Morgunblaðið - 19.06.1992, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.06.1992, Blaðsíða 12
12 C MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 1992 KOMINN er á markað hérlendis nýr sportbíll í 300 línunni frá BMW sem er talsvert ólíkur hinum hefðbundna bíl í þeirri línu. BMW 318is er tveggja hurða og með flest ytri ein- kenni BMW, með sæmilega snarpri vél og góðum búnaði. Þetta er vissu- lega sportbíll og því ekki beint brúk- legur sem venjulegur fjölskyldubíll en skemmtilegur fyrir þá sem óska eftir vönduðum vagni sem getur sprett úr spori þegar og þar sem við á. Það er sem fyrr Bílaumboðið hf. sem flytur inn bíla frá BMW. BMW sportbfllinn hefur flest sömu mál og venjulegur 318 bíll. Þó er hann nokkuð lægri eða 1,36 m hár á móti 1,39 m og hann er straumlínulagaðri í útliti. Sem tveggja hurða bíll er hann líka talsvert frábrugðinn 318 fjögurra hurða og á það einkum við um aftari hluta þaksins sem er lægra en fram- endinn er hins vegar hinn sami. Að innan er sportbíllinn með eilítið öðru yfírbragði en hin gerðin. Mæla- borðið er eins og öll staðsetning á tækjum og rofum en stýrið er með öðrum svip. Sætin virka stífari í sport- bflnum. Þá er bíllinn útbúinn þannig að þegar hurð er opnuð sígur hliðarrúð- an örlítið niður og þrýstist síðan upp í falsið á ný þegar lokað er. Þannig er betur tryggt að rúðan sé eins þétt og kostur er til að draga úr vindgnauði. í umgengni og akstri er BMW sport- bfllinn að flestu leyti þægilegur. Stórar hurðimar em samt nokkuð þungar og viðamiklar í meðförum eins og oftast er um tveggja hurða bíla og þar sem bíllinn er nokkru lægri en venjulega 318 gerðin er höfuðrými í knappara lagi. Hægt er þó að stilla hæð á bflstjó- rasæti og má aðlaga sig þessu að nokkru leyti. Einnig virðist í fyrstu sem útsýni fram á við truflist af þakinu, þ.e. að framrúðan sé ekki nógu há en það atriði venst hins vegar fljótt. Af sömu ástæðu er sólskyggni óþægilega nálægt og baksýnisspegill er heldur fyrirferðarmikill og truflandi þegar ökumaður horfír til hægri út um fram- rúðu. Að öðru leyti fer mjög vel um ökumann undir stýri á BMW sportbíln- um og ber sérstaklega að hæla sætun- um. Sætin í BMW eru með þeim betri, sérstaklega er bakið stíft og gott. í BMW 318is er 1800 rúmsenti- metra, fjögurra strokka, 16 ventla og 140 hestafla vél sem sögð er gefa 213 km hámarkshraða og er 10,2 sekúndur að knýja bflinn úr kyrrstöðu í 100 km Morgunblaðið/Rax BMW 318is sportbíllinn er rennilegur og fæst aðeins tveggja hurða. hraða. Bíllinn er búinn fimm gíra handskipt- ingu, hraðatengdu vökvastýri, samlæs- ingum með þjófavöm, vönduðu útvarpi, raf- drifnum og upphituð- um útispeglum, rafl- æsingu, upphituðu þvottakerfi fyrir framrúðu og öku- ljós,þjónustutölvu og hæðarstillingu á aðal- ljósum. Ljós og spegill eru í sólskyggni bæði hjá ökumanni og far- þega í frámsæti og kviknar ljósið þegar hlíf er rennt frá spegl- inum. Bíllinn er 4,43 m langur, 1,71 m breiður og 1,36 m hár og hjólhafið er 2,7 metrar. Hann er 1.240 kg að þyngd og getur borið 460 kg. Bensíneyðsla í borgarakstri er sögð 10,9 lítrar en fer niður í 6,4 í jöfnum akstri á 90 km hraða samkvæmt upplýsingum um- boðsins. BMW 318is er verulega skemmtileg- ur í akstri. Viðbragðið er að vísu ekk- ert sérstakt, hann þrýstir manni ekki beint niður í sætið því það er eins og hann þurfi andartak til að ná sér á strik. Hins vegar er hann röskur og á lipur gírskiptingin