Morgunblaðið - 26.07.1992, Page 23

Morgunblaðið - 26.07.1992, Page 23
anna. Um þetta eru mörg dæmi. Mér hefur sagt Lárus Blöndal, bókavörður, sem lengi var starfs- maður Alþingis að á þeim langa tíma sem hann fylgdist með þing- störfum muni hann ekki hátíðlegri þingfundi en 13. mars 1941 þegar Haraldur Guðmundsson, þá forseti Sameinaðs þings, kvaddi sér hljóðs utan dagskrár til að minnast lát- inna sjómanna. Þar minntist Har- aldur 40 manna sem farist höfðu í sjó á örfáum mannskaðavikum. Hann minntist íslenskra sjómanna, stríðsmanna íslensku þjóðarinnar, sem vissulega heyja stríð en ekki við aðrar þjóðir til tortímingar lífi og eignum heldur við náttúruöflin fyrir björg og brauði. Þar sagði Haraldur á einum stað: „íslensku stríðsmennirnir, sjómennirnir, hafa eigi stundað mannvíg. Þeir hafa stundað mannbjörg, mörg hundr- uðum mannslífa hafa þeir bjargað síðan styijöldin hófst, báðir ófriða- raðilar hafa þannig notið hjálpfýsi, áræðis og öruggrar sjómennsku þeirra. Er því þungt til þess að hugsa að til viðbótar ógnum vatns og vinda eru nú komnar ógnir vopna og vítisvéla. Öflin sem styij- öldinni valda og ráða því hversu hún er háð virðast okkur því nær jafn skynlaus og hin blindu öfl náttúrunnar. Jafn grimmlynd og gersneydd mannlegum tilfínning- um.“ Og síðar: „Víghrammur styij- aldarinnar hefur þegar seilst til okkar. Við höfum nú orðið að greiða vopnaskattinn fyrsta. Hann féll á sjómennina ofan á skattinn til Ægis.“ Gestrisni og samtalslist Það var gott að koma til þeirra Haraldar Guðmundssonar og Mar- grétar Brandsdóttur bæði á heim- ili þeirra að Hávallagötu 33 í Reykjavík og svo síðar í íslenska sendiherrabústaðinn í Ósló. Þang- að kom ég oft á ferðum mínum milli Svíþjóðar og íslands á náms- árunum í Stokkhólmi og átti þar margar ánægjulegar stundir. Glað- værð og gestrisni húsfreyjunnar og vinhlýja húsbóndans tóku þann- ig á móti fólki að hveijum manni fannst hann aufúsugestur. Þau Margrét og Haraldur höfðu saman skapað eitt það hlýlegasta og fal- legasta heimili sem ég hef kynnst. Um þetta geta margir borið en mig langar til að vitna hér í sam- talsbók Matthíasar Viðars Sæ- mundssonar, „Stríð og söngur“, en þar segir Matthías fy ^annessen, skáld og ritstjóri, m.a.: „Ug Kynnt- ist heimilum margra merkra manna á þessum árum. Við Hauk- ur sonur Haralds Guðmundssonar ráðherra vorum til dæmis bekkjar- bræður og andrúmið á heimili hans eitthvert það fallegasta sem ég hef kynnst.“ Þetta er hveiju orði sann- ara. Andrúmið á heimili þeirra Margrétar og Haraldar var fallegt og glaðlegt. Börnin voru fimm: Tveir synir, Haukur og Hrafn, og dæturnar Jnjár, Þóra, Rebekka og Jóhanna. I þeirra hópi voru oft fjör- ugar umræður og skemmtilegar. I faðmi fjölskyldunnar naut Harald- ur sín vel. Kynslóðamunur olli því að ég fékk ekki mörg tækifæri til að heyra Harald Guðmundsson í ræðustól, en ég kynntist honum vel í samtölum við hann bæði sem unglingur og á námsárum mínum og veit að hann var sannarlega orðsins maður því samtalslistin var honum ekki síður gefin en ræðu- mennskan. Haraldur hafði þann mikla eðlis- kost.að hann talaði aldrei niður til viðmælenda sinna. Hann var sí- fræðandi en um leið skemmtinn í tali. íslenskt mál lá honum létt á tungu og hann var vel kunnugur bókmenntum okkar og sögu en fylgdist ekki síður með erlendum stjórnmálum. Það var á við heilan stjórnmálaskóla að sitja að spjalli með honum. Maður hinna opnu dyra Haraldur Guðmundsson lét sig óteljandi mál varða á Alþingi. Það sem einkenndi allan hans málflutn- MORGUNBLAÐIÐ ÆTEL Æm llfllllH MH ___ MINNINGAR SUNNUDAGUR 26. JÚLÍ 1992 ing var glöggur skilningur á því að stjómmálamenn yrðu að svara kalli síns tíma en hafa um leið yfirsýn yfír samfélagsbreytingarn- ar sem bregðast þyrfti við í sögu- legu samhengi. Aldrei mættu þeir missa sjónar af manneskjunni, því fýrst og síðast væri það hlutverk stjómmálanna að liðsinna fólki og greiða því leið í lífinu. Haraldi var þessi yfírsýn gefin. Atvikin höguðu því svo eftir að Haraldur var kominn heim til ís- lands aftur að loknum sendiherra- störfum á árunum 1964-65 að ég aðstoðaði hann lítillega við söfnun og frágang talnaefnis í skýrslu sem hann vann þá að á vegum ríkis- stjórnarinnar um stefnuna í lífeyr- ismálum. í þessari skýrslu lagði Haraldur til að stofnaður yrði líf- eyrissjóður fyrir alla landsmenn. Því miður varð þetta ekki að veru- leika. Og enn bíður þetta mikla þjóðþrifa- og réttlætismál þess að því verði hmndið í framkvæmd. Það er mikil þörf á því að halda áfram því starfi sem hófst með setningu alþýðutryggingalaganna 1936.. Þau mörkuðu vissulega tímamót í íslenskum félagsmálum en Haraldur Guðmundsson lét sér ekki nægja að standa að þessari löggjöf. Eftir að hann iét af ráð- herraembætti tók hann við starfi sem forstjóri Tryggingastofnunar ríkisins og byggði hana upp og hún hefur æ síðan verið hornsteinn ís- lenskra almannatrygginga. Sam- starfsmönnum Haraldar í Trygg- ingastofnun ber öllum saman um að hann hafi verið afburðastjórn- andi. Hann hafði óvenjugóða hæfi- leika til þess að gera sér grein fyrir aðalatriðum mála og skilja frá aukaatriði. Hann var afar glöggur á tölur og staðreyndir. Mér hafa sagt umboðsmenn Tryggingastofnunar í héraði að hann hafi lagt ríkt á við þá að Iáta bótaþega sem ættu við erfið- leika að etja njóta velvildar vaf- ans, ef vafi léki á um greiðslurn- ar, en halda þó fast um fjárreiður trygginganna. Haraldur átti mik- inn þátt í þróun íslenska trygg- ingakerfisins eftir því sem efni og aðstæður þjóðarinnar leyfðu. Það er ástæða til að benda á að þótt nú styðji allir almannatryggingar var svo alls ekki á fyrstu árum og áratugum þessa kerfis og þurfti oft harða baráttu og pólitíska færni til þess að koma fram umbótum í tryggingamálum. Nú er mikið verk að vinna við endurnýjun velferðarkerfisins sem menn eins og Haraldur Guðmunds- son byggðu upp. Nú er mikil þörf á þeirri glöggskyggni og víðsýni sem Haraldur hafði til að bera í svo ríkum mæli. Haraldur var sem ræðumaður meistari dæmisögunn- ar. Benedikt Gröndal rifjaði það upp í minningargrein um Harald að þegar honum þótti andstæðing- arnir vera þröngsýnir átti hann til að segja þeim dæmisögur. Bene- dikt lýsti einni þeirra svo: „Hún er um hænu sem ávallt fór út og inn um lítið gat á hurð hænsnakof- ans. Einu sinni stóðu kofadyrnar opnar þegar hænan kom að þeim. Þegar hún sá ekki þrönga gatið sitt varð hún ráðþrota og fannst hún ekki komast út úr kofanum." Haraldur Guðmundsson sá jafn- an meira en hið þrönga svið - hann var maður hinna opnu dyra. Víðsýni hans í stjórnmálum gerði hann að frumkvöðli nýrri og betri þjóðfélagshátta og hann hafði með störfum sínum áhrif á líf allra landsmanna. Almannatrygging- arnar hafa forðað þúsundum frá bjargarleysi, veitt öryggi í neyð og jafnað lífskjörin í þessu landi. Fáir stjórnmálamenn hafa verið jafntengdir svo stórfelldum umbót- um og honum auðnaðist að verða um sína starfsdaga. A okkar dög- um er mikil þörf fyrir þá víðsýni og mannúð sem einkenndi ævistarf Haraldar Guðmundssonar. Harald- ur andaðist í Reykjavík 23. októ- ber 1971. Blessuð sé minning hans. Höfundur er iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Jensína Magnús- son - Minning Fædd 5. janúar 1924 Dáin 18. júlí 1992 Að morgni laugardags 18. júlí lést móðursystir mín, Jensína Magnússon, skyndilega eftir aðeins fjögurra daga dvöl á íslandi. Hún var í þann mund að koma sér fyrir í lítilli íbúð við Víðiteig í Mos- fellsbæ, var að flytja hingað frá Vejle í Danmörku þar sem hún hafði búið frá 1988 ásamt eigin- manni sínum, Jóni Magnússyni, sem lést 8. nóvember sl. Útför hennar fer fram frá Mosfellskirkju mánudaginn 27. júlí kl. 11. Þar voru jarðneskar leifar Jóns til moldu bornar fyrir ekki svo löngu. Systa eins og hún var kölluð á æskuárunum var næst elst fjögurra systkina sem ólust upp í Stige á Fjóni, nálægt Óðinsvéum. Stige var mikill garðyrkjubær og þangað komu íslendingar til að mennta sig í garðyrkju. Arið 1941 kynntist Systa Jóni sem var þar við nám og þau giftust 1944. Þau voru myndarlegt par og hef ég frá móð- ur minni margar frásagnir frá þeim tíma. Þau Systa og Jón fluttu til Islands strax að lokinni síðari heimsstyijöldinni, sigldu hingað með Dronning Alexandrine í des- embermánuði í miklum veðrum. „Pigen fra Fyn“ stóð sig eins og hetja í þessari fyrstu utanlandsferð sinni. Systa hélt uppi nánum tengslum við föðurlandið og fólkið sitt þar og kom oft til Danmerkur i heimsókn. Þegar hún heimsótti Danmörku í fyrsta sinn eftir að hafa flutt til Islands sýndi hún lönd- um sínum stolt nýjar listir; í glæsi- legum reiðgalla vippaði hún sér á hestbak, öllum til mikillar undrunar og aðdáunar, en hvorki hafði hún farið á hestbak í Danmörku né haft sig mikið í frammi yfírleitt. Það þótti merkilegt að þessi var- færnislega stúlka var farin að smala fé á hestbaki, slátra og vinna úr slátri, setja upp eigin gróðurstöð og vinna þar baki brotnu. Amma og afi, Meta og Carl Schneider komust einu sinni saman til íslands til að heimsækja Systu og Jón og var það-gömlu hjónunum ógleym- anlegur tími. Ég man eftir því sem krakki hve gaman var þegar von var á Systu í heimsókn. Stundum kom hún ein með Bjarka syni þeirra og stundum var Jón einnig með. Fjölskyldan var mjög samheldin og það var alltaf hátíð þegar þau komu heim frá íslandi. Þau sáðu hjá mér áhuga fyrir íslandi og loks kom að því þegar ég hafði lokið menntaskólan- um að þau útveguðu mér vinnu hér. A notalegu heimili þeirra Systu og Jóns að Árvangi í Mosfellsdal kynntist ég þeim heimi sem átti eftir að hafa mikil áhrif á líf mitt. Jón var þá byijaður að vinna á Álafossi og Systa sá að mestu leyti um garðyrkjustörfín. Við Systa gengum marga kílómetra meðfram fossum og ám í beijatínslu, ég lærði hjá henni að meta íslenska matar- gerð og íslenska siði og venjur, og ég kynntist íslendingum., Systa var miklu frekar íslendingur en Dani, og hefði ég ekki getað fengið betri leiðsögn en hún og Jón gáfu mér. Þetta ár kynntist ég líka Bjarka betur, sem átti eftir að draga mig fótgangandi út um alla Mosfells- sveit og Reykjavík. Þetta var skemmtilegur tími og erfitt var að ári liðnu að slíta sig lausa og fara aftur út til náms. En þá var Systa ákveðin og meira að segja fylgdi mér út til Danmerkur, svo ekki varð við snúið í það skiptið. Þannig var Systa, dugleg, vinnusöm, ákveðin og kærleiksrík. Þegar Systa og Jón fluttu ofan úr dal og í þéttbýlið, Dvergholtið, og hættu alfarið garðyrkjurekstri, vorum við hjónin nýflutt heim frá námi í Danmörku. Öm svipað leyti eignuðumst við fyrstu dóttur okk- ar. Systa var mér ómetanleg stoð þennan fyrsta erfiða tíma, passaði á meðan ég var í vinnu og aðstoð- aði á allan