Morgunblaðið - 26.07.1992, Síða 2
2 FRÉTTIR/INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. JÚLÍ 1992
EFNI
Islensk
leikkona
í sænskri
sjónvarps-
þáttaröð
ÍSLENSK leikkona, Bára L.
Magnúsdóttir, hefur fengið
hlutverk í sænskum sakamála-
myndaflokki „Polisen og dom-
armordet." Þættirnir fjalla um
fjóra lögreglumenn sem vinna
að rannsókn morðs á dómara.
Útitökur fara fram í Svíþjóð í
september, en hér á landi í októ-
ber.
Bára segir söguþráðinn vera
skemmtilegan og „morðin pen“.
Leikur hún ungan lögfræðinema
sem var í starfsþjálfun hjá dóm-
ara. Þegar farið er að gruna hana
um morðið á honum er hún komin
heim til foreldra sinna í Mývatns-
sveit, og berst þar með eltingaleik-
urinn hingað til lands.
Margir kunnir leikarar Svía
leika í þáttunum að sögn Báru,
en myndin er sú fjórða sem gerð
er eftir sögum Gösta Unesed.
Leikstjóri er Arne Lifmark.
Sjá Fólk í fréttum á bls. 28.
Nobuyasu
irnúí
erí 1-1
Óttast fjöldagjald-
þrot í sauðfjárrækt
BÆNDASTÉTTIN óttast nú að
verði ekkert að gert megi horfa
upp á gjaldþrot fjölmargra
sauðfjárbænda. I ályktun sem
stjórnir Búnaðarfélagsins og
Stéttarsambandsins sendu nýlega
frá sér koma m.a. fram þungar
áhyggjur vegna þess að fyrirsjá-
anlegur er 20% flatur niðurskurð-
ur á framleiðslurétti bænda.
fjárveikivömum kleift að standa við
skuldbindingar sínar.
Fleiri leiðir eru nefndar svo sem
þær að gengið verði til samninga
við þá bændur sem hyggjast fækka
fé. Að mati bændastéttarinnar ætti
einnig að efla atvinnuráðgjöf í dreif-
býlum byggðum. í ályktuninni er og
mælt með því að Framleiðnisjóður
veiti aðstoð við markaðsleit og vöru-
þróun fyrir erlenda markaði. Loks
telja bændur brýna þörf á endur-
skipulagningu á vinnslu- og sölu-
kerfí landbúnaðarafurða.
NOBUYASU Yamagata opnaði
í gær myndlistarsýningu í Gall-
erí 1-1 við Skólavörðustíg. A
sýningunni eru 8 verk sem lista-
maðurinn kallar „lýsingar",
unnar með olíu á striga. Verkin
eru að sögn hans öll látin hanga
á hvolfi til heiðurs andfætling-
um vorum, er fyrir 32 þúsund
árum máluðu elstu þekktu
hellamálverk í híbýlum sínum í
Ástralíu.
Nobayasu er Japani, en hefur
búið á Islandi í rúm 19 ár. Hann
kveðst mála út frá þróunarferlinu
myndir-tákn-orð, og kallar hann
verk sín lýsingar. „Þama sýni ég
meðal annars mynd sem ég hlaut
Grand Prix-verðlaun fyrir í Japan
í fyrra,“ sagði Nobuyasu. Hann
kvaðst hafa heillast af árþúsunda
menningarþróun mannkyns, og
kæmi það fram í verkum hans.
Sýningin stendur til 6. ágúst
og er opin daglega milli kl. 13.00
og 18.00.
Fyrirtækið Sól hf. með samkeppni í breskum blöðum:
Danskir teygjustökkvarar sýna listir sýnar næstu vikurnar:
Fólki gefst
kostur á að
reyna sig
FIMM danskir teygjustökkvar-
ar eru staddir hér á landi um
og munu þeir halda sýningu á
teygjustökki við Hard Rock
Café kl. 17 í dag, sunnudag.
Almenningi verður gefinn kost-
ur á að reyna teygjustökkið og
kostar hvert stökk 4.900 krón-
ur en 3.900 ef tiu manns kaupa
saman jafnmörg stökk. Við
stökkin er notaður krani sem
er minnst 50 metra hár frá
körfu niður að jörðu. Karfan
rúmar tvo menn, aðstoðarmann
og stökkvara. Við stökkvarann
er síðan bundin teygja, um 20
metra löng, sem strekkist á
þegar hann stekkur.
