Morgunblaðið - 01.07.1992, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.07.1992, Blaðsíða 2
2 B MORGUNBLAÐID FRET 1R MIDVIKUDAGUR 1. JÚLÍ 1992 Hitt og þetta Lítið boðið upp í Noregi FlSKMARKAÐUraNN í Björgvin, sá eini í Noregi, hafði aðeins selt fyrir tæpar 25 milljónir króna um miðjan júní sl. Markið hefur hins veg- ar verið sett á tæplega 600 miíljóna króna sölu á ári. Stjórnendur fiskmarkaðsins taka þessu þó með ró. Þeir segja byrjunarerfiðleika og nýjabrumið hafa sín áhrif og úr muni rætast. ——i ? ? ?—i—- Rússaþorskur lækkiíverði LÍTID hefur verið um landan- ir á rússneskum þorski í Troms og Finnmörku í júní og er ástæðan sú, að samning- ar við Rússana runnu út 31. maí og viðræður um nýja hafa staðið síðan. Sumt af rúss- neska fiskinum, sem landað er í Noregi, fer beint áfram tíi Ðanmerkur og margir kaupendur þar og í Noregi vilja nú iækka verðið frá þvi, sem var. Á það hafa Rússar verið tregir til að fallast en Kjeil Gunnar Mikaisen, for- stjóri Seandfish í Hammerfest, segir, að verðið fyrir unna vöru hafi lækkað nokkuð á erlendum mörkuðum og því sé útílokað að kaupa rússaþor- skinn á sama verði og áður. Scandfish miðlar Rússaþorski tíl kaupenda f Noregi og Dan- mörku. Á fyrstu fimm mánuð- um yfírstandandi árs fóru 22.100 tonn af Rússaþorski til kaupenda i Noregi og fyrir þau fengu Rússar rúmlega 1,8 miUjarða ísl. kr. ............»»'? ......... Minnkandi birgðiraf þorskblokk MINNI birgðir voru af þorsk- blokk i Bandarfkjunum í apríl sl. en í mars sl. og aðeins litlu meiri en í aprfl fyrir ári. Bráðabirgðatölur sýna, að 30. aprfl vora birgðirnar 2.703 tonn, 14% minni en mánuði áður en 6% mei ri en á sama tíraa 1991 og 15% meiri en 1990. Þær voru aftur á móti 60% minni en í aprfl 1989 og 82% minni en 1988. Eftírspum eftir þorski er ekki mjög mik- il en nægfleg þó tfl að gera birgðastððuna varhugaverða. Þorskverð lækkað órlítið i maí sl. en meðalverð fyrir blokk var 2,05-2,10 dollarar fyrir fundið 27. maí en 2,10 í aprfl. maflok í fyrra var meðai- verðið 2,35-2,40 dollarar pundið. -----------?-»-?----------- Minniafli Pólverja FISKAFLI Pólverja í aprfl síðastliðnum var 12% minni en í sama mánuði í fyrra, þrátt fyrir að veiðar í Eystra- saltí væru jafnmiklar og árið áður. Ekkert var um það að pólsk vinnsluskip keyptu fisk til vinnslu af fiskiskipum ann- arra þjóða, en nokkuð var um það fyrr á árinu. Vinnsla á fiski og fiskafurðum reyndist 36% minni en í aprfl í fyrra og var samdráttur hjá djúp- sjávarflotanum alls 40%. Þrátt fyrir það jókst verð- mæti seldra afurða um 37% í allt og aukningin á djúpsjáv- arflotanum var 58,9% meiri en í fyrra. Vinna fiskverka- fóiks dróst saman um 20% en meðailaun á mánuði hækkuðu um 57%, miðað við aprfl 1991. BEIIMIR SÆKIR TROLLATROLL MorgunblaSð/Helgi SverrissDn FÆREYSKI togarínn Beinir kom nýtega tð Sundahafnar i Rcykjavík tíl að sækja flottroll af gerð- inni Gloría, sem Hampiójan framleiðir. Þessi troli eru stærstu fiottroll, sem framleidd hafa verið í heiminum, og 12 risaþotur gætu rumast i opi eins slíks. í stað vírs er notað i þessi troll nýtt piastefni, sem er sterkara en stái en sveigjanJegra og auðveldara i meðförum. Islendingar borða 50 tonn af fiski upp úr sjó á áag „Furðufiskavikan tókst mjög vel" ÍSLENDINGAR borða trúlega um 50 tonn af fiski upp úr sjó á dag, eða 18.250 tonn á ári, sámkvæmt athugun Rannsóknastofnunar fisk- iðnaðarins fyrir Verið. íslendingar borða að meðaltali 73 grömm af fiski á dag, samkvæmt könnun Mann- eidisráðs íslands á mataræði íslendinga, sem gerð var árið 1990. Rf spurði fisksala á hðfuðborgarsvæðinu eftírfarandi spurningar: Hvernig telur þú að hlutfallsleg skipting sé á seldum fiski