Morgunblaðið - 19.06.1992, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 19.06.1992, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 1992 C 9 Veisla á skógarhæð. nægilega varkár til að drekka meira vatn úr samovarnum en kampavín úr háu glösunum - byijuðu þessir furðufuglar að segja sögu hæðar- innar, og farnir að tala hreina sænsku. Stúlkan er rússnesk en þau öll að fagi leiðsögumenn. Þetta var ein af skemmtilegum uppákomum gestgjafans, fínnsku ferðamála- skrifstofunnar. Sagan er um stríð, eins og svo margt á þessum slóðum. Gerist frostkaldan febrúardag 1917. Rúss- ar ráða enn eyjunum, eins og þeir höfðu gert frá 1809. Allt er í upp- lausn þessa daga í lok stríðs og byltinga. Þarna eru 5 flokkar og á hæðinni skjóta kanónur allt að 14 km. Á svæðinu eru rússneskir her- Skyndilega birtust á veginum tveir furðufuglar, annar í föðurlandi og með rússneska sígar- etfu lafandi í munn- vikinu. Þeir æptu eitthvert hrogna- mól með slavnesk- um hreim og veif- uðu okkur innú grýttan skógarstíg. Orkideurnar Adam og Eva. Á reiðhjólum um Álandseyjar. flokkar, ungir menn sem vita að stríðið er búið og vilja komast heim. Rupla til að gefa elskunni sinni eitt- hvað við heimkomuna. Þar eru flokkar rauðliða, byltingarmenn, álenskir smábændur sem vilja ásamt Finnum frelsi frá Rússum. í þriðja flokknum eru hvítliðar, sem líka vilja frelsi en eru ekki hallir undir rússnesku byltinguna. Þeir líta frgkar til Þjóðverja um hjálp. í fjórða lagi eru það Þjóðverjarnir, sem sýnast ætla að verða ofan á í stríðinu og höfðu þjálfað liðið. Loks eru það Álendinganir, sem vilja frelsi en ekki með Finnum heldur með Svíum með liðstyrk 600 sænskra sjálfboðaliða. Þarna á Álandseyjum eru því litlir hópar að beijast fyrir stöðu eyjanna, hvítir og rauðir, sænskir, þýskir og finnskir og heimamenn. í þorpi skammt frá situr unglingsstúlka við símaborðið, allt í einu er hún orðin „hershöfðingi". Hún sér vígvöllinn. Þeir æpa á hana: Fleygðu þér nið- ur, manneskja! Hvernig á ég þá að geta náð símaborðinu, svarar hún og æpir:„Þessi fór of mikið til vinstri, 200 metrum til hægri. Já, svona, beint í miðjan hóp rauðliða. Enda flýja þeir.“ Við hlustum heill- uð á þessar sögur. Við vitum hvernig þetta endaði. Álandseyingar höfðu tilkynnt að þeir vildu vera með Svíum, en eftir friðarsamninga er ákveðið af Þjóða- bandalaginu að Finnar skuli ráða eyjunum, ef þeim er tryggður réttur til að halda sinni sænsku tungu, hafa þing og ráða heimamálum, en gegna engri herþjónustu. Síðan hefur frelsi þeirra í eigin málum verið að aukast. 