Að sögn Jóhannesar Þórðarson-
ar, sem skipulagt hefur ferð
teygjustökkvaranna hingað, á
teygjustökkið rætur að rekja til
Afríku þar sem það var notað sem
manndómspróf. Undanfarin ár
hefur teygjustökkið hins vegar
verið að ryðja sér til rúms sem
vinsæl íþrótt víða um heim.
Jóhannes segir að stökkbúnað-
urinn sem Danirnir séu með hér
sé þýskur og viðurkenndur fyrir
öryggi. Gerðar séu kröfur til
þeirra sem tækin kaupi að minnst
fímm starfsmenn vinni við þau.
„Hópurinn sem er hér núna kem-
ur frá Kaupmannahöfn en hann
ferðast um og hafa upp undir
30.000 manns stokkið hjá hon-
um,“ segir Jóhannes. Mest geta
tveir stokkið í einu og hefur það
stundum verið gert í brúðkaupum
erlendis, að sögn Jóhannesar.
Teygjustökkvaramir verða við
Reykjavíkurhöfn frá 20 til 24 á
kvöldin út vikuna en um verslun-
armannahelgina verða þeir á
Laugarvatni. 15. ágúst nk. munu
þeir svo halda sýningu við Reykja-
víkurhöfn í tilefni af 75 ára af-
mæli hafnarinnar.
Morgunblaðið/Bjarni
Danirnir prófuðu hluta af útbúnaðinum, sem notaður er í teygju-
stökkinu, í Perlunni í gær.
Draumahelei á Islandi
verður fyrsti viiuiingur
TVEIR Bretar munu upplifa „Draumahelgi á íslandi" í september
næstkomandi. Það var íslenska fyrirtækið Sól hf. sem stóð að sam-
keppninni og var hún auglýst í bresku útgáfu tímaritsins Cosmopolit-
an fyrir nokkru. Nýlega birtist önnur auglýsing um samkeppni í breska
tímaritinu Hello! og hljóta vinningshafar þar vikudvöl á Spáni. Er
þetta liður í auglýsingu á Seltzer-gosdrykkjum Sólar hf.
1 sameiginlegri ályktun stjórna
Búnaðarfélags Islands og Stéttar-
sambands bænda kemur fram að
þær telja ennfremur að slæmt efna-
hags- og atvinnuástand geri illt
verra. Fáir tekjumöguleikar séu fyr-
ir hendi og því blasi ekki annað við
bændum en að bregða búi.
Búnaðarfélagið og Stéttarsam-
bandið sjá fram á að ef ekkert verði
að gert megi horfa upp á gjaldþrot
fjölmargra bænda. Þess vegna er
hvatt til þess að allir taki höndum
saman. Jafnframt e'r skorað á ríkis-
stjórnina að grípa til allra tiltækra
ráða til að mæta niðurskurðinum.
í ályktuninni er bent á leiðir til
að milda áhrif hins fyrirsjáanlega
samdráttar í sauðfjárrækt. í fyrsta
Iagi er talin brýn þörf á að viður-
kenna rétt bænda til atvinnubóta.
Einnig er hvatt til þess að leita á
erlenda markaði með það kjöt sem
fellur utan nýja kvótakerfísins,
greiðslumarksins. Ennfremur er
þess krafist að stjórnvöld geri sauð-
Að sögn Jóns Schevings Thor-
steinssonar, framkvæmdastjóra ís-
lensks bergvatns, er slík samkeppni
í erlendum blöðum ekkert nýnæmi
hjá SóL hf. Hann sagði að fyrirtækið
hefði staðið fyrir ámóta uppátæki
fyrir ári en þá hefðu 40 fjallahjól
verið í verðlaun. „Núna í ár eru það
hins vegar ferðavinningar í stað
hjóla,“ sagði Jón.
Þegar Jón var spurður hvers
vegna öllum vinningshöfum væri
ekki boðið til íslands svaraði hann
að það hefði verið ætlunin. Hann
kvað Sól hf. alltaf reyna að nota
ísland sem mest í auglýsingum sín-
um erlendis en „Draumahelgin"
mundi kost sitt. Til samanburðar gat
hann þess að það kostaði jafnmikið
að senda þessa tvo lesendur til ís-
lands og það mundi kosta fyrirtækið
að bjóða átta lesendum til Spánar.
