Morgunblaðið - 01.07.1992, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 01.07.1992, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ AFLABRÖGÐ MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ 1992 B 5 Eureka-verkefnið Halios - tæknibúnaður í fiskiskipum Hér birtist samantekt verkefnisstjórnar Halios á Islandi um verkefnið Halios, þar sem þróaður er tæknibúnaður í fiskiskip. Halios er samstarfs- verkefni íslenskra, franskra og spænskra sjávar- útvegsfyrirtækja og fyrirtækja, sem þjónusta þau. Verkefnisstjóri Halios á íslandi er Þorvaldur Pétursson hjá Félagi íslenskra iðnrekenda. Inngangur Aflasamdráttur, bætt nýting hrá- efna, gæðastjómun og hagræðing í útgerð og fiskvinnslu er meðal þess sem efst er á baugi í umræð- unni um sjávarútvegsmál á íslandi í dag og reyndar um allan heim. Kröfur markaðarins um aukin gæði, öryggi og umhverfisvernd kalla einnig á breytingar í vinnslu og notkun upplýsinga. Fiskvinnsla á íslandi færist stöðugt meira út á sjó þar sem leitast er við að halda ferskleika hráefnisins í hámarki. Upplýsingatækni og sjálfvirkni munu þjóna lykilhlutverki í físk- vinnslu og útgerð framtíðarinnar. íslendingar standa í fremstu röð á alþjóðamarkaði í hagnýtingu tækni til fiskveiða og vinnslu. Á seinni árum hefur þjónustuiðnaður við útgerð og fiskvinnslu verið sú grein iðnaðar sem vaxið hefur mest á íslandi. Mikil þróunarvinna hefur verið unnin og margar nýjungar komið fram. Uppbygging fyrirtækja í þessari grein hefur þó gengið misjafnlega og mörg hafa orðið gjaldþrota. Það eru ekki síst hinar miklu sveiflur í sjávarútvegi sem gera rekstur þess- ara fyrirtækja erfiðan. Þrátt fyrir þetta hafa nokkuð fyrirtæki náð að festa rætur og með auknum útflutningi eykst hæfni fyrirtækj- anna til að standa af sér sveiflur á heimamarkaði. Á árinu 1986 gerðust íslendingar aðilar að EUREKA, samstarfi evr- ópskra fyrirtækja á sviði tækni og þróunar. Árið 1987 efndu aðilar á Spáni, í Frakklandi og á íslandi til samstarfsverkefnisins HALIOS um nýja tækni á sviði fiskiskipa, veiða og meðhöndlunar afla um borð. í eftirfarandi greinargerð verður fjallað nokkuð um árangurinn af þessu verkefni og hugsanlegt fram- hald af þeirri vinnu sem Halios og önnur verkefni á sviði „Tæknibún- aðar fyrir fískiskip" hafa lagt grunninn að. Tilgangurinn er að styrkja þróun og markaðsleg tengsl iðnfyrirtækja á þessu sviði, samtím- is því að leitast er við að finna hagkvæmar lausnir á þörfum út- gerðar og fiksivnnslu við breyttar aðstæður. Greinargerðin er tekin saman fyrir þá sem láta þróun tækni til útgerðar til sín taka, hvort sem það er séð frá sjónarhóli útgerðarinnar, iðnaðarins eða tækniumhverfisins sem henni þjónar. Markmlð Hallos og starf Markmið Halios verkefnisins er að auka hagkvæmni og framleiðni fískveiðiflotans í Evrópu með til- stuðlan nýsköpunar og þróunar tækja og kerfa fyrir sjávarútveginn. Þessi þróun nær til skipsins sjálfs