Morgunblaðið - 26.07.1992, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. JÚLÍ 1992
5
Island-Færeyjar:
Ráðstefna
um sameig-
inlegar
rannsóknir
RÁÐSTEFNA, þar sem kynntar
verða niðurstöður rannsóknar-
verkefna, sem Islendingar og
Færeyingar hafa unnið að saman
síðastliðinn tvö ár, verður haldin
í Reykjavík 20.-21. ágúst nk. Það
eru heimspekideild Háskóla Is-
lands og Fróðskaparsetrið í Fær-
eyjum sem standa að þessari ráð-
stefnu. Ráðstefnan er öllum opin.
Svavar Sigmundsson, lektor við
Háskóla íslands, sagði að aðdrag-
andinn að þessar ráðstefnu væri sá
að árið 1990 hefði komið fram
áhugi í heimspekideildinni um að
hefja formlegt samstarf við Fróð-
skaparsetur Færeyja um að rann-
saka málefni sem snertu báðar þjóð-
irnar. Hugmyndin með þessum
rannsóknarverkefnum væri sú að
draga fram það sem þjóðirnar ættu
sameiginlegt. Skipaðar hefðu verið
tvær nefndir, ein við heimspeki-
deildina hérlendis og ein á Fróð-
skaparsetrinu, til þess að vinna að
þessu máli. Að sögn Svavars kom-
ust nefndirnar að þeirri niðurstöðu
að gott væri að halda ráðstefnu til
þess að fá yfírsýn yfir rannsóknar-
sviðin sem þjóðirnar eiga sameigin-
lega. Fyrirkomulagið á ráðstefn-
unni væri þannig að tveir fyrirlesar-
ar, einn íslendingur og einn Færey-
ingur, fjölluðu um sama efnið frá
sjónarhóli sinnar þjóðar. Svavar
sagði að bókasafnsfræðingur hefði
unnið að undirbúningi ráðstefnunn-
ar dg hefði hann m.a. aðstoðað fyr-
irlesara við að viða að sér efni. En
stefnt væri að því að gefa fyrirlestr-
ana út ásamt ítarlegri bókaskrá sem
kæmi að gagni við áframhaldandi
rannsóknir í fleiri greinum.
Rannsóknarverkefnin sem kynnt
verða eru m.a. um Færeyingasögu,
kvæði og dansa, samanburð á fær-
eysku og íslensku, þýðingar á milli
þessara tungumála, viðtökur fær-
eyskra bókmennta á íslandi og við-
tökur íslenskra bókmennta í Fær-
eyjum, veiðar Færeyinga við Island,
mannanöfn á íslandi og í Færeyjum,
og hernám Breta á íslandi og í
Færeyjum í seinni heimsstyijöld-
inni. Einnig verður umfjöllun um
þróun íslands og Færeyja í átt til
nútímaþjóðfélags, og viðhorf þjóð-
anna til hvor annarar. Svavar sagði
að það væri stefnt að því að halda
aðra ráðstefnu í Færeyjum þar sem
hægt yrði að fara yfir fleiri sameig-
inleg efni t.d. byggðasögu, forn-
leifarannsóknir, og samgöngur.
Fyrirlestrarnir verða fluttir á
færeysku og íslensku, og til þess
að aðstoða áheyrendur verða út-
drættir úr fyrirlestrunum látnir
liggja frammi. Ráðstefnan er öllum
opin.
Skútu
hvolfdi á
Hafravatni
SKÚTU, með tvo menn innbyrð-
is, hvolfdi á miðju Hafravatni sl.
föstudag. Lögreglunni barst til-
kynning um óhappið kl. 18.13 og
var bíll sendur á vettvang til
aðstoðar. Mönnunum tveimur
var þó aldrei nein hætta búin og
tóku þeir lögregluaðstoðinni
ekki vel. Þeir voru báðir undir
áhrifum áfengis.
Mennirnir voru í björgunarvest-
um og höfðu verið nokkrar mínútur
í vatninu þegar lögreglan kom á
staðinn.
Þeir voru færðir á lögreglustöð-
ina í Reykjavík en sleppt að lokinni
yfírheyrslu.
Odin Air:
Morgunblaðið/PPJ
Ein af flugvélum Odin Air af Jetstream-gerð, en vélarnar hafa
nú verið teknar af félaginu.
Grænlandsflug- áfram
ODIN AIR, flugfélag Helga og Jytte Jónsson, mun halda
áfram áætlunarflugi til Kulusuk á Grænlandi, þótt samþykkt
hafi verið innsetning I þrjár Jetstream-skrúfuþotur félagsins.
Að sögn Jytte mun félagið unblaðsins hafa eigendur Odin
halda áfram flugi, en hún vildi Air fullvissað samgönguráðu-
ekki svara spurningum um með neytið um að áætlunarfluginu
hvaða hætti það yrði gert. verði haldið áfram.
Samkvæmt heimildum Morg-
kiarskógi
um vcrslunarmannahelgina
RADDBANDIÐ
SVERRIR STORMSKER
BMÍMðlfL4UMIðH
BARNALEIKHÚS
§ON€VARAKiPPNI
PÁLMIMATTHÍASSON
BARHACANÍLIIKIft
RISA kaníhur
Hóðflokkurinn
KeAiiuóh'iSVtmu
06 MARGT, MARGT FLEIRA.
Stormsker
ÆVINTYilALAND