Morgunblaðið - 07.08.1992, Side 12
FRJALSIÞROTTIR
Þjóðverjar kenna stjóm-
armönnum um ófarimar
Mikil ólga ríkir í herbúðum
þýskra frjálsíþróttamanna
og mál Krabbe var sem olía á eld.
Þjóðveijar hafa ekki staðið undir
væntingum á Ólympíuleikunum
og margir í hópi íþróttamannanna
sögðu í gær að áhugamenn stjóm-
uðu ferðinni. Þeir væru ekki starfi
sínu vaxnir og í stað þess að hjálpa
og aðstoða keppnisfólkið brytu
þeir það niður.
Heinz Weis, sem varð í sjöunda
sæti í kringlukasti, sagðist ekki
geta staðið í þessu lengur. „Ég
er hættur. Meðan þessi stjóm
ræður ríkjum getur ástandið ekki
annað en versnað. Ef íþróttafólkið
réði væm aðrir við stjómvölinn."
Jurgen Schult, silfurhafi í
kringlukasti, tók í sama streng.
„Slæmt gengi er ekki vegna lyfja-
mála heldur áhugamanna í æðstu
stöðum. Áður höfðum við atvinnu-
menn.'en héma emm við eingöngu
með áhugamenn og farþega,"
sagði fyrram Austur-Ijóðveijinn.
Talið var að við samrana þýsku
ríkjanna yrði Þýskaland stórveldi
í íþróttum, en annað hefur komið
á daginn og hefur lyfjamisnotkun
sett svartan blett á íþróttahreyf-
inguna. Fréttimar um fall Krabbe
og Breuer bárast á versta tíma
fyrir þýska fijálsíþróttafólkið í
Barcelona og sprengjan sprakk.
„Allt gengur á afturfótunum
hjá fararstjórninni," sagði tug-
þrautamaðurinn Thorsten Da.uth.
„Við verðum sjálf að fínna rúmföt
og sjá um að flytja áhöldin á milli.
Allt of margir farþegar era í
stjómarstörfum og þeir era ekki
hæfir til að skapa rétt andrúms-
loft.“
■ ÚKRAÍNUMAÐUR að nafni
Vasily Lisechko lenti í hremmingum
í gær þegar hann varð viðskila við
eiginkonu sína í Barcelona. Lisec-
hko fór til lögreglunnar en uppgötv-
aði þá að hann mundi ekki eftir því
á hvaða hóteli hann var. Hinum ráð-
villta ferðamanni var útvegaður túlk-
ur og spænskir lögreglumenn settust
niður við símann til að reyna að
hafa upp á hóteli hins villta. Tveim-
um tímum síðar bar leitin árangur
og á hótelinu beið eiginkona hans
áhyggjufull eftir honum.
■ MJÓTTv'dx á munum í sundfimi
í einstaklingskeppni kvenna sem
fram fór í gær. Bandaríska stúlkan
Kristen Babb-Sprague hlaut 0.131
stigi meira en heimsmeistarinn
Sylvie Frechette frá Kanada.
Sprague hlaut 191.848 stig en Frec-
hette 191.717 samtals.
■ FRECHETTE varð fyrir áfalli
stuttu fyrir leikana þegar hún kom
að kærasta sínum látnum í íbúð
þeirra. Hann starfaði sem þulur og
átti að fara til Barcelona.
Reuter
Qwen Torrence kemur fagnandi í mark eftir öruggan sigur í 200 m hlaupi.
Fyrir aftan hana er Merlene Ottey, sem mátti enn sætta sig við bronsverðlaun.
hefði fallið á lyfjaprófi tók prinsessan við hlut-
verki drottningarinnar og náði hápunktinum
á feriinum.
En þrátt fyrir gullið var hún enn með hug-
ann við Tókíó. Hún var spurð hvort sigurinn
væri sætari vegna lyfjamáls Krabbe og reiðin
blossaði. „Já og nei. Gullverðlaunin [frá HM]
verða aldrei mín. Ég var ávallt viss um að
hún væri á lyfjum, vissi að hún var svindlari.
