Morgunblaðið - 20.06.1992, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 20.06.1992, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ 1992 6 B ; MENNING / LISTIR NÆSTU VIKU MYXDIJST Listasafn íslands Sýningin 2000 ára litadýrð er í tveimur hlutum: Þjóðminjasafn Jórdaníu hefur lánað mósaík- verk en búningar og skart eru úr einkasafni frú Widad Kawar. Opið er alla daga klukkan 12-18, nema mánudaga. Nýhöfn Nú stendur yfir sýning á mál- verkum eftir Kristján Davíðsson og er hún opin virka daga frá klukkan 12-18 og frá klukkan 14-18 um helgar. Lokað á mánudögum. Kjarvalsstaðir í tengslum við Listahátíð standa yfir sýningar á verkum Joan Míro og Kjarvals, opið er alla daga frá klukkan 10-19, nema miðvikudaga er opið frá 10-22. Safnaleiðsögn fyrir almenning er á sunnudögum klukkan 16 og á miðvikudagskvöldum klukkan 20. Norræna húsið í Norræna húsinu eru tvær sýn- ingar og báðar framlag hússins til Listahátíðar. í sýningarsölum er yfirlitssýning á verkum Hjör- leifs Sigurðssonar og í anddyr- inu eru verk tveggja danskra listamanna; Bente Hansen sýnir leirlist og Jan Lohmann gull- og silfursmíði. FÍM-salurinn Abstraktverk Hjörleifs Sigurðs- sonar. Sýningin er opin alla daga frá 14-18. Nýlistasafnið Verk eftir frönsku listamennina Michel Veijux og Francois Perrodin. Sýningin stendur til 28. júní og opið er alla daga frá 14-18. Hafnarborg í kaffistofunni sýnir P.Lynn Cox landslagsmyndir frá íslandi. í sölum hússins er yfirlitssýning á verkum Gests Þorgrímssonar og Sigrúnar Guðjónsdóttur. Opið alla daga 12-18, nema þriðjudaga. Gallerí Sævars Karls Verk eftir Nini Tang. Opið á verslunartíma. Listmunahúsið, Hafnarhús- inu Amar Herbertsson sýnir olíu- málverk. Stöðlakot v/Bókhlöðustig Helga Magnúsdóttir sýnir landslagsmyndir, gerðar með þurrkrít á pappír. Opið alla daga frá 14-18. Safnaðarheimili Akureyrar- kirkju Sýningarhópurinn Trójuhestur- inn sýnir til 21. júní. Hópinn skipa listamenn búsettir í Reykjavík: Anna Eyjólfsdóttir, Borghildur Óskarsdóttir, Guð- rún Kristjánsdóttir, Kristinn E. Hrafnsson, Ólöf Sigurðardóttir, Sigrid Valtingojer, Sigurður Örlygsson og Sólveig Eggerts- dóttir. TONLEIKAR Laugardagur 20. júní Rigoletto í íslensku óperunni í tilefni Listahátíðar. Kristinn Sigmundsson, Sigrún Hjálmtýs- dóttir og Ólafur Ami Bjamason í aðalhlutverkum. Sýningin hefst klukkan 20. Mánudagur 22. júní Einsöngstónleikar Guðrúnar Eddu Gunnarsdóttur, mezzó- sópran, hefjast í Norræna hús- inu klukkan 20. Undirleikari á píanó er Steinunn Bima Ragn- arsdóttir. LEIKIIUS Þjóðleikhúsið á leikferð Kæra Jelena: í Samkomuhúsinu á Akureyri laugardag 20. júní og sunnudag 21. júní, sýning- amar hefjast klukkan 20.30; Valaskjálf Egilsstöðum 22. og 23. júní klukkan 21; Egilsbúð Neskaupstað 24. júní, klukkan 21; Leikhúsinu á Húsavík 25. og 26. júní, klukkan 21; Félags- heimilinu á Ólafsfírði 27. júní, klukkan 21; Miðgarði Varma- hlíð 28. júní, klukkan 21; og Félagsheimilinu á Blönduósi 29. júní, klukkan 21. Leikfélag Reykjavíkur Þrúgur reiðinnar; laugardag 20. júní og sunnudag 21. júní. Síð- ustu sýningar. sýningu sína „Bannað að hlæja“ á MÚSIN xRÚSÍNA d faraldsfæti Það er því nokkuð skemmti- legt — og kannski tákn- rænt — að það leikhús sem á sér stysta hefð hér á landi og hefur í rauninni ekki öðlast við- urkenningu sem listgrein fyrir full- orðna, hefur í rauninni rutt í burtu þeim hindrunum sem segja að ís- lenskir leikarar geti ekki leikið er- lendis. Það gleymist stundum að „það er allt hægt, ef viljinn er fyrir hendi“. Þetta hefur íslenskt brúðuleikhús sannað — því þar virðast engar hindranir vera til. Skemmst er þess að minnast að Leikbrúðuland flutti VIÐTAL:SÚSANNA SVAVARSDÓTTIR SÁ HUGSUNARHÁTTUR, að íslenskt leikhús sé ekki út- flutningsvara, er æði útbreiddur hér. Um alllangan tíma höfum við verið upptekin af því að leggja beri áherslu á að vernda tungu okkar til að geta varðveitt menninguna. En menning (hér í skilningnum listir og arfleifð) er ekki eitthvað sem hægt er að varðveita á bak við luktar dyr, stoppa upp eða geyma í fræðibókum eða skólakerfi. Til að tungan geti verið lifandi, þurfa hugsun, sköpun og tján- ing að blómstra; þannig verður framhald af listsköpun okkar og menningu og við höldum áfram að búa til ís- lenska arfleifð handa komandi kynslóðum. Arfleifðin er nefnilega ekki búin — hún er í stöðugri þróun. Hinsvegar þurfum við stundum að yfirstíga þær hindranir sem felast í lítilli útbreiðslu tungumáls okkar — til að koma hugsun okkar, sköpun og list á framfæri við aðrar þjóðir. Hingað til hefur verið dýrt að láta þýða íslenskan skáldskap fyrir erlendar þjóðir og ef íslensk leikrit hafa verið flutt út, hafa þau verið þýdd til að erlendir leikarar geti leikið þau — í flestum tilfellum. JAN KLOVSTAD. LEIKLISTARGAGNRYNT EFTIR GUÐRÚNU ÞÓRU ÞAR TIL nýlega hélt ég að leikhúsgagnrýni á íslandi hlyti að vera með versta móti I víðri veröld. Hvergi fyrirfynd- ust aðrir eins ódámar og hér sem iðkuðu það, að því er virðist öllum til skapraunar, að skrifa leiklistargagnrýni. Á Norrænu Ieiklistarþingi, sem haldið var hér dagana 4.-9. júní, komst ég að því að eins er ástatt um hin Norðurlönd- in. Leikhúsfólk var nokkuð einhuga um það hefði sjaldan ef aldrei verið jafn örvæntingarfullt í garð þessa fyrirbrigð- is sem nú. Leikhúsgagnrýnin stæði engan veginn undir nafni, gagpirýnendur væru fyrst og síðast að sinna kröfum upplýsingaþjóðfélagsins en minna færi fyrir dýpri og athug- ulli greiningu. Kveikjan að þessum umræðum öllum var málefnalegt erindi sem Raija Ojala flutti og nefndi: „Getur gagnrýnin endumýjað leikhúsið?" VOND, VERRI, VERST? Raija er leikhúsfræðingur að mennt, hefur sjálf starfað sem gagnrýnandi en er nú ritstjóri finnska leikhús- tímaritsins „Teatteri-lehti“. Hún hóf erindi sitt á því að skýra frá því að gagnrýni hefði ætíð verið nokkuð tvíeggjað sverð fyrir leikhúsfólk. Ef hún væri slæm fyrir viðkomandi þá væri henni hallmælt en ef hinn sami væri prísaður og lofaður í gagnrýni þá kæmi iðulega annað hljóð í strokkinn. Þrátt fyrir að úrkíippur úr gagnrýni blaðanna væru uppi um alla veggi í búningsklefum þá full- yrtu leikarar og leikstjórar alla jafna að þeir læsu aldrei gagnrýni hvað þá að þeir tækju mark á henni. Raija vildi þó meina að sú örvænting sem nú ríkti yfir leikhúsgagnrýni væri af dýpri toga spunnin en ein- skær löngun eftir því að vekja at- hygli. SJÁLFSMYND GAGNRÝNANDANS BREYTT Raija taldi breytingar í fjölmiðlun vera helstu orsakir kreppu gagnrýn- innar. Blaðamennska nútímans krefðist þess að allt efni væri tilreitt lesandanum á eins einfaldan hátt og mögulegt væri. Áhrif þessa sagði Raija vera styttri og yfirborðskennd- ari gagnrýni. Ennfremur vildi hún meina að sjálfsmynd, þýðing og hlut- verk gagnrýnandans hefði breyst verulega síðustu tíu árin. Raija sagði að í gegnum tíðina hafi það verið hlutverk gagnrýnandans að lýsa, túlka og leggja mat á það verk sem til umfjöllunar var hveiju sinni. Þannig hefði gagmýnin leiðbeint mögulegum áhorfendum verksins samhliða því sem hún hefði verið nokkurs konar viðbrögð við því sem leikhúsfólkið væri að gera. í dag væri þessu öðru vísi háttað og eigindir blaðamennskunnar væru ráðandi. Gagnrýnendur væru nú fremur í hlutverki upplýsingafulltrú- ans og skrifuðu æ oftar einhvers konar vörulýsingar í staðinn fyrir listrýni; dagblaðagagnrýni væri á góðri leið með að breytast í listaug- lýsingar (kulturreklam). Afleiðingin væri styttri gagnrýni á svo almenn- um grundvelli að hún segði ekkert sem skipti máli. Afsökun gagntýn- endanna væri iðulega lítið rými í dagblöðum og fagblöð væru vett- vangur dýpri og ígrundaðri gagn- rýni. TILFINNINGARÍK UMRÆÐA Hér hefur aðeins verið stiklað á stóru í erindi Raiju og einna helst í því skyni að fá fólk til þess að velta vöngum yfir gagnrýni og stöðu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.