Morgunblaðið - 01.07.1992, Síða 3

Morgunblaðið - 01.07.1992, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ 1992 B 3 „Kreppan í saltfiskínum sú mesta frá upphafi“ Saltfiskur frá Alaska seldur sem íslenskur saltfiskur í Portúgal ERFIÐ staða saltfískmark- aðarins í Portúgal, sem er einn helsti markaður saltfísks i heiminum, er tekin til ítar- legrar umfjöllunar í nýlegu hefti portúgalska tímaritsins Sábado. Þar segir að sala fyr- irtækja á saltfíski sé mjög mikil en samt sé hagnaður þeirra hverf- andi, eða þá að þau séu beinlínis rekin með tapi. Kreppan hafí haldið innreið sína á saltfískmarkaðinn og að mörg fyrirtæki rambi á barmi gjaldþrots. í greininni í Sábado er haft eftir sérfræðingum á þessu sviði að þetta sé alvarlegasta kreppa greinarinnar allt frá því að portú- galskir sjómenn hófu í fyrsta skipti að veiða fisk og salta á Norðurslóð- um í kringum árið 1500. Er komist að þeirri niðurstöðu að kreppan eigi sér margþættar skýringar. hafsþorskurinn er ekki eins feitur og Atlantshafsþorskurinn en smekk- ur Evrópubúa krefst feits fisks, sem ekki er til í Alaska," segir Sinde Monteiro. Antonio Meireles, sem er yfírmað- ur annars stórs fyrirtækis á þessu sviði, segir Norðmenn hafa sett mik- ið magn af físki á Portúgalsmarkað á lágu verði eftir að þeir misstu Brasilíumarkaðinn en segist telja þá kreppu, sem fiskiðnaður almennt í heiminum á við að stríða, vera helstu skýringuna á vanda saltfiskgeirans. Hann fullyrðir einnig að óstöðugleik- Haft er eftir Sinde Monteiro, sem hefur starfað á þessum vettvangi í mörg ár og rekur virt fyrirtæki á sviði saltfískinnflutnings, að helsta skýringin sé sú að of mikill fískur sé á markaðinum og að með auknu fijálsræði í viðskiptum hafí sprottið upp margir nýir, litlir, innflytjendur, sem hafí litla þekkingu á málum. Saltfiskviðskipti eru að mati Sinde Monteiro flókin viðskipti, sem ein- ungis eru á færi sérfræðinga, en eins og staðan sé nú, stundi margir þau með faxtækjum. Þrír utanaðkomandi þættir eru einnig sagðir hafa haft mikil áhrif. í fyrsta lagi eru Brasilíumenn hætt- ir að kaupa saltfísk sökum peninga- skorts, í öðru lagi kemur mikið magn af físki frá fyrrum Sovétríkj- unum og í þriðja lagi hefur verið mikið um gjaldþrot í Noregi, en Norðmenn eru með helstu saltfisk- útflytjendum veraldar. Lengi vel voru einungis starfrækt ein sölusamtök í Noregi, sem dreifðu saltfíski og seldu, en þau voru Iögð niður af stjómvöldum. Frjálsræði var komið á í saltfiskiðnaðinum, sem leiddi til þess að margir litlir útflytj- endur komu fram á sjónarsviðið, er urðu brátt gjaldþrota. í kjölfar þess hættu bankar að bera traust til sölu- aðila og fóru að kreíjast þess að sala færi fram með meiri hraða, sem síðan leiddi til verðlækkana. Þá var um svipað leyti byijað að afferma mikið magn af ódýmm rússneskum þorski í norður-evrópskum höfnum. Islendingar, sem höfðu verið með hæsta verðið á saltfíski á markaðin- um urðu að bregðast við norsku verðbreytingunum með þeim afleið- ingum að þeirra eigið verð lækkaði. Norðmenn með stærsta hluta markaðarins Enn eru Norðmenn með stærsta hluta markaðarins, af þeim 30 þús- Morgunblaðið/Steingrímur Sigurgeirsson Islenski saltfiskurinn er mjög áberandi á mörkuðunum í Barcelona. und tonnum, sem