Morgunblaðið - 30.07.1992, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.07.1992, Blaðsíða 4
4 B MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 1992 Fyrirtæki Ágætt sumar hjá gróðrastöðv- um þrátt fyrir að Reykjavík- urborg takmarki samkeppnina FORSVARSMENN gróðrastöðva á höfuðborgarsvæðinu virðast sátt- ir við sölu sumarsins þrátt fyrir leiðindaveður í júnímánuði. Mikil velta í júlí hafi bætt það upp. Þeir eru hins vegar ósáttir við hversu markaðurinn er þröngur og að stærsti viðskiptavinurinn, Reykjavík- urborg, skuli nær eingöngu versla við Skógræktarfélag Reykjavíkur og fyrir utan það að vera með ræktun í eigin gróðrastöðvum. Borgar- sljóri sagði í upphafi ársins að stefnt væri að því að hefja útboð á a.m.k. einhverjum hluta af þeim tijám og runnum sem borgin þyrfti að planta á þessu sumri. I viðtali við Morgunblaðið segir Markús Öm Antonsson borgarstjóri að þegar málin hefðu verið skoðuð bet- ur hefði komið í ljós að útboðin þyrfti að gera með töluvert löngum aðdraganda. „Þvi mun Reykjavíkurborg taka þau mál til athugunar á nýjan leik seint í sumar eða haust þannig að hægt sé að fá tilboð í sumarblóm og tijáplöntur fyrir næsta sumar. Þetta var hins vegar svo seint á ferðinni í vetur að ekki var hægt að koma útboðum í gang fyrir þetta sumar,“ segir Markús. Bjarni Finnsson í Blómavali, Pét- ur N. Ólason í Mörk og Einar Þor- geirsson í Alaska og Birkihlíð eru sammála um að leiðinlegt veður hafi haft mikil áhrif á að draga úr viðskiptunum í maí og júní. Þau hafí hins vegar orðið líflegri í júlí og því geti salan nálgast það sem var í fyrra þegar hún var mjög góð. Hins vegar segir Einar að minna seljast af tijám og runnum þar sem peningarnir liggi. „Al- mennt er verðið hjá okkur svipað og í fyrra en sumt er á lægra verði. Blómin seljast alltaf þar sem fólk með garða kaupir sinn árlega skammt fyrir 3.000-5.000 krónur. Fólk sem er að byggja fer hins vegar hægar í sakirnar en áður þegar þekktist að keypt voru tré í heilu lóðimar. Nú þekktist þetta varla en þess í stað eru keypt tré og runnar í eitt og eitt beð.“ Svipað magn en lægra verð Þó að salan sé svipuð og fyrri ár þá segir það ekki alla söguna þar sem verðið á blómum og trjá- plöntum er sagt fara lækkandi frá ári til árs. „Verðið hefur farið lækk- andi undanfarin 4 ár og því höfum við reynt að fá aukin viðskipti til að halda veltu okkar. Eftirspumin eftir plöntum hefur aukist og meira er um það að lóðir séu skipulagðar þó að nú virðist minna um að að fólk setji fyrirfram eyrnamerktan pening í lóðir sínar,“ segir Pétur í Mörk Bjarni í Blómavali segir hins veg- ar að verð á sumarblómum hafa haldist eitthvað hærra en í fyrra þegar mikið verðstríð var, líklega vegna minna framboðs og vegna knlda í byijun júní. Hins vegar seg- ir hann verð á tijáplöntum og runn- um líklega vera heldur lægra en sl. sumar. „Plöntur eru vara sem er mjög viðkvæm fyrir framboði og eftirspum. Það þarf að selja þær á mjög stuttum tíma og sölutímanum lýkur að mestu leyti um mánaðar- mótin júlí/ágúst. Ef mikið er af ein- hverri ákveðinni vörutegund lækkar verðið og öfugt.“ Verðlækkanir hafa mestar verið í garðhúsgögnum að mati Bjarna og segir hann að verðstríð hafí ríkt. Verðið telur hann lægra en í fyrra og framboðið mikið. „Erfitt er að liggja með lager af garðhúsgögnum í heilt ár og því eru nú útsölur á garðhúsgögnum þar sem mikill af- sláttur er oft. Framboðið og veðrið í júní hefur haft mest að segja um þessa verðlækkun en salan er 15-20% minni en í fyrra.