Morgunblaðið - 26.07.1992, Side 36

Morgunblaðið - 26.07.1992, Side 36
Hraðori póstsendingar milli landshluta KJÖRBÓK Landsbanki íslands Banki allra landsmanna MORGUNBLAÐIÐ, AÐALSTRÆTI 6, 101 REYKJAVÍK SÍMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 1555 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 SUNNUDAGUR 26. JÚLÍ 1992 VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR. 20 ára afmæli ein- vígis aldarinnar; Hugmyndin að fá Fischer hingað sem heiðursgest — segir Guðmundur G. Þórarinsson for- seti Skáksambandsins GUÐMUNDUR G. Þórarinsson forseti Skáksambandsins segir að það hafi verið rætt lauslega innan sambandsins hvort mögu- leikar væru á að fá Bobby Fisc- ——her hingað til lands sem heið- ursgest í tengslum við 20 ára afmæli einvígis hans og Spassk- ís. „Það er ekki útilokað að skoða þessa hugmynd nánar fari svo að Fischer tefli við Spasski í Júgóslavíu í haust,“ segir Guðmundur. Sæmundur Pálsson, sem aðstoðaði Fischer 1972, segir að hann telji góðar líkur á að Fischer fari að tefla opinberlega ef hann á annað borð mætir til leiks í Júgó- slaviu. Að sögn Guðmundar G. Þórar- inssonar segir að oft hafi komið upp sögusagnir um að Fischer ætli að tefla á ný og ef hann tefli við Spasskí nú séu það sérlega ánægjuleg tíðindi. „Við reyndum að fá hann hingað til lands í tengsl- um við 10 ára afmæli einvígisins og það bar engan árangur," segir Guðmundur. „Við höfðum heldur ekki bundið miklar vonir við að fá hann nú, að minnsta kosti ekki til að tefla. En í framhaldi af þessu tafli þeirra Spasskís í Júgóslavíu er vert að skoða þá hugmynd nán- ar hvort hægt sé að fá hann sem heiðursgest hingað til lands.“ Sæmundur Pálsson segir að hann hafi ekki rætt við Fischer í 10 ár en hann fékk kveðju frá honum í fyrra í gegnum Kavelek forstöðumann heimsbikarmót- anna. „Það er ánægjulegt ef Fisc- her teflir við Spasskí nú og ég tel að ef Fischer mætir til leiks geti það orðið upphafið að því að hann fari að tefla á ný,“ segir Sæmund- ur. „Ég veit að Spasskí hefur ver- ið að vinna að því í rólegheitum undanfarin ár að fá Fischer aftur að skákborðinu og það virðist hafa tekist nú. Sennilega eru það hinar háu flárhæðir sem í boði eru sem freistað hafa Fischers enda er hann blankur um þessar mundir." Sjá nánar um einvígi aldar- innar á bls. 6. Bifreiðin endastakkst Borg, Miklaholtshreppi Umferðaróhapp varð hér á þjóðveginum í Miklaholts- hreppi aðfararnótt laugar- dagsins er bifreið lenti utan vegar og endastakkst. I bflnum voru tveir farþegar auk bflstjóra. Þeir voru í belt- um og sluppu að mestu ómeiddir en bfllinn en er ónýt- ur. -Páll . Lögreglan amast við bjórdiykkju utandyra Fólk þykist vera að drekka pilsner þegar spurt er LÖGREGLAN hefur á undan- förnum dögum þurft að grípa í taumana þar sem vínveitinga- staðir hafa veitt áfengan bjór utandyra í görðum og á gang- stéttum í góðviðrinu. Sam- kvæmt heimildum Morgun- blaðsins hafa gestir sumra veitingahúsa fengið þau fyrir- mæli að segjast vera að drekka pilsner ef farið væri með bjór- kolluna út undir bert loft og einhver sýndi innihaldinu áhuga. I reglugerð er kveðið á um, að áfengisveitingar megi einungis fara fram innan veggja veitingahúsanna. Ómar Smári Ármannsson að- stoðaryfirlögregluþjónn hjá Lög- reglunni