Morgunblaðið - 20.06.1992, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 20.06.1992, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JUNI 1992 B 3 JELENA Á LEIKFERÐ Þegar aðrir leikarar fóru í sum- arfrí pökkuðu leikararnir í Kæru Jelenu sér upp í rútu og héldu í hálfsmánaðar leikför um landið norðanvert og austanvert Þegar henni er lokið verða sýningar orðnar 128 og alltaf hefur verið leikið fyrir fullu húsi enda verður sýningin tekin upp aftur á næsta leikári. En fyrst fær landsbyggð- arfólk að kynna sér með eigin augum þetta verk sem slegið hef- ur öll sýningarmet. Fyrsta sýn- ingin var raunar á Akureyri í gærkvöldi og þar verða líka önn- ur og þriðja sýning í kvöld og annað kvöld, sunnudagskvöld. Þá verður haldið austur á bóginn til Egilsstaða þar sem verða tvær sýningar og á Neskaupsstað verð- ur ein sýning. Húsvíkingar og nágrannar geta brugðið sér í leik- ús dagana 25. og 26. júní. Á Óiafs- firði verður leikhópurinn 27. júní og á heimleiðinni verður stoppað í Varmahlíð og á Blönduósi. Tæpast þarf að kynna þetta verk Ljúdmílu Razúmovskaju fyrir lesendum. Flestir hafa heyrt hennar Jelenu getið, miðaldra kennslukonu sem trúir á hugsjónir og hið góða í hverri sál og nemenda. hennar sem koma færandi hendi á afmælisdaginn hennar en hafa áður en yfir líkur svívirt allt sem henni er heilagt og fagurt. Andstæður eru sterkar og tilfinningaleg átök mikil allt leikritið út í gegn. Mannlegt eðli er afhjupað á ágengan hátt og áhorfandi kemst ekki ósnortinn af þessari sýningu. Það liggur í augum uppi að það hlýtur að taka á leikara að standa skil á jafn krefjandi verki og Kæra Jelena er, kvöld eftir kvöld. Anna Kristín Amgrímsdóttir, Baltasar Kormákur, Halldóra Bjömsdóttir, Hilmar Jónsson og Ingvar Sigurðs- son em þó öll á einu máli um að þetta hafi verið stórkostleg upplifun en auðvitað hafi þetta oft á tíðum verið ansi stíft enda hafa þau jafn- framt verið að æfa og leika í öðrum sýningum. Hilmar klikkir út með því að segja að þeim þyki þetta svo rosalega gaman að þau hafi fengið fráhvarfseinkenni ef liðið hafí meira en þrír dagar á milli sýninga og verið uppfull af einkennilegri tóma- tilfinningu og öryggisleysi. Þessi dramatíska lýsing, sem kannski er örlítið orðum ýkt, gefur til kynna að þessi sýning sé mjög nákomin leikumnum og að þeir séu orðnir nákomnir hver öðmm eða með orð- um Onnu Kristínar: „Við emm orðin ein mikil fjölskylda eftir að hafa verið svona mikið saman, svitnað, stritað og glaðst saman.“ Að hennar sögn hefur það verið stórkostlegt sér farið í hvað sem var, en ég ætlaði ekki í tónlist, mér fannst ég verða að velja eitt- hvað praktískt. Ég fór því í tölv- unarfræði - sem var skemmti- legt og mikið að gera - en ég myndi ekki endurtaka það í dag,“ segir Guðrún Edda. „Samhliða því var ég í söngtímum og söng í kór.“ Að tölvunarfræðináminu loknu, vorið 1989, ákvað Guðrún Edda að einbeita sér að söngnum; hún hóf nám við New England Conser- vatory í Boston og lauk því með einsöngstónleikum í febrúar síðast- liðnum, þar sem efnisskráin var sú sama og á tónleikunum á mánudag- inn kemur. „Opnunarverk tónleik- anna er mjög glaðlegt; mótetta eftir Monteverdi. Aðalverkið nefn- ist síðan Náttúrulegar sögur og er eftir Ravel. Það eru fimm lög og hvert þeirra er um fugl eða skordýr: páfugl, krybbu, svan, bláþyril og perluhænu. Lögin eru bæði spaugsöm og myndræn, ekki síður í undirleiknum en söngnum. Þá er ég með þrjú tregafull og falleg lög eftir bandaríska tónskáldið Crumb, og loks lög eftir þá Hjálmar H. Ragnarsson og Atla Heimi Sveins- son. Ég veit ekki til þess að-þessi lög eftir Monteverdi, Ravel og Crumb hafi verið sungin áður á tónleikum hér á landi.“ Að koma heim og syngja á tón- leikum er nokkuð sem Guðrún Edda segir að sér hafi þótt nauð- synlegt að gera.„Fólk hefur ekki GUÐRÚN EDDA GUNNARSDÓTTIR Á SÖNGTÓNLEIK- UM í NORRÆNA HÚSINU Ámi Sæberg að tileinka sér þá persónu sem hann á að túlka. Hilmar segir þó að sér finnist að leikarar geti hreinlega oft á tíðum ekki verið ábyrgir fyrir til- finningum sínum úti í lífinu. Það hljóti bara að hafa einhver áhrif á þá að rótast svona í sálarlífinu kvöld eftir kvöld. Hann líkti þessu við mann sem fer í æfingasal fimm sinn- um í viku og pumpar þar lóð af kappi „fljótlega fer að sjást einhver árangur á vöðvunum og það sama hlýtur að gerast í sálinni við þessi tilfínningaátök sem eru oft í leiksýn- ingu.