“ Samkeppni úr öllum áttum Pétur segir samkeppnina vera mjög vaxandi hjá gróðrastöðvunum og hún komi víða að. „Einkareknar gróðrastöðvar eru t.d. útlokaðarfrá einum stærsta kaupanda á landinu, þ.e. Reykjavíkurborg. Skógræktar- félag Reykjavíkur hefur þar einok- unarstöðu og við erum mjög óhress- ir með það þar sem viðskiptin eru upp á tugi milljóna króna án þess að spurt sé um verð. En verðið hjá einkareknu gróðrastöðvunum er mjög samkeppnishæft. Skógrækt ríkisins er einnig með umtalsverða garðplöntuframleiðslu sem heftar það að einkastöðvar um allt land geti þrifíst eðlilega." Breytingar á grænmetissölu blómasala hafí einnig gert gróðra- stöðvum erfitt fyrir og aukið sam- keppnina. Tollabreytingar hafí leitt til þess að stór hluti af grænmetis- framleiðendum hafi farið út í fram- leiðslu á blómum og það hafi aukið samkeppnina. Einnig hafí tollar Flugtímarit andlit flug- félaga gagnvart farþegum Rætt við Harald J. Hamar ritstjóra Iceland Review sem gefur út flugtímaritið Atlantica fyrir Flugleiðir en íslenskt flugblað hefur verið gefið út í 25 ár í MILLILANDAFLUGI stendur valið oftast á milli þess að ræða við sessunaut, fá sér blund eða lesa. Flestir sem ferðast með Flugleiðum milli landa hafa teygt sig í Atlantica, blaðið sem liggur í sætisvasan- um fyrir framan og látið tímann líða við lestur en líklega eru ekki margir sem hafa áttað sig á að íslenskt flugtímarit hefur verið gef- ið út síðastliðin 25 ár. Haraldur J. Hamar ritstjóri hefur séð um útgáfu flugtímaritsins allt frá fyrstu tíð þegar blaðið kom út á veg- um Loftleiða. Iceland Review gefur Atlantica út fyrir Flugleiðir og segir Haraldur að frá upphafi hafi stefnan verið að láta ísland vera í fyrirrúmi í efnisvali blaðsins þannig að áhugi á íslandi vakni með- al þeirra sem leið eiga um hafið en jafnframt að I tímaritinu sé fræðandi efni um ferðalög, menningu og viðskipti. Tildrög flugútgáfunnar má rekja til þess þegar Sigurður Magnússon blaðafulltrúi Loftleiða kom að máli við útgefendur Iceland Review árið 1967 með hugmyndir að blaði sem dreift væri meðal flugfarþega líkt og var hjá bandarísku flugfélögun- um. Með Haraldi í útgáfustarfinu fyrstu árin var Heimir Hannesson sem hvarf þó fljótlega frá útgáf- unni. A þeim tíma var aðeins eitt evrópskt flugfélag, KLM, með slíkt flugtímarit sem nefnt er Holland Herald og er því íslenska flugútgáf- an sú næst elsta í Evrópu. í fyrstu var nafn blaðsins Trans- Atlantic Traveller en eftir að flugfé- lögin tvö, Loftleiðir og Flugfélag íslands, sameinuðust 1973 var nafni blaðsins breytt í Atiantica. Blaðið hefur tekið miklum breyting- um frá fyrstu útgáfu en Haraldur segir að aldrei hafi verið gerðar stökkbreytingar heldur hefur blaðið breyst með tímanum þannig að les- andinn verði ekki var við breyting- amar. „Þróun á alltaf að vera í gangi en það eiga aldrei að vera svo stór stökk að fólk missi tengsl- in við fortíðina," segir Haraldur. Á fyrstu árum blaðsins var ekki reglubundin útgáfa heldur voru gefin út 100.000 eintök og þegar fór að ganga á þær birgðir var hafíst handa við útgáfu næsta blaðs. Núna kemur Atlantica út 5 sinnum á ári og heí'ur upplag farið upp í 55.000 eintök. Þijú blöð hafa þegar verið gefin út á þessu ári, nýtt-blað er væntanlegt á næstunni og fyrir jólin kemur fimmta blaðið út. Blaðinu sem er á ensku er ein- ungis dreift meðal farþega í flugvél- um Flugleiða í millilandaflugi en margir farþeganna taka eintak með sér þegar þeir yfírgefa vélina þann- ig að blaðið fer víða. Auglýsingar bæði innlendra og erlendra aðila standa undir kostnaði við útgáfuna. Tímarit flugfélaga sé upplýsandi og áhugavert Haraldur segir að það hafi verið með þetta blað eins og önnur ný blöð að það hafi verið mikið starf að ryðja brautina. „Núna er það orðin venja að flugfélög hafi slíka útgáfu. Mikilvægt