sinn þátt í því. Sér- staklega er annar gírinn fjölhæfur. Vart þarf að skipta lengra upp en í þriðja gír í borgarumferðinni en á skriði á þjóðvegi austur fyrir Fjall eða á Reykjanesbraut er gott að hafa fímmta gírinn. Bíllinn liggur vel og þótt hann sé vart gerður til aksturs á íslenskum malarvegum má hiklaust segja að hann liggur vel á ósléttum vegum. Þyngdar- dreifíng er líka hin sama og í öðrum bflum frá BMW: jöfn á báða öxla. í jöfnum þjóðvegaakstri líður hann mjúklega og hljóðlaust áfram og má því segja að bíllinn sé mjög þægilegur ferðabíll. BMW fyrirtækið hefur lagt mikið í undirbúning og rannsóknir á sportbíln- um áður en honum var hleypt á mark- að. Smíðaður var 31 bfll til frumprófun- ar og síðan 230 til viðbótar og var þeim ekið þrjár milljónir kflómetra. Eftir að þeir höfðu verið þrautreyndir hófst framleiðslan og voru fyrstu 300 bflarnir teknir í enn frekari prófanir áður en bflnum var hleypt á markað. BMW 318is kostar staðgreiddur og kominn á götuna 2.310.000 og á af- borgunarkjörum 2,4 milljónir. Þetta verður ekki fjöldasölubíll, tveir eru þegar seldir og nokkrir til viðbótar munu seljast á árinu. Enda má segja að bíllinn þjóni ákveðnum hópi manna og henti vart eins og fyrr var sagt sem almennur fjölskyldubíll. ■ Jóhannes Tómasson BMW318is er verulega skemmtileg- ur í akstri. Viðbragöið er að vísu ekkert sér- stakt, hann þrýstir manni ekki beint niður i sætið því það er eins og hann þurfi andar- tak til að nó sér ó strik. Súpersportbíll f rú McLaren McLAREN F1 er heitið á nýjum sportbíl, sem kynntur var í byrjun þessa mánaðar í Monte Carlo, og sannarlega er þar um ofurbíl að ræða bæði hvað varðar allan búnað og verð. Framleiðandi bílsins er fyrirtækið McLaren Cars í Englandi, sem þekktast er fyrir vel- gengni hvað varðar Formúlu 1 kappakstursbíla. Er þetta fyrsti bíll- inn frá þeim sem ætlaður er á almennan markað, en sala á honum hefst í lok ársins 1993. Það verður þó síður en svo á allra færi að eignast bíl af þessu tagi, því verðið er 530 þúsund sterlingspund, eða um 56 milljónir íslenskra króna. ar eru svokallaðar mávavængja- hurðir sem opnast upp á við. Sala á McLaren F1 hefst í októ- ber 1993 í Bretlandi, og þegar er ljóst að kaupendurnir verða ekki ýkja margir. Það er þó ekki aðeins verðið á bílnum, 56 milljónir króna, sem veldur því, heldur einnig það að einungis verða framleiddir 50 bílar árlega af þessari gerð, enda allir handsmíðaðir. ggi Þessi nýi sportbíll hefur hvar- vetna vakið geysimikla at- 0 hygli, og um þessar mundir bm er fjallað um hann í öllum 55 helstu bflablöðum í Evrópu. í 5 bflnum er sérstaklega aðlöguð 6,0 lítra, 550 hestafla BMW mmm VI2 vél, og er hámarkshrað- inn sem hann nær 350 km/klst, en 100 km hraða nær hann á aðeins 4 sekúndum. Bíllinn vegur aðeins 1018 kg, enda er hann að mestu leyti smíðaðUr úr kolefn- istrefjaefni, sem eykur bæði á styrkleika og öryggi, auk þess að létta bílinn. Hugmyndina að McLaren F1 á Gordon Murray, sem gekk til liðs við McLaren árið 1987, en hun hafði verið að þróast með honum frá því upp úr 1960. Hönnuður yfir- byggingar og innréttingar bílsins er hins vegar Peter Stevens, sem áður hefur hannað Lot- us Elan og Jaguar XJR-15. Bíllinn er 4,29 metra langur og 1,82 metrar á breidd. Hann er þriggja sæta, og situr ökumaðurinn á milli farþeg- anna, þannig að stýrið er fyrir miðj- um bílnum. Hurðim-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.