Morgunblaðið - 30.07.1992, Blaðsíða 6
6 B
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF
FIMMTUDAGUR 30. JUU 1992
1
Heild III
Ný heildsölumiðstöð á horni Skútuvogs og Holta-
vegar í hjarta Sundahafnarsvæðisins með alla
þjónustu innan seilingar. Til leigu eru 360 fm á
tveimur hæðum sem skiptast í 180 fm vöru-
geymslu með 3 m lofthæð og góðum innkeyrslu-
dyrum og 180 fm skrifstofuhæð.
Næg bíla- og gámastæði.
Upplýsingar í síma 629044.
Tölvur
Marinó G. Njálsson
Minni, ódýrari
og öflugri tölvur
Fyrir um tíu árum sló einn tölvu-
kennari minn fram svona í gríni,
að ef sama þróun hefði átt sér
stað í bílaiðnaðinum og í tölvuiðn-
aðinum, væru allir bílar eins vand-
aðir og Rolls eða Bens, tækju 20
manns í sæti, kæmust 1.000 km
á einum lítra af bensíni og hægt
væri að leggja þeim á eldspýtu-
stokki. Þetta var á tímum fyrstu
einmenningstölvanna eða borðtöl-
vanna og þróunin hefur sko alls
ekki stoppað.
Nýjasta nýtt í tölvuheiminum
eru alvöru vasatölvur. Ekki svona
vasareiknar, eins og við notum til
að leggja saman og margfalda.
Nei, það sem hér er átt við er tölva,
sem er 10 x 15 sm (þ.e. á stærð
við seðlaveski) og kemst því auð-
veldlega í vasann! Það eru Apple
og Toshiba, sem vinna saman að
þróun og framleiðslu á þessari
nýju tölvu. Hún er byggð á tækni,
sem kennd er við Isaac Newton
og er þá búið að tengja Newton
aftur við eplið (Apple). (Það var
þegar Isaac Newton fékk epli í
hausinn, að hann uppgötvaði kenn-
inguna um þyngdaraflið.) Newton
tækni notar margmiðlun (multime-
dia) og verður m.a. hægt að skrifa
athugasemdir með penna á skjá
tölvunnar og sér hún þá um að
vista þau á viðeigandi hátt.
Segjum sem svo að notandi
skrifi á skjáinn „Hringja í Þórð“,
geri svo strik undir og skrifi þar
„Hádegisverður með Erlu á föstu-
dag“. Skrifskynjunartækni tölv-
unnar þýðir nú handskriftina yfir
í tölvuletur. Notandinn skipar nú
tölvunni að vinna úr gögnunum.
Hún leitar að símanúmeri Þórðar
í nafnaskrá notandans og hringir
til hans. Síðan eru upplýsingarnar
um hádegisverðinn færðar inn í
dagbókina.
Þetta er bara lítið dæmi um það
hvernig forráðamenn Apple sjá
fyrir að þessi lófastóra tölva geti
gert. Þeir hjá Apple kenna sína
tölvu við Personal Digital Assistant
(PDA) eða stafrænan einkaþjón
með vísan til þess að hún eigi að
létta fólki lífið. (Auglýst er eftir
heppilegu íslensku orði fyrir þessa
tölvu.) I Bandaríkjunum er áætlað
Olía
Framboð
meira en
eftirspum
Eftirspurn eftir olíu I helztu iðn-
ríkjum heims jókst ekki á öðrum
fjórðungi yfirstandandi árs, að
sögn Aljijóða orkumálastofnun-
arinnar. 124 aðildarríkjum Efna-
hags og framfarastofnunarinna,
OECD, nam olíunotkunin 37
mil\jónum tunna á dag, sem er
óbreytt frá öðrum ársfjórðungi
1991. En meðan olíunotkunin var
óbreytt, jókst olíuvinnslan.
Hjá aðildarríkjum Samtaka olíu-
útflutningsríkja, OPEC, jókst
vinnslan fjórða mánuðinn í röð í
júní. Hjá OPEC, sem vinnur um
þriðjung heildar olíumagnsins á
markaðinum, nam vinnslan 23,8
milljónum tunna á dag í júní. Hef-
ur vinnsla OPEC ríkjanna stöðugt
farið vaxandi þrátt fyrir að ríkin
hafi samþykkt á fundi sínum í
apríl að halda henni óbreyttri.
Auk þessa segir orkumálastofn-
unin að fyrrum ríki Sovétríkjanna,
sem samanlagt eru mesta olíuríki
heims, hafí aukið útflutninginn til
Vesturlanda. Þótt nokkuð hafi
dregið úr vinnslunni í þessum ríkj-
um, jókst útflutningur þeirra um
30% á öðrum ársfjórðungi frá því
sem hann var á þeim fyrsta.
Þetta aukna framboð hefur þeg-
ar leitt til nokkurrar verðlækkunar
á olíu.
Heimild: Wall Street Journal.