Morgunblaðið - 26.07.1992, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 26.07.1992, Qupperneq 28
28 MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM SUNNUDAGUR 26. JÚLÍ 1992 JALLABIL sviss Lax osr brenni- vín á hestasýningu Texti: Anna Bjarnad6ttir Svissneska hestakonan og ís- landsvinurinn Simone Rubli var fyrir nokkru önnum kafín við að undirbúa íslandsdaga á stærstu hestasýningu Sviss sem haldin var í Bern frá 17. til 21. júní. Hesta- sýningin hefur hingað til verið hluti af risastórri landbúnaðarsýn- ingu í Bern (BEA) annað hvert ár en var nú haldin sjálfstætt i fyrsta sinn. „Það var reiknað með allt að 60.000 gestum,“ sagði Sim- one „og við létum það ekki fara fram hjá neinum að ísland var aðallandið að þessu sinni.“ Um 800 manns eru í Félagi ís- lenskra hestaeigenda í Sviss og talið er að um 3.000 hestar af ís- lenskum uppruna séu í landinu. Simone segir að flestir sem falla fyrir íslenskum hesti falli einnig fyrir landinu. „Það fer bara sam- an,“ segir hún, en sjálf á hún ís- lensku hestana Hrapp, Vin og Kol, nokkrar íslenskar hænur og hana. Lönd eins og Þýskaland og Frakkland, með „klassíska“ hesta, hafa hingað til verið aðallöndin á hestasýningunni. íslenski hestur- inn og heimaslóðir hans voru sér- staklega kynnt að þessu sinni. Það felst í því að íslenskir hestaeigend- ur fengu meiri tíma en aðrir til að sýna hesta sína og reiðmenn á íslenskum hestum fóru um sýning- arsvæðið nokkrum sinnum á dag til að vekja athygli á kynningar- bási íslensku hestaeigendanna. Hann var stærri en kynningarbás- ar annarra og þar voru veittar upplýsingar um íslenska hesta, land og þjóð. Það gegnir enn nokkurs mis- skilnings um íslenska hestinn er- lendis þrátt fyrir vinsældir hans. Hann er oft kallaður „pony“, en það er auðvitað rangnefni af því að hann er enginn smáhestur þótt hann sé stuttur til hnésins; sumir halda að hann sé bara hentugur börnum og ekki nógu sterkur til að bera fullorðna; og enn aðrir halda að það sé verið að fara illa með hann þegar hann kýs að híma úti í kulda og snjó frekar en að hanga inni í hesthúsi. Simone sagði að fyrst eftir að íslenski hesturinn kom til Sviss hefði stundum verið haldið að eitt- hvað væri athugavert við göngulag hans þegar hann tölti eða brá á skeið. Nú vita flestir betur og kunna að meta íslenska hestinn fyrir meðfædda hæfni hans. Hans Pfaffen, hestaeigandi og dómari á mótum íslenskra hesta eins og Simone, stóð fyrir sérstakri göngu- sýningu og -keppni á hestasýning- unni 20. júní. Sérgáfa íslenskra hesta var þá borin saman við göngulagsex„útlendra“ hestastofna SP/CER itetiva BorgWnmer 6m> Automonve timken Engiii tilraimadýr notuð hjá No Name Fyrirtækið Rek-ís hf, sem er m.a. umboðsaðili fyrir snyrti- vörulínuna „No Name“ stóð fyrir sumarkynningu á vörunum fyrir nokkru. Kristín Stefánsdóttir snyrti- og förðunarfræðingur og einn eigenda Rek-ís segir að hér sé um amerískar vörur að ræða og séu þær ofnæmisprófaðar og ilmefnalausar. Og að dýr á til- raunastofum séu ekki notuð í vöru- þróuninni. Kristín segir að No Name sé eingöngu litalína sérstaklega valin fyrir íslenskar aðstæður og íslenskt kvenfólk og að fáar f litalínur geti staðið við slíkar fullyrðingar. Þær stúlkur sem kynnt hafa No Name eru Elín Reynisdóttir fyrrum ungfrú Hollywood, Jóna Björk fyr- irsæta, Linda Pétursdóttir fyrir- sæta og fyrrum ungfrú heimur og Unnur Steinson fyrirsæta. Sumar- stúlka No Name nú er hins vegar Laufey Bjarnadóttir sem að auki er forsíðustúlka Sam-útgáfunnar 1992. Til sölu Ford Econoline E-250 með framdrifi, 35“ dekkjum, álfelgum, tvöföldu rafkerfi, bensínmiðstöð, geislaspilara, CB-talstöð, innréttaður o.fl. o.fl. o.fl. Bílnum var breytt hjá Fjallabílum/Stáli og stönsum hf. Mjög fallegur og vandaður bíll. UpplýsingargefurJón ísímum 91 -671412 og 985-36119. Frá kynningunni, Laufey er lengst t.v. og Kristín Stefánsdótt- ir lengst t.h. SNYRTIVÖRUR KVIKMYNDALEIKUR „Léttur sveitakrimmi“ Þetta er léttur sveitakrimmi," seg- ir Bára L. Magnúsdóttir, leik- kona, um sænsku sakamálaþáttaröð- ina „Polisen och domarmordet". Bára fer með hlutverk íslenskrar stúlku sem flækist inn í morðmál í smábæn- um Strömstad í Svíþjóð en hún er grunuð um að hafa myrt virtan dóm- ara. Upptökur fara fram í Svíþjóð og á íslandi. Það