jafnframt því að ná yfir þau tæki sem notuð eru til veiða, vinnslu afla, rekstur skipsins og öryggi skips og áhafnar. Nánari grein er gerð fyrir uppbyggingu verkefnis- ins á hjálögðum blöðum. Markmið íslendinga með þátt- töku í Halios er að stuðla að frek- ari þróun á búnaði og tækjum í fiskiskip. Með samstarfi við Evr- ópuþjóðir gefst íslenskum fyrir- tækjum kostur á aðgangi að tækni- þekkingu stórra evrópskra fyrir- tækja og einnig markaðssambönd- um. Hugmyndin í verkefninu er m.a. að hagnýta nýja tækni í fiski- skipum, gjaman tækni sem þekkt er úr öðrum iðngreinum en hefur ekki verið nýtt í fiskiskipum. Hér hefur einkum verið um að ræða tölvutækni, stýritækni og fram- leiðslutækni. Vegna verkefnisins hefur verið starfandi hér á landi þriggja manna stjórn með verkefnisstjóra í nærri fullu starfi. Starf þeirra hefur verið kynning á Halios og mat á tillögum að vöruþróunarverkefnum, leiða fyrirtæki saman til samstarfs, fag- leg úttekt á möguleikum á nýrri tækni í útgerð, aðstoð í samskiptum við erlenda aðila, aðstoð við fjár- mögnun og að standa fyrir umræðu á efninu „Tækni í fiskiskip", svo eitthvað sé nefnt. HvaA hefur áunnlst? Talsvert hefur áunnist í verkefn- inu bæði af hálfu erlendra fyrir- tækja og íslenskra. Þátttaka í slíku þróunarstarfi er þó ekki vanalaus fyrir tiltölulega lítil og á stundum fjárvana fyrirtæki. Til að uppskera fullan árangur þurfa íslensku fyrir- tækin að búa við aðstæður og þró- unarumhverfi til jafns við þau er- lendu, annars er hætt við að þau erlendu þrói búnaðinn að mestu en íslensku fyrirtækin láti í té sérþekk- ingu á aðstæðum og markaði en fái lítið í staðinn. þessa jafnvægis skal gætt þegar efnt er til samstarfs erlendis. Með sambærilegu þróuna- rumhverfi er átt við fjárhag fyrir- tækjanna, utanaðkomandi stuðning og tengsl við markað. Séu þessir þættir fyrir hendi lengist úthald fyrirtækjanna í löngu ferli vöruþró- unar og stefnufesta fyrirtækjanna verður meiri. Verkefnið hefur að auki haft áhrif sem ekki .voru séð fyrir í byrj- un. Sambönd og samskipti hafa aukist við frönsk og spænsk fyrir- tæki og stofnanir, m.a. frönsku físki- og hagtæknistofnunina IFRE- MER. Einnig hefur aukist þekking á aðstæðum og markaði í þessum löndum. Þetta hefur m.a. leitt til beinna viðskiptalegra tengsla, t.d. útflutnings og hagstæðari innkaupa hjá íslenskum útgerðaraðilum. Sem dæmi um verkefni sem þeg- ar hafa skilað árangri eru: a) Þróun snyrti- og flokkunarlínu í vinnslutogara sem fyrirtækin Þor- geir & Ellert hf og Marel hf. hafa unnið að. Þessi búnaður hefur verið settur upp í togaranum Höfrungi III frá Akranesi og verður settur upp í Örvari II frá Skagaströnd. Verkinu er lýst nánar á hjálögðu blaði. Verkefni þetta varð til eftir að þessi fyrirtæki að undirlagi og með ijárstyrk frá Halios-verkefninu gerðu úttekt á arðvænlegustu mög- uleikunum á tæknibúnaði fyrir vinnsluskip. b) Nokkur fyrirtæki vinna að