Morgunblaðið - 30.07.1992, Síða 2

Morgunblaðið - 30.07.1992, Síða 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 1992 Hlutabréf Fáir nýta, lágtgengi á hlutabréfamarkaði ÞRÁTT fyrir að nú sé hægt að gera hagstæð kaup á hlutabréfamark- aði vegna þess hve gengi hlutabréfa hefur farið lækkandi að undan- förnu eru fáir sem virðast notfæra sér það og viðskipti hafa sjaldan verið minni. Skúli G. Sigfússon, hjá Landsbréfum, sagði að um aukn- ingu væri að ræða í fyrirspumum frá fjárfestum, en ekki eins mikla og eðlilegt mætti telja miðað við lágt gengi. Eins og kunnugt er tók Opni tilboðs- markaðurinn, (OTM), til starfa snemma í maí sl. Frá þeim tíma má merkja aukningu í hlutabréfa- viðskiptum og að sögn Skúla má líta á hana sem vissa vísbendingu um að viðskiptin glæðist á næst- unni. í maí námu viðskipti á OTM Fyrirtæki Umbúðamið- stöðin kaupir Hverfiprent UMBÚÐAMIÐSTÖÐIN hf. hefur keypt rekstur umbúðafyrirtækis- ins Hverfíprents hf. Umbúðamið- stöðin er í alhliða öslgufram- leiðslu, en framleiðir þó einkum öskjur undir sjávarútvegsafurð- ir, auk allrar almennrar prentun- ar. Hverfiprent hf. framleiðir einkum plast sem sett er í öslqur undir afurðir í sjávarútvegi, brauðpoka fyrir bakarí, plast- poka og umbúðir fyrir sælgætis- iðnaðinn. Fyrirtækið er með 18-20% markaðshlutdeild í inn- lendri framleiðslu í tonnum talið. Umbúðamiðstöðin hf. tekur formlega við rekstri Hverfíprents hf. um miðjan september nk. Guð- mundur Karlsson, framkvæmda- stjóri Umbúðamiðstöðvarinnar, sagði að með kaupunum á Hverfí- prenti geti Umbúðamiðstöðin eflt starfsenii sína og boðið viðskipta- vinum upp á aukna og fjölbreyttari þjónustu. Hverfíprent er 25 ára fyrirtæki í eigu hjónanna Ólafs Magnússonar og Helgu Kristinsdóttur. Að sögn Olafs er ástæðan fyrir sölunni sú að þeim hjónum hafi fundist rétti tíminn kominn til að draga sig í hlé frá atvinnurekstri enda séu þau bæði komin yfír miðjan aldur. og meðal skráðra félaga á Verð- bréfaþingi alls 11.7 milljónum króna. I júní var upphæð hluta- bréfaviðskiptanna um 20,7 milljónir og 28. júlí var upphæð viðskipta í þessum mánuði orðin um 36,4 millj- ónir króna skv. upplýsingum frá Verðbréfaþingi íslands. „Ástæða þess að viðskiptin auk- ast ekki í kjölfar lækkandi gengis er sú að markaðurinn er ekki enn orðinn þróaður hér og menn lesa hann «kki nógu vel. Þá má nefna að á þróuðum mörkuðum erlendis eiga stofnanafjárfestar eins og líf- eyrissjóðir og stærri fjárfestar um 30% af hlutafé á markaði, en um 70% af veltunni er vegna kaupa og sölu hjá þeim. Hér á landi eiga stofn- anafjárfestar líklega um íjórðung hlutaflár, en eru langt frá því að vera nógu virkir,“ sagði Skúli. „Þess- ir aðilar eru stórir á frummarkaði en við bíðum eftir að þeir láti til sín taka á eftirmarkaði við kaup og sölu bréfa,“ sagði Skúli. Aðspurður sagði Skúli að búast mætti við að hlutabréfaverð ætti enn eftir að lækka hjá einhveijum fyrir- tækjum og þá helst í sjávarútvegi. Tilboð og viðskipti á hlutabréfamarkaði 29.05.92 Heildar- 30.06.92 Heildar- 28.07.92 Bestu tilboð viðsk. í mai, Bestu tilboð viðsk. í júní, Bestu tilboð VERÐBRÉFAÞING: Kaup Sala þús. kr. Kaup Sala þús. kr. Kaup Sala Heildarviðsk. 