er TV-2 í Gauta- borg sem framleiðir þáttaröðina en hún er sú fjórða sem gerð er eftir sögum Gösta Unesed. Bára var í Svíþjóð í byijun júní við innitökur en útitökur fara fram í september í Svíþjóð og í október á íslandi. Bárá segir þáttaröðina fjalla um fjórar ólíkar löggur sem vinna að morðmáli í Strömstad. Löggurnar fjórar hafa allar verið í aðalhlutverki í hinum þáttaröðunum þremur. Virt- ur dómari fínnst myrtur og fljótlega berast böndin að ungri konu sem er að læra til lögfræðings og var í starfsþjálfun hjá dómaranum. Kon- an, sem heitir Ulrika Tómasdóttir, er íslensk og áður en ljóst er að hún er sú grunaða hefur hún farið heim til foreldra sinna sem búa norður við Mývatn. Lögreglan þarf því að elta hana alla leið til íslands til þess að komast að hinu sanna í málinu. Bára segir söguþráðinn skemmti- legan og góðan húmor vera í þátt- unum. „Það er ekkert ógeðslegt í þessum þáttum og morðin eru mjög pen. Þetta er allt venjulegt fólk sem á í sínu daglega amstri og það á sinn þátt held ég í vinsældum þessara þátta í Svíþjóð. Frá Stokkhólmi streyma núna spennuþættir af am- eríska taginu þar sem mikill hraði og ofbeldi ráða ríkjum og fólk er bara orðið þreytt á því.“ Bára mun seint teljast hávaxin kona og segir hún leikstjórann hafa farið að hlæja þegar hann hitti hana í fyrsta skipti úti í Svíþjóð. Ástæðan er sú að mótleikari Báru er yfír tveir metrar á hæð og 150 kg! Margir kunnir leikarar Svía leika í þáttunum um lögguna og dómara- morðið en Bára segir það ekki hafa verið erfítt að koma inn í hópinn. „Það var tekið yndislega á móti mér og þetta var allt mjög afslappað. Leikstjórinn, Arne Lifmark, er frá- bær og ég treysti honum strax frá byrjun. Hópurinn er mjög samheld- inn enda hafa flestir einnig verið með í hinum þáttaröðunum þremur. Sænskan er mitt annað mál svo það var ekkert erfítt fyrir mig að leika á sænsku. Sjónvarpsvinnan er auðvitað tals- vert öðruvísi en vinna í leikhúsi þar Bára L. Magnús- dóttir leikur íslenska stúlku í Sví- þjóð sem grunuð er um morð á virtum dómara. Morgunblaðið/Bjarni með sýninguna „Bannað að hlæja“ og afleiðingar stríðsins blöstu við. „Það var áfall að koma til Króatíu, við bjuggum á hóteli með 4-500 flóttamönnum og mikil eymd og alls- leysi var ríkjandi. Upp um alla veggi voru auglýsingar um týnd ættmenni, sum höfðu ekki sést í ár og maður fann til mikils vanmáttar. Það var eins og listin yrði allt í einu hégómi einn, þrátt fyrir það veit maður að listin blómstrar ekki hvað síst á erfið- um tímum og áhorfendur í Zagreb voru mjög þakklátir." Bára segist hafa fengið leikhús- brúðudellu eftir hátíðina í Ljubliana og segir hún möguleikana í brúðu- leikhúsinu óþrjótandi en talsvert sé enn í land að það njóti sömu virðing- ar hér heima og það geri víðs vegar annars staðar. Bára er formaður Samtaka um bama- og unglingaleikhús á íslandi ög þau samtök eru meðlimir í alþjóð- legum samtökum barna- og ungl- ingaleikhúsa, ASSITE. Jafnframt því sem hún vinnur að málefnum þeirra samtaka heldur hún áfram vinnu hjá sænska sjónvarpinu. I september verða útitökur á „Polisen och domar- mordet" í Strömstad og í október færist leikurinn til íslands en hér verða tökur bæði í Keflavík og svo norður við Mývatn. Áætlað er að þáttaröðin verði tilbúin í febrúar og væntanlega verður hún sýnd sænska sjónvarpinu fljótlega upp úr því. gþg - segir Bára L. Magnúsdóttir um sænska sakamála- þáttaseríu sem hún leikur í og er að hluta tekin upp hér á landi sem atburðarásin er ekki tekin í réttri röð í sjónvarpsupptökunni og maður getur líka leyft sér að nostra meira við smáatriði. Leiktæknin er þó alltaf sú sama og ég hugsa aðallega um að gera þessa persónu trúverðuga." Með Leikbrúðulandi í Zagreb Bára getur ekki kvartað yfir til- breytingaleysi það sem af er þessu sumri. Þegar hún hafði lokið við að leika í Svíþjóð í júní fór hún beint til Júgóslavíu ásamt öðrum meðlim- um Leikbrúðulands. Þar tók Leik- brúðuland þátt í UNIMA-hátíðinni sem er stærsta og virtasta brúðuleik- húshátíð í heimi. Hátíðin var haldin í Ljubliana í Slóveníu og segir Bára að hörmunga borgarastyijaldarinnar hafi lítið kennt þar og fólk hafi allt verið mjög alúðlegt og hjálplegt. Leikbrúðuland fór einnig til Zagreb

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.