1954 fengu þeir sinn eigin fána, sem í fjarlægð sýn- ist íslenskur. Eini munurinn er að hvíti krossinn er gulur. Þeir eiga fulltrúa í Norðurlandaráði og 1993 ganga í gildi ný lög sem auka enn sjálfstæði þeirra. Við hjólum áfram í góða veðrinu að hjólafeijunni sem flytur okkur yfir til Geta, þaðan sem við ökum að „Danö hytteby“. Þessir sumar- húsastaðir og sumarhótel við vötnin eru víða. Við komum á fjóra staði, sinn af hveiju tagi, en allir eru þeir sérlega vel út búnir. Þótt gætt sé kyrrðar þá er mikið lagt upp úr því að hafa mikið við að vera fyrir fólk. í Eckerö á Vesturströnd eyj- anna og í beinu feijusambandi við Svíþjóð er samnefnt hótel með al- þjóðlegu sniði fyrir litlar ráðstefnur og jafnframt herbergjum, þar sem ódýrt má bæta á rúmum fyrir stór- ar fjölskyldur. Skammt frá í Kar- ingsundby er aðstaða fyrir fundi við hafið og sumarhús í skóginum til leigu. Þar má liggja í ró á strönd eða grasflöt, leigja reiðhjól, báta, vatnahjól eða leika minigolf, tennis o.fl. Og þama má í girðingu sjá hjartarhjörð og villisvín, svo eitt- hvað sé nefnt. Eftir hjólatúrinn er- um við handan sundsins komin í Danö hytteby með 8 gríðarstórum fallegum sumarhúsum til leigu við vatnið. Af hæðinni fyrir ofan er varðveitt gamalt vakthús þaðan sem vaktmaður lét fyrrum vita þeg- ar segl sást úti fyrir eyjunum, svo hægt væri að lóðsa skúturnar inn. Nú eru þarna smábátar til taks fyrir gestina til að fara um og veiða geddu. Má líka veiða niður um ís á vetrum. Svo sækir okkur í tvíbyttnu með mótor Pelle í Basto, skemmti- legur karl. Hann hefur þarna nyrst á eyjunum „stugeby" með húsum til leigu og hóteli. Á dagskránni stendur dularfullt orð „gullgröftur“. Pelle sýnir okkur fyrir kvöldverðinn 10 númeruð gull- verðlaun. Síðan förum við út í gríð- armikinn bakgarð og gestir fá skóflu fyrir 50 mörk eða 750 kr. og grafa eins og óðir eftir númerun- um. Við hvorki borguðum né fund- um verðlaun og héldum því fram að hann væri bara að láta okkur stinga upp kartöflugarðinn sinn. En gott er að komast á eftir í finnska sánu sem hvergi vantar og sitja í kvöldkyrrðinni með glas. Kvöldið er fagurt og kyrrt. Það þýtur í lauftrjánum, öldurnar gjálfra við sandinn, blómin ilma. Á Alandseyjum eru m.a. fjölmargar tegundir af litlum orkideum. Pelle sýnir okkur tvær friðaðar tegundir í skóginum, Adam og Evu. Kl. fimm um morguninn er ég vöknuð og galopna gluggann til að heyra fuglasönginn við sólarupprás, í von um að heyra í næturgalanum. En ég þekki ekki næturgalasöng í öll- um þessum kór. Pelle hefur líka sagt um kvöldið að hann „heyri" sólina setjast þarna við vatnið. Ekki við hin. Það breytir engu. Þetta er yndislegt sumarkvöld í kyrrðinni Á Álandseyjum. ■ Elín Pálmadóttir Golfferðir til írlands KYLFINGAR eiga kost á tveim- ur 7 daga ferðum til írlands 13. og 20. júlí n.k. og er bent á að áhugasömum nýliðum er gefinn kostur á leiðsögn í kúnstinni. Þessar eins og fleiri Irlandsferðir eru á vegum Samvinnuferða/Land- sýnar. Golfferðirnar kosta 45.500 kr með flugi, gistingu og morgun- verði, akstri til og frá flugvelli og golfnámskeiði. Tími gefst til að skoða sig um í Dublin. Fleiri Irlandskostir eru m.a að kaupa flug og bíl og skipuleggja ferðina sjálfir en einnig eru hópferð- ir, kallaðar „gleðireisur" í lok júní, vikulega í júlí og loks 3. ágúst. Er þá