Nú, ári síðar, kemur það í ljós. Hún hefur
kostað okkur mikla peninga og ég vildi óska
að ég fengi gullin mín.“
En blökkukonan var ekki bjartsýn. Hún
sagðist sannfærð um að Krabbe fyndi leið til
að sleppa við keppnisbann þrátt fyrir þijú
jákvæð sýni. „Hún fer einhvem veginn að því
að fínna leið út úr ógöngunum, því hún er
hin stóra von hvíta kynstofnsins."
Torrence, sem stóð ekki undir væntingum
í 100 metra hlaupinu og hafnaði í íjórða sæti,
gaf tóninn í fyrradag og hélt uppteknum
hætti í gær. Hún náði besta viðbragðinu, var
sjónarmun á undan Ottey fyrstu hundrað
metrana, en var greinilega fyrst út úr beygj-
unni og jók muninn á endasprettinum.
Torrence, sem er 27 ára, fædd og uppalin
í Atlanta, sagðist ætla að halda áfram keppni
og vera með á Ólympíuleikunum í heimaborg-
inni 1996. „Ég ætla að koma með eitthvað
heim frá Atlanta."
GWEN Torrence frá Bandaríkjunum
fagnaði sigri í 200 metra hlaupi í gær.
í milliriðli í fyrradag hljóp hún ífyrsta
sinn undir 22 sekúndum og endurtók
leikinn í úrslitunum, hljóp á 21.81. Juliet
Cuthbert frá Jamaíka fékk silfrið og
landa hennar, Merlene Ottey, varð enn
einu sinni að sætta sig við bronsverð-
laun á stórmóti.
Torrence féll í skuggann af Katrínu Krabbe
í 100 og 200 metra hlaupi á HM í fyrra
og tók því illa. Hún ásakaði drottninguna um
lyfjamisnotkun og það er kaldhæðnislegt að
tveimur dögum eftir að tilkynnt var að Krabbe
Torrence fagnar sigrinu með bami sínu.
Bronsf rúin söm við sig
Bronsfrúin Merlene Ottey braut
ekki út af þeirri reglu að
geta minna á stórmóti en fynrfram
var búist við af henni. Bætti hún
einu bronsinu í safnið í Barcelona
en hún hefur unnið fleiri verðlaun
af því tagi en nokkur annar á
Ólympíuleikum og heimsmeistara-
mótum, eða samtals níu.
Á ólympíuleikunum í Moskvu
1980 vann Ottey fyrstu bronsverð-
launin, í 4x100 metra boðhlaupi.
Þeim fjöigaði í þijú í Los Angeles
1984 er hún varð þriðja bæði í 100
og 200 metra hlaupum. Bronsið í
Barcelona er því fiórða Ólympíubr-
onsið en í Seoul fyrir fjórum árum
féll hún úr leik í undanúrslitum
200 metra hlaupsins og jamaíska
boðhlaupssveitin varð í fjórða sæti.
Á heimsmeistaramótinu í Hels-
inki 1983 hlaut hún brons f boð-
hlaupi, silfur í 200 metrum og
varð fjórða í 100. Fjórum árum
síðar í Róm fjölgaði bronsunum
enn, varð þriðja bæði í 100 og 200
metram. Þau sæti hlaut hún einnig
á HM í Tókíó í fyrra en komst þá
loks upp á efsta þrep verðlauna-
palls á stórmóti er sveit Jamaíku
.vann 4x100 metra boðhlaupið.
Ottey, sem er 32 ára, hefur
hlaupið oftar en nokkur önnur
hlaupakona undir 11 sekúndum í
100 metrum eða 34 sinnum í lög-
legum vindi um síðustu áramót.
Hefur verið í hópi 10 bestu í heim-
inum í spretthlaupunum á hveiju
ári frá 1980. Vann 57 mót í röð
í 100 metrum frá HM 1987 þar
til hún varð þriðja í Tókíó í fyrra.
Einnig þijátíu og sex 200 metra
hlaup í röð 1989-91. Ósigrað á 36
mótum 1990 og hljóp þá sjö sinn-
um undir 22 sekúndum í 200 sem
enginn hefur leikið eftir á einu
keppnistimabili.
Prinsessan tekur
við hlutverki
drottningarinnar