er fyrir hvert flugfélag að tímarit þess sé upplýs- andi og áhugavert fyrir farþegana því blaðið er að vissu leyti andlit flugfélagsins gagnvart farþegun- um. Tímaritið er þá eins og einn af tengiliðum þess við viðskiptavin- ina og í því á að vera sambland af skilaboðum félagsins til farþega og almennu lesefni. Frá upphafi hefur það verið stefnan að láta ísland vera í fyrirrúmi en einnig eru í blað- inu greinar um aðra staði sem Flug- leiðir fljúga til. Þá hefur þáttur ljós- myndarinnar alla tíð verið mikill og ekki síst þegar um er að ræða að sýna ísland.“ Haraldur bætir við að Ijósmyndir Páls Stefánssonar ljósmyndara blaðsins sem starfað hefur hjá Iceland Review síðastliðin 10 ár setji óneitanlega svip á blaðið. Haraldur segir að samskiptin við bæði flugfélögin, fyrst Loftleiðir og nú Flugleiðir, hafi verið ákaflega ánægjuleg og samstarfið mjög gott FORSVARSMENN — Gróðrastöðva virðast sammála um að verðin á blómum og tijáplöntum hafi farið lækkandi undanfarin ár en deila hins vegar um það hvort verðið sé lægra hjá einkareknum gróðrastöðvum eða hjá hinum opinberu. lækkað á garðplöntum og því hafi samkeppni erlendis frá aukist. Reykjavíkurborg var hins vegar einungis með eitt útboð í vor en það var á kálplöntum fyrir Skóla- garðana. Gróðrastöðin Mörk bauð lægst og fékk útboðið. Pétur segir útboðið á kálplöntum fyrir skólagarðana vera lið í að breyta þeim viðskiptaháttum sem borgin hefur verið með. „Einka- reknar gróðrastöðvar fá ekki að vita á hvaða verði Reykjavíkurborg kaupir blóm og tijáplöntur frá skóg- ræktinni. Hin mikla framleiðsla hjá skógræktinni gerir okkur erfitt fyr- ir vegna þess að eftir því sem mark- aðurinn er minni þeim mun minna svigrúm er til að þróa ræktunarað- ferðir og gera ræktunina hagkvæm- ari.“ í gegnum árin. En þegar hann er spurður að því hvort Atlantica sé góð kynning fyrir Flugleiðir og Is- land svarar hann því til að það sé eins og að spyija bakara hvort kök- urnar hans séu ekki góðar. „Bakar- inn myndi halda því fram að hann væri betri en bakarinn á næsta horni. Við teljum að okkur hafi tek- ist vel upp við það sem við erum að fást við enda leggjum við okkur Einar í Alaska og Birkihlíð segir vandamál gróðrastöðvanna að miklu leyti vera vegna Skógræktar- félags Reykjavíkur og Reykjavíkur- borgar. „Borgin dælir miklum fjár- munum í Skógræktarfélagið og því skiptir litlu máli hvaða verð þeir hafa á sínum plöntum. Borgin rétt- ir félaginu verkefni upp í hendur án tillits til hvað aðrar gróðrastöðv- ar hafa upp á að bjóða. Það er mikil ólga vegna þessara vinnu- bragða þar sem aðrar gróðrastöðvar hefðu einnig geta tekið að okkur þau verkefni sem skógræktin fékk í sumar Opinberar gróðrastöðvar umsvifameiri en einkareknar Skógræktarfélag Reykjavíkur selur mikið af plöntum til borgar- mjög fram og viðbrögðin við blaðinu hafa verið jákvæð." Atlantica hluti af stærri heild En Atlantica er aðeins lítið brot af því sem útgáfufyrirtækið Iceland Review gefur út af efni á erlendum tungumálum. Hjá fyrirtækinu sem hefur verið starfrækt í tæp 30 ár starfa nú um 26 manns og segir Haraldur að það sé samhent og - m Morgunblaðið/KGA UTGAFA — Iceland Review hefur verið starfrækt í nær 30 ár og hefur á þeim tíma verið gefið út á fjölda tungumála tímarit, blöð, bækur og bæklingar um efni sem tengist Islandi á einhvern hátt. RITSTJÓRI — Haraldur J. Hamar ritstjóri segir að nú séu flest flugfélög komin með flug- tímarit fyrir farþega sína. Margir hafa lesið flugtímarit Flugleiða, Atlantica, á ferð sinni um hafíð en eflaust eru þeir færri sem vita að íslensk flugútgáfa er sú næst elsta í Evrópu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.