farið um suðurhluta írlands, gist á sveitahótelum og krám. Verð á flugi er 16.500. ■ 4 milljónir Bandaiíkjamanna tara til Evrópn í sumar FJÓRAR milljónir Bandaríkjamanna munu ferðast til Evrópulanda í sumar að sögu formanns Evrópsku ferðamálanefndarinnar, Mich- ael Bouquier. I nefndinni eru fulltrúar 24 þjóða. Þetta er 10% aukn- ing frá sl. sumri. Miðað er við tímann maí til september. Árið 1990 var metár í Evrópuferðum Bandaríkjamanna, 4,24 inilljónir. Samkvæmt spám fara 7 milljónir Bandaríkjamanna til Evrópu allt ár- ið, en í fyrra voru þeir 6,4 milljónir. Ástæðan er, að sögn Bouquier, lág fargjöld yfir Atlantshaf, fjölbreyttari pakkaferðir en áður, hagstætt verð- lag, sértilboð á hótelum o.fl. Svo virðist sem eftirtalið eigi drýgstan þátt í ferðum: heimssýning- in í Sevilla, 40 ára seta Elísabetar II í hásæti á Bretland, EuroDisney í París, hátíðahöld í Dublin því í ár er þess minnst að 400 ár eru frá stofnun Trinity College, Ólympiuleik- ar í Barcelona, og hátíðahöld í Finn- landi vegna 75 ára sjálfstæðisafmæl- is. Sviss, Grikkland, Spánn, Portú- gal, Svíþjóð og Malta fengu 40% fleiri Bandaríkjamenn í heimsókn fyrstu 3 mánuði ársins 1992. ■ m i Kynningar- og uppiýsingarit fra Hesútgáfunni -f Around-f -g Iceland . WÁ FEFSO UM ISLAND NESÚTGÁFAN hefur gefíð út Á ferð um ísland-ferðahandbók og þéttbýliskort með greinum, upplýsingum og myndum, og er hún gefín út í samráði við Ferðamálaráð. Bókinni er dreift ókeypis um allt land ' 25 þúsund eintökum, m.a. á upplýsingamiðstöðvum og bensínstöðvum. Þá hefur útgáfan einnig sent frá sér rit fyrir útlendinga „Around Iceland 1992“ upplýsingarit á ensku, „Around Reykjavik“ og loks ís- landskort með ágætum skýringum á ensku. Þeim er einnig dreift ókeyp- Hversu margir eru læsir? * Land Hlutfall læsra | Afganistan 23,7% Bandarikin 95,0% | Bhutan 19,0% | Brasilía 79,3% 1 Fiji 85,5% Filippseyjar 89,8% | Ítalía 97,0% Kambódía 48,0% | Kanada 95,6% Laos 83,9% Mexíkó 90,3% Nepal 26,0% I Nígeria 42,4% | Pakistan 32,0% | Perú 87,0% | Sri Lanka 86,1% | Taiwan 91,7% Þýskaland 100,0% J ..1 _ Sjálfboðaliðasamtök um náttúruvernd auka umsvif í DAG, 19. júní, og næstu daga verða félagar úr Sjálfboðaliða- samtökum um náttúruvernd að störfum í Þórsmörk og er verk- efnið áframhaldandi vinna við göngpisGga UPP á Valahnúk. Verkið er í samvinnu við Ferðafé- lag íslands. Sjálfboðaliðasamtökin voru stofnuð 1986 og hefur þeim vaxið fiskur um hrygg á þessum árum. Tilgangur starfsins er að vernda náttúruna, veita fólki tækifæri til að vinna að náttúruvernd og auð- velda fólki umgengni við náttúruna. Sjálfboðaliðasamtökin verða með næstu ferðir 3.-5. júlí. Farið verður í þjóðgarðinn í Skaftafelli og er verkefnið að vinna við að hefta lúp- ínuútbreiðslu í Bæjarstaðaskógi. Þá er einnig 4 daga ferð í Kverkfjöll og Krepputungu og verður unnið við að merkja gönguleiðir og stýra umferð. ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.