Jón sagði að hugmyndin væri af-
rakstur samvinnu fyrirtækisins við
bresku auglýsingastofuna Flash
Bang Wall Up. Hún hefur, að sögn
Jóns, nýlokið 11 milljóna króna
Seltzer-auglýsingaherferð hjá
bresku sjónvarpsstöðinni ITV-
Thames og stóð hún í þijár vikur.
Aðspurður kvaðst Jón vera mjög
ánægður með þátttökuna í sam-
keppnum Sólar hf. Hann sagði enn-
fremur að hann gæti ekki sagt til
um hversu mikil áhrif svona uppá-
tæki hefðu en salan hefði verið góð
það sem af væri ári.
Opið bréf tii dóms-
málaráðherra
►Drífa Kristjánsdóttir deilir á lög-
reglu og dómsmálayfírvöld fyrir
meðferð og rannsókn á sifjaspells-
og nauðgunarbrotum. Af því tilefni
ræðir Morgunblaðið við Boga Nils-
son rannsóknarlögreglustjóra og
Gísla Pálsson lögreglufulltrúa./lO
Galdramennirnir í Oz
►Mitt í öllum umræðum um sam-
drátt og kreppu hafa þrír ungir
og stórhuga menn fjárfest fyrir
tæpar 30 milljónir króna í tölvum
og forritum og sett á stofn þrívítt
tölvuteiknifyrirtæki sem þeir nefna
OZ./13
Umhverfismál í önd-
vegi
►Ef A1 Goré verður næsti varafor-
seti Bandaríkjanna má búast við
auknum áhersium á umhverfísmál
í Hvíta húsinu./14
Allir í strætó ?
►Leiðakerfi almenningsvagna á
höfuðborgarsvæðinu verður sam-
ræmt 15. ágúst næstkomandi um
leið og nýtt fyrirtæki, Almennings-
vagnar byggðasamlag, hefur
starfsemi sína./16
Útsýn aftur í ísaldir
►Hjónin Sigfús Johnsen og Pálína
Kristinsdóttir hafa nýverið lokið
borun í gegnum íshettu Grænlands
og þau segja hér frá sérstæðri
dvöl sinni á jöklinum og rannsókn-
um á því hvað jökullinn hefur að
geyma./20
BAVINNA/RAD OQ
SMÁA UOL ÝSINQAR
FASTEIGNIR
► l-12
►Þrátt fyrir að vera á áttræðis-
aldri axlar Gunnar Pálsson tví-
hleypuna oggildrupokann á hveiju
sumri og leggst út í von um að
klófesta mink./l
Hittust á heysátu
►í umtöluðustu bók ársins, Díana
- Sönn saga, fjallar blaðamaðurinn
Andrew Morton áopinskáan hátt
um hjónaband Karls og Díönu./6
Dyggðin og sannleik-
urinn
►Sagan af Önnu Betúelsdóttur
frá Kaldá í Önundarfirði./8
Listin þekkir engin
landamæri
►Bubbi Morthens er búinn að
vera í sviðsljósinu í rúman áratug
og leggur nú síðustu hönd á breið-
skífu sem hann hljóðritaði á Kúbu,
fyrstur vestrænna tónlistarmanna
þar í 34 ár./12
Af spjöldum glæpa-
sögunnar
►Rauði baróninn, James Addison
Reavis, átti ekki þau landsvæði
sem hann þóttist eiga. Hins vegar
var hann snillingur í að falsa skjöl
og blekkja menn og komst upp
með það árum saman./14
íslenskt tónlistarsum-
ar
►íslensk tónlist er nú allsráðandi
á plötumarkaði hér á landi./15
FASTIR ÞÆTTIR
Fréttir 1/2/4/6/bak
Leiðari 18
Helgispjall 18
Reykjavíkurbréf 18
Minningar 24
Fólk f fréttum 28
íþróttir 30
Útvarp/sjónvarp 32
Gárur 35
Mannlífsstr. 4c
Dægurtónlist lOc
Kvikmyndir llc
Myndasögur 16c
Brids 16c
Stjömuspá 16c
Skák 16c
Bíó/dans 17c
Bréftilblaðsins 20c
Velvakandi 20c
Samsafnið 22c
INNLENDAR FRÉTTIR:
2-6-BAK
ERLENDAR FRÉTTIR:
1-4