Morgunblaðið - 01.07.1992, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 01.07.1992, Blaðsíða 6
6 B MORGUNBLAÐIÐ MARKAÐIR MIÐVIKUDAGUR 1. JULI 1992 Fiskverð heima Samtals fóru 210,3 tonn af þorski um fiskmarkaðina þrjá hér syðra í síðustu viku. Um Fiskmarkað Hafnar- fjarðar fóru 35,0 tonn og meðalverðið 90,18 kr./kg. Um Faxamarkað fóru 39,3 tonn á 90,25 kr./kg og um Fiskmarkað Suðumesja fóru 136,0 tonn á 93,06 kr./kg. Af karfa voru setd 43,0 tonn, meðalverð í Haf narfirði var 41,28,42,03 á Faxagarði og 43,54 syðra. Af ufsa voru seld 102,3 tonn, meðalverð í Hafnarfirði var 32,31,41,42 á Faxagarði og 39,56 hvert kíló á Suðumesjum. Af ýsu voru seld 133,7 tonn á mörkuðunum þremur hér syðra og meðal verðið 104,89 kr./kg. Fiskverðytra Þorskur. Karfi —"¦' Ufsi mmmmm Eitt skip, Vigri RE 71, seldi 274,5 tonn í Bremerhafen í síðustu viku á 94,916 krAg. Þar af voru 151,4 tonn af karfa á 96,41 kr. hvert kíló, og 74,3 tonn af ufsa á 71,77 krAg. Tvö skip seldu í síðustu viku í Bretlandi samtals 132,7 tonn. Þar af voru 82,6 tonn af þorski sem fóruá 137,71 kr./kg. Úr gámum voru síðan seld 256,6 tonn. þar afvoru31,5 tonn af þorski á 156,59 krAg. Vegið meðaltal þorskverðsins í Bretlandi var þvíl 42,93 kr. hvert kilö. 90% af saltfiski frá Islandi og Noregi til Spánar og Portúgals ¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦mhhhhhhbmi markað- Borgar sig ekki lengur að K2 fyrí auglýsa íslenskan saltfisk sJ^^lm á Spáni, segir José Solernou á" **svij>- * 7 ° aoan vanda að stríða og Portúgalsmarkaður, þó af ððrum ástæðum sé. José Solernou, forstöðumaður skrifstofu SÍF í Barcelona, segir að í stuttu máli megi segja að niarkaðurinn sé í uppnámi. „Það veit enginn hvað hann er að kaupa." Þetta telur hann að miklu leyti mega rekja til þess að salt fiskur sé flókin vara. Þegar á annað borð sé búið að satta borskinn sé ómögulegt að sjá hvaðan hann komi og því, iíkt og gerst hafi í Portúgal, hægt að selja t.d. rússneskan fisk sem „íslenskan". áhversu þröngur saltfiskmarkaður- inn sé í raun. Einungis um fimm ríki framleiði saltfisk í einhverju magni og einungis um fimm ríki kaupi saltfisk í teljandi mæli. Á Spáni sé staðan sú að ómögulegt sé fyrir framleiðendur að selja beint til útvatnaranna. Þetta eigi sér margar skýringar, til dæmis þá að útvatnararnir vilji bjóða upp á allar stærðir saltfísks, en margir fram- leiðendur framleiði til dæmis ein- ungis stóran fisk. Mörg hundruð útvatnarar kaupa flsk af innf lytj endum Smásölumarkaðurinn fyrir salt- fisk á Spáni byggist að mestu leyti á mðrg hundruð svokallaðra út- vatnara, sem kaupa fisk af innflyt j- endum, skera hann niður í bita og útvatna, þannig að hann sé tilbúinn til neyslu. Solernou segir útvatnar- ana ekki vita núna hvaðan á þá stendur veðrið. Hingað til hafi Is- lendingar verið einráðir á Katalón- íumarkaði (sem borgaði hæst verð allra saltfiskmarkaða) og í krafti styrks síns og samstöðu hafi þeir getað komið í veg fyrir utanaðkom- andi samkeppni. „Þegar íslendingar leyfðu fleiri en einum aðila að flytja út til Spán- ar opnaðist smuga á markaðinum fyrir fisk