flutt hafa verið inn það sem af er árinu, koma rúm 20 þúsund frá Noregi og Kanadamenn eru nánast horfnir af markaðnum. Hins vegar hefur birst nýr „óvinur" í formi frosins Alaskaþorsks. Sábado segir marga sérfræðinga halda því fram að Alaskaþorskurinn sé nánast eins og saltfiskur án þess þó að vera það. Sinde Monteiro segir hins vegar að óháð því hvort þetta sé hágæða eða lágæða vara sé hún ekki í sam- ræmi við smekk Portúgala. „Kyrra- ann á innanlandsmarkaðinum megi rekja til of mikillar samkeppni og of lítilla gæða. Þegar frjálsræði hafí verið aukið hafí bæst við margir inn- flytjendur, sem létu til sín taka á alþjóðavettvangi án þess að hafa fullnægjandi þekkingu eða getu til þess og því annað hvort farið á haus- inn eða'tapað miklum peningum. Sem dæmi nefnir hann stórfyrir- tækið RAR, sem ákvað að reyna að sölsa undir sig hluta af saltfiskmark- aðnum. Það hafi þó fljótlega gert sér grein fyrir að ekki væri hægt að halda uppi ákveðnum gæðastaðli og því dregið sig til baka eftir að hafa tapað miklu fé. Sinde Monteiro seg- ir að hinn mikla. áhuga stórfyrir- tækja á saltfiskmarkaðnum megi rekja til þess að um þar sé velt mikl- um fjármunum. „Þau fara inn á markaðinn án þess að vera undirbú- in og tapa miklum peningum vegna þess að þetta er einungis markaður fyrir sérfræðinga," segir Sinde Mon- teiro. Að hans mati tekur mörg ár að læra grundvallaratriði þessara við- skipta, því að rétt eins og að hægt sé að matreiða saltfisk á mörg þús- und vegu sé í tengslum við saltfisk að finna þúsundir smáatriða, sem einungis sérfræðingar geti komið auga á og þessi smáatriði geri gæf- umuninn milli góðs og slæms gengis í viðskiptum. Ver A á saltflskl lækkað stöðugt Verð á saltfiski hefur farið sfeöð- ugt lækkandi í Portúgal undanfarið. Frá því í janúar nemur verðlækkun- in 20%, segir í greininni [taka ber fram að hún er skrifuð í lok apríl, þó að hún hafí ekki birst fyrr en mánuði síðar og hafa einhveijar breytingar orðið á verði síðan]. Sinde Monteiro telur hins vegar að mikil verðlækkun til viðbótar sé ekki möguleg. „Verðið er þegar það lágt að sjómenn eru famir að missa áhugann á veiðum. Við getum ekki framleitt fyrir neðan kostnaðarverð. Togararekstur er dýr og það sama má segja um olíuna. Laun sjómanna fara hækkandi og það er dýrt að vinna fískinn og senda hann til Portúgals. Að lækka verðið frekar jafngildir sjálfsmorði," segir Sinde Monteiro. Antonio Meireles telur einnig að óstöðugleikinn sé orðinn óbærilegur. „Frá því í janúar hef ég stöðugt verið að skipta um verðlista. Þeir, sem halda að saltfiskviðskipti séu eitthvað frábært, ættu að hugsa sig betur um. Eins og er verð ég að segja að þegar hagnaðarhlutfallið í sölu er 2% er ég ánægður.“ Verðfall á hráefni vegna Flóabardaga Tímaritið segir síðan að lækkandi verð á saltfiski megi einnig rekja til almenns verðfalls á hráefni um allan heim, sem að mati hagfræðinga megi að hluta rekja til Persaflóa- stríðsins. Síðan segir: „Um eitt eru þó allir innflytjendur sammála. Saltfískvið- skipti eru viðskipti fyrir sérfræðinga og ef á markaðnum eru aðilar með takmarkaða þekkingu eykur það verulega á vandann. Sumir innflytj- endur selja líka fískinn undir inn- kaupsverði til að hreyfíng sé á birgð- um og þeir geti