og fiskafurðum i verisun þinni síðasta árið? Svörin reyndust svipuð og voru eftirfar- andi: Ýsa 75%, þorskur (saltfiskur) 7%, lúða 7%, rauðspretta 3%, stein- bitur 3%, skelflskur 3% og annað 2%. Fisksalar skrá þessar tölur ekki hjá sér dags daglega. Þær eru meira fengnar sem reynslutölur og ber því að taka þær sem slíkar. íslendingar borða samkvæmt of- angreindum forsendum 70,2 kíló á mann á ári og eiga því heimsmet í fiskáti ef marka má tolur FAO, Mat- væla- og Iandbúnaðarstofnunar Sam- einuðu þjóðanna. FAO telur íslend- inga hins vegar borða 88,4 kíló af fiski upp úr sjó á mann á ári en þær tölur eru nær 20 ára gamlar og byggðar á niðurgreiðslum á físki hér. Samkvæmt FAO borða Japanar næst mest af fiski, 69,3 kíló, og Suður-Kóreubúar eru þriðju í röðinni með 47 kíló. Hins vegar er líklegt að Færeyingar og Grænlendingar borði enn meira af fiski en við íslend- mgar. Samkvæmt upplýsingum frá Fiski- félagi íslands keyptu fisksalar í fyrra 6.120 tonn af fiski á fiskmörkuðum og beint af bátum. Hins vegar hefur Fiskifélagið ekki upplýsingar um hve mikið heimilin kaupa af frystum fiski og saltfiski. „Furðufiskavikan tókst mjög vel og aðsóknin hjá okkur jókst þessa viku," segir Gunnar Páll Rúnarsson yfirmatreiðslumaður veitingahússins Við tjörnina í Reykjavík. Aflakaupa- bankinn stóð fyrir svokallaðri Furðu- fiskaviku, þar sem boðið var upp á vannýttu fisktegundirnar stinglax, lánghala og háf á 20 veitingahúsum um allt land. „Við vorum bæði með búra og trjónufisk í Furðufiskavik- unni og vorum þeir einu, sem buðu upp á búra, en hann er mjög vin- sæll. Ég er einnig mjög oft með lang- hala og stinglax. Það er mjög erfitt að fá búra en við fáum 35 kíló af honum í hverri viku. Landinn er orðinn miklu frakkari en áður að prófa ýmsar fisktegundir en honum er illa við heiian fisk," segir Gunnar Páll. Hann segir að einungis séu um tíu ár síðan Islend- ingar byrjuðu að borða fisk að ráði á veitingahúsum hér. í Hagkaupum í Kringlunni er ýsa langvinsælasti fiskuriiín. „Á einum degi seljum við 120 kíló af ferskum ýsuflökum en 30 kíló af ferskri, heilli ýsu, um 20 kíló af frystum ýsuflök- um, 10 kíló af léttsaltaðri ýsu, 10 kíló af reyktri ýsu og 40 kíló af ýsu fara í ýmsa fiskrétti á degi hverj- um," segir Sigurbjörn Sigurbjörnsson hjá Hagkaupum. Guðmundur J. Óskarsson, físksali í Sæbjörgu í Reykjavík, segist geta fengið kílóið af heilum búra fyrir 270 krónur, þannig að flökin kostuðu 600 krónur kílóið og hann þyrfti að selja þau á tæpar 800 krónur. Viðskipta- vinirnír væru hins vegar ekki tilbúnir að greiða svo hátt verð fyrir búrann, enda þótt þeir hafi keypt mikið af honum fyrir lægra verð. Skotar lækka rækjuverð vegna stóraukinna veiða Markaðurinn fyrir rækju þó talinn í góðu jafnvægi og birgðasöfnun er lítil MIKIL rækjuveiði hef- ur verið við Skotland að undanfórnu og hef- ur það valdið því, að kaupendur, eða verk- smiðjurnar, hafa lækk- að verðið nokkrum sinnum. Sumir óttast raunar hrun á rækjumarkaðinum innanlands vegna offramboðs, ekki síst vegna þess, að nú eru horfur á, að rækjukvótínn við vesturströndina verði nýttur en svo hefur ekki verið hingað til. Pétur Bjarnason, framkvæmdastjóri Félags rækju- og hörpudiskfram- leiðenda, segir, að veiðar Skota séu í raun ekki miklar og því óiíklegt, þrátt fyrir einhverja aukningu, að þær hafi mikil áhrif á rækjumarkað- iimm almennt. Helsti rækjukaupandinn í Vestur- Skotlandi, Scotprime of Ayr, hefur lækkað verðið þrisvar sinnum á jafh mörgum vikum en það er að vísu ekkert nýtt, að um sé að ræða of- framboð á rækju á þessum árstíma. Miklar veiðar að undanfðrnu og stöð- ug veiði í allan vetur hafa hins vegar gert illt verra og er