stofn- un fyrirtækjanets sem hefur að markmiði að sameina nokkur ís- lensk fyrirtæki, sem selja tæki og hugbúnað í fiskiskip, að aðlaga og þróa lausnir sínar þannig að þær gangi saman við Tölvukerfi togara (VÍS) sem er afurð þróunarsam- starfs ECA í Frakklandi og Marel á íslandi í Halios. Samstarfið er orðið til fyrir tilstuðlan Halios og getur átt eftir að styrkja stöðu ís- lenskra fyrirtækja í því að bjóða tölvu- og hugbúnaðarlausnir fyrir skip, ekki einungis sértækar lausnir heldur samhæfðar og fyrir vikið áhugaverðari. Hér er um að ræða vaxandi markað og mikilvægt að íslensk fyrirtæki geti staðið saman í samkeppninni við erlenda aðila. Uppbygging verkefnisins og við- skiptahugmyndir hafa þótt það áhugaverð að erlendir aðilar hafa óskað eftir samstarfi á þessu sviði, nokkuð sem mun auðvelda útflutn- ing_ í framtíðinni. c) í nokkur ár hefur innan Halios verið unnið að þróun sjálfvirks lest- arkerfis fyrir fiskiskip. Hér á landi hafa Slippstöðin hf., Vélsmiðjan 1 RÆKJUBATAR Nafn StCM* Afll SJAfcrAlr Löndunarat. CSl | s 34 3,6 2 Ólafsvik GARÐARIISH 164 142 3,6 1 Öiafsvík | FANNBY SH 24 103 8,5 2 Grundarfjörður j FARSÆLL SH 30 101 11,7 2 Grundarfjöröur [ GRUNDFISÐINGUR SH !2 103 6,4 2 Grundarfjorður i HÁÚKÁBERG SH 20 104 8,4 2 Grundarfjörður SIGLilNFS SH 22 ÍÓ1 ” iiiill 2 5 | l a SÓLEYSH 150 63 3,7 2 Grundarfjörður |ÞÓRSNESSHtOS 146 10.9 2 Stykkíshólmur | ÞÖRSNE3 iH 108 163 10,6’ 2 Stykkishólmur [JÓNFREYRSH115 102 4,4 1 ' Stykkíahólmur | SVANURSH111 88 10,4 2 Stykkishólmur SIGURVON SH121 88 2,0 2 . St^iéhðirhur j ARNARNESSI70 372 9 Isafjöröur ! QEYSIR BA140 186 4 GÍSLIJÚL ÍS 262 69 0,9 ísafjöröur í STEINUNN SH 167 135 7,4 fsafjörður II SÆBORG RE 20 233 11,2 2 ísafjöröur \ ALBERT GK3I 310 29.3 ísafjöröur VlKURBERG GK 1 314 21,4 ísafjöröur | HUGINNVES5 340 18 Isaljöröur 1 ORRI /S 20 259 11 Súðavík | HAFFARIÍS4M 230 20 Súftsvlks+yj SIGHVATUR BJARNÁS. VE81 370 12 Súðavík | SJÁVARBORG GK60 462 11.8 1 Skagaströnd INGIMUNDUR GAMLIHU 65 103 16,5 1 Skagaströnd lHELGARE49 190 14.8 1 Siglufjöröur jj ÖGMUNDUR RE 94 187 8,2 1 Siglufjöröur ! HÖFRUNGURAK9I 446 14.8 1 SÍQluOöröur JÓN KJÁRTÁNSSÓN SÚ 111 776 ~2476’ 1 Eskifjöröur l GUÐRON ÞORKELSD. SU21I 366 18.0 1 ] ÞÓRIRSF77 126 7,0 1 Eskifjörður (STJÖRNUTINOURSU 15» 138 T 8,0 1 Eskifjörður ERLÍNGKE 140 278 8,4 1 Keflavík 1 HUMARBA TAR Nafn StaarA Afll SjAfarAlr LAndunarat. lÁRÖNÞHIÓS 76 3.4 1 Höfn "11 ÁSBORG EA 259 269 0,45 1 Þorlókshöfn 1 NJÖRÐURÁR 38 106 0,6 1 Þoriókshöfn &] ÁÐÁLBj'ÖRGRES 52 0,6 1 Þoriákshöfn í HAFÖRNÁR 115 149 1,0 ' z 7 Þortákshöfn f:j HÁSTEINNÁR8 113 0,4 2 Þoriákshöfn (SÆMUNDUR HF B$ 63 0,4 2 Þoriékshöfn SÆRÖS RE 207 30 0,65 2 Þorlókshöfn (ÞÓR PÉTURSSÖN ÞH 60 0,3 1 Þorfékshöfn JÓHANNAÁR206 71 0,8 1 Þorlákshöfn íSÆFARIÁRII7 70 4,9 >:• 2 Þoriékshöfn ’|j DALARÖSTÁR63 104 0..5 1 Þoriákshöfn | 'FRÓBIÁR33 103 1,4 2 Þoriékshöfn ’j GULLTOPPUR ÁR321 29 1 2 Þorlákshöfn | SNÆTINDURÁR88 