sýnt bönkum sínum að þeir séu með lífsmarki." En önnur vandamál en verð undir kostnaðarverði eru einnig áberandi og þá ekki síst að rangt sé farið með uppruna saltfísksins. Arminda Castro, forstjóri fyrirtækisins Brites, segist hafa leitað til stjómvalda af þessum sökum og beðið þau að hafa afskipti af málinu hið snarasta. Það sé mjög algengt að fískur sé merkt- ur „Islandia" (sá dýrasti á markaðn- um) en sé í raun „Alasca“ (sá ódýr- asti). Slíkt athæfi gerir mönnum kleift að selja undir kostnaðarverði og ná góðum hagnaði. Einnig er algengt að menn selji vatn í stað saltfísks. Opinberir staðl- ar segja til um að vatnsinnihald físksins eigi að vera 40% en margir innflytjendur setja allt að 50% í hann. Þá er einnig vinsælt að selja án nótu, þar sem hægt er að selja undir eðlilegu verði ef salan er ekki gefin upp til skatts. Árlega flytja Portúgalar inn 90 þúsund tonn af blautfiski að verð- mæti um 55 milijarða escudos, um 32 milljarða íslenskra króna. Ein- ungis 25 þúsund tonn eru tollfrjáls og reyna því margir innflytjendur að komast hjá því að greiða tolla með því að hreyfa birgðir sínar und- ir lok ársins til að geta komist inn í kvóta næsta árs. Þá ber þess að geta að Norðmenn hafa tollfrjálsan kvóta hjá EB fyrir sem nemur 10 þúsund tonnum af blautfíski og 13 þúsund tonnum af þurrfíski. Þekklngarleysl hefur skemmt markaðinn Innflytjendur segja portúgalska neytendur ekki hagnast mikið á verðstríðinu vegna þess að gæði vörunnar fari minnkandi. Í Noregi líður alltaf æ skemmri tími frá því að fískurinn er veiddur þar til hann er seldur, sem leiðir til minni gæða. Til að ná viðunandi gæðum verður að þurrka fiskinn í 3 til 4 vikur áður en hann er seldur. Portúgalska tímaritið kemst að þeirri niðurstöðu að ýmsar tilslak- anir á reglum, þ.e.a.s. aukið ftjáls- ræði, hafi haft hrikalegar afleiðingar á markaðnum æ ofan í æ sökum þess að það hafí opnað leiðina fyrir aðilum í hagnaðarleit með litla þekk- ing^u, sem hafí skemmt markaðinn. Ofan á allt þetta hafí svo bæst risa- markaðamir, sem hafi nýtt sér stöð- una og selt á enn lægra verði, þrátt fyrir vafasöm gæði vörunnar. Stað- hæfir Antonio Meireles að gæði séu einfaldlega ekki til staðar í stóru risamörkuðunum. Að lokum segir Sábado: „En við- skiptin halda áfram, enda þótt ein- ungis sumir hagnist örlítið og flestir innflytjendur uppskeri einungis vandræði. Og þeir, sem hagnast mest á óstöðugleikanum eru, eins og alltaf, þeir sem fara ekki að lög- um.“ Þokkalegt ástand er í sjónum hér við land Utbreiðsla hlýsjávar hefur ekki verið meiri frá 1986 dögum fyrr en veiýa hefur veríð, en í honum var meðal annars kann- að árferðið í sjónum við ísland. Er frá þessu greint í nýútkominni skýrslu Hafrannsóknastofnunar og niðurstöðurnar almennt jákvæðar. Hér er þó um að ræða ákaflega flókið samspil ólíkra þátta, hitastigs, seltu, ólíkra sjógerða, átumagns og gróðurs, og þvi kemur það ekki fram en síðar, í seiðatalningunni í ágúst nk., hvernig til hefur tekist með klakið hjá þorskinum. Þar skiptir að sjálfsögðu einnig miklu máli stærð hrygningarstofnsins og hvernig samsetningin er, hvaða VORLEIÐANGUR Ilafrannsókna- stofnunar var að þessu sinni farinn snemma í maí, 10 árgangar eru í hrygningunm. Ólafur S. Ástþórsson var