verðið til sjó- manna lægra nú en það var fyrir allnokkrum árum. Á austurströndinni er astandið dálítið snúið. Þar er einnig mikil veiði en þótt best væri í svipinn að tak- marka þær gæti það komið sjómönn- um og iðnaðinum í koll síðar. Veið- arnar nú verða nefnilega hafðar til viðmiðunar þegar Bretum verður næst úthlutað rækjukvóta í Norð- ursjó. Þar eru rækjuveiðar mestar á Fladen-grunninu og sjómenn á vesturströndinni kenna mikilli veiði þar um offramboðið. Rækjusjómenn á vesturströndinni hafa farið fram á, að veiðarnar verði takmarkaðar með því að banna bát- unum að róa um helgar en stjórnvöld sögðu nei. Er talið, að hagsmunir rækjuverksmiðjanna hafi vegið þar þungt og á það er bent, að stærsta rækjuverksmiðja í Skotlandi er í kjör- dæmi skoska sjávarútvegsráðherr- ans. Nokkuð er um, að sjómenn hafi orðið að henda rækju vegna þess, að sumar verksmiðjur gera nú strangari kröfur um fjöldann í hverju kílói og aðrar geta ekki tekið við meiri afla. Pétur Bjarnason segir, að Skotar væru ekki mikil rækjuveiðiþjóð miðað við það, sem hér gerðist og annars staðar í norðurhöfum, og því væru erfiðleikar þeirra vegna aukinnar veiði fremur staðbundið fyrirbrigði. Það væri því ekki líklegt, að þetta hefði mikil áhrif annars staðar, enda um nokkuð aðra rækju að ræða en hér veiðist. Segir.Pétur, sem er ný- kominn af fundi framleiðenda og selj- enda kaldssjávarrækju, að markaður fyrir kaldsjávarrækju væri talinn í góðu jafnvægi núna og birgðasöfnun yfirleitt lítil. Fréttir vikunnar Rússar vilja seyahérfisk RÚSSNESKIR útgerðaraðil- ar f Múrmansk hafa sýnt áhuga á að selja fisk hér á landi og vilja auk þess koma skipum síiuim til viðgerða hér. Að sb'gn Kára Valves- sonar lijá Samskipum bjóðast Íslendingum margir liostir í viðskiptum við Rússa og Samskip hafa nýiega gengið frá umboðssamningi við fyr- irteeki í Múnnansk, sem hafa nærri 1.000 skip á sínum vegum. Segir Kári, að Rúss- ar hafi áhuga á að selja hér þorsk, karfa, unninn fisk og fiskmjöl og annað, sem ís- lendingar vflji taka við. Kaupáútgerð í Þýskalandi VIÐRÆÐUR hafa átt sér stað um kaup íslenskra fyrir- tækja á næststærsta útgerð- arfélagi í Þýskaiandí, Rostocker Fischfang Rede- rei (RFFR) í Rostock, mestu hafnarborg í austurhlutan- um. Ilefur íslenska ráðgjaf- arfyrirtækið Ráð hf. haft miiligongu um þetta við Treuhandanstalt, sem sér um að selja ríkiseignir í Þýska alþýðulýðveldinu fyrr- verandi. RFFR gerír ót átta stóra verksmiðjutogara á úthafsveiðar og hjá fyrirtæk- inu starfa á fjðrða hundrað manns. Það hefur haft veiði- heímildir við Nýfundnaland, Færeyjar, Grænland, í Nor- egsnafi, Norðursjó og Bar- entshafi. Ný skipting í loðnunni GERÐUR hefur verið nýr samningur milli ísleinlinga, Norðmanna og Grænlend- inga um skíptingu norsk- íslenska ioðnustofnsins og er hann að því leyti frábrugðinn þeim eldri, að nú er gert ráð fyrir takmörkunum á veiðum Norðmanna í íslenskri land- helgi Hlutfallsleg skipting mflli þjóðanna er hins vegar sfi sama og aður. í bóktm með samningnum segir, að Norðmenn megi aðeins veiða 35% af bráðabirgðakvóta síniim innan íslensku lögsðg- unnar en áður máttu þeir taka haim allan þar ef þeim sýndist svo. ? ? ? Tekjutapið 4,5 milljarðar SAMKVÆMT áætlun Hann- esar G. Sigurðssouar, hag- fræðings Vinnuveitendasam- bands ísiands, munu út- flutiiiugstekjur vegna mimii þorskkvóta aðeins skerðast tan 4,5 milljarða króna en í fyrstu voru iniklu hærri töl- ur nefndar. Telur hann, að bluti skerðiiigariunar muni koma fram þegar á þessu ári en veiðar á öðrum fisk- tegundum muni skfla um tveimur milljörðum á næsta ári upp í 6,5 milljarða kr. skerðingu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.