Morgunblaðið - 19.06.1992, Blaðsíða 4
4 C
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 1992
Markmiðið er
að fólk finni leiðir til
að færa líf sitt til betri vegar
HEILSUBÓTARDAGAR á Reykhólum hefjast nú, fimmta sumarið í
röð, 2. júlí næstkomandi. Hjónin Sigrún Olsen og Þórir Barðdal hafa
skipulagt fimm og sex daga dagskrá fyrir sumarið, þar sem m.a.
áhersla er lögð á heilsusamlegt mataræði, hugarró, jóga og útiveru.
„Við sköpum andrúmsloft á
Reykhólum sem miðar að því að
fólk finni kyrrð og geti róað hug-
ann,“ sagði Sigrún í samtali við
Daglegt líf. Maturinn á Reykhólum
er makróbíótískur: „Við höfum
sömu matreiðslumenn og í fyrra,
mann og konu frá Bandaríkjunum.
Ekkert kaffi er á boðstólum og
reyndar biðjum við fólk að hætta
kaffidrykkju nokkrum dögum áður
en að dvölinni kemur, því annars
væru allir með fráhvarfseinkenni
hjá okkur! Þótt maturinn sé makró-
Frá Reykhólum.
bíótískur er hann ekki öfgakennd-
ur. Kjöt er ekki borðað, en hins
vegar borðum við físk og mikið af
grænmeti og kornmeti. Matreiðslu-
mennimir nota eins lítið af unnum
matvælum og hægt er, og við not-
um allt það lífrænt ræktaða græn-
meti sem við náum í.“ Sigrún seg-
ir að hreppsbúar hafi tekið starf-
seminni afar vel og tveir aðilar að
minnsta kosti séu nú farnir að
rækta grænmeti á lífrænan hátt
Áfyllingar fyrir taumýki
i Með því að blanda aftur á LENOR
\ brúsann, léttir þú innkaupin,
\ dregur úr umbúðanotkun,
minnkar úrgangfrá heimilinu
\ og leggur þitt afmörkum
\ til umhverfisverndar.
KYNNINGAR \
TILBOÐ
AFYLLING
W/ THISPACK
7 CONTAM j
/ an L
fAMIATOR f&
FYLGIR ARIEL
fyrir heilsubótardagana.
Fræðsluerindi eru hluti af hinni
skipulögðu dagskrá og auk Sigrún-
ar og Þóris koma gestafyrirlesarar.
„Einnig mun tónlistarfólk aðstoða
okkur við að skapa góða stemmn-
ingu og meðal gesta í sumar eru
Bergþór Pálsson óperusöngvari,
Herdís Hallvarðsdóttir, Gísli Helga-
son, Signý Sæmundsdóttir og Þóra
Fríða Sæmundsdóttir." Nuddarar
verða á staðnum og geta þeir sem
þess óska farið í nudd, þó það sé
ekki innifalið í verðinu, en hver
sólarhringur á Reykhólum kostar
5.300 krónur.
Þau Sigrún og Þórir eru mynd-
listarmenn og heimshornaflakkar-
ar. Þau bjuggu um skeið í Banda-
ríkjunum, en síðastliðinn vetur voru
þau í Portúgal þar sem þau unnu
að myndlistinni. Allt útlit er fyrir
að þar muni þau setjast að. Að
minnsta kosti um sinn.
„Við sýnum fólki leiðir til að
móta líf sitt til betri vegar, bæði
hvað varðar umhverfið og heilsuf-
arið. Við sýnum hversu megnugt
fólk er sjálft, því við trúum því að
við höfum sjálf kraftinn til að bæta
líf okkar. Það séum sem sagt við
sjálf sem stjórnum. Við göngum
út frá því að við séum ekki ein-
göngu líkami, við séum frjálsari en
það. Við dýpkum vitund okkar hvað
þetta varðar.“
Sigrúnu verður nokkuð tíðrætt
um viðhorfm, hvernig þau móta
okkur og hvernig við látum stjórn-
ast af þeim. Hún kallar þau „collec-
tive mind,“ sem á íslensku myndi
kallast ríkjandi viðhorf. „Það er
alltaf verið að segja okkur, beint
eða óbeint, hvernig við eigum að
vera, hvað við eigum að hugsa og
gera, og við látum stjórnast af
þessum viðhorfum eins og þau
væru skipanir. Mér finnst hins veg-
ar skipta miklu máli að við myndum
okkur sjálf hugmyndir um okkur
og það líf sem við viljum lifa. Það
er nefnilega stórskemmtilegur leik-
ur að átta sig á þeim hugsunum
og hugmyndum sem koma upp hjá
okkur þegar við útilokum ríkjandi
viðhorf. ■
Brynja Tomer
Ýmsir
áverkar
hjá börnum
HÖFUÐHÖGG geta verið lífs-
hættuleg, ef höggið er mikið
og fallið hátt. Nauðsynlegt er
að athuga, hvernig atburðurinn
átti sér stað og hver viðbrögð
bamsins urðu við áverkanna.
Grét barnið strax, eða hafði það
ekki áttað sig á atburðinum.
Mikilvægt er ef líðan bamsins
er óeðlileg að farið sé með barn-
ið strax til læknis til frekari
rannsóknar. Alvarlegustu af-
leiðingar af völdum höfuðhögga
koma ekki alltaf strax í ljós við
slysið, og getur nokkur tími
hæglega liðið þar til fyrstu ein-
kenni gera vart við sig. ■
Frá Slysavarnafélagi Islands