leiðang- ursstjóri í vorleiðangrinum að þessu sinni og í fyrmefndri skýrslu um niðurstöður rannsóknanna segir, að fyrir Vesturlandi og Vestfjörðum hafí selturíkur hlýsjórinn verið í meðallagi heitur, 5-6 gráður, og fyrir norðan gætti hlýsjávarins aust- ur fyrir Siglunes, þar sem kaldi sjór- inn var langt undan landi. í Austur- íslandsstraumnum djúpt norðaustur af landinu var hiti lágur, mínus 0,9 - 0,2 gráður, en í hlýja sjónum við suðurströndina var hitastigið 6-8 gráður. Stefán Kristmannsson hafeðlis- fræðingur, sem þátt tók í Ieiðangr- inum, sagði í spjalli við Morgunblað- ið, að rannsóknir undanfarandi ára bentu til, að hlýsjór á norðurmiðum stuðlaði oftast að meiri heildarfram- leiðni en tók jafnframt fram, að af- rakstur nytjastofna hér við land væri háður flóknu samspili margra mismunandi umhverfísþátta. Á árunum 1981-’83 einkenndist árferðið í sjónum við ísland af svo- kölluðum svalsjó, einkum norðan- lands, og gætti neikvæðra áhrifa hans á nytjastofnana. Ástandið batnaði síðan 1984-’87, þegar inn- streymi hlýsjávar á norðurmið var nærri óslitið árið um kring. Á út- mánuðum og vorið 1988 varð hins vegar breyting á og þá náði pól- og svalsjórinn aftur yfírhöndinni. Það kalda ástand stóð fram á mitt ár 1990 en síðan þá um haustið hefur innstreymi hlýsjávar á norðurmið verið næstum óslitið. Á þessu vori var útbreiðsla hlýsjávar á norð- urmiðum sú mesta frá 1986 og átu- magn var einnig yfir meðallagi. Fram kemur einnig, að fersk- vatnsáhrif í strandstraumi fyrir Vesturlandi hafi verið mun meiri en undanfarandi ár en áhrifa fersk- vatnsins gætti aðeins næst strönd- inni sunnanlands. Þar var voraukn- ing gróðurs og átu aðeins á grynnstu stöðunum en óvenju seint á ferðinni utar á landgrunninu. Stefán Kristmannsson sagði, að -2.5 —i i i i i i i i i i i , i i i i : i i i i i i i n i i i i i i i i i i i i i i i 1952 '54 '56 ’58 '60 '62 '64 ’66 '68 70 72 74 76 78 ’8Ö ’82 ’84 ’86 ’88 ’90 ’92 strandstraumurinn færi réttsælis um landið og í venjulegu árferði, þegar vorið væri komið og farið að hlýna við ströndina, væri í strandsjónum súpa, samsetning lífvera, sem bærist með straumnum. Ferskvatnsmagnið væri mælikvarði á hve straumurinn væri sterkur. Fyrir norðan land eru mikilvægar uppeldisslóðir og mikil ferskvatnsáhrif í strandstraumi fyrir vestan land bentu til, að þetta væri á góðri leið. Lítið ferskvatn fyrir sunnan land segði okkur hins vegar, að vorið hefði verið seint á ferðinni. Ekki er vitað hvað veldur þessum miklu breytingum á útbreiðslu hlý- sjávar og kaldsjávar en Stefán sagði, að hjá Hafrannsóknastofnun væri í gangi rannsóknaverkefni hvað þetta varðaði. Væri til dæmis verið með straummælingar úti af Kögri og einnig væri verið að skoða áhrif vinda við landið, fyrir vestan og norðan. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd af hitastigsfráviki á Siglunes- sniði hafa sveiflumar verið miklar um tæplega 30 ára skeið. Fram til 1965 var útbreiðsla hlýsjávar mikil og jöfn en 1965 urðu kaflaskipti. Þá kom hafísinn og Austur-íslands- straumurinn breyttist í pólstraum, sem hann var ekki áður. Svalsjórinn réði svo ríkjum alveg fram til 1972 en síðan hefur ástandið verið mjög sveiflukennt.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.