frá Noregi. Nú hefur verð- ið lækkað um 20%. Skýringin á því er ósköp einföld. í Noregi eru um 160 saltfískútfJytjendur, sem eru í stöðugri samkeppni hver við annan. Þeir lækka verð sitt niður úr öllu valdi, sem oft bitnar á gæðunum. Þetta er sú hætta, sem Islendingar standa einnig frammi fyrir ef þeir standa ekki saman. Á íslandi eru um 300 saltfiskframleiðendur og við getum rétt ímyndað okkur ástandið ef þeir fara að keppa hver við annan." Fimm rikl selja og 5 kaupa aa ttfl s k f teljandi mael I Solernou Ieggur ríka áherslu Hann segir því nauðsynlegt að hafa einhvers konar milliliði. Þar beri hæst sölusamtök framleiðenda, þvf að ef þau séu ekki til staðar muni verð óhjákvæmilega lækka. í öðru lagi þurfi að vera til staðar heildsöluaðilar í því landi, sem kaupi fiskinn og á Spáni og Portú- gal telji þeir á annan tug í hvoru landi. Spánn og Portúgal eru lang mik- ilvægustu saltfiskmarkaðir verald- ar og þangað fara um 90% af salt- fiskútfiutningi íslendinga og Norð- manna. „Það segir sig sjálft að þegar við erum með á annað hundr- að útflytjenda en einungis á fjórða tug innflytjenda verða það innflytj- endur, sem ráða lögum og lofum á markaðinum. Þeir geta leyft sér að velja og hafna. Þetta er sú þró- un, sem nú er hafin hér á Spáni," segir Solernou. „Nauðsynlegt aö einungis eitt tilboð sé á markaðnum" Hann segir þessa þróun hafa hafist í janúarmánuði og hún sé að hans mati mjög varhugaverð. Þegar svo við bætist að fyrirsjáan- legt sé að verulega muni draga úr þorskveiðum íslendinga verði það enn nauðsynlegra að einungis eitt íslenskt tilboð sé til staðar á markaðinum. „Ef ekki erum við að bjóða þvi heim að önnur ríki not- færi sér þetta. Útvatnararnir vita ekki í hvora löppina þeir eiga að stíga og margir þeirra selja físk sem íslenskan, jafnvel þó að hann sé það ekki, einfaldlega vegna þess að íslenskur fiskur er álitinn vera sá besti. Óvissan á markaðinum eykst líka enn frekar, þar sem út- vatnararnir kaupa nú einungis inn til viku í senn, því þeir sjá fram á að í næstu viku eigi þeir að öllum líkindum von á enn hagstæðara verði." I nnf lytjendur halda að sér höndum og kaupa minna Hann segir innflytjendur einnig halda að sér höndum og ekki kaupa inn eins mikið magn og áður, sem valdi erfiðleikum þegar skipuleggja eigi fram í tímann. „Innflytjendur geta ekki gert áætlanir, sem leiðir til þess að við getum það heldur ekki og þar með geta framleiðend- ur ekki gert áætlanir um hversu mikið magn þeir eigi að salta." Líkt og í Portúgal verða neytend- ur hins vegar lítið varir við þetta verðstríð á saltfiskmarkaðinum, nema þá með þeim hætti að fiskur af minni gæðum er farinn að gera vart við sig. Smásóluaðilar hafa ekki lækkað sitt verð og þvf hagn- ast þeir fyrst og fremst á því ástandi, sem nú ríkir. Aðspurður um hvernig SÍF hygð- ist bregðast við þessari markaðs- stöðu sagði Solernou að þetta þýddi meðal annars að ekki væri lengur skynsamlegt að auglýsa islenskan saitfisk. SPANN Saltfiskur auglýstur UMFANGSMIKIL kynning hef- ur farið fram í Katalóníu á is- lenskum saltfiski á síðustu árum og þessa dagana