Morgunblaðið - 30.07.1992, Page 1

Morgunblaðið - 30.07.1992, Page 1
GARÐYRKJUSTÖDVAR: Gagnrýna vinnubrögð Reykjavíkurborgar /4 TÖLVUR: Newton, nýjasta nýtt í tölvum /6-7 Pttjr^iunWíií»iií> VIÐSKIFn AIVINNULIF PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 30. JULI 1992 BLAÐ B Tryggingar Skandia á íslandi flytur íHeklu-húsið SKANDIA á íslandi hefur tekið húsnæði Heklu hf. að Laugavegi 170-172 á leigu frá 1. október nk. Fyrirhugað er að hafa þar höfuð- stöðvar fyrirtækjanna þriggja, Vátryggingafélagsins Skandia hf., Líftryggingafélagsins Skandia hf. og Fjárfestingarfélagsins Skandia hf. Ætlunin er að þar fari fram sala á tryggingum en söludeildirnar í Kringlunni og Hafnarstræti verða væntanlega óbreyttar. Gísli Orn Lárusson forstjóri sagði að stefnt væri að því að flylja í október. Húsnæðið sem Skandia leigir er þriðja hæðin í Heklu-húsinu og hluti af annarri hæðinni, samtals um 1.500 fm. Ætlunin er að flytja alla starfsemina sem er núna á Sóleyjargötu 1 og í Tryggvagötu. Hugsanlegt er að hluti af starfsem- inni í Hafnarstræti og Kringlunni verði einnig fluttur. Starfsstöðvum fækkar því úr fimm í þijár. Fyrir- tækin þrjú verða rekin sem sjálf- stæðar einingar en með flutning- unum er möguleiki að samnýta ýmislegt í rekstrinum. Helstu ástæður fýrir flutningun- um sagði Gísli Örn vera að það væri markmið nýrra hluthafa að ná sem hagkvæmastri rekstrarein- ingu og þar sem húsnæðið á Sóleyj- argötunni væri orðið alltof lítið. væri þetta mjög hagkvæmur kost- ur. „Við álítum einnig að staðurinn sem varð fyrir valinu sé góður og liggi vel við viðskiptavinum okkar. I leiðinni erum við að aðlaga okkur að þeirri aukningu sem orðið hefur í rekstrinum og búa okkur undir frekari aukningu sem virðist vera í augsýn.“ Gísli Öm sagði að það hefði verið hagkvæmara að leigja hús- næði en kaupa og að leigusamning- urinn við Heklu væri hagstæður fyrir báða aðila. Hjá Skandia á íslandi starfa um 45 manns. Hlutabréf Sölu á hlutabréfum í Glóbus frestað SÖLU á hlutabréfum í Glóbus hf. að söluvirði 50 milljónir hefur verið frestað til haustsins. Búið var að selja hlutabréf fyrir 100 milljónir í vor í lokuðu hluta- bréfaútboði en fyrirhugað var að selja fyrir 150 milljónir. Pálmi Sigmarsson f ramk væmdastj óri Handsals segir að nú sé almennt litill áhugi á kaupum á hlutabréf- um og nánast engin viðskipti hafi verið á hlutabréfamarkaðn- um að undanförnu, því hafi ver- ið ákveðið að fresta sölunni þar til aðstæður á markaðnum verða hagstæðari og efnahagsástand hefur skýrst. Pálmi segir að lífeyrissjóðirnir haldi að sér höndum varðandi hlutabréfakaup í bili og kaupi frek- ar skuldabréf. „ Aðstæður hafa lík- lega aldrei verið eins slæmar frá því að hlutabréfamarkaðurinn fór af stað. Samdrátturinn í efnahags- lífinu hefur sitt að segja og það hræðir menn frá kaupum á hluta- bréfum.“ Pálmi segir að þrátt fyrir að hægt sé að gera hagstæð kaup á hlutabréfum vegna lágs verðs hafi mjög fáir hér á landi nýtt sér það. „Helsta ástæða þess er án efa sú óvissa sem er framundan vegna skerðingar á kvóta og áframhald- andi samdráttar í þjóðfélaginu." FYRIR ÞÁ SEM GETA ÁKVEÐIÐ FERÐIR SÍNAR MEÐ MEIRA ÉN FJÖGURRA DAGA FYRIRVARA i SAGA Nýja Saga Class sérgjaldið,* sem er 20% lægra en fullt Saga Business Class “W'“fwí“14‘ M »”■ ****** BUSINESS fargjald , gildir frá öllum áfangastöðum innanlands. Saga Class sérgjald er CLASS bundið því skilyrði að bókað sé og greitt samtímis a.m.k. fjórum dögum fyrir brottför. Saga Class sérgjald gildir einungis báðar leiðir í beint flug og er miðað við að flogið sé fram og til baka á sömu flugleið. Heimferð þarf að bóka með a.m.k. fjögurra daga fyrirvara. 20% og QUQD Saga Class sérgjald gildir til eftirtalinna áfungastaóa: Kauptnannahöfn, Ósló, Gautaborg, Stokkbólmur, Helsinki (1.6. - 7-9.), Glasgow, London, Amsterdam, Lúxemborg. *báð samþykki yfirmlda. Gildistimi til 31.10.1992 FLUGLEIDIR Traustur tslenskur ferðafélagi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.