnætti á laugardags- kvöld og gengið með strönd Reykjavíkur og Seltjamamess, inn á milli verður farið í siglingu út á Kollafjörð. En næturgöngunni lýk- ur á Oskjuhlíð kl. 8. Að deginum, sjálfan sólstöðu- daginn, verður hlé á að beina göngunni ákveðna leið en þess er hinsvegar vænst að einstaklingar, hópar, félög, stofnanir og fyrirtæki haldi upp á daginn hvert með sín- um hætti og hvetji sem flesta til að fara út að ganga. Um kvöldið kl. 20 verður þráð- urinn tekinn upp aftur með göngu frá Öskjuhlíð. Gengið verður inn Fossvogsdalinn og síðan eftir Tunguveginum og inn í Laugar- dal. Þaðan niður í Laugames og eftir Sæbrautinni og Rauðarár- stígnum upp á Miklatún. Sólstöðugöngunni lýkur á Öskjuhlíð á miðnætti við sólarlag. Náttúruvemdarfélag Suðvest- urlands sér um framkvæmd göngunnar. ■ Fjallasyrpa Otivistar Sunnudaginn 21. júní er kom- ið að fjórða áfanga í fjallasyrpu Útivistar. Verður þá gengið á Þríhyrning sem er 678 m. Ekið verður um Hvolsvöll í Vatnsdal, en þar hefst gangan. Fyrir þá sem ekki treysta sér á Þríhyming verð- ur boðið upp á göngu um Krapp- ann. Brottför er frá BSÍ kl 9 f.h. Þá verður á sunnudag farin gamla leiðin yfir Hellisheiði, frá Hellisskarði. Brottför kl 13 frá BSÍ við bensínsöluna. Ferðafélag íslands: Þórsmörk-Langjökull-Fimm- vörðuháls Ferð sem heitirÞórsmörk um sumarsólstöður er um helgina og önnur þar sem gengið verður yfir- Fimmvörðuháls. Gist verður í Skagfjörðsskála. Þá er Langjökul- sferð, sem er m.a. æfing fyrir gönguferð yfir Vatnajökul í júli, eins og segir í fréttatilkynningu FÍ. Laugardaginn 20. júní verður farið á Esju og Kerhólakamb kl. 20. Sunnudaginn 21. júní kl. 10.30 er þjóðleið á Trölladyngju — Rauðamelsstígur og kl. 13 sama dag verður ferðin Mávahlíðar- Lambafellsgjá og Sóleyjarkriki. Jónsmessunæturganga verður 23. júní kl 20 og síðast en ekki síst skal nefnt að miðvikudagsferð- ir hefjast í Þórsmörk 24. júní og er boðið upp á 4 daga eða fleiri. Hafnargöngurnar Á morgun, laugardag, verður AIRLANKA góðri dressingu, brauðið var hart, fiskur með grænmeti var góður en ofbökuð ofnbökuð kartafla ekki kræsileg. Eftirréttur var hrís- grjónakaka með ijóma eða ostar, súkkulaðistykki fylgdi kaffi og kon- íak var borið ótæpilega eftir matinn. Flugmaðurinn kom með tilkynn- ingu einu sinni, rétt fyrir lendingu, og sömuleiðis voru farþegar beðnir afsökunar á hversu seint hefði gengið að bera fram matinn og gilti það um öll farrými. Þjónustan ein- kenndist af fáti og hægagangi en flugfólkið var ósköp vingjarnlegt. Þrengslin milli sæta voru stærsti mínusinn. Ferð á Y-farrými með Air Lanka til Colombo kostaði um 40 þúsund krónur aðra leiðina og mér fannst það dýrt. J.K. ■ EF VEÐUR eðo bilun hamla för tfjarri byggd, þá shnltu holda þig___ nœrri bílnum. ÞAD segir fnt* af einum.________ ÁBENDINGAR SLYSA- VARNA FÉLAGSINS TIL FERÐAFÓLKS. ErfHt um vik að markaðssetja nýja bíla í ár ALLMARGIR nýír bílar hafa komið á íslenskan bílamarkað á þessu ári og hefur markaðssetning þeirra gengið nokkru hægar en umboð- in gerðu ráð fyrir. Nýju bílarnir eru m.a. Peugeot 106, Volkswagen Golf, Ford Escort og Orion, Skoda Forman, Mitsubishi Colt, Honda Civic og Opel Astra svo nokkrir séu nefndir, og síðast en ekki síst Hyundai, sem kom nýr á markaðinn og seldust 14 Hyundai bílar í maí. Fyrstu fimm mánuði ársins seldust 2916 fólksbílar á móti 3891 bíl á sama tímabili í fyrra sem er 25% samdráttur. Því hafa sum umboðin beðið með að setja nýjar gerðir á markað enda mikill kostn- aður því samfara, m.a. að koma upp varahlutabirgðum, kenna þjón- ustustarfliði á bílana og leggja í auglýsingakostnað. Það hefur verið dauft yfir bíla- markaðinum í ár og þótt hann hafi heldur lifnað við síðustu