er t.d. í gangi auglýsingaherferð á TV3, ann- arri katalónsku sjónvarpsstöð- inni. José Solernou segir að nú sjái menn fram á að þetta borgi sig ekki lengur. Einungis sé ver- ið að gera oðrum aðilum kleift að nýta sér þá góðu imynd, sem búið sé að skapa fyrir íslenskan saltfisk. „Það er ekki hægt fyrir okkur að vera með auglýsinga- herferðir á meðan við erum í samkeppni við annan fisk frá íslandi á þessum markaði." Sorglegast segir Solernou vera að þegar íslendingar byrjuðu að keppa hver við annan hafi aðrir séð hvað væri á seyði og gengið á lag- ið. Áður hafi enginn reynt fyrir sér á markaðinum í Katalóníu. Það hafi einfaldlega verið litið á hann sem íslenskt svæði. í Katalóníu búa um 15% íbúa Spánar en þangað má rekja 20% þjóðarframleiðslunnar. Gera má ráð fyrir að Katalanar neyti árlega um 7-8.000 tonna af saltfiski en heildarneysla Spánverja er um 25-28 þúsund tonn. Meðaltals- neysla þeirra er því mun meiri en annarra. Þar að auki borða Kata- lanar fyrst og fremst dýrasta fisk- inn, þann íslenska, á meðan aðrir Spánverjar borða meira af spænsk- um, norskum og færeyskum salt- fiski. SlF hefur verið með um 70% sölunnar á Katalóníumarkaði í ár samanborið við 85-90% í fyrra. „Þetta má fyrst og fremst rekja til aukinnar samkeppni frá íslandi og Noregi, sem þrýstir niður verði á markaðinum." *. ^ 75%i Fiskneysla í 30 löndum Kg á mann á árí miðað við fisk upp úr sjó Heknfld: FAO - ÁibæVur YSA var það heillin! Skipting fiskneyslu á íslanr eftir tegundum 47,0 45,3 43,0 41^ | 35,2 33.6 28,4 27^ .S & 25,8 TJ C s í c 3 244 21.0 S I s! 1 m o ' IW ii> {Sfi 1M «,1 ^9 ,* ^ J J 16,3 15,9 151 Þorskur 7%| LMa 7% Raudspretta 3% SMnbttur 3%H Skelfiskur 3% | 2%8B Annað S> 5 ., S : -o s I •a js .0 HO 13,4 12,9 12,8 *• S .10,4 10,0 FREÐFISKUR Ráðstöfun þorskaf lans milli vinnslugreina meðaltöl 1971-90 lwAnnao Ferskur -80 Saltaður -60 -40 Frystur • 1971-79 1980-83 1986-90 Hlutur frysts fisks minnkar HLUTDEILD freðfiskfram- leiðslunnar hér féll úr 49,3% tímabilið 1971-1990 í 45,5% á tímabilinu 1986-1990. Hæst var hlutfaU freðfiskframleiðslunn- ar 1971, um 60%, en lægst var það 1982, um 34%. Hin síðari ár hefur þetta hlutfall verið 40-50% en þegar rýnt er í árs- fjórðungslegar tölur kemur í ljós að hlutur freðfiskframleið- enda er meiri á síðari hluta ársins en þeim fyrri, eða 50-60% samanborið við 30-40%. SALTFISKUR Ráðstöfun þorskaf lans, milli vinnslugi 1986-1990 <£B£ 100Annað -40 Frystur -20 1986 "87 '89 '90 FRAMLEIÐENDUR sattfisks unnu að jafnaði úr 39% þorsk- aflans 1971-1990. HlutdeUd saltfiskframleiðenda óx veru- lega 1982 en það ár fóru 47% þorskaflans tíl saltfiskfram- leiðslu. Þá takmðrkuðust möguleikar tíl að afsetja skreið tíl Nfgeriu og hurfu svo með öllu 1983, samtímis þvi að ekki var afkastageta í frystíhúsun- um til að mæta aflatoppunum á þessum árum. Á tímabilinu 1980-1990 hefur hlutdeild salt- fiskvinnslu í vinnslu aflans far- ið minnkandi, sem bendir til þess að útflutningur á ferskum fiski hafi höggvið stærra skarð í saltfiskvinnslu en freðfisk- vinnslu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.