Morgunblaðið - 26.07.1992, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 26.07.1992, Qupperneq 30
30 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR SUNNUDAGUR 26. JÚLÍ 1992 GOLF / LANDSMOT Fellur Björgvins? Sex meistaratitlar og þar af fimm í röð KEPPNI í meistaraflokkum á Landsmótinu í golfi, því 51. í röðinni, hefst á Grafarholts- velli Golfklúbbs Reykjavíkur á þriðjudaginn og lýkur á föstu- daginn. Björgvin Þorsteinsson úr Golfklúbbi Akureyrar hefur oftast allra orðið íslandsmeist- ari, sex sinnum, og íslands- meistari síðustu þriggja ára, Úlfar Jónsson úr Keili, getur jafnað það met ef hann sigrar nú. Björgvin Þorsteinsson á tvö met í golfinu. Hann hefur oftast orðið íslandsmaistari eða sex sinn- •■■■■■ um alls og hann er Eftir sá eini sem hefur Skúla Unnar orðið íslandsmeist- Sveinsson ar; fimrn sinnum í röð. Hann varð fyrst íslandsmeistari árið 1971 og síðan árin 1973-1977. Úlfar Jónsson get- ur jafnað fyrra metið með sigri á mótinu að þessu sinni. Hann varð fyrst íslandsmeistari árið 1986 og aftur 1987. Síðustu þijú ár hefur hann einnig orðið íslandsmeistari. Það þarf varla spámannlega vax- inn mann til að veðja á að Úlfari takist að veija íslandsmeistaratitil- inn. Hann virðist vera vel á boltan- um þessa dagana og hefur sýnt það og sannað á undanförnum árum að hann er besti kylfingur landsins. Hann hefur rétta skapið og lætur mótlætið ekki fara í taugarnar á sér heldur eflist hann við mótlætið. Slíkt hefur ekki lítið að segja í fjög- urra daga móti þar sem mikilvægt er að halda haus því það þarf ekki mikið útaf að bera til að menn missi af lestinni. En það eru fleiri góðir kylfingar sem koma til greina sem Islands- meistarar þó það sé mín spá að það verði Úlfar sem veiji titilinn. Sigur- jón Arnarsson úr GR er trúlega þar efstur á blaði, en hann er með núll í forgjöf sem er næst lægsta for- gjöf kylfinga. Úlfar er með + 1 í forgjöf. Siguijón hefur leikið vel í sumar og á dögunum varð hann í 18. sæti á Opna þýska meistaramót- inu. Hann hefur örugglega fullan hug á að verða íslandsmeistari því titillinn sá er einn af fáum titlum sem hann á eftir að krækja í. Hvort það hvetur hann til dáða eða setur of mikinn þrýsting á hann verður að koma í ljós. Nokkrir félagar Úlfars úr Keili gætu einnig blandað sér í toppbar- áttuna. Guðmundur Sveinbjömsson er með 1 í forgjöf og Björn Knúts- son er stigahæstur eftir „landsliðs- mótin“ í sumar og þá er Tryggvi Traustason einnig ofarlega á blaði. Björgvin Þorsteinsson íhugar næsta leik reynir örugglega að halda metum sínum. Morgunblaðið/Óskar Sæmundsson stöðunni. Hann verður í eldlínunni á Grafarholtsvelli næstu dagana og Margir ungir kylfingar gætu staðið sig vel á mótinu þó svo þeir verði varla sigurvegarar að þessu sinni, en þeirra tími kemur. í þess- um hópi eru m.a. Sigurpáll G. Sveinsson frá Akureyri og Akumes- ingarnir Birgir Leifur Hafþórsson, Þórður Emil Ólafsson og Kristinn G. Bjarnason. Tryggvi Pétursson úr GR mun einnig láta að sér kveða. Fleiri kylfinga má nefna. Þor- steinn Hallgrímsson úr Vestmanna- eyjum hefur blandað sér í baráttuna á toppnum í sumar og það verður fróðlegt að sjá hvort hann gerir það á Landsmótinu. Ekki má gleyma ,,gömlu“ kempunum. Þar er Ragnar Ólafsson úr GR líklegur til alls. Hann varð íslandsmeistari 1981 og hefur allar götur síðan verið nærri titlinum. Nýkrýndur Reykjavíkur- meistari, Sigurður Hafsteinsson, GR, hefur aldrei leikið eins vel og í sumar. Sveinn Sigurbergsson úr Keili er einnig í þessum hópi svo og íslandsmeistarinn frá 1988, Sig- urður Sigurðsson úr GS. Og auðvit- að má ekki gleyma Björgvini Þor- steinssyni úr GA. Þrátt fyrir þessa upptalningu held ég að baráttan muni standa á milli Úlfars Jónssonar og Guðmund- ar Sveinbjörnssonar úr Keili og þeirra Siguijóns Amarssonar og Sigurðar Hafsteinssonar úr GR. Morgunblaðið/Óskar Sæmundsson Úlfar Jónsson úr Keili hefur verið besti kylfíngur landsins undanfarin ár. Hann telur að hart verði barist á Landsmótinu og segir að ekki dugi annað en leika vel ætli hann sér sigur. Sá besti Líklegt að Karen setjinýtt met ÞAÐ er ekki hægt að segja að konurnarfjölmenni á Lands- mótið í golfi. Aðeins sjö kepp- endur eru í meistaraflokki og alls eru konurnar 18 að þessu sinni. íslandsmeistarinn Karen Sævarsdóttir úr Golfklúbbi Suðurnesja verður að teljast sigurstranglegust og ef hún sigrar setur hún nýtt met, verð- ur sú eina sem hefur orðið ís- landsmeistari fjögur ár f röð. Karen er með 4 í forgjöf og ætti því að eiga tvö högg á hveijum hring á Ragnhildi Sigurð- ardóttur úr GR og þrjú högg á Þórdísi Geirsdóttur úr Keili. En forgjöfm segir ekki allt og þó svo Karen hafi verið í nokkrum sér- flokki síðustu ár, eða allt frá því hún varð fyrst íslandsmeistari árið 1989 þá aðeins 16 ára gömul, verð- ur hún engu að síður að leika vel til að halda titilinum. Bæði Raghild- ur og Þórdís eru líklegar til að skjót- ast fram fyrir hana ef eitthvað fer úrskeiðis. Karen er íslandsmeistari þriggja síðustu ára en Jakobína Guðlaugs- dóttir úr Vestmannaeyjum hefur fjórum sinnum orðið íslandsmeist- ari og getur Karen því jafnað það met ef hún sigrar í ár. Þijár konur auk Karenar og Jakobínu hafa þrí- vegis orðið íslandsmeistar. Þær em Guðfinna Sigþórsdóttir, GS, sem er móðir Karenar, Jóhanna Ingólfs- dóttir GR og Sólveig Þorsteinsdótt- ir, GR. Jakobína, Jóhanna og Sól- veig unnu allar þijú ár í röð og Karen lék það eftir síðustu þrjú árin og ef hún sigrar í ár þá jafnar hún met Jakobínu, og verður fyrsta stúlkan til að sigra fjögur ár í röð. Morgunblaöið/Óskar Saemundsson Su besta ■ ■ ■ Karen Sævarsdóttir hefur verið í nokkrum sérflokki íslenskra kvenna í golfi undanfarin ár. Hún á von á spennandi keppni í meistaraflokki kvenna að þessu sinni og vonar hið besta.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.