1.07-29.07, þús. kr. Eimskip 4,30 4,77 2.523 3,90 4,29 4.951 4,10 4,43 10.491 Fluqleiðir hf. 1,38 1,68 6.728 1,40 1,68 1.787 1,51 1,68 3.452 OLÍS 1,55 - 81 1,55 - - 1,50 - - Fiárfestinqarfélaqið hf. - - - 1,18 - - 1,18 -• - Hlutabréfasi. VÍB hf. 1,04 1,10 - 1,04 1,10 - 1,02 1,08 - ísl. hlutabréfasj. hf. - - - - - - 0,98 1,09 - Auðlind hf. 1,05 1,10 - 1,03 1,09 - 1,03 1,09 - Hlutabréfasjóðurinn hf. - - - - ■ - - - 1,42 - Marel hf. 1,80 - - - - - - 2,00 - OPNI TILBOÐSM.: Ármannsfell hf. - 1,95 - 1,20 1,90 - ■ - 1,70 - Ámes hf. - 1,85 400 1,20 1,85 - - - - Ehf. Alþýðubankans hf. 1,33 1,60 - 1,30 1,58 - - 1,58 115 Ehf. Iðnaðarbankans hf. 1,60 1,80 411 1,40 1,60 1.088 - 1,60 6.700 Ehf. Verslunarbankans hf. 1,25 1,30 215 1,25 1,57 409 - 1,35 - Grandi hf. - 2,70 336 1,60 2,50 - 2,10 2,50 285 Hampiðjan hf. 1,00 1,59 - 1,10 1,46 - - 1,35 220 Haraldur Böðvarsson hf. - 2,94 - 1,50 2,94 - 2,00 2,94 - islandsbanki hf. 1,45 - - 1,45 - - - - - fsl. útvarpsfélagið hf. 1,05 - 161 1,15 - - 1,40 - - Olíufélaqið hf. 4,20 4,60 220 4,00 4,60 10.604 4,00 4,50 6.563 Samskip hf. - - - 0,80 1,12 - 1,06 1,12 - S.H. Verktakar hf. - 1,10 - - 1,10 - - 0,80 - Síldarvinnslan hf. - 3,10 - 1,70 3,10 - 2,80 3,10 - Sjóvá-Almennar hf. 4,30 6,50 - 1,50 - - 4,00 - - Skaqstrendinqur hf. 3,80 4,00 - 2,50 3,89 765 - 4,00 - Skeljunqur hf. - 4,82 200 3,10 4,00 - 4,00 4,50 6.870 Sæplast hf. 3,30 4,20 - 3,00 3,50 1.060 - 3,50 i Tollvöruqeymslan hf. 1,25 - - 1,20 1,22 - - 1,30 200 f, Tæknival hf. - 1,10 - 0,50 0,89 - - 0,85 - ■ i! Tölvusamskipti hf. - - - 2,50 4,50 - - 3,30 1 Útg.fél. Akureyrinqa hf. - 3,90 - 2,60 3,70 - - 3,30 s Útg.fél. Eldey hf. - - - - - - - - 1 Þróunarfélag fslands hf. - - - - 1,80 - - 1,65 i Hlutabréf Bmskipa voru skráð é Verðbréiaþingi t byrjun júní og hlutabréf Rugteiða voru skráð á Verðbréfaþingi i lok júní. Upplýsingar um siðustu viðskipti. dagsetníngu og gengi, má sjá í peningamarkaði Hugbúnaður Þróunarfélagið hf. kaupir 15% í hugbúnaðarfyrirtækinu Hughf. ÞRÓUNARFÉLAG íslands hf. hefur keypt rúmlega 15% af hlutafé í hugbúnaðar- og raf- eindafyrirtækinu Hugur hf. í Kópavogi. Hlutaféð er keypt á genginu 2,1. Þróunarfélagið keypti hlutinn af tveimur fyrrum starfsmönnum fyrirtækisins. „í framhaldi af sölu Þróunarfélags- ins á bréfunum í Marel fór fyrir- tækið að leita að öðrum fjárfest- EININGABREF 1 KAUPÞING HF Löggi/t verðbréfafyrirtœki Kringlunni 5, sími 689080 í eigu Búnaðarbanka ísiands og sparisjóðanna ingakostum. Þróunarfélagið hef- ur nú á skömmum tima keypt hlut í tveimur fyrirtækjum, þ.e. HP á íslandi og Hugi hf. Nú erum við að skoða önnur fyrirtæki, þ.