í Reykjavík segir að ekki sé um sérstaka herferð að ræða þessa dagana, heldur sé hér á ferðinni reglulegt eftirlit. Ef lög- regla fái ábendingu um, að á ákveðnum veitingastað fari fólk með bjórkollu út undir bert Ioft, sé haft samband við veitingamann og reglugerðarákvæðin áréttuð. Yfirleitt leysast málin með áminn- ingu, en ef menn láta sér ekki segjast, er gripið til frekari að- gerða, að sögn Ómars Smára. í máli Ómars Smára kemur fram að enn sem komið er af þessu sumri hafi ekki komið til vand- ræða vegna bjórdrykkju utandyra á veitingahúsum. Ingimar Skjóldal hjá lögregl- unni á Akureyri segir að borið hafi á því að undanfömu að veitt væri áfengi utandyra. Það hefði þá verið talað við viðkomandi að- ila og málin leyst. Miklar breytingar framundan á strætisvagnakerfi höfuðborgarinnar: Almenningssamgöngfur samræmdar frá 15. LEIÐAKERFI almenningsvagna á höfuðborgarsvæðinu verður samræmt 15. ágúst nk. um leið og nýtt fyrirtæki, Almenningsvagn- ar byggðasamlag, hefur starfsemi sína. Fyrirtækið er sameigin- legt fyrirtæki sex sveitarfélága, Bessastaðahrepps, Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kjalarneshrepps, Kópavogs og Mosfellsbæjar. Með nýja leiðakerfinu verða ferðir í þessum sveitarfélögum víðast hvar tíðari og verður leiðakerfið tengt leiðakerfi Strætisvagna Reykjavíkur auk þess sem það mun tengjast innbyrðis. Á milli Hafnarfjarðar, Garða- bæjar og Kópavogs annars vegar og Reykjavíkur hins vegar mun ganga hraðleið og munu innanbæj- arleiðir í hverri byggð aka að skiptistöðvum, þar sem farþegar geta tekið hraðvagninn. Þá mun hraðleið ganga á milli Reykjavíkur og Mosfellsbæjar. Leiðakerfið verður samræmt leiðakerfi Stræt- isvagna Reykjavíkur og munu vagnarnir því aka til allra aðal- skiptistöðva SVR í Reykjavík. Þá verða vagnár Almenningsvagna bs. mjög líkir vögnum SVR, gulir og svipaðir að stærð. Að jafnaði munu vagnar Al- menningsvagna bs. aka á 20 mín- útna fresti. Undantekningar verða leiðir í Mosfellsbæ, en þangað verður ekið á 30 mínútna fresti, og í Bessastaðahrepp á 60 mín- útna fresti. Á kvöldin og um helg- ar verða vagnamir yfirleitt á 30 mínútna fresti í stað 20 mínútna. Fram til áramóta verður gerð tilraun með að láta vagn aka fram til kl. 4 aðfaranætur laugardaga og sunnudaga. Ekið verður frá miðbæ Reykjavíkur til Kópavogs, Garðabæjar og Hafnarfjarðar. Fargjald í vagninn verður 200 krónur. Að öðru leyti verður verð á far- gjöldum það sama og gert er ráð fyrir í verðskrá sem taka mun gildi hjá Strætisvögnum Reykjavíkur í haust. Eitt far mun kosta 100 krónur en afsláttarmiðar verða á ágúst 90 krónur. Fyrir böm á aldrinum 6 til 11 ára mun hvert far kosta 50 krónur en einnig verður hægt að kaupa afsláttarmiða á 25 krón- ur. Sveitarfélögin munu hvert fyr- ir sig taka ákvörðun um verð á miðum fyrir aldraða og öryrkja. Græn kort munu gilda í vögnum Almenningsvagna eins og í vögn- um SVR. Tvö fyrirtæki munu sjá um akstur hjá Almenningsvögnum næstu 5 ár. Hagvagnar hf. í Hafn- arfirði, Garðabæ, Bessastaða- hreppi, Kópavogi og á leiðum milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur en Meiriháttar hf. í Mosfellsbæ og milli Mosfellsbæjar og Reykjavík- ur' Sjá grein á bls. 16 og 17.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.