vikurnar hefur umræðan um þorskinn aftur dregið úr, sagði Bjami. Ólafsson forstöðumaður bíladeildar Jötunns í samtali við Morgunblaðið. Jötunn kynnti hinn nýja Opel Astra um síðustu mánaðamót og eru 12 til 14 bflar nú seldir. Bíllinn kom á markað ytra sl. haust og sagði Bjarni að m.a. vegna skipulags- breytinga hjá framleiðendum hefðu viðræður um innflutning ekki getað hafist fyrr en um síðustu áramót. -Okkur fínnst viðtökurnar góðar, verðið þykir gott en þó verð ég að segja að við áttum von á enn betri viðbrögðum, segir Bjarni Ólafsson. Jöfur kynnti í febrúar nýjan bfl frá Peugeot, 106 en hann var einn- ig frumsýndur á bílasýningunni í Frankfurt sl. haust. Um áramótin tókust samningar um verð til ís- lands og hafa nú selst liðlega 20 bílar sem er mun minna en ráðgert var. Um svipað leyti og Peugeot 106 var kynntur bauð Brimborg yfir 200 Daihatsu Charade bíla á sérstöku útsöluverði, kringum 600 þúsund krónur, og telja sölumenn Jöfurs að það hafi dregið mjög úr sölu á Peugeot 106 en tvær algeng- ustu gerðirnar kosta 670 og 750 þúsund krónur. Þessa skýringu nefndu einnig aðrir bílainnflytjend- ur. Jöfur kynnti einnig Skoda Form- an sem selst hefur vel og fær um- boðið ekki nógu marga bíla í bili. Globus kynnti í mars Ford Esc- ort og Orion, bíla sem þekktir eru hérlendis og hafa staðið sig vel. Þeir eru boðnir á þokkalegu verði, kringum milljónina, en þrátt fýrir Fyrstu fimm mónuði ársins seldust 2916 fólksbílar á móti 3891 bíl á sama tíma- bili í fyrra sem ber vitni er 25% sam- umboðið dráttur. það hafa aðeins fáir tugir bíla selst. Davíð Dav- íðsson forstöðu- maður bíladeild- ar Globus segir að meðan mark- aðurinn sé ekki líflegri en raun muni bíða með að setja Citro?n ZX á markað en ár er síðan hann var kynntur erlend- is. Tekist hafa samningar um verð sem talið er samkeppnisfært en Davíð taldi ólíklegt að sala yrði hafin hérlendis fyrr en líður á sum- arið. -Bílamarkaðurinn hefur verið slæmur síðustu 3 til 4 árin og ljóst er að í ár seljast ekki meira en 6 til 7 þúsund bílar. Við þurfum hins vegar að flytja inn 10 til 11 þúsund bíla árlega ef við eigum að viðhalda flotanum, segir Davíð Davíðsson. Hekla hf. hefur selt 121 bíl frá Volkswagen og eru flestir af gerð- inni Golf sem kynntur var í mars. Þá hefur Toyota selt vel af Carina E sem kynntur var í apríl en þetta eru hvort tveggja bílar sem kosta á bilinu 1200 til 1400 þúsund krón- ur og jafnvel meira. Nokkrar tegundir hafa aukið markaðshlutdeild sína. Þannig hef- ur hlutdeild Toyota hækkað úr 18,5% í 20,2%, Volkswagen úr 2,3% í 4,1%, Suzuki hefur aukið hlutdeild sína úr 2,8% í 3,8%, Saab úr 0,2% í 0,5% og Mazda úr 2,9% í 4,3%. Mesta aukningu á þó Daihatsu eða úr 5% í 15,9%. ■ Breska löggctn blönk ÞANN 1. júlí næstkomandi T taka gildi ný umferðarlög í Bretlandi, sem meðal annars fela það í sér að lögreglunni verður heimilt að nota myndavélar til að hafa hend- ur í hári þeirra sem aka of hratt. Fjárskortur lögregl- unnar gerir það hins vegar að verkum að ólíklegt þykir að þessi aðferð við umferðar- eftirlit verði tekin í notkun á þessu ári, en þar að auki á innanríkisráðuneytið eftir að heimila notkun myndavél- anna. Um er að ræða sjálfvirkar myndavélar sem komið verður fyrir á umferðargötum, og taka þær myndir af þeim bflum sem aka á óleyfilegum hraða. Jafn- framt skrá þær skrásetningar- númer viðkomandi bíls, hrað- ann sem ekið er á og tíma dags- ins. Ökumennirnir fá síðan sektarmiðann sendan með pósti. Hver myndavél kostar um 2,5 milljónir króna, og hafa samtök lögreglustjóra í Bet- landi lýst því yfir að vegna Qár- skorts verði þær hvergi teknar í notkun þegar hin nýju lög taka gildi. ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.