88 0,4 1 1 thjriékshöln FENGSÆL L G K262 56 0,2 i Grindavík j GAUKURGK660 181 í.o | 2 j Grindavik GEÍRFÚGL GK66 148 0.2 í 2 Grindavík ; HÖFRUNGURIIGK 27 179 0,4 1 Grindavik jSnGUNNLAUGSS. GK444 103 ' 0,4 1 Grindavík ! MÁNIGK257 72 j 1.2 2 Grindavík REYNIR GK47 71 1,0 2 Grindavík [ ÞÖRStEINN GlSLASON GK2 70 0,8 iBllIII Grindayfk Töhan'nÉsIvár KE 85 75 " 0,8 Sandgeröi f UNAÍGARÐIGK 100 138 2,6 Sandgarði í ÓSKKE5 61 1,8 Sandgeröi SKELFISKBA TAR Nafn StaarA AHI ‘!"T Lfindunarat. [ BJARGEY 18.0 '3~ Stykkishölmur| DRÖFN ÍS44 30 4,3 ísafjörður [ guðWnjónsdöttir Is 400 10 4 [MWríur Oddi og Sæplast hf. verið þátttak- endur. Hér er um tölvustýrt lager- kerfi að ræða, svipað því sem þekk- ist í vörugeymslum í landi en að sjálfsögðu staðfært að aðstæðum á sjó hvað varðar styrk og tæringar- þol. Að kerfinu gæti orðið mikil hagræðing og vinnuaðstaða í lest mundi batna til muna. Ofannefnd fyrirtæki vinna verkefnið í sam- starfí við stórt franskt verkfræði- fyrirtæki, Serete, sem hefur mikla reynslu af hönnun slíkra kerfa til notkunar í landi. Hönnun kerfisins er nú að mestu lokið en m.a. vegna erfiðrar íjárhagsstöðu hjá íslensku fyrirtækjunum hefur ekki verið hægt að ráðast í gerð frumgerðar. Verkefnisstjóri Halios hefur gengist fyrir kynningu á verkefninu hjá útgerðaraðilum og hefur því verið vel tekið. Allmikil áhætta er fyrir útgerð að prófa svona kerfi og henni þarf að dreifa á einhvem hátt. Ljóst er að kostnaðurinn er fyrirtækjun- um ofviða einum og sér og nauðsyn- legt að fínna einhveija leið til að- stoðar. Takist vel til gæti orðið um góða söluvöru að ræða en ólíklegt er að það náist nema með allmikilli samvinnu fyrirtækja og fjármögn- unaraðila. Mun líklegra má telja að árangur náist í þróun lestarkerfísins með aðstoð aðila eins og Halios en án hennar. d) Halios-verkefnið, ásamt Iðnlána- sjóði og seinast Fiskveiðasjóði hefur styrkt og tryggt framgang þróunar á slægingarvél sem nú er í prófun og á lokastigi fyrir markaðssetn- ingu. Hér er um að ræða tímamóta- vél ef hún leysir þær þarfir sem markaðurinn hefur óskað eftir. e) Samstarf Rafboða hf. og Ibercisa á Spáni um þróun á sjálfvirkum spilkerfum og nýju togspili er dæmi um tvö fyrirtæki sem finna hvort annað innan ramma Halios, en sam- starfið nær nú einnig til almennra viðskipta fyrirtækjanna. Það sem verkefnisstjórninni finnst hvað mestu máli skipta er að smátt og smátt hefur Halios- verkefnið orðið að tengilið milli ís- lenskra fyrirtækja sem framleiða tænibúnað í skip og útgerðarfyrir- tækja. Það hefur orðið vettvangur fyrir umræðu og undirbúningsvinnu sem hefur leitt af sér þýðingarmik- il verkefni. Rétt er að ítreka að þessi árangur hefur fyrst og fremst náðst vegna samstarfs hér á landi og fyrir milligöngu Halios-verkefn- isins en ekki vegna erlenda sam- starfsins. Halios-nefndin telur að hér sé einkum að þakka löngu og nánu samstarfi við öll helstu fyrir- tækin hér á landi