Morgunblaðið - 26.07.1992, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 26.07.1992, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. JÚLÍ 1992 7 Morgunblaðið/KGA Gasbrennarar eins og þeir sem notaðir eru til að hita vatn. Gasbrennar- ar geta ver- ið varasamir FRONSKU konurnar sem misstu meðvitund í sturtuklefanum í Sig- urðarskála í Kverkfjöllum, eins og skýrt var frá í Morgunblaðinu síðastliðinn þriðjudag, voru ekki þær fyrstu sem lent hafa í slíku. Fyrir tveimur árum leið yfir mann í sama klefa en ekki er þó víst að sami gasbrennari og nú er notaður hafi þá verið í skálanum Að sögn Skúla Magnússonar hjá Vinnueftirliti Austurlands notast mikið súrefni við bruna gass þótt lítið af aukaefnum myndist við brun- ann. Þegar konurnar lokuðu fyrir loftstreymið að klefanum minnkaði súrefnið en ekki köfnunarefnið í loft- inu og við það fer bruni gassins að verða óhreinn og myndar meðal ann- ars kolsýrling. Það getur skýrt að konurnar duttu nánast allar út af um leið, sagði Skúli. Hjá Skeljungi hf., sem flytur inn gasbrennarana sem notaðir eru í Kverkfjöllum, fengust þær upplýs- ingar að þeir hafi verið seldir í mörg ár og aldrei hafi neinar óánægju- raddir borist inn á borð til Skelj- ungs. Engir sérstakir staðlar ríki hér á landi um þessa gasbrennara og því sé farið eftir skandinavískum stöðlum, sem þyki mjög áreiðanlegir. Skeljungur setur tækin ekki upp en þeim sem það gera ber skylda til að tilky.nna það til Vinnueftirlits- ins á svæðinu. Skúli segir að sú til- kynningaskylda hafí verið vanrækt í þessu tilfelli. Ekki er vitað til þess að neins staðar í heiminum hafi þótt ástæða til að banna þessa gasbrennara og tilfelli sem þessi virðast mjög sjald- gæf. Skúli vinnur nú að skýrslu um þetta atvik, sem hann afhendir síðan Vinnueftirliti ríkisins og mun málið þá vera í þeirra höndum. Norðurlandamót í rallakstri haldið fyrsta skipti hér á landi í haust: Tugir keppenda spreyta sig á ís- lenskum vegum FYRSTA Norðurlandamótið í rallakstri sem haldið er hér á landi, fer fram í október n.k. og mun laða að tugi erlendra keppnisbíla og hundruð manna frá Norðurlöndum, sem keppa munu um Norðurlandameistaratitilinn í rallakstri. Skipuleggj- endur keppninnar hafa sett stefnuna á að gera hana það stóra í sniðum að hún gæti átt möguleika á að verða hluti af Evrópu- meistaramótinu í rallakstri í framtiðinni, sem þýða mundi tugi keppenda frá öðrum Evrópulöndum og aukinn ferðamanna- straum utan venjulegs ferðamannatíma. „Það er stórt skref fram á við að alþjóðarallið er til Norður- landameistara, en hugur okkar stefnir enn hærra í framtíðinni ef vel tekst til. Það er búin að vera draumur lengi að fá keppn- ina til Norðurlandameistara, sem þýðir heilu flugvélarnar af kepp- endum og aðstoðarmönnum, tugi keppnisbíla og gjaldeyri og skemmtun fyrir landsmenn," sagði Olafur Guðmundsson hjá Landsambandi íslenskra akst- ursíþróttamanna, en hann er einn af þeim sem hefur fylgt því fast eftir að fá keppnina hingað til lands síðustu ár. „Við höfum vegina til að bjóða útlendingum, sem keppa í rall- akstri. Þeir eru orðnir hundleiðir á sömu skógarleiðunum í Evrópu og vilja meiri fjölbreytni. Rall- akstur er geysilega vinsæl íþrótt á Norðurlöndum og sem dæmi þá mætir hálf milljón manna til að fylgjast með 1000 vatna rall- inu fínnska á ári hverju, fólk labbar út í skóg til að sjá rallbíl- ana æða um, enda hafa Finnar átt marga af fremstu ökuþórum heims síðustu áratugi. Finnarnir Saku Viierima og Hasse Kalls- tröm unnu í íslenska alþjóðarall- inu í fyrra af miklu öryggi. Ef okkur tekst að skipuleggja gott Norðurlandamót, þá er ekkert að vanbúnaði að halda enn stærri keppni síðar,“ sagði Ólafur. Tryggvi M. Þórðarson hjá Bif- reiðaíþróttaklúbbi Reykjavíkur er keppnisstjóri rallsins og hefur haft nægan starfa síðustu mán- uði við undirbúning, fór m.a. á suður-sænska rallið til að kynna keppnina en sú keppni er ein af þeim stærri á Norðurlöndum. „Það var upplifun að sjá svona stóra keppni. Það voru 125 bflar og flestir fjórhjóladrifnir. Sagt var að allt að 200.000 manns hefðu komið til að fylgjast með képpninni sem var við Kristian- stad,“ sagði Tryggvi í símtali við Morgunblaðið. „Það mun þurfa margt starfs- fólk á mótið héma, líklega þurfa hátt í þúsund manns að tengjast keppninni á einn eða annan hátt og því ekki seinna vænna að fá áhugasmt starfsfólk. Við erum í sambandi við björgunarfélögin, en samkvæmt alþjóðlegum staðli verðum við helst að manna björg- unarbfla á 15 km fresti á keppn- isleiðunum, í það minnsta á hverri sérleið. Varðandi tímatöku í keppninni þurfum við 60 klukk- ur og sjö undanfara á undan sjálfum keppnisbflunum, í stað tveggja sem við notum í venju- legum rallmótum. Við þurfum á fjórða tonn af bensíni á bíla á vegum keppnisstjómar fyrir utan allt sem keppendur og aðstoðar- menn nota. Það þarf eitthvað að athuga með farsímakerfíð, því líklegt má telja að flestir kepp- endur og viðgerðarbílar verði með farsíma í gangi og rásimar eru fátæklegar úti á landi miðað við það. Þetta er því risavaxið verkefni að skipuleggja." Tryggvi kvaðst hafa trú á því að hátt í 70 bílar yrðu í rallinu og að utan kæmu líklega m.a. fjórhjóladrifnir Nissan, Toyota, Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson Norðurlandamótið verður stærsta verkefni akstursíþróttamanna hérlendis á árinu en það er liður í íslandsmótinu í rallakstri. Finnarnir Saku Viierima og Hasse Kallström unnu í þessari keppni í fyrra sem þá var alþjóðleg, en nú verður Norðurlandatitillinn einnig í húfi. Mitsubishi, • Mazda og Suzuki. „Fyrirspurnir hafa verið margar frá Norðurlöndum, Bretlandi og Þýskalandi, en landslið allra Norðurlandanna munu senda keppnislið skipað nokkmm bíl- um,“ sagði Tryggvi. Norðurlandamótið hefst við Perluna í Öskjuhlíð og vemdari þess er Markús Örn Antonsson borgarstjóri, sem mun ræsa keppendur af stað. Keppninni lýkur síðan við Hjólbarðahöllina eftir þriggja daga akstur. Kumho er aðalstyrktaraðili keppninnar, en það er söluhæsta umboðið fólksbfladekkja hérlendis. SEM BER SAMAN KJÖR, REYNSLU OG ÞJÓNUSTU Það er engin tiiviljun að Stúdentaráð Háskóla íslands og Samband íslenskra námsmanna erlendis gengu til samstarfs við Búnaðarbankann! Allt að 100% lánshlutfall af væntanlegu láni frá LÍN. § Lánsumsóknir og gögn frá LÍN fyrirliggjandi í útibúum bankans. 1 % lægri vextir, ekkert lántökugjald eða annar kostnaður. * Námslokalán, yfirdráttaheimild, skipulagsbók, Gengið frá lánveitingu fyrir allt árii, meí einni ferð i bnnkann. V™*#"*. 9™»ÞlánMn, mnheimmÞiónnsra, Sveigjanlegar endurgreiðslur. Alþjóðlegt hraðbankakort fyrir námsmenn erlendis. Gjaldeyrisþjónusta á námsmannakjörum. Námsstyrkir á hverju ári. Lán vegna búslóðaflutninga að loknu námi erlendis. 5% afsláttur af flutningsgjaldi búslóða með Samskipum hf. fjármálaráðgjöf og fleira. Námsmannalínan er fyrir alla námsmenn 18 ára og eldri. NAMS BUNAÐARBANKINN -svarar kröfum námsmanna LINAN A HVÍTA HÚSIÐ / SlA

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.