Morgunblaðið - 07.08.1992, Side 4

Morgunblaðið - 07.08.1992, Side 4
4 :()(!! T8U0A .V HUO MORGUNBLAÐIÐ ié 92 FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 1992 FRJALSIÞROTTIR Reuter Gall Devers frá Bandaríkjunum rekur hér fremri fótinn í síðustu grindina og fellur síðan. Eins og sést á myndinni hefur hún örugga forystu en fallið kostaði hana sigurinn. Sögulegt 100 m grindahlaup kvenna: HéK sig hafa unnið brons - en hampaði gullinu Gleðin snerist upp í and- hverfu sína Gail Devers, ólympíumeistari í 100 metra hlaupi kvenna, var aðeins nokkrum sekúndum frá því að komast á spjöld sög- unnar. Hún var fyrst í 100 metra grindahlaupinu þegar aðeins ein grind var eftir. Þá rak hún sig í 10. grindina og féll er nokkrir metrar voru í markið og nánast rúllaði yfir marklínuna. Hefði hún sigrað eins og allt útlit var fyrir væri hún fyrsta konan til að vinna 100 metra hlaupið og 100 metra grindahlauðpið á sömu Ólympíu- leikum síðan Fanny Blankers- Koen frá Hoilandi gerði það 1948. Gleði Devers eftir sigurinn í 100 metra hlaupinu snerist upp í andhverfu sína í gær er hún þurfti að sjá á eftir gullverðlaun- unum á síðustu metrunum. „Ég snerti grindina með fremri fæti en er vön að krækja í grindina með þeim fæti sem fer á eftir yfír grindina. Það gerði það að verkum að ég náði ekki að halda jafnvæginu. Ég hef aldrei náð svona góðum hraða yfir grindum- ar tíu áður. Þegar ég kom hingað var markmiðið að vinna til verð- launa í báðum greinunum. Ég get ekki verið óánægð því ég gerði mitt besta.“ Reuter Paraskevi Patoulldou frá Grikklandi fagnar hér óvæntum sigri í 100 rhetra grindahlaupi kvenna. Hún varð fyrsta grískra kvenna til að vinna til gull- verðlauna í fijálsíþróttum á Ólympíuleikum. GRÍSKA stúlkan Paraskevi Patoulidou sigraði óvænt í 100 metra grindahlaupi kvenna. Ólympíumeistarinn í 100 metra hlaupi, Gail Devers frá Bandaríkjunum, hafði forystu f hiaupinu allt þar til hún fór yf ir síð- ustu grindinni að hún datt og náði aðeins fimmta sæti. Hún gerði sér vonir um að vinna tvöfalt og hefði verið fyrst kvenna til þess síðan Fanny Blan- kers-Koen frá Hollandi gerði það 1948. Patolidou, sem er 27 ára byijaði að æfa frjálsíþróttir fyrir aðeins sex árum, trúði varla eigin augum er hún áttaði sig á því að hún væri orðin ólympíumeistari. Hún hljóp um og reyndi að finna eiginmann sinn meðal áhorfenda. „Ég gat ómögulega fundið hann. Ég held að hann hafí falið sig og grátið af gleði í einrúmi. Ég hélt að ég hefði verið þriðja. SSðan kallaði frétta- maður og sagði að ég hefði verið önnur. Það var ekki fyrr en síðar að það kom í ljóst að ég hefði unnið,“ sagði Patolidou, sem varð fyrst grískra kvenna til að vinna gullverðlaun í frjáls- íþróttum á Ólympíuleikum. Patolidou kom í mark á 12.64 sek. og La Vonna Martin frá Bandaríkjunum varð önnur á 12.69 sek. Ólympíumeistarinn frá því í Seoul, Yordanka Donkova frá Búlgaríu, varð að sætta sig við bronsverðlaunin á 12.70 sekúndum. Eiginmaður Patoulidou varð áttundi í 110 kg flokki í lyfting- um á Ólympíuleikunum í Moskvu 1980. „Ég var að vona að ég næði að gera betur en hann. Nú er ég viss um að hafa gert það,“ sagði gríski ólympíumeistarinn. Hún keppti í sprett- hlaupum allt þar til fyrir tveimur árum að þjálfari hennar vildi að hún reyndi sig í 100 metra grindahlaupinu. Fyrir leikana hafði hún ekki unnið á neinu stórmóti og því var sigurinn óvæntur. Aðeins ein orrusta, - stríðið heidur áfram sagði Carl Lewis, sem í gær vann sitt þriðja ólympíugull í langstökki. Eg vann með þremur sentimetrum núna, en þetta er aðeins ein orrusta sem ég vann í dag, stríðið heldur áfram,“ sagði Carl Lewis sem í gær tryggði sér sín þriðju gullverð- laun í langstökki á Ólympíuleikum. Langstökkseinvígið á milli Lewis og Mike Powell stóð ekki undir þeim væntingum sem bundar voru til þess. Powell, sem kvartað hefur undan meiðslum í hásin og baki var ekki sannfærandi til að byrja með en náði lengsta stökki sínu í sjöttu og síðustu tilraun, 8.64 metra, þremur senti- metrum styttra en fyrsta stökk Lew- is í keppninni. „Mike setti heimsmetið í Tókýó í fyrra en ég vann með þremur senti- metrum núna. Þetta eru engin enda- lok heldur bara byrjunin. Ég hef það á tilfínningunni að við eigum eftir að heyja mikil einvígi," sagði Lewis sem sagðist hafa búist við lengri stökkum í keppninni. „Ég hafði ekki það sem þurfti í dag og ég komst aldrei í gang,“ sagði Powell sem hrós- aði keppinaut sínum í hástert. „Carl er sá besti frá upphafí, hann heftir verið á tindinum frá því 1981.“ Lewis var á undan Powell í keppn- isröðinni og hafði lokið öllum sex stökkum sínum þegar Powell gerði lokatlöguna við ólympíugullið. Lewis þurfti því að bíða í von og óvon um það hvort stökkið reyndist lengra. „Eftir að hann lenti þá hugsaði ég með mér að hann gæti hafa tryggt sér sigurinn en vissi að þetta var ekki lengur í mínum höndum. Ég hef aldrei þurft að hafa svona mikið fyr- ir sigri á Ólympíuleikum. Fyrir mán- uði eða svo í úrtökumótinu var ég ekki viss um hvort ég yrði með í keppninni en ég er stoltur yfír að hafa sigrað," sagði Lewis sem á möguleika á að bæta áttunda ólymp- íugullinu í safnið í 4 x 100 metra hlaupinu." Það voru þrír Bandaríkjamenn á verðlaunapalli í keppninni því Joe Greene tryggði sér þriðja sætið með því að stökkva 8.34 metra. Sex kepp- endur stukku yfír átta metra. Carl Lewls í sigurstökki sínu. Reuter

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.