sem framleiða búnað í skip og því að nefndin hef- ur háft á að skipa starfsmanni sem hefur getað helgað sig þessum sam- skiptum að verulegu leyti. Hallos-verkefnið, staða og verklok Halios-verkefnið stendur á tímamótum, því senn kemur að upphaflegum tímamörkum verk- hluta A+B (þróun tækja og búnað- ar) opg aðstandendur verkefnsins eru að gera upp hug sinn hvað varðar mat á árangri og koma með ráðleggingar um hvernig árangur komist sem best til skila. Samstarfsaðilar okkar í Frakk- landi og á Spáni óska þess og ætla að halda áfram Halios-verkefninu og láta það ná til fleiri þjóða. Bret- ar eiga nú áheymarfulltrúa á fund- um Halios og líklegt að þeir komi fljótlega inn með fullum krafti. Ákvörðun íslendinga um að ljúka þátttöku breytir litlu um framhald- ið. Því ættu Islendingar að gera ráð fyrir því að Halios-verkefnið starfi enn í nokkur ár í Evrópu og rétt að setja sér einhveija stefnu um hvernig hagsmunum íslenskra fyr- irtækja verður gætt. Vöruþróunarverkefnunum sem eru í gangi í Halios mun ljúka á þessu og næsta ári en enn eru að berast tillögur að þróunarverkefn- um og óskir um þátttöku í Halios frá iðnfyrirtækjum. Áhugi á verk- efninu er einnig vaxandi hjá útgerð- araðilum nú þegar fleiri lausnir vömþróunarverkefna liggja fyrir. Því er óhætt að segja að áhugi á slíku starfí er fyrir hendi. Það er ljóst að fyrirtæki sem vinna að ný- sköpun þurfa á aðstoð og hvatningu að halda. Sú þörf fer vaxandi með miklum breytingum í sjávarútveg- inum í náinni framtíð og einnig breytingum á markaði í Evrópu. Tæknibúnaður fyrir fiskikip er eitt af fáum sviðum sem flestir era sammála um að Islendingar eigi möguleika á að ná fótfestu bæði vegna þekkingar og stærðar heima- markaðar. Því er af ofannefndu ljóst að starf á borð við það sem unnið hefur verið í Halios á síðastliðnum áram ætti að halda áfram í ein- hverri mynd til stuðnings við tvær mikilvægar greinar, útgerðina og fisktækniiðnaðinn. Jaarbeurs-sýningamiðstöðin í Utrecht er ein sú glæsilegasta sinnar tegundar. Seafood Europe í Utrecht að ári í MAÍ á næsta ári verður sjávarvörusýningin Seafood Europe haldin i Utrecht í Hollandi og virðist vera mikill áhugi á henni. Hafa fram- leiðendur í 20 löndum nú þegar pantað meira en 100 sýningarbása á 4.000 fermetrum og er búist við, að sýningarplássið fyllist fjjótlega. íslensk fyrirtæki era meðal þeirra, sem ætla að sýna í Jaarbeurs- sýningamiðstöðinni í Utrecht en Holland varð fyrir valinu vegna þess hve það liggur miðsvæðis með tilliti til markaðarins, „Gullna hringsins", sem svo er kallaður. Innan hans búa rúmlega 100 milljónir manna, sem hafa tekjur, sem era allt að 70% hærri en evrópska meðaltalið. Skipuleggjandi sýningarinnar era Heighway-fyrirtækið en það er aftur hluti af EMÁP-samsteypunni, sem gefur meðal annars út dagblöð og ýmis sérrit fyrir sjávarútveg, fiskiðn- að og neytendur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.