“ Þegar þetta spjall var tekið við Jelenuhópinn nú fyrr í vikunni var hann önnum kafinn við að æfa í nýrri leikmynd. Ekki verður þó um miklar breytingar að ræða en leik- rýmið verður eilítið minna og á flest- um stöðum verður leikið uppi á sviði þannig að afstaðan til áhorfendanna breytist frá því sem var á litla svið- inu þar sem áhorfendur sátu í hálf- hring í kringum leiksvæðið. Hópur- inn lofar þó landsbyggðarbúum sömu sýningu og höfuðborgarbúum og vonar að sem flestir kunni að meta það sem hann hefur fram að færa. Guðrún Þóra heyrt mig syngja hér fyrr - jafnvel ekki ættingjar og vinir. Svo er það tilgangurinn með því að vera í tón- list að gefa og leyfa öðru fólki að njóta hennar með sér.“ Guðrún Edda segir að ljóðasöng- ur og óratoríur henti rödd hennar hvað best, og í vetur ætlar hún að sækja einkatíma í Boston, en hún segist enn eiga eftir að öðlast margskonar tæknilega þjálfun, þjálfun sem er nauðsynleg til að njóta frelsis í túlkun. „Þá ætla ég líka í leikræna þjálfun og dans, allt slíkt er mjög þroskandi fyrir söngvara. Ég hef kynnst vísindum, þau voru fróðleg en gáfu mér ekki mikið; nú er ég að horfast í augu við það hvað býr í mér og hvað ég vil gera. Að syngja frammi fyrir fólki getur verið mjög sérstök og heillandi upplifun, og einstakt tæki- færi til sjálfstjáningar." -efi Leikarar, leikstjóri og aðrir aðstandendur sýningarinnar á Kæru Jelenu sem nú er í leikför um landið. Guðrún Edda Gunnarsdóttir Morgnnblaðið/Einar Falur SÝNINGAR Á AUSTUR- OG NORÐURLANDI meðvituð um pressuna og finna verulega fyrir henni. Fólk er búið að heyra svo mikið talað um sýning- una og kannski bíða í tvo mánuði eftir miða og þá ætlast það til þess að það upplifí eitthvað stórkostlegt. Leikaramir segjast oft hafa fundið fyrir gífurlegri spennu í salnum, áhorfendumir em þá svo yfir sig spenntir að þeir vita ekkert hvernig þeir eiga að taka á verkinu. Það hafi tekið þá talsverðan tíma að slaka á og byrja að gefa eftir til þess að þeir gætu notið sýningarinn- ar. Það er ekkert sjálfgefið að þótt gott leikrit sé til staðar að sýningin slái í gegn og því til staðfestingar segist leikhópurinn hafa fregnað af sýningum á Kæm Jelenu sem alls ekki hafi gengið en aðrar hafi sleg- ið í gegn. Að sögn Baltasar var hópurinn farinn að trúa því eftir 95 sýningar að hann væri líklega bara nokkuð góður. Allir leikarar ganga í gegnum mikið efasemdartímabil um hæfileika sína einkum meðan á æfingatíma stendur og sagði Baltas- ar að þrátt fyrir að það hefði verið strembið að æfa önnur verk sam- hliða sýningum á Jelenu hefði hon- um fundist mjög gott að leika í verki sem hann fyndi að hann réði við þegar allt hefði staðið í stað á æf- ingatímabilinu. Undir þetta tekur Ingvar heilshugar „Kæra Jelena bjargaði mér á vonleysistímabilinu j^egar ég var að æfa í Elínu, Helgu, Róta í sálarlífinu Aðspurð hvort þau séu ekki svolít- ið tætt á sálinni eftir að hafa leikið jafn margar sýningar og raun ber vitni, þar að auki mjög átakamikl- ar, segja þau að víst hendi það oft en þó sé aðal tætingurinn á sjálfu æfingatímabilinu þegar leikarinn er að leika með unga fólkinu, fulltrúum nýrrar kynslóðar innan leikhússins. „Hún er í senn eiginkona, ástkona og rnóðir," sagði Hilmar em þau voru innt eftir því hvort þau litu á Onnu Kristínu sem nokkurs konar kennara þeirra í leiklistinni. Kröfur áhorfenda Enginn er búin að fá leið á verk- inu eða sinni persónu, langt í frá segja þau en auðvitað hafa allir gengið í gegnum tímabil sem hafa verið miserfið og þá hjálpast hópur- inn að í gegnum þykkt og þunnt. Þau segja líka að leikstjórinn, Þór- hallur Sigurðsson, hafi verið dugleg- ur að koma og fylgjast með og halda þeim við efnið, gefa þeim vítamínsp- rautur sagði Halldóra. Ingvar bætir því við að engin ein sýning sé eins, þau séu alltaf að leika fyrir nýja og nýja áhorfendur. „Já, við megum ekki gleyma því að hver sýning er framsýning fyrir áhorfandann," sagði Halldóra. Þar með berst talið að þeim kröfum sem þau þurfa að standa undir vegna hinna geysi- góðu viðtaka sem sýningin hefur fengið. Þau segjast vera mjög

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.