á.m. fyrirtæki sem við höfum áður fjárfest í,“ segir Hreinn Jakobsson aðstoðarfram- kvæmdastjóri Þróunarfélagsins. Hugur hf. hefur m.a. verið í framleiðslu á hug- og vélabúnaði tímaskráninga sem er víða kominn í notkun hérlendis og leysir m.a. af hólmi stimpilklukkur. Einnig hefur Hugur verið að þreifa fyrir sér með útflutning á þessu skrán- ingarkerfí. Auk þess er fyrirtækið í mikilli hugbúnaðargerð og að sögn Gunnars Ingimundarsonar, fram- kvæmdastjóra Hugs og stærsta hluthafa fyrirtækisins, vinnur Hug- ur nú að mjög öflugum viðskipta- hugbúnaði sem heitir Concorde XAL. Concorde er að sögn Gunnars alhliða viðskiptahugbúnaður sem byggir á nýjustu tækni við hugbún- aðargerð og má nota á öll algeng- ustu stýrikerfi. Gunnar segir rekstur fyrirtækis- ins hafa gengið mjög vel á sl. ári og Hugur hf. hafi sýnt hagnað undanfarin ár. „Útlit fyrir þetta ár er gott og veruleg veltuauking er á fyrstu mánuðum þessa árs saman- borið við sama tíma í fyrra. Einnig var veltuaukning á milli áranna 1990 og 1991. Það er mjög ánægju- legt að Þróunarfélagið hafí áhuga á að koma inn í rekstur fyrirtækis- ins og ákveðin viðurkenning fyrir okkur. Það skiptir miklu máli fyrir starfsmenn að fjárfestingaraðili líti á fyrirtækið sem vænlegan fjárfest- ingakost," segir Gunnar. Hreinn Jakobsson hjá Þróunarfé- laginu segir þessi viðskipti dæmi um það þegar frumkvöðlar fyrir- tækis selji sinn hlut í hendur áhættufjárfesta sem hafí trú á fyrir- Aburðarverksmiðjan tækinu. „Áður stofnuðu menn fyrir- tæki og þau voru ekki til sölu. Nú erum við að sjá nýja kynslóð frum- kvöðla sem leggja meiri áherslu á hinar fjárhagslegu forsendur.' í stað þess að ýta ávallt nýjum fyrirtækj- um af stað stefnum við frekar að því að kaupa okkur inn í starfandi og vænleg fyrirtæki til þess að hjálpa þeim við áframhaldandi þró- un og vöxt.“ Hugur var stofnað árið 1986 og eru starfsmenn þess nú 13 talsins. Samningurinn við Eimskip hagkvæmari SAMNINGUR Áburðarverk- smiðjunnar í Gufunesi við Eim- skip um flutninga á áburði út á land er að mati Hákons Björns- sonar framkvæmdastjóra Áburð- arverksmiðjunnar hagkvæmari en þeir samningar sem áður hafa gilt. Áburðarverksmiðjan mun greiða Eimskip 2.050 krónur á tonnið af áburði og innifalið í því er flutningur, uppskipun og ÁRMÚLA 13A IÐNLANASJOÐUR fyrir íslenskt atvinnulíf 155 REYKJAVÍK SÍMI 680400 TELEX 3084 ILFUND TELEFAX 680950 -k—.--1 - .■ .. . J___________L. geymsla. Alls hljóðar samningur- inn upp á 18.000-20.000 tonn. Samtals er flutningsverðið því tæplega 40 mil(jónir króna. Hákon segir að áður hafí Áburð- arverksmiðjan verið með samning við Skipaútgerð ríkisins en þegar hún hafi verið lögð niður hafí verið samið við Samskip. Skipaútgerðin og Samskip sáu einungis um flutn- ingana en aðrir aðilar sáu um upp- skipun og geymslu. Áður kostuðu þessir þrír þættir samtals 2.279 krónur sem er um 10% hærra verð en Eimskip býður nú. „Þar sem samningurinn við Eim- skip hljóðar upp á alla þessa þijá þætti þá er erfitt að bera saman verðið nú og áður. Það sem hins vegar er hægt að bera saman eru þau tilboð sem við nú fengum í flutningana. Annað hljóðaði upp á 2.050 krónur frá Eimskip en hitt er upp á 2.750 krónur frá Samskip- um. Samskipsverðið er hærra en við bjuggumst við en Eimskipsverð- ið lægra,“ segir Hákon Björnsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.