hátt, bæði með ,að sauma, pijóna og elda íslenskan mat. Slátur- og sultugerð var það skemmtilegasta sem við gerðum saman ásamt því að koma blómum til. Systa var sérstaklega myndar- leg við öll heimilisstörf en sinnti einnig vinnu á Álafossi. Hún var mjög virk í kvenfélagsstarfi alla tíð. Eftir að Systa og Jón fluttu til Danmerkur fyrir tæpum 4 árum var tómlegra í Mosfellssveitinni. Það var lengra milli funda okkar en þó hittumst við bæði hér og úti. Þau Systa og Jón nutu þess að ferðast um Danmörku á slóðum sem þau höfðu aldrei farið um áður og oftar en einu sinni nutu íslend- ingar á ferðalagi um Danmörku gestrisni þeirra. Þegar Jón féll svip- lega frá fyrir rúmum 8 mánuðum var ekki nema eðlilegt að Systa tæki þá ákvörðun að snúa aftur til íslands. Hér hafði hún búið mestan hluta ævi sinnar, hér voru Bjarki og Þrúður, Ragnar og Sigrún og börnin þeirra, við hjónin og börnin okkar, sem henni þótti svo vænt um. Með dyggri aðstoð fjölskyld- unnar í Danmörku sýndi Systa það afrek, þrátt fyrir lélega heilsu, að ganga frá húsi og innbúi og senda heim til íslands. Á meðan unnu ástvinir hennar á íslandi að því að koma í stand lítilli íbúð, sem hún festi kaup á hér. En heimförin dróst, Systa veiktist alvarlega og lagðist á sjúkrahús í Danmörku. Tæplega 2 mánuðum síðar var Kveðja: Magnús Petersen Fæddur 29. október 1920 Dáinn 19. júlí 1992 „Hver er það, sem hræðist þig, kalda dauðans hönd? Hver er það, sem óttast, þó slitni jarðlífs bönd? Harmar nokkur maður sinn horfna æfiveg? Hann hefir þá ei gengið um sömu braut og jeg,“ Vært er þá að'hvílast, nær vegferð lokið er; vært er þeim að hvílast, sem þunga krossinn ber; sárin hætta að svíða - og svella ekki meir - og soigartárin brennandi þoma’ er maður deyr. Mig langar tii að deyja, þá lífeins gleði er mest; mig langar til að deyja, þá alt gengur sem bezt; mig langar til að dejja, þá hjartað harmur sker, og heljarkuldi veraldar blóð mitt gegnum fer.“ (Úr kvæði eftir Undínu) Guðrún Petersen. henni treyst til ferðarinnar heim, og áformað var að hér heima færi hún í stóra skurðaðgerð. Mikil var gleði hennar og okkar allra, yfir að henni skyldi takast að komast hing- að. En gleðin var skammvinn, fjór- um dögum seinna lést hún. Á einum af síðustu dögunum hennar Systu var farið í gróðurhús að huga að blómum og stiklingum sem hún hafði haft með sér frá Danmörku. Þá naut hún sín og var í essinu sínu. Með aðdáun fylgdist ég með því hvernig hún með natni handijatlaði litlar plönturnar og tryggði þeim áframhaldandi líf í pottunum. Þá var gott að njóta leiðsagnar hennar á ný. Gleðin og orkan sem geisluðu af henni gerði það að verkum að maður gleymdi um stund veikindum og fylltist orku sjálfur. Við þökkum þær góðu stundir sem við fengum að vera saman fyrr og nú. Systa hafði látið það í ljós að hún væri ánægð með heim- komuna og nýju íbúðina sína. Það- an gat hún aftur séð til Esjunnar og þar gat hún ræktað blómin sín. Það er þungbært að hugsa til þess að Systa fékk ekki lengri tima til að njóta þess að vera komin heim aftur. Litlu fjölskyldunum og börnunum sem nutu þess að heim- sækja hana og sitja í fangi hennar er nú brugðið. Mest hefur þó Bjarki misst. Það er skammt stórra högga á milli. Honum, Þrúði, systkinum Systu og venslafólki votta ég inni- lega samúð mína. Megi elsku frænka hvíla í friði. Anne Grethe Hansen. 'SCártt, yjapzcHZ'KZ. Opið alla daga frá kl. 9-22. BIÓM SE6JA ALLT Mikið úrval blómaskreytinga fyrir öll tækifæri